Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 Lyfjakostnaður lægri en á sama tíma í fyira Lyfjakostnaður ríkisins hefur lækkað nokkuð síðustu þrjá mánuði miðað við sama tíma í fyrra. Þó er ekki talið að það markmið náist að lyfjakostnaður á árinu verði undir 2,2 milljörðum króna, að sögn Kristjáns Guðjónssonar, yfirmanns sjúkratryggingadeildar Tryggingastofnunar ríkisins. Lyfjakostnaður ríkisins í janúar var mjög svipaður og á síðasta ári. í febrúar sl. var kostnaðurinn hins vegar 200 milljónir, en 212 milljónir í sama mánuði í fyrra, eða 5,6% hærri. Munurinn varð enn meiri í mars. Nú greiddi Tryggingastofnun um 200 milljónir, en 20 milljónum Blaðamannafé- lagið samþykkti Blaðamenn samþykktu lqara- samninga sína við vinnuveitendur I gær. Kjarasamningamir voru kynntir á félagsfundum Blaðamannafélags ís- lands í Reykjavík og á Akureyri í gær og síðan bomir undir atkvæði. I Reykjavík vom þeir samþykktir samhljóða og á Akureyri með tólf atkvæðum gegn einu. meira í mars í fyrra og í apríl var kostnaðurinn 202 milljónir, í stað 221,5 milljóna í apríl í fyrra. „Það hefur eitthvað dregið úr lyfjakostnaðinum aftur, frá janúar- mánuði," sagði Kristján Guðjónsson. „Þó hefur sparnaður ekki orðið eins mikill og menn vonuðust til og menn verða að hafa í huga að hlutur sjúkl- ings í lyfjakostnaði er hærri en áður. Lyfjakostnaður hefur löngum verið nokkuð hár í maí og á haustmánuð- um, þó að eitthvað dragi úr honum yfir hásumarið. Þess vegna sýnist mér ólíklegt að það markmið náist að lyfjakostnaður ríkisins verði ekki yfir 2,2 milljörðum á þessu ári. Eg á erfitt með að áætla hver hann verð- ur, enda er nú rætt um að breyta þessu kerfi og taka upp hlutfalls- greiðslukerfi þar sem sjúklingur greiðir ákveðið hlutfall af verði lyfs en ekki fast gjald, eins og nú tíðk- ast,“ sagði Kristján Guðjónsson. Morgunblaðið/Kristján Þ. Jónsson Togstð á milli ísjaka í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar í gær kom í ljós að ísröndin norður og vestur af landinu hefur færst 15-20 mílur nær landinu en var þegar hafísinn var síðast kannaður. Að sögn Kristjáns Þ. Jónsson- ar, skipherra hjá Landhelgisgæslunni, er hafísinn nú 50-60 mflur undan Vestfjörðum og veldur engum vandræðum á siglingaleiðum við landið. I gær voru um 15 togarar í hnapp á djúprækjuveiðum á Græn- landssundi, um 85 sjómílur norðvestur af Bjargtöngum. Mokveiði hefur verið hjá rækjuskipunum að undan- fömu. Á myndinni sem tekin var úr flugvél Landhelgisgæslunnar sést Gissur ÁR 6 toga á milli ísjaka á þessum slóðum. VEÐUR IDAGkl. 12.00 HeimiM: Veðurslola íslands (Byggt ó veöurspá kl. 16.15 « gær) VEÐURHORFUR I DAG, 14. MAI YFIRLIT: Norðaustur af landinu er 1018 mb hæðarhryggur á leíð aust- ur, en um 600 km suður af landinu er vaxandi 989 mb 1ægð á hreyfingu norðnorðaustur. SPÁ: Norðaustanátt, nokkuð hvöss með skúrum norðan- og austan- lands, en úrkomulaust annars staðar. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAQ: Austan- og norðaustanátt á landinu, allhvöss um vestanverð landið, en mun hægari annars staðar. Skúrir norðan- og vestanlands en að mestu þurrt annars staðar. Hiti 5 til 7 stig. HORFUR Á I ''••'Sf.r.DAQ: Sunnanátt, kaldi eða stinningskaldi með rign- inpu Surinan- og vestanlands, en þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 7 tíl 9 stig. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. o ▼ Heiðskírt f f f f f f f f Rigning Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað * f * * f f * / Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka dig-. FÆRÐA VEGUM: <k.. 17.30,^ Góð færð er á vegum í nágrenni Reykjavíkur. Vegir á Suðurlandi eru greiðfærir og einnig með suðurströndinni austur á Austfirði. Á Vestur- landi er yfirleitt góð færð og fært um Daii í Gufudalssveit. Á Vestfjörðum er yfirleitt ágæt færð nema ófært er um Dynjandisheiði og Þorskafjarðar- heiði. Færð er yfirleitt góð á Norðurlandi, Norðausturlandi og Austur- landi. Vegna aurbleytu eru sums staðar sérstakar öxulþungatakmarkan- ir á vegum og eru þær tilgreindar með merkjum við viðkomandi vegi. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavik hiti 6 5 veður skýjaó léttskýjað Bergen 11 skýjad Helsinki 6 rigning Kaupmannahöfn 16 skýjað Narssarssuaq 0 léttskýjað Nuuk +4 léttskýjað Óstó 17 skýjað Stokkhólmur 14 léttskýjað Algarve 18 skúr Amsterdam 16 mistur Barcelona 19 heiðskfrt Berlín 19 skýjað Chicago vantar Feneyjar 24 léttskýjað Frankturt 21 léttskýjað Gtasgovu 18 skýjað Hamborg 16 alskýjað London 21 léttskýjað LosAngeies 17 skýjað Lúxemborg 20 heiðskírt Madríd 26 heiðskírt Malaga 24 skýjað Mallorca 22 léttskýjað Montreal 18 léttskýjað NewYork vantar Orlando vantar París 24 heiðskírt Madeira 20 léttskýjað Róm 24 léttskýjað Vín 21 hálfskýjað Washlngton 16 •mlstur Winnipeg 1 úrkoma Blönduós: Þreifíngar eru í gangi um áframhald flugs VIÐRÆÐUR eru hafnar um áframhald flugs til Blönduóss eftir að íslandsflug hættir flugi þangað 15 maí. Framtíð Stykkishólmsflugs er hins vegar óráðin. Að sögn Ófeigs Gestssonar, bæj- arstjóra á Blönduósi, eru þreifingar í gangi af hálfu bæjarfélagsins, varð- andi áframhald flugsins. Hann vill ekki tjá sig nánar um þær. Ófeigur segist útaf fyrir sig geta skilið af- stöðu íslandsflugs að hætta fluginu, en er ekki alls kostar sáttur við fram- kvæmd þess. Hann telur að verðið hafi verið alltof hátt í bytjun og að ekki hafi reynt nóg á þær ráðstafan- ir sem gerðar voru, það er að lækka verðið og ijölga ferðum. í Stykkishólmi eru viðbrögðin svipuð og á Blönduósi. Ólafur H. Sverrisson, bæjarstjóri, bendir á að lítil reynsla hafi verið komin á flúg- ið. Hann segir að ekkert hafi verið kannað að hálfu bæjaryfirvalda varð- andi framhald flugs til Stykkishólms. Kýr send Trékyllisvflk. ÞAÐ ríkti nokkur spenna á bryggjunni í Norðurfirði sl. föstudag er Búrfell, eitt strand- flutningaskipa Samskipa, lagð- ist þar að. Hjalti Guðmundsson og Guðbjörg Þorsteinsdóttir ábúendur á Bæ í Trékyllisvík áttu von á kú með skipinu. Um er að ræða gráhvíta kú með rauðum skjöldum sem komin er að þriðja kálfi og á ekki nema í sjópósti sextán daga í burð. Kýrin, sem ættuð er frá Ytri-Hjarðardal í Önundarfirði, var flutt í opnum gripakassa frá Flateyri og var tæpan sólarhring á leiðinni. Ekki urðu menn varir við teljandi sjó- veiki né sjóriðu hjá kúnni, enda bendir litur hennar til að hún geti verið af sækúakyni og því mikil mjólkurkýr. Hún hefur hlotið nafn- ið Von. - V. Hansen Eyjamenn halda eggja- og lundaverði óbreyttu Vestmannaeyjum. VORVERK bjargveiðimanna í Eyjum nálgast nú því eggja- timinn er á næsta leiti. Bjargveið- imannafélag Vestmannaeyja hef- ur ákveðið verð á eggjum og lunda og er þjóðarsáttin bjarg- veiðimönnum ofarlega því verðið stendur í stað. Bjargveiðimenn ákváðu að grunnverð á lunda í fiðri yrði 50 krónur en hamflettur yrði hann seldur á 70 krónur og svartfugls- og fýlsegg yrðu seld á 60 krónur stykkið. Eggjatíminn er skammt undan og hafa bjargveiðimenn þegar orðið varir við svartfuglsegg en fýlseggin hafa ekki sést enn, þó venjan sé að fýllin verpi á undan svartfuglin- um. Venjulega verpir fýllinn um miðjan maí en svartfuglinn í seinni hluta mánaðarir.s. Bjargveiðimenn úr Hellisey fóru til að kanna ástandið um síðustu helgi. Þeir urðu ekki varir við nein fýlsegg en fundu þijú svartfugls- egg. Þegar þeir ætluðu að gæða sér á eggjunum kom í ljós að eitt þeirra var gráungað, annað vel stropað en það þriðja glænýtt. Það virðast því ekki allir svartfuglar á réttu róli með varpið þetta vorið. Grímur -----» ♦ ♦----- Nauthólsvík: 3 millj. vegna framkvæmda BORGARRÁÐ hefur samþykkt 3 milljón króna aukafjárveitingu til viðgerða á bökkum Nauthólsvíkur í sumar. I erindi Ómars Einarssonar fram- kvæmdastjóra íþrótta- og tóm- stundaráðs, segir að í ljós hafi kom- ið að skemmdir á bryggjum og bökk- um í Nauthólsvík hafi ágerst veru- lega í vetur. „Til þess að námskeið á vegum ÍTR og önnur starfsemi t.d. á vegum Brokeyjar geti farið fram í sumar er nauðsynlegt að gera á næstu 2 mánuðum endurbætur til úrbóta. Endurbætumar felast fyrst og fremst í viðgerð á bryggjum og bökkum." Farið er fram á aukafjárveitingu tfl þess að hægt sé að ráðast í verk- ið áður en starfsemin hefst 1. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.