Morgunblaðið - 26.04.1992, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992
SARTRE VAR MÓT-
sagnafullt hugmynda-
kerfi holdi klætt. Það
var tilvistarvandi
hans einsog margra
annarra skálda og
hugsuða. Ástæðan er
einfaldlega sú þeir eru vaxnir úr
þverstæðufullu umhverfi og endur-
spegla öðrum fremur þau átök sem
einkenna náttúruna og bera frelsinu
vitni innan fastra lögmála hennar.
Maðurinn er auðvitað ekkert annað
en afkvæmi þessara lögmála og til-
brigði við þau. Hann er mótsagna-
kennd niðurstaða átaka í náttúr-
unni. 0g hann ber ekkisízt vitni
þeim skáldlegu umbrotum sem ein-
kenna sköpunarverkið og þau óút-
reiknanlegu fyrirheit sem eru oftar-
enekki einskonar gálgahúmor for-
sjónarinnar. Enginn ræður við slík-
ar andstæður í eðli sínu, jafnvel
ekki hugsuður á borð við Sartre.
En Kierkegaard stóð betur að vígi.
Hann átti sjálfur þennan sérkenni-
lega og óvænta húmor í ríkum
mæli. Og sú alvarlega fyndni sem
honum var í blóð borin var salt
þeirrar jarðar sem hann var vaxinn
úr. Og sem slíkur er hann ómót-
stæðilegur einsog þetta fáránlega
leikhús mannsins sem við köllum
líf, þótt iokaþátturinn fjalli ávallt
um dauðann. Og einmitt nú erum
við þátttakendur í útför þess háska-
samlega tíma sem kallaði Sartre
og samfylgdarmenn hans til vitnis
um viðundrið homo sapiens.
MÚRINN BRESTUR OG
•við sjáum inní áleitna,
óvænta framtíð. Eng-
an veginn ugglausa,
þrátt fyrir fögnuðinn.
I kommúnistaríkjun-
um á hin ósýnilega
hönd markáðarins að
taka við af krepptum
hnefa kommúnismans. En það
gengur illa. Þarsem þessar tvær
hendur mætast er spilling sem erf-
itt er að eiga við. Og nú sitja t.a.m.
Ungveijar uppi með nýtt og áður
óþekkt fyrirbrigði, markaðslög-
reglu. Hún á að fylgjast með svikum
og svörtum markaði. Mér skilst hún
hafi í nógu að snúast. Einkaframtak
á langt í land og fjórðungur manna
býr við kjör sem eru undir fátæktar-
mörkum, að því er segir í ágætri
sjónvarpsheimildamynd, Hin Evr-
ópa.
En hvað þá um önnur kommún-
istaríki þarsem ástandið er verra?
Hagstjórn skortsins, marxisminn,
hefur skilið þessi lönd eftir í sárum.
Þau ganga fyrir skipulögðu skipu-
lagsleysi, hefur verið sagt. Og þetta
“skipulag“ hvílir eins og mara á
öllu þjóðfélaginu, lamar verkhvöt
fólksins og ieysir ekki úr læðingi
einsog það átti að gera samkvæmt
guðspjallinu, heldur drepur í dróma
allt frumkvæði og verkvilja. Afleið-
ingarnar eru doði og viljaleysi sam-
fara ókjörum og illum aðbúnaði.
Gjaldþrot kerfisins blasir við í verk-
smiðjum og á öðrum vinnustöðum
en þó ekkisíður i einkalífi þessa
vonlitla fólks sem fékk þetta kerfi
í arfleifð án þess óska eftir því, til-
aðmynda í frjálsum kosningum. Nú
er það skylda okkar að metast ekki
einnig verið falið að fjalla um
aðkallandi rekstrarvanda sjávar-
útvegsins.
Það er óhyggilegt að ætla sömu
nefnd að fjalla um þessi málefni
öll og líklegast, að niðurstaðan
verði sú, að verulegur dráttur
verði á, að hún skili nokkru frá
sér. Og kannski er það líka mark-
mið einhverra þeirra, sem að
þessu máli hafa komið. Á meðan
engin niðurstaða fæst á vettvangi
ríkisstjómarinnar er hætta á að
kvótakerfið festi sig í sessi.
