Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 33
Kvikmyndaklúbbur: Aðaífundur á laugardag AÐALFUNDUR Kvikmynda- ldúbbs Akureyrar verður haldinn á laugardag kl. 17 í stofu C-02 í Verkmenntaskólanum. IClúbburinn hefur starfað í 2 ár og hefur starfsemin gengið vel. í vetur hefur klúbburinn sýnt 9 mynd- ir á 22 sýningum og hafa þær verið frá ýmsum löndum og af öllu tagi, en nær allar voru þær sýndar á Kvik- myndahátíð Listahátíðar í Reykjavík eða á erlendum kvikmyndahátíðum á síðasta ári. Á næsta stafsári verður hluti stjórnar klúbbsins fjarverandi við nám eða störf og er því óskað eftir áhugasömu fólki til starfa. (Úr fréttatilkynningu) -----» ♦ ♦---- Vordagarí Sunnuhlíð HINIR árlegu Vordagar hefjast í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð í dag, fimintudag, og standa þeir fram á laugardag, 16. maí. Ýmislegt verður um að vera alla dagana, konur á vegum Iðnþróun- arfélags Akureyrar verða með sölu- sýningu á hannyrðum, t.d. eyrna- lokkum úr hrosshárum, útskorið tré og fleira. Hornaflokkur Tónmenntaskóla Akureyrar leikur kl. 16 í dag, fimmtudag, og á föstudag kl. 16.30 syngur Bergþór Pálsson við undir- leik Jónasar Þóris. Trúðurinn Skralli verður á sveimi eftir hádegi á fimmtudag og föstudag og þá verða ýmsar kynningar í gangi og starfsmenn Kjötiðnaðarstöðvar KEA munu grilla við verslunarmið- stöðina bæði í dag og á morgun. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Rúnar Þór Elín Kjartansdóttir við vef- stól sinn. Sýning á vefn- aði í blóma- skálanum Vín SÝNINGU Elínar Kjartans- dóttur vefara í blómaskálan- um Vín í Eyjafjarðarsveit lýk- ur á sunnudaginn, 17. maí. Sýningin er opin frá kl. 12 til 22. Elín lærði vefnað á námskeið- um hjá Ólöfu Þórhallsdóttur á Akureyri og Guðrúnu Vigfús- dóttur á ísafirði og hefur síðan þreifað sig áfram með aðstoð bóka og annarra vefara. Vef- stóllinn sem hún notar hefur verið notaður í fjölskyldu henn- ar í rúm 50 ár með hléum. Elín hefur tekið þátt í tveimur sam- sýningum á Akureyri með félaginu Nytjalist og árið 1989 tók hún þátt í sýningu sem haldin var í Svíþjóð á vegum norrænna samvinnustarfs- manna. Á sýningunni í Vín eru m.a. mottur sem ýmist eru unnar úr leðri, mokkaskinnum, ull eða hör. Morgunblaðið/Rúnar Þór Hafnarstræti endurbygggt Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Hafnarstræti, frá horni Kaup- vangsstrætis, en verið er að endurbyggja götuna og verður henni breytt á þann hátt, að gangstéttir austanmegin verða breikkaðar, gatan sjálf verður mjókkuð og bílastæðum við hana fækkað. Gunnar Jóhannesson deildarverkfræðingur hjá Akureyrarbæ sagði að nauð- synlegt hefði verið að ráðast í endurbyggingu götunnar, vatns- og frárennslislagnir hefðu verið ónýtar og burðarþoli götunnar var ábóta- vant. Reiknað er með að vinnu við norðurhluta götunnar verði lokið í kringum 17. júní næstkomandi og verður þá tekið til við suðurhlut- ann. Jafnframt þessu verki verður um helgina boðið út verk við Ráð- hústorg, en þar stendur einnig yfir endurbygging. Á síðasta sumri var unnið við ytri hring torgsins og verður nú hafist handa við þann innri, en hann verður hellulagður og gerðar þar tröppur. Áætlað er að framkvæmdum við torgið verði lokið um mánaðamótin júní og júlí. Bygging liásnæðis fyrir aldraða: * Akveðið í dag hvaða tilboði verður tekið REIKNAÐ er með að ákveðið verði hvaða tilboði verði tekið í bygg- ingu tveggja fjölbýlishúsa fyrir aldraða á fundi framkvæmdanefndar í dag. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 483,1 milljón króna og bárust fimm tilboð í verkið. Hagvirki hf. í Hafn- arfirði bauð lægst, 398 milljónir eða 82,4% af kostnaðaráætlun. Tilboð SS-Byggis á Akureyri, sem var næst iægst, var 94,5% af kostnaðar- áætlun, þá kom tilboð frá A. Finns- sonar á Akureyri sem var 98,5% af kostnaðaráætlun, en tvö tilboðanna voru yfir áætluninni, frá Fjöln- ismönnum á Akureyri, 100,3%, og tilboð ístaks í Reykjavík sem var upp á 494 milljónir króna, eða 102,3% af kostnaðaráætlun. Aðalsteinn Óskarsson, formaður framkvæmdanefndar, sagði að verið væri að skoða tilboðin og ákvörðun ætti að liggja fyrir eftir fund í dag hvaða tilboði yrði tekið. Nú er verið að gera götu heim að húsunum, en hún hefur fengið nafnið Lindarsíða. Bygging