Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 26
 \ 26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 Bandaríkin: Sjónvarpsprédikari kaupir fréttastofu Rutland, Vermont. Reuter. PAT Robertson, bandarískur sjónvarpsprédikari, keypti í gær frétta- stofuna United Press International (UPI) fyrir sex milljónir dollara og borgaði kaupverðið, jafnvirði 360 milljóna ISK, í reiðufé. Robertson sagði að með kaupun- um fengi Guð hugsanlega tækifæri til að komast í betri snertingu við þjóðfélagið en að öðru leyti vék hann sér hjá því að svara spurning- um um það hvort hann myndi hafa dagleg afskipti af fréttaflutningi stöðvarinnar. Starfsmenn stofunnar létu í ljós kvíða í gær vegna kaupanna og sögðust heldur vilja starfa áfram sem blaðamenn en sem bardaga- menn í kristilegum strangtrúarher. Robertson gerði misheppnaða til- raun til að verða forsetaefni Repú- blikanaflokksins við forsetakosn- ingamar í Bandaríkjunum 1988. Tvennt setti hann á oddinn í þeirri baráttu; sagðist vilja banna fóstur- eyðingar með öllu og skerða rétt- indi homma. UPI hefur átt í miklum rekstrar- örðugleikum á síðustu árum og skipt nokkrum sinnum um eigendur á þeim tíma. Fékk fyrirtækið síðast greiðslustöðvun í fyrrahaust og hefur verið til meðferðar hjá skipta- rétti sem samþykkti í gær kauptil- boð Robertsons. Filippseyjar: Ramos tekur forystu Manila. Reuter. FIDEL Ramos tók í gær forystu í forsetakosningunum á Filipps- eyjum en ekki er búist við að atkvæðatalningu ljúki fyrr en á sunnudag. í gær höfðu verið talin 4,2 millj- ónir atkvæða af 25 milljónum sem greidd voru. Hafði Ramos hlotið 22,4% en helsti keppinautur hans Miriam Santiago 22,02%. Hún hafði haft forystu í atkvæðatalningunni fyrstu þrjá dagana. Santiago lýsti sigri í gærmorgun, skömmu áður en útvarpsstöð ka- þólsku kirkjunnar skýrði frá nýjustu stöðu við atkvæðatalninguna. Ram- os sakaði hana um frumhlaup og sagði að ekki yrði aftur snúið, hann myndi ekki láta forystu sína af hendi það sem eftir væri. ..... Reuter Kauphækkunar krafist Starfsmenn hjá þýsku bílaverksmiðjunum BMW eru hér með spjald þar sem skorað er á félagsmenn í samtökum málmiðnaðarmanna að standa fast á kröfunni um 9,5% launahækkun. Forsvarsmenn BMW hafa hins vegar sagt, að hugsanlega neyðist þeir til að flytja starfsemina frá Þýskalandi vegna sívaxandi kostnaðar þar í landi. Upplausn á stjórnmálasviðinu í Póllandi: Sundurlyndi og pólitískur orku- skortur í landi „rafvirkjans mikla“ Varsjá. The Daily Telegraph. UPPLAUSNARÁSTAND ríkir nú á stjórnmálasviðinu i Póllandi þar sem forðum voru menn í fararbroddi þeirrar frelsisbylgju er reið yfir Austur-Evrópu og leiddi til þess að valdakerfi kommúnismans hrundi til grunna. Því er haldið fram að forsætisráðherra landsins, Jan Olszewski, hyggist senn segja af sér. Ráðherrar í ríkisstjóm- inni vinna að þvi hörðum höndum að beija saman fjárlög, sem bor- in verða undir atkvæði í næstu viku en á sama tíma leiða skoðana- kannanir í ijós að stjórnmálamenn hafa aldrei veríð í minni metum meðal þjóðarinnar. í Póllandi hefur skapast pólitísk- ur Bermúda-þríhymingur. Neðri deild þingsins, Sejm, samsteypu- stjóm sex flokka og valdagráðugur forseti, Lech Walesa, takast á um völdin. Þessa óstöðugleika er nú tekið að