Þess vegna getur grasrótar-
hreyfing af því tagi, sem nú er
að spretta upp innan sjávarút-
vegsins skipt sköpum. Við því er
að búast, að fjölmargir áhuga-
menn um þessi málefni utan sjáv-
arútvegsins gangi til liðs við þessa
hreyfingu. Gera má ráð fyrir, að
þessi félagasamtök efni til funda
víðs vegar um landið til þess að
ræða fiskveiðistefnuna. Ekki er
vanþörf á, að þeir sem reka lítil
útgerðarfyrirtæki, sjómenn og
fiskverkafólk fái tækifæri til þess
að íjalla um núverandi fiskveiði-
stefnu og áhrif hennar á hags-
muni þessara aðila. Fram að
þessu hafa forystumenn samtaka
útgerðarmanna tekið sér það
bessaleyfi að tala fyrir hönd þess
mikla fjölda, sem starfar að sjáv-
arútvegi, þótt ljóst sé að kvóta-
kerfið þjónar ekki hagsmunum
annarra en fámenns hóps stórút-
gerðarmanna og stórfyrirtækja í
sjávarútvegi. Má raunar furðu
gegna hve hljótt hefur verið um
samtök sjómanna og fiskverka-
fólks í þessum umræðum. Hvar
eru hagsmunasamtök þeirra?
Á þessari stundu er ekki ljóst
í hvaða farveg umræður um nýja
fiskveiðistefnu fara hjá hinum
nýju félagasamtökum. Afstaða til
þeirra tillagna sem þau kunna að
leggja fram verður ekki tekin
fyrr en þær liggja fyrir. En það
er full ástæða til að fagna því,
að slík hreyfing er að verða til
undir forystu manna, sem á síð-
ustu áratugum hafa orðið þjóð-
kunnir fyrir störf sín á hafi úti.
Það hefur áður gerzt, að slík
hreyfing innan sjávarútvegsins
hefur orðið kveikja að miklum
atburðum og má þar minnast
frumkvæðis forystumanna í sjáv-
arútvegi og áhugamanna um
sjávarútvegsmál að útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar í 200 sjómílur.
um liðinn tíma og hver hafi haft
rangt fýrir sér heldur rétta þessu
fólki hjálparhönd, styðja það í upp-
hafi vegferðar inní betri og eftir-
sóknarverðari tfma. Sú hönd má vel
vera sýnileg. Og handtakið fast og
sannfærandi.
En það liggur óvissa í loftinu.
Þetta ferðalag hófst raunar í júní
1953 þegar verkamenn gerðu upp-
reisn í Austur-Berlín. Ungur blaða-
maður fylgdist ég með þessum
tíðindum og horfði uppá hersveitir
Marx gamla meija frelsisvilja fólks-
ins. Það var síðuren svo bjartsýnn
blaðamaður sem hélt heim frá
Berlín það sumar. Síðar skrifaði
hann greinar í blað sitt og birti ein-
ungis myndir af flóttamönnum með
bundið fyrir augu svoað þeir væru
óþekkjanlegir og enginn gæti refsað
ættingjum þeirra austantjalds. Þá
uppskar blaðamaðurinn ungi það
eitt að kommúnistar sögðu, Matt-
hías til Austur-Þýzkalands með
bundið fýrir augu(!)
Neistinn sem kviknaði í Berlín
er orðinn að báli sem jafnvel alræð-
isstefna studd kjamaoddum getur
ekki slökkt. Frelsið ryður sér braut
einsog hver önnur náttúruöfl og
enginn virðist geta heft það til lang-
frama. Það er manninum í blóð
borið. Og líklega er þessi hvöt einn
af framþáttum hans.
M.
(meira næsta sunnudag.)
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið.
