Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBIjAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAI 1992 23 Ríkissljórnin ákveður kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna: Super Puma þyrla tal- in álitlegasti kosturinn RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að fela dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að leita samninga um kaup á hentugri þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna á grundvelli greinargerð- ar ráðgjafahóps sem ráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum. Meðal annars hefur ríkisstjórnin ákveðið að láta skuli á það reyna með viðræðum við sljórnvöld í Bandarikjunum á hvaða kjörum verði hægt að kaupa þyrlu í gegnum sölukerfi Bandaríkjahers. Fyrrgreind- ur ráðgjafahópur, sem dómsmálaráðherra skipaði til að gera tillög- ur og vera til ráðgjafar um kaup á hentugri björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna, lagði til með skýrslu sem skilað var nýlega á að lögð verði áhersla á að fá keypta notaða Super Puma þyrlu sem yrði búin nauðsynlegum tækjabúnaði. Jafnframt vildi nefndin láta kanna aðra kosti, sem hugsanlega að komi til greina, þ.e kaup á nýrri Super Puma þyrlu, kaup á Sikorsky HH-60J þyrlu eða Bell BT214 ST þyrlu. Nefndin segir í skýrslu sinni að Super Puma kom- ist næst því að uppfylla ítrustu óskir sem fram hafa komið um af- kastagetu og aðra tæknilega hæfni nýrrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Sikorsky HH-60J, Jay Hawk, þyrla komi vart til álita að mati nefndarinnar við val á nýrri þyrlu, þar sem rekstrarkostnaður þeirrar gerðar sé langhæstur af þeim þyrl- um sem til greina koma. Ekki verði séð að hægt sé að ná neinum um- talsverðum sparnaði í rekstri þeirr- ar þyrlu með samstarfi við varnar- liðið. Nefndin segir að rekstrarkostn- aður Sikorsky HH-60J þyrlu yrði um 289,5 milljónir króna á ári, ný Super Puma kostaði um 208 millj- ónir króna á ári í rekstri en notuð þyrla af þeirri gerð kostaði væntan- lega um 165 millj. á ári að reka. Áætlaður stofnkostnaður vegna Si- korsky þyrlunnar sé um 1.300 millj- ónir króna, ný Super Puma muni kosta tæpar 900 milljónir en notuð um 550 milljónir króna. Notuð Sup- er Puma-þyrla hafi í meginatriðum sömu tæknilegu eiginleika og ný þyrla af þeirri gerð og hana megi búa sömu tækjum. Því komi fylli- lega til greina að kaupa notaða þyrlu að þessari gerð sem sé mun ódýrari kostur en að kaupa nýja, jafnframt því sem hún mundi kom- ast mun fyrr í rekstur. Samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær gerir ráð fyrir að skipuð verði þriggja manna viðræðunefnd sem í sitja fultrúar dómsmála- og fjármálaráðuneyta, auk forstjóra Landhelgisgæslunnar. Auk þess til- nefni forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra fulltrúa sína til að vera til ráðuneytis að því er varðar við- ræður við stjórnvöld í Bandaríkjun- um. Að sögn Ara Edwald aðstoðar- manns dómsmálaráðherra eru nefnd þessari engin tímamörk sett með starfi sínu. Gert er ráð fyrir því að næsta skref verði að fyrir ríkisstjórnina verði lögð drög að samningi um kaup á þyrlu af ein- hverri af fyrrgreindum gerðum. Þyrlunefndin telur að öruggasta og hagkvæmasta lausn björgunar- verkefna þar sem fara þarf langt á haf út sé að björgunarsveit varnarl- iðsins annist þau eins og verið hef- ur, enda hafi hún þegar tækjakost til þess og starfsreglur sém miða við að tvær þyrlur eða þyrla og fylgdar- eða eldsneytisflugvél fari til björgunarverkefna sem eru í meiri Ijarlægð en 50 sjómílur frá landi. Auk þeirra þyrlutegunda sem fyrr var á minnst, útilokaði nefndin fljotlega þrjár tegundir frá frekari samanburði. Um var að ræða Ad- vanced Sea King frá Westland- verksmiðjunum í Bretlandi. Hún var álitin of dýr bæði í rekstri og í inn- kaupum, en slík þyrla kostar um 1,1 milljarð króna. Black Hawk þyrla frá Sikorsky var ekki talin nægilega vel búin til björgunarflugs á haf út, t.d. varð- andi eldsneytisgeyma, neyðarflot og sjálfstýringu og rekstrarkostn- aður og innkaupsverð, 612 milljón- ir, þótti í hærra lagi miðað við aðr- ar þyrlygerðir, sem hafa fyrrgreind- an búnað. ítalskri þyrlu af gerðinni Agusta 'AB412 SP var einnig hafnað. ...Á FÍNU VERÐI Garðáburður: Áburður kr. 364 Blákorn kr. 453 Garðskeljakalk kr. 331 Garðagras (grasfræ) kr, 677 Vinnuvettlingar: Hvítir vinnuvettlingar úr bómull og einnig með plastdoppum kr. 88 Pappírsþurrka: Texi pappírsþurrka kr. 377 Ódýr stígvél: Græn, lág, stærðir 40-46 kr. 995 Einnota kolagrill: Álbakki með kolum, olíu og rist kr. 489 ...OG ÓTAL MARGT FLEIRA Gasgrill kr. 14.990 Olíufélagið hf - ávallt í alfaraleið c/3 o Ö u Þetta er ódýrasta tölvan með litaskjá MacintoshLC 4/40 • 12" litaskjár • Kerfi 7 á íslensku • Vönduð ísl'ensk handbók • Möguleikar á tengingu við Novell og Ethernet • Innbyggt AppleTalk • Getur lesið PC-diska • Compotj Dískpio 386i 20 (386SX 20) Maciníosh Classit il Macintosh LC NEC PowerMatc SX. 20(386SX 20) AST Promium il (3S6SX 20) IBM PS 2 3SSX (3865X 16) ACER 1116SX (386SX 16) Compaq Doskpro 386N 20 (386SX 16) IBM PS 2 SSSX (3S6SX 16) 0 —t—l——r—T—l—r—i—r i—rrr 0,5 1 1,5 r rr1 2 2,5 Skv. samanburðarrannsókn Ingram Laboratories í Bandaríkjunum á raunverulegri vinnslugetu. Verð með litaskjá aðeins 139.900,- kr./ stgr. Aoole-umboðið Skip Lppie-ui ipholti 21, sími (91)624800 AUKhfk15d11-257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.