fjölbýl- ishúsanna tveggja er langstærsta verkefnið á þessu sviði á Akureyri um þessar mundir, en í hvoru húsi verða 35 íbúðir, þá verður byggður tengigangur á milli húsanna og einn- ig frá þeim og að þjónustukjarna sem verður í kjallara Bjargs, húss Sjálfs- bjargar. Frá undirritun samningsins, f.v. Guðlaugur Guðlaugsson, sölustjóri Olgerðarinnar, og Rúnar Antonsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs. • • Þór semur við Olgerðina Knattspyrnudeild Þórs og Olgerðin Egill Skallagrímsson hf. hafa gert með sér sam- starfs- og auglýsingasamning sem gildir til eins árs. Olíuóhappið við Strandgötu: Um tvö tonn af olíu hreinsuð úr fjörunni Eitt stærsta mengunaróhappið sem orðið hefur á Akureyri AÐ MESTU er búið að hreinsa upp svartolíuna sem fór í sjóinn 1 fyrradag þegar verið var að dæla henni um borð í togarann Víði EA. í framhaldi af þessu óhappi, sem er eitt hið stærsta sem orðið hefur á Akureyri, verður boðað til fundar með aðilum er slík mál varða svo finna megi leiðir til að koma í veg fyrir óhöpp af þessu tagi. um borð í skip og var um gasolíu að ræða í bæði skiptin, sem fljót- lega gufaði upp. Þá fór svartolía í sjóinn í eitt skipti, en það óhapp var mun umfangsminna en þetta. Rúnar Antonsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, sagði að samningurinn væri mikilvægur starfi deildarinnar og lýsti yfír ánægju sinni með hann. „Það er ánægjulegt að enn skuli vera til fyrirtæki sem vilja styðja við bak- ið á íþróttahreyfingunni í land- inu,“ sagði Rúnar. Fyrstu deildarlið Þórs mun leika með auglýsingu fyrir Egils appels- ín framan á keppnistreyjunum á komandi keppnistímabili. Útibú Ölgerðarinnar hf. á Akureyri flutti fyrir skömmu í nýtt og betra hús- næði á Hjalteyrargötu 2 og ætlar sér stærri hlut á markaðnum og munu Þórsarar taka þátt í því starfi með fyrirtækinu. . Guðmundur Sigurbjömsson hafnarstjóri sagði að hreinsun fjör- unnar við Strandgötu hefði gengið vel. Togarinn lá við Oddeyrar- bryggju og fór olían að mestu upp í fjöruna við Strandgötu þar sem hún náði yfír um 400 metra svæði. Skemmtikvöld á Fiðlaranum SKEMMTIKVÖLD verður á Fiðlar- anum annað kvöld. Boðið er upp á drykk, ilmvatnskynningu, skemmt- un, mat, tískusýningu og dans. Skemmtunin hefst kl. 21 eftir ilm- vatnskynningu frá Vömsölunni, með því að Bergþór Pálsson söngvari syngur nokkur lög við undirleik Jón- asar Þóris og þá mun Þórhallur Sig- urðsson, Laddi bregða sér í ýmis gervi. Jónas Þórir leikur við borð- haldið, en síðan verður kvenfatasýn- ing frá tískuverslunini Habro og Ynju. Hljómsveitin Namm og Júlíus Guðmundsson leika fyrir dansi á eft- ir. Um tvö tonn af olíu voru hreinsuð úr fjörunni. Rúmlega 20 manns tóku þátt í hreinsuninni, hafnarstarfsmenn, slökkviliðsmenn, starfsmenn bæjar- ins, Samhetja og Olís og sagði Guðmundur að menn ættu heiður skilinn fyrir vasklega framgöngu. Verið er að taka saman kostnað við hreinsunina og sagði Guðmund- ur að útgerðarfélag skipsins, Sam: heiji, væri ábyrgt fyrir óhappinu. í kjöífarið verður boðað til fundar með starfsmönnum olíufélaganna, hafnarinnar og útgerðaraðila þar sem farið verður yfir þessi mál og reynt að finna leiðir til að koma í veg fyrir að slíkt hendi aftur. Ekki er, að sögn Guðmundar, nákvæm- lega vitað hvað olli óhappinu í fyrra- dag. Þetta óhapp er eitt hið stærsta sem orðið hefur á Akureyri, einu sinni áður hefur svipað magn olíu farið í sjóinn, það var við Krossanes og í það skipti var um mun minna svæði að ræða er olían var á en nú. Á síðasta ári urðu tvö mengun- aróhöpp er verið var að dæla olíu Rætur og vængir l-ll Vönduð heildarútgáfa á ræðum og ritverkum Þórarins Björnssonar, skólameistara, er að koma út í tveim bindum og ber nafnið: Rætur og vængir l-ll. Stúdentum frá MA hefur verið sent boð um áskrift á sérstökum tilboðskjörum kr. 5.900 auk sendingar- kostnaðar. Þeir, sem njóta vilja, eru beðnir að svara tilboðinu strax. Þeir, sem ekki hafa fengið tilboðið, þeir, sem erlendis búa, eða aðrir, sem áhuga hafa á að gerast áskrifend- ur, geta enn notið tilboðskjara ef þeir senda inn pönt- un fyrir 25. maí. Pöntun sendist til útgefenda: Stúdentar MA 1962, pósthólf 53, __________________602 Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.