Félag um breytta
fiskveiðistj órnun
Um páskana var frá því skýrt,
að hafinn væri undirbún-
ingur að stofnun félags um
breytta fiskveiðistjórnun. Ljóst er,
að hér er um að ræða grasrótar-
hreyfingu innan sjávarútvegsins,
þar sem í forystu fyrir þessari
félagsstofnun eru núverandi og
fyrrverandi skipstjórar, fiskverk-
endur og fjölmargir aðilar, sem
hafa gert sjómennsku og físk-
verkun að ævistarfi sínu.
Engum þarf að koma á óvart,
að slík hreyfing verði til innan
sjávarútvegsins sjálfs. Þar hafa
alla tíð verið skiptar skoðanir um
fiskveiðistefnuna og hefur sá
skoðanamunur farið eftir því
hveijir hagsmunir manna hafa
verið, eins og við er að búast.
Þannig er t.d. alveg ljóst, að
kvótakerfið þjónar ekki hagsmun-
um Vestfírðinga og í Vestmanna-
eyjum og á Suðurnesjum er sterk
andstaða við það. Er raunar um-
hugsunarefni hvað sjávarútvegs-
fyrirtæki á þessum stöðum hafa
veikzt mjög í tíð kvótakerfisins,
sem út af fyrir sig þarf heldur
ekki að koma á óvart. Það for-
skot, sem þessir landshlutar höfðu
vegna nálægðar við beztu fiski-
miðin er einfaldlega afnumið með
kvótakerfinu.
Andstaðan við kvótakerfið er
orðin svo mikil, að við því hefur
mátt búast um nokkurt skeið, að
efnt yrði til samtaka til þess að
knýja fram breytta fiskveiði-
stefnu. Það skiptir miklu máli,
að þessi samtök eru að verða til
innan sjávarútvegsins sjálfs. Ef
samstaða á að takast um nýja
fiskveiðistefnu verður það að ger-
ast í sátt við sjávarútveginn. Hins
vegar hafa helztu forystumenn
samtaka hans verið ósveigjanlegir
í vörn fýrir núverandi kerfi. Þess
vegna hafa ekki farið fram nægi-
lega uppbyggilegar umræður um
grandvöll nýrrar fiskveiðistefnu.
Þess er að vænta, að hið nýja
félag um breytta fiskveiðistjórnun
verði vettvangur slíkra umræðna
og að þar komi saman menn með
ólík sjónarmið, sem beri saman
bækur sínar og leitist við að finna
grundvöll að nýrri fískveiðistefnu,
sem almenn samstaða geti tekizt
um. Að vísu er starfandi nefnd á
vegum ríkisstjórnarinnar, sem
hefur það verkefni að endurskoða
fiskveiðistefnuna og á að ljúka
því starfi fyrir næstu áramót. Því
miður er ekki ástæða til að búast
við miklu af störfum þeirrar
nefndar. Auk þess viðamikla
verkefnis að endurskoða núver-
andi fískveiðistefnu og samræma
ólík sjónarmið milli stjórnarflokk-
anna og raunar innan Sjálfstæðis-
flokksins um málið, hefur henni
HELGI
spjall
SUMARDAGURINN FYRSTI
er kærkominn hátíðisdag-
ur í hugum íslendinga. Þá
fögnum við byijandi sumri
og vaknandi lífi í umhverfi
okkar.
Vetur konungur stendur
að vísu ekki endilega upp
úr veðurfarslegum valdastóli fyrir vorinu
þennan almanaksdag, fimmtudag næstan
eftir 18. apríl, þegar harpa, fyrsti sumar-
mánuðurinn að gömlu íslenzku tímatali,
byijar. Sumarið er á stundum sýnd veiði
en ekki gefin þennan apríldag.
En sumardagurinn fyrsti er samt sem
áður og undantekningarlaust staðfesting
á því í hugum landsmanna að skammdegi
vetrar er að baki og að framundan er
betri tíð með blóm í haga.
Aftur kem-
ur vor í dal
ÞAÐ ER NAUÐ-
svnlegt að horfa um
öxl til fyrri atvinnu-
hátta til að skilja
þann fögnuð sem
sumardagurinn fyrsti vakti í hjörtum
landsmanna. Sem og að hafa í huga að
hnattstaða landsins er á mörkum hins
byggilega heims, a.m.k. með hliðsjón af
fyrri tíðar tækni í búskap og sjávarútvegi.