gæta innan heraflans og vamarmálaráðherra Póllands, Jan Parys, og Walesa forseti hafa deiit um hvor þeirra hafi ráð hersins í höndum sér. Nú hefur Jan Parys verið sendur „í leyfí“ en skömmu áður hafði hann lýst yfír því að háttsettir aðstoðarmenn Walesa væm að reyna að ná völdum innan hersins með aðstoð herforingja, sem risið hefðu til metorða í valda- tíð kommúnista. Walesa varar við stjórnleysi Valdabarátta er einnig í uppsigl- ingu milli þings og forseta. Walesa hefur sagt að algjört stjórnleysi blasi við samþykki þingheimur ekki að færa honum aukin völd í hendur á næstu vikum. Þessi deila magn- aðist um allan helming er þing- heimur gerði að engu ljárlagafrum- varp ríkisstjómarinnar og sam- þykkti ný lög sem hafa munu stór- aukin fjárútlát í för með sér. Er þessi niðurstaða lá fyrir 'sagði Andrzej Olechowski fjármálaráð- herra af sér. Oiechowski naut al- mennrar virðingar, sem ekki verður sagt um flesta aðra stjómmála- menn pólska þessa dagana, en verra var að þessar breytingar spilltu samningaviðræðum við Al- þjóða gjaldeyrissjóðinn sem þá voru á sérlega viðkvæmu stigi. Áður höfðu talsmenn Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins lýst Póllandi á þann veg að það gæti orðið öðrum ríkjum fyrirmynd um hvernig losa mætti efnahagskerfíð úr viðjum miðstýr- ingar og kommúnisma. Er Walesa ávarpaði þjóð sína og kvartaði undan ríkjandi upp- lausnarástandi láðist honum að geta þess að það var einmitt sá ásetningur hans að koma í veg fyrir öfluga andstöðu við hann sjálfan sem gat af sér klofning inn- an Samstöðu og síðar máttvana- ríkisstjóm. Stjórnarhættir Walesa þykja einna helst minna á konungs- hirð. Hann þiggur ráð fámenns hóps aðstoðarmanna og þar fara fremstir huldumaðurinn Miecz- yslaw Wachowski, sem I eina tíð var bflstjóri forsetans en er nú einn valdamesti maður landsins og skriftafaðir forsetans, faðir Cybula. Árásirnar á Walesa hafa stig- magnast að undanförnu og er hann t.d. oftlega nefndur „rafvirkinn mikli“ en hann vann sem kunnugt er sem slíkur í skipasmíðastöð í Gdansk áður en hann hóf hina pólitísku krossför sína. Fyrrum samstarfsmenn Walesa segja að forsetinn sé umkringdur sauð- tryggum undirtyllum er hafi því hlutverki einu að gegna að lýsa yfir ágæti hugmynda hans. Walesa sé ófær um að gegna hlutverki sínu á þessum umbrota tímum í pólsku þjóðlífi. Upplausn og klofningur á þingi Á hinn bóginn þykir mörgum Pólveijum sem forsetinn hafí lög að mæla er hann gagnrýnir úrræð- aleysi pólskra stjórnmálamanna. Hlutfallskosningakerfið pólska leiddi til þess að 29 flokkar fengu menn kjörna til setu í neðri deild þingsins, Sejm, í síðustu kosning- um. Ági-einingurinn í röðum fyrr- um Samstöðumanna er svo djúp- stæður að illmögulegt er að mynda bandalög á þingi. í minnihluta- stjórn Olszewskis forsætisráðherra sitja sex mið og hægri flokkar. Stjórnin er mjög veik og raunar fór svo að einn stjórnarflokkanna greiddi atkvæði gegn fjárlagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar. Hluti þing- flokks Miðbandalagsins, flokks for- sætisráðherrans, hefur snúist gegn honum. Olszewski hefur lýst yfír því að hann hyggist koma nýju íjárlaga- frumvarpi í gegn og hefur því vísað á bug staðhæfingum um að hann hyggist segja af sér á næstu