Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 25
ÚnGHH^ einnota, S22S22W _ 454 gr. U.PRINCE SÚH33LAÐ1' MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAI 1992 Morgunblaðið/Þorkell Rússar í bílakaupum Skipvetjar á rússneska verksmiðjuskipinu Rembrandt hafa verið duglegir við bílakaup þá viku sem skipið hefur legið við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Alls náðu þeir að kaupa tæplega 30 gamla Lödu-bíla þann tíma sem þeir dvöldu hérlendis en skipið var að losa 115 tonn af fiskmjöii í Hafnarfirði. Einn af bílunum sem rússnesku sjómennirnir keyptu og borguðu fyrir 500 dollara reyndist hafa verið tekinn óftjálsri hendi. Eig- andi bílsins fór að svipast um eftir honum og fann hann á hafnarbakkanum þar sem skip Rússanna lá. Þegar rússnesku sjómönnunum varð ljóst að einn þeirra hafði keypt stolinn bíl fyrir 2A af hýru sinni fyrir margra vikna langan túr, settust þrír þeirra upp í bíl hjá rannsóknarlögreglunni og síðan var farið í langan bíltúr um Hafnarfjörð. Sá bíltúr bar þann árangur að bíll sem þjófarnir höfðu verið á fannst utan við hús eitt í bænum og inni í húsinu fundust, að sögn lögreglu, tveir mjög undrandi menn, sem Rússarnir báru kenns! á sem bílasalana. Þeir játuðu verknaðinn og lofuðu að endurgreiða Rússunum 500 dalina. Hingað til lands kom skipið frá ströndum Afríku þar sem rússneskir togarar lestuðu afla um borð. Skipið sigldi úr. höfninni í gærkvöldi áleiðis til Murmansk. Sigurður E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofnunar: HAGKAUP - allt í einni ferd TILBOÐ VIKUNNAR GRI ^urr Rg pr Full heimild til að styðjast við gjaldskrá Lögniamiafélagsins SIGURÐUR E. Guðmundsson, forsljóri Húsnæðisstofnunar ríkisins, segir að stofnunin hafi haft fulla heimild til að styðjast við gjaldskrá Lögmannafélags Islands í innheimtumálum vegna lána í vanskilum, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær telur Gaukur Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, stofnunina ekki hafa lagalega heimild til þess. Sigurður segir að áður en innheimta vanskilaiána færðist. frá lögfræð- ingadeild Landsbanka íslands til Húsnæðisstofnunar hefði verið ieitað álits Lagastofnunar Háskóla íslands á því hvaða gjaldtökuheimildir stofnunin hefði, og niðurstaðan verið sú að full heimiid væri tii þess að leggja gjaldskrá Lögmannaféiags íslands til grundvailar greiðslu á innheimtukostnaði. Sigurður sagði í samtali við Morg- unblaðið að þar sem álit umboðs- manns Alþingis stangaðist á við umrætt álit Lagastofnunar Háskól- ans yrði þetta mál kannað til hlýtar af hálfu Húsnæðisstofnunar. Hann sagði að félagsmálaráðuneytið hefði að sínu mati tekið undir álit Laga- stofnunar Háskólans, en Húsnæðis- stofnun hefði leitað eftir viðhorfum ráðuneytisins til þess hvaða gjald- tökuheimildir stofnunin hefði. „Við vildum hafa þetta á hreinu, og því fannst okkur réttast að leita til þeirra aðila sem við töldum að hefðu langmest um þetta að segja. Þegar þessir aðilar báðir tjáðu sig á þennan máta þóttumst við vissir í okkar sök. Þetta álit umboðsmanns Alþingis kemur okkur því gjörsam- lega á óvart, og okkur finnst þetta ekki endilega standast í öllum atrið- um, og því nauðsyn að kanna það nánar. Þetta snertir auðvitað miklu fleiri en okkur, því við vorum síðast- ir allra að taka upp þessa starfs- hætti, og Lögmannafélagið sjálft aldrei gert formlegar athugasemdir við það að lögmenn hjá hinu opin- bera notuðu gjaldskrána í þágu þeirra stofnana sem þeir starfa hjá,“ sagði hann. Aðspurður sagði Sigurður að það væri af og frá að Húsnæðisstofnun hefði nýtt gjaldskrá Lögmannfélags- ins til hlýtar, og þar að auki væri stofnunin með sama vanskilakostnað fyrir alla. Aður hefðu þeir borgað Björn Guðnason bygg- ingameistari látinn BJÖRN Guðnason bygginga- meistari og framkvæmdastjóri Byggingafélagsins Hlyns hf. Iést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks síðast- liðinn mánudag. Björn fæddist að Nöf í Hofsósi 27. apríl 1929, en fluttist til Sauðár- króks og stundaði þar iðn sína. Björn gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Sauðárkrókskaup- stað, samtök iðnaðarmanna á Sauð- árkróki og átti um skeið sæti í bæjarstjórn Sauðárkróks fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var einn af stofnendum Byggingafélagsins Hlyns hf. og var framkvæmdastjóri fyrirtækisins til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona Björns er Margrét Guðvinsdóttir og áttu þau ijögur börn. minnst í kostnað sem búsettir voru á Akureyri eða í Reykjavík, því þar hefði ekki verið um að ræða kostnað vegna dagpeninga, fæðis og ferða fyrir lögmennina, en þeir sem búsett- ir voru á dreifbýlinu hefðu þurft að greiða þennan kostnað. „Þetta fannst okkur kolómögulegt þar sem við værum ríkisstofnun sem starfaði á landsgrundvelli og vildum við að all- ir sætu við sama borð. Þess vegna tókum við upp jöfnunargjald. Svo virðist sem umboðsmaður Alþingis sé andvígur þessu og vilji að horfið verði aftur til fyrra horfs. Það værum við mjög óhressir með ef af yrði.“ Björn Guðnason Heimsókn kirkju- leiðtoga frá Afríku FJÓRIR kirkjuleiðtogar frá Afríku heimsækja ísland dagana 13.-17. maí á vegum Utanríkisnefndar þjóðkirkj- unnar. Afríkumennirnir munu kynna sér starf kirkju og safnaða, hitta presta og safnaðarfólk að máli og einn- ig kynna sér félagslega þjón- ustu. A föstudag, 15. maí, verður, af þessu tilefni, efnt til sam- kirkjulegrar guðsþjónustu í Dómkirkjunni. I guðsþjón- ustunni predika þau Churchill Gabe, sem er aðalritari kirkjur- áðsins í Botswana, en hann til- heyrir kirkju meþódista og Eunice Sowasi sem er aðalrit- ari kirkjuráðsins í Swasilandi en hún er kaþólsk. í guðsþjón- ustunni verða fluttir afrískir trúarsöngvar ásamt íslenskum sálmum. Guðþjónustan hefst kl. 20.30 og er öllum opin og er hér um að ræða gott tækifæri til að kynnast viðhorfum og kring- umstæðum í Afríku. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.