Víst er um það að lífsbaráttan var
gengnum kynslóðum erfið á kuldaskeiðum
liðinna alda, þegar landsmenn sóttu af-
komu sína að stærstum hluta í gróðurkrag-
ann umhverfis hálendið svo að segja með
höndunum einum saman og á opnum báts-
skeljum með snæri og öngul í úfinn sæ.
í slæmu árferði, þegar heyfengur brást
og ekki voru gæftir við ströndina, var oft
þröngt í búi landsmanna, ekki sízt á löng-
um og ströngum vetrum. Þá var það viss-
an um vorið og vaknandi lífríki lands og
lagar sem hélt lífsvoninni í fólki og hjálp-
aði því til að þreyja þorrann og góuna.
Það er þetta sögulega bakland sem ger-
ir sumardaginn fyrsta að einskonar þjóðhá-
tíð í hugum íslendinga enn þann dag í dag.
mmmm^^^m atvinnuhætt-
^kammdpcri ir eru a'örbreyttir
ÖKdmmuegl fráþvísemvarþeg-
kreppunnar ar áar okkar gengu
með orf og ljá út í
þýfið og réru opnum bátum á haf út. Samt
sem áður hefur árferði og veðurfar enn
dijúg áhrif á líf okkar og afkomu. Veðrið
skipar því verðugan sess í fréttum fjöl-
miðla og skeggræðum fólks.
Við tölum og gjarnan um skin og skúri
í þjóðarbúskap okkar. Með þá líkingu í
huga má segja, að við lifum efnahagslegt
skammdegi á líðandi stundu; raunar
fimmta samdráttarárið í röð í þjóðarbúskap
okkar. Ef landsframleiðsla og þjóðartekjur
á mann eru mældar með tölunni 100 árið
1987 var landsframleiðslan 97,6 árið 1988
(þjóðartekjur 97,3), 95,3 1989 (þjóðartekj-
ur 93,9), 94,6 1990 (þjóðartekjur 92,7),
94,6 árið 1991 (þjóðartekjur 93,2) og 90,3
árið 1992 (þjóðartekjur 87,1), samkvæmt
greinargerð Seðlabanka um þróun og horf-
ur í peningamálum, gjaldeyrismálum og
gengismálum frá því um síðastliðin ára-
mót. í greinargerðinni segir orðrétt:
„Yfir lengri tíma litið, hvort sem _er frá
því um 1950, 1960 eða 1970, hefur ísland
verið fyliilega jafnoki OECD-svæðisins í
heild í hagvexti, og jafnvel mun betur frá
1975, sé rakið fram til 1988. Til þess árs
er einnig jafnræði frá 1980. Það eru ein-
ungis allra síðustu árin, sem gera ísland
að hálfdrættingi allt frá 1980 og jafna
vöxtinn miðað við OECD til fleiri áratuga
litið."
Því miður er fátt sem bendir til hagvaxt-
aruppsveiflu næstu misseri, eftir að bygg-
ingu nýs álvers var slegið á frest. Við
munum naumast breyta orku fallvatna
okkar eða jarðvarma í störf, verðmæti og
lífskjör á allra næstu árum, umfram það
sem þegar er gert. Nýjar niðurstöður um
stofnstærð nytjafíska, einkum þorsks, era
og uggvekjandi. Við þurfum trúlega enn
að draga úr sókn í þorskstofninn. Veiði-
geta flotans og vinnslugeta í landi er langt
umfram veiðiþol helztu nytjafíska. Fram-
leiðsla búvöra er og langt umfram inn-
lenda eftirspurn. Það eru heldur ekki líkur
á því að framundan sé sá efnahagsbati í
viðskiptalöndum okkar, sem haft geti áhrif
að ráði til uppbyggingar í atvinnulífi hér
á landi. Spár standa raunar til 2,8% sam-
dráttar á landsframleiðslu og 3,8% sam-
dráttar á þjóðartekjum 1992.
