Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 17 Áskorun til al- þingismanna Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá fjórum námsmannasam- tökum: Námsmenn skora á alþingismenn að taka til endurskoðunar það frum- varp sem nú liggur fyrir um Lána- sjóð íslenskra námsmanna. Þrátt fyrir að búið sé að gera á frumvarp- inu breytingar er enn að fínna í því ákvæði sem ekki er hægt að sætta sig við. Það mun vera stefna allra þeirra flokka sem nú eiga fulltrúa á Alþingi að á íslandi sé jafnrétti til náms. Lánasjóður íslenskra námsmanna er hornsteinn þeirrar stefnu. Þess vegna hljóta alþingis- menn að standa vörð um sjóðinn sem félagslegt jöfnunartæki en skoða hann ekki sem peningastofn- un sem verði að skila hagnaði. Námsmenn minna á að hin sanna arðsemi menntunar sést ekki í árs- reikningum Lánasjóðs íslenskra námsmanna heldur skilar sér beint út í þjóðfélagið því til eflingar. Námsmenn vilja benda háttvitum alþingismönnum á eftirtalin ákvæði sem er að finna í frumvarpinu: 1. Settir verði allt að 3% raun- vextir á námslán. Með því að samþykkja þetta frumvarp eru þingmenn að sam- þykkja að settir verði 3% raunvext- ir á námslán. Þó svo að sú ríkis- stjórn sem nú situr hafi ákveðið að fyrst um sinn verði vextirnir 1% þá breytir það því ekki að í frumvarp- inu er heimild fyrir allt að 3% vöxt- um. Eftir að frumvarpið hefur verið samþykkt ræður hinn almenni þing- maður minnstu um það hvort svo háir vextir verði lagðir á, slíkt er alfarið ákvörðun ríkisstjórnar á hvetjum tíma. Þetta ættu alþingis- menn að hafa í huga þegar gengið verður til atkvæða um frumvarpið. 2. Endurgreiðslur verði 5% fyrstu fímm árin, en 7% af heildartekjum eftir það og hefjist tveimur árum eftir að námi lýkur ístað þriggja nú. Það hlutfall sem hér er rætt um er of hátt. í dag greiðir fólk 3,75% af tekjum uns það hefur greitt upp lán sitt. 7% heildartekna er u.þ.b. Pétur Þ. Óskarsson Ingibjörg Jónsdóttir Ólafur Þórðarson Almar Eiríksson 10% ráðstöfunartekna og það sér hver maður að slík greiðslubyrði er of há. Námsmenn vilja benda sérstaklega á þau áhrif sem slík greiðslubyrði myndi hafa á mögu- leika fólks til að komast inn í hús- bréfakerfið og fá þar greiðslumat. 3. Eftirágreiðsla lána. Námsmönnum þykir með alger- um ólíkindum að frumvarpið skuli vera komið svo langt sem raun ber vitni með þessa hugmynd innan- borðs. Helstu rök sem færð hafa verið fyrir þessari breytingu er að á síðasta ári hafi sjóðurinn varið um 55 milljónum króna í svokölluð ofgreidd lán. Það vandamál er þess- ari hugmynd ætlað að leysa. Sam- kvæmt upplýsingum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna voru um 90% þeirra sem fengu slík lán hjá sjóðn- um búin að gera hreint fyrir sínum dyrum um áramótin. Reikna má með að þær 8 milljónir sem þá voru eftir komi inn nokkrum mánuðum síðar. Það er því alveg ljóst að hér er ekki um eiginlegt vandamál að ræða hjá sjóðnum. Fyrir þessari breytingu eru engin rök. Hún hefur hins vegar í för með sér geysilegt óhagræði fyrir námsmenn þar sem lánin væru greidd út eftir að önn lýkur í stað þess að fólk fái mánað- arlegar greiðslur eins og eðlilegt er. Fólk er því neytt til að leita á náðir banka og annarra peninga- stofnana með þeim vöxtum sem þar tíðkast. Það er von og trú námsmanna að alþingismenn taki þessar athug- asemdir til íhugunar. Aðild að sam- starfsnefnd námsmannahreyfing- anna eiga Stúdentaráð HÍ með um 5.200 umbjóðendur, Bandalag ís- lenskra sérskólanema með um 3.500 umbjóðendur, Iðnnemasam- band íslands með um 3.500 umbjóð- endur og Samband íslenskra náms- manna erlendis með um 3.000 um- bjóðendur. 15.200 námsmenn telja sig eiga nokkurn hlut að máli varðandi skip- an löggjafarsamkundunnar. Við höfum bent á augljósa galla sem er að finna í frumvarpinu. Við för- um fram á að alþingismenn lagfæri þessa galla áður en teknar verði ákvarðanir sem hafa áhrif á iíf þúsunda námsmanna hérlendis sem erlendis. F.h. SHÍ _ Pétur Þ. Óskarsson formaður F.h. BÍSN Almar Eiríksson formaður F.h. SÍNE Ingibjörg Jónsdóttir frkvst. F.h. INSI Ólafur Þórðarson formaður. ■ Á PÚLSINUM fimmtudaginn 14. maí verður RÚREK-djass en þá leikur Finnsk/íslenski kvart- ettinn. Kvartettinn skipa: Jukka Perko saxafónleikari, Pekka Sarmanto bassaleikari Egill B. Hreinsson píanóleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari. Kvartettinn leikur bæði fínnska og íslenska tónlist auk þekktra jass- verka. Tónleikamir hefjast kl. 22.00 oer standa til kl. 01.00. fyrir dömur og herra ÚTJLÍF ip Dictaphone A Pitney Bowes Cómpany Gæðatæki til hljóðupptöku, afspilunar og afritunar. Falleg hönnun. Vandaðar upptökur. m»": V* Xv°' Umboð á íslandl: OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavik Símar 624631 / 624699 bllöffnciöcnl Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Stórar klippu , sterkar og kröftug - Hentugar á trjágrein 1.790- GOTT VERÐ Minni greinaklippur - Hentugar til margskonar verka. Grasklippur, þægileg tegund, - má snúa eftir halla (veltiblað)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.