dög- um. Bronislaw Geremek, leiðtogi Lýðræðisbandalagsins og einn virt- asti stjórnmálamaður Póllands, sagði nýlega að ríkisstjórninni hefði ekki tekist að standa undir þeim vonum sein landsmenn bundu við hana. Hann kvað sýnt að ríkis- stjórnin gæti ekki sinnt hlutverki sínu. Aðrir halda því fram að afleið- ingarnar geti orðið alvarlegar haldi ríkisstjórnin ekki velli og takist henni ekki að vinna traust almenn- ings á ný. í Póllandi eigi sú skoðun vaxandi fylgi að fagna að lýðræðið hafí enga ótvíræða kosti í för með sér og sé í raun gallagripur. Stjórn- mál snúist þegar öllu er á botninn hvolft aðeins um sérhagsmuna- gæslu og valdabrölt hæfileika- lausra manna. Reuter Lech Walesa, fyrrverandi rafvirki og núverandi forseti. Myndin var tekin fyrir tveimur árum þegar Pólverjar fögnuðu 200 ára afmæli stjórnarskrárinnar. Frakkar nær Maastricht FRUMVARP um breytingar á stjórnarskrá Frakklands, til að laga hana að Maastricht-sam- komulaginu um einingu Evr- ópu, var samþykkt í neðri deild franska þingsins í gær. Frum- varpið verður óbreytt að hljóta samþykki efri deildar þingsins og í þjóðaratkvæðagreiðslu eða 3/5 meirihluta í sameinuðum þingdeildum til að taka gildi. Frumvarpið varðar gildistöku sameiginlegs gjaldmiðils 1999, sameiginlegs vegabréfakerfis og kosningarétt þegna Evrópu- bandalagsríkja í kosningum í Frakklandi. Fórnarlömb kommúnista fá skaðabætur UNGVERSKA þingið hefur ákveðið að greiða skaðabætur til ættingja fórnarlamba pólití- skra glæpaverka sem unnin voru í tíð ríkisstjórna kommún- ista í landinu á árunum 1939- 1989. Ættingjar þeirra sem létu lífið vegna glæpa eða ólög- legra dómsuppkvaðinga gætu fengið allt að 750.000 ÍSK, en pólitískir fangar, þeir sem nauðugir gengust undir læknis- meðferð og fangar í vinnubúð- um geta einnig krafist skaða- bóta. Frjálsar kosningar í Jórdaníu SHARIF Zeid Bin Shaker, for- sætisráðherra Jórdaníu, til- kynnti í gær ákvörðun Husseins Jórdaníukonungs, að fyrstu fijálsu þingkosningarnar í Jórdaníu frá 1954 yrðu á næsta ári. Stjórnarmálaflokkar eru enn bannaðir en forystumönn- um þeirra var leyft að bjóða sig fram sem einstaklingar í kosningunum 1989. Irakar hóta Kúrdum ÍRAKSSTJÓRN hefur lýst ólöglegar kosningar sem halda á í Kúrdistan nk. sunnudag. Hún kveðst hins vegar ekki ætla að beita hernum til að koma í veg fyrir þær. Kúrdísk- ir embættismenn segja að íraskir hermenn hafi varað Kúrda í Norður-írak við því að gerðar yrðu sprengjuárásir á þorp þeirra ef íbúarnir tækju þátt í þingkosningunum 17. maí nk. og kosningum um leið- toga andspyrnuhreyfingarinn- ar. Stórir sigrar Clintons BILL Clinton, frambjóðenda- efni demókrata í forsetakosn- ingunum í Bandaríkjunum, vann góða sigra í forkosningum demókrata í Vestur-Virginíu og Nebraska í fyrradag. Sam- kvæmt fyrstu tölum hlaut hann 74% atkvæða í Vestur-Virginíu á móti 13% atkvæða Jerry Browns, fyrrum ríkisstjóra Ka- liforníu, og 58% í Nebraska á móti 28% atkvæða Browns. Clinton hefur þegar skipað í nefnd til ráðgjafar um val sitt á frambjóðanda til varaforseta- embættis. George Bush Banda- ríkjaforseti, sem hefur þegar tryggt sér útnefningu repúblik- ana, sigraði Pat Buchanan auð- veldlega í ríkjunum tveimur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.