Hallinn á viðskiptum okkar við útlönd
óx úr 2,2% af vergri landsframleiðslu
(7.800 m.kr.) árið 1990 í 4,9% (18.700
m.kr.) 1991, samkvæmt Hagtölum mánað-
arins, marzhefti. Erlend lán til lengri tíma
hækkuðu um 14,4 milljarða króna frá
upphafi til loka árs 1991 og voru 190,7
milljarðar króna um síðustu áramót.
Greiðslubyrði afborgana og vaxta af er-
lendum lánum hækkaði úr 20% af útflutn-
ingstekjum 1990 í 23,1% 1991, þrátt fyrir
nokkra vaxtalækkun á erlendum lánum.
Nálægt fjórði hver útfluttur fiskur hverfur
því í skuldahítina.
Tölur sem þessar segja engan veginn
alla söguna um stöðu okkar á líðandi
stundu. Og taka ber öllum samanburði af
þessu tagi með nokkrum fyrirvara. En
tölurnar og samanburðurinn segja engu
að síður sannleikann að vissu marki. Þær
eiga að hvetja okkur til aðgæzlu og var-
kárni en jafnframt til átaka. Það er gott
og blessað og nauðsynlegt að draga úr
útgjöldum þegar tekjur skreppa saman.
En mestu skiptir að búa í haginn fyrir
atvinnulífið og skapa því það rekstrar-
umhverfi, sem bezt hefur gefizt öðrum
þjóðum, til þess að auka skiptahlutinn á
þjóðarskútunni á nýjan leik. Við eigum og
að halda vel vakandi möguleikanum á
byggingu nýs álvers á Keilisnesi og vanda
vel skoðun á möguleika á útflutningi raf-
orku um sæstreng. En nýta jafnframt og
sem fyrst ýmsa smærri framleiðslu- og
útflutningsmöguleika, þar sem framtak og
samkeppnisstaða landsmanna fær notið
sín.
Keppa ber að því, sem kostur er, að
glæða samkeppnisanda og sóknarhug til
framtaks og umsvifa í atvinnulífi okkar,
svo skammdegi kreppunnar, sem við er
að kljást, megi sem fyrst víkja fyrir kom-
andi vori í þjóðarbúskap okkar.
Sextán þús-
und ársverk
í iðnaði
SEM FYRR SEGIR
setja nýtingarmörk
fiskistofna og sölu-
mörk búvöru sjáv-
arútvegi og land-
búnaði mjög þröng
vaxtarmörk, að ekki sé fastar að orði kveð-
ið. En hvað um þriðju meginstoð atvinnu-
lífsins, iðnaðinn? í nýlegri skýrslu iðnaðar-
ráðherra til Alþingis um þróun og horfur
í íslenzkum iðnaði segir m.a.:
„Árið 1970 voru unnin 12.400 ársverk
í iðnaði. Ársverk í landinu í heild voru
tæplega 81.700, þannig að hlutur iðnaðar
í upphafi athugunartímabilsins var rúm-
lega 15%. Þetta hlutfall hélst nánast
óbreytt til loka áttunda áratugarins. Árið
1989 voru ársverk í iðnaði um 16.200
samanborið við 126.000 ársverk í heild.
Hlutur iðnaðarins hefur því fallið niður
fyrir 13% í lok athugunartímabilsins. Áætl-
anir benda til að hlutfallið hafi lækkað í
um 12% á árinu 1990, en hækkað á ný á
árinu 1991 í um 12,5%.
Þessar tölur sýna einnig að ársverkum
í iðnaði fjölgaði um tæplega fjögur þúsund
á tveimur áratugum, eða um 30%, þótt
hlutfall starfa í iðnaði af heildaratvinnu
sé nú lægra en í upphafi athugunartíma-
bilsins. Fjölgun ársverka hefur verið mest
í matvælaiðnaði (1.740 ársverka aukning),
pappírsiðnaði (906 ársverka aukning),
efnaiðnaði (446 ársverka aukning) og
orkufrekum iðnaði (435 ársverka aukn-
ing).
Þessa lækkun hlutfalls iðnaðarstarfa
má fyrst og fremst rekja til mikils vaxtar
í ýmsum þjónustugreinum, svo sem opin-
berri þjónustu, fjármálastarfsemi og ferða-
þjónustu. Þessi þróun er dæmigerð fyrir
iðnríkin þar sem efnahagsstarfsemin fær-
ist stöðugt frá hefðbundinni iðnaðarfram-
leiðslu yfir í þjónustugreinar. Þannig störf-
uðu að meðaltali rúmlega 27% af vinnu-
afli [fólki á vinnualdri] í OECD-ríkjunum
í iðnaði (fiskiðnaður meðtalinn) árið 1968
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992
21
REYKJAVÍKU RBRÉF
Laugardagur 25. apríl
Morgunblaðið/KGA
Sandgerðisbót á Akureyri,
en þetta hlutfall hafði lækkað niður í 21%
árið 1989. Þróunin hér á landi síðustu tvo
áratugi er því mjög í samræmi við alþjóð-
lega þróun ...“
í megindráttum skiptist útflutningur
iðnaðarvara okkar í tvennt: 1) afurðir
orkufreks iðnaðar, ál og kísiljárn, sem eru
um tveir þriðju heildarútflutnings iðnaðar-
vara, 2) hefðbundin iðnframleiðsla, sem
er þriðjungur útflutningsins. Útflutningur
iðnvarnings hefur verið mjög breytilegur
sem hlutfall af heildarvöruútflutningi en
að meðaltali um fimmtungur hans. Um
3% samdráttur var á útflutningi iðnaðar-
vara á árinu 1991, sem skýrist að mestu
leyti af samdrætti í útflutningi áls og kísil-
járns.
En hvað um framtíðarhorfur iðnaðarins?
í skýrslu ráðherrans segir:
„Islenzki markaðurinn fyrir iðnaðarvör-
ur er smár í sniðum og því er mikilsvert
að skapa útflutningsmarkað fyrir sem
flestar framleiðslugreinar...
Með EES-samningum eru íslenzkum
fyrirtækjum stórlega auðvelduð umsvif á
stærsta og auðugasta markaði á jörðinni.
Sérhæfð íslenzk framleiðsla og þjónusta
mun í auknum mæli finna sér markað
erlendis. íslenzkur fiskiðnaður fær tæki-
færi til að þróast í átt til aukinnar verð-
mætasköpunar, útflutnings á fullbúnum
fískmáltíðum eða fullunnum matvælum.
Samkeppni mun aukast og framleiðni og
skilvirkni í atvinnulífinu mun taka miklum
framförum. Samkeppnis- og einökunareft-
irlit mun koma í stað verðlagseftirlits.
Bankar og tryggingarfélög munu starfa
eftir sömu reglum hér á landi og gilda í
öðrum ríkjum efnahagssvæðisins. íslenzk-
ur fjármagnsmarkaður mun tengjast fjár-
magnsmarkaði Evrópu nánum böndum.
Erlend fyrirtæki munu auka starfsemi hér
á landi vn íslenzk fyrirtæki munu einnig
auka starf sitt á erlendri grandu. Sam-
vinna íslenzkra og erlendra fyrirtækja mun
aukast á sviði viðskipta, vöraþróunar og
rannsókna. Sama á við um samvinnu rann-
sókna- og menntastofnana.“
UÓST ER AÐ SÚ
niðursveifla í at-
vinnu- og efna-
hagslífi, sem staðið
hefur á fimmta ár
og leitt hefur til
meira atvinnuleysis
en verið hefur hér
á landi síðan seint á sjöunda áratugnum,
tekur ekki enda á þessu ári og tæpast á
því næsta. Það er þó sitthvað sem eykur
kjark þjóðarinnar í þeirri viðleitni að vinna
sig út úr vandanum. Skærasta ljósið í efna-
hagssortanum ér sá stöðugleiki sem náðist
með þjóðarsáttinni og hjöðnun verðbólg-
unnar. Meginmái er að varðveita þann
stöðugleika því hann er efniviður í brú
yfir til efnahagsbatans. En það era fleiri
jjós í sortanum. Eitt þeirra er vöxturinn í
ferðaþjónustunni.
Árið 1991 var stærsta ferðaár í íslands-
sögunni. Rúmlega 156.000 erlendir ferða-
menn komu til landsins, ef farþegar á
skemmtiferðaskipum eru með taldir. Litlu
færri íslendingar fóru utan, eða um
148.500. Birgir Þorgilsson, ferðamála-
stjóri, segir í grein hér í blaðinu að gjald-
eyristekjur af þjónustu við erlenda ferða-
menn hafi numið um tólf milljörðum króna
síðastliðið ár. Hann segir og að tuttugasti
hver íslendingur hafi atvinnu af því að
selja ferðamönnum þjónustu, í einni eða
annarri mynd, og að um 40 ferðamenn
þurfi til að skapa eitt nýtt starf í ferðaþjón-
ustu.
Ferðaþjónustu þarf að byggja upp af
fyrirhyggju og framsýni, þann veg, að hún
skili þeim, sem sækja til hennar lifibrauð,
sem og þjóðfélaginu í heild, arði. Starfsemi
af þessu tagi, sem og hvers konar önnur
starfsemi, þarf og að taka fullt tillit til
nauðsynlegrar náttúra- og umhverfis--
verndar. Af þeim sökum er sérstök ástæða
til að fagna eftirfarandi orðum í áður til-
vitnaðri skýrslu iðnaðarráðherra:
„Miklar líkur eru á því að næsta hag-
vaxtarskeið í heiminum muni ekki sízt
byggjast á því að finna nýjar aðferðir til
að gera framleiðslustarfsemi iðnaðarins
óskaðlega umhverfinu og að byggja upp
stórvirka tækni til hreinsunar umhverfis.
Á því sviði eiga íslendingar að geta haslað
sér völl með kunnáttu sinni í notkun
hreinna orkugjafa og líftækni.
Fyrirtæki sem ekki munu lúta fyllstu
kröfum umhverfísverndar munu fara hall-
oka í samkeppni á markaði.
Fjárfesting í nauðsynlegum búnaði og
tækni mun reynast fyrirtækjum arðvæn-
leg, bæði vegna þess að á þennan hátt
má spara efni og annan tilkostnað og neyt-
endur á Vesturlöndum munu í auknum
mæli gera kröfur til þess að vörar séu
ekki skaðlegar umhverfínu.
Iðnaður og umhverfísvernd munu verða
bandamenn í framtíðinni.“
Megi þessi orð ganga eftir.
Lífskjör okkar byggjast öðru fremur á
tvennu: 1) verðmætum sem verða til í þjóð-
arbúskapnum, 2) viðskiptakjörum við um-
heiminn. Til þess að bijótast út úr skamm-
degi efnahagskreppunnar og greiða götu
„vorsins“ inn í íslenzkan þjóðarbúskap
þurfum við að laga samfélag okkar - og
starfsumhverfí og samkeppnisstöðu at-
vinnuvega okkar - að hliðstæðum hjá
þeim þjóðum, sem lengst hafa náð í hag-
vexti og góðum almennum lífskjörum. Sem
og að styrkja viðskiptastöðu okkar gagn-
vart umheiminum, eins og að er stefnt
með EES-samningunum. Síðast en ekki
sízt verðum við svo að sameina það tvennt
að lifa á gögnum og gæðum lands og sjáv-
ar og í sátt við umhverfi okkar og lífríki
þess.
Hreinir
orkugjafar
og- nýtt hag-
vaxtarskeið
„Miklar líkur eru
á því að næsta
hagvaxtarskeið í
heiminum muni
ekki sízt byggjast
á því að finna nýj-
ar aðferðir til að
gera framleiðslu-
starfsemi iðnað-
arins óskaðlega
umhverfinu og að
byggja upp stór-
virka tækni til
hreinsunar um-
hverfis. Áþví
sviði eiga Islend-
ingar að geta
haslað sér völl
með kunnáttu
sinni í notkun
hreinna orku-
gjafa og líf-
tækni.“