Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 9 Ávöxtun verðbréfasjóða l.maí 1 mán. 3 mán. 6 mán. Kjarabréf 7,8% 7,8% 8,0% Tekjubréf 8,3% 7,9% 7,9% Markbréf 8,0% 8,5% 8,6% Skyndibréf 6,4% 6,3% 6,6% VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. jj -v, HAFNARSTRÆTI, S. (91) 28566 - KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREYRI.S. (96) 11100 _______________________________________________ Tjaldvagnar: Eitt handtak og sumarhús á hjólum rís. Opnast á 2 mín. m/fortjaldi. Einnig nokkrir lítið notaðir frá ’91. Verð frá kr. 320.000-450.000. gengt Umferðarmiðstöðinni, símar 19800 og 13072. Stúdentastjaman, 14 karat gull, hálsmen eða prjónn. Verð kr. 3.400 ððn Slpuniisson Skortppðverzlun LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVlK SÍMI 13383 Ójöfnuður, bruðl og forréttindi Það var aldrei hugsun jafnaðarmanna að auka á ójöfnuðinn, að bruðla með al- mannafé í þágu fullfrísks fólks, að ala upp forréttindahópa, sem gera meiri kröfur til annarra en sjálfra sín eða að verja hagsmuni „kerfisins" gegn hags- munum neytenda, almennings. Þetta sagði formaður Alþýðuflokksins m.a. í eldhúsdagsumræðunum sl. mánudags- kvöld. Samiréttur í ræðu sinni á Alþingi fjalladi Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra um fátæktar- þjóðfélagið sem jafnað- armemi hófust handa um að breyta árin fyrir stríð og velferðarkerfið sem upp var byggt og hvernig það hefur þróast. Jón Baldvin sagði m.a.: „í fátæktarþjóðfélag- inu var hugsun jafnaðar- manna sú að allir, án til- lits til eigna eða efna- hags, skyldu njóta sama réttar til ókeypis skóla- göngu, heilbrigðisþjón- ustu, sjúkratrygginga, ellilífeyris o.s.frv. Þess vegna hefur sú meginregla gilt enn í dag — líka í velmegunarsam- félaginu. Hjálparhönd samfélagsins Það á líka við um þá sem eiga skuldlausar vill- ur, sumarbústaði og tor- færujeppa og færa neysl- una á fyrirtækið; og geyma slatta af skatt- frjálsum spariskirteinum og hlutabréfum í eld- traustum bankahólfum — en borga ótrúlega lága skatta til sameiginlegrar velferðarþjónustu. Ymsum blöskraði um daginn þegar hluthafar í ríkisvemduðu’ verktaka- félagi skutu á mjög arð- bæmm fundi og úthlut- uðu sjálfum sér 900 millj- ónum í skattfijálsan arð af bréfunum sínum. Spyija má: Þurfa þeir á útréttri hjálp;u-hönd samfélagsins að halda? Eiga þeir líka að njóta bamabóta, vaxtabóta og eUilífeyris? ISða væri þeim fjái'- munum betur komið til að hækka þessar bóta- greiðslur til þeirra, sem raunvemlega þurfa á þeim að lialda? Millifærslur til milljónamær- inga Höfum í huga aðstöðu- mun þeirra kynslóða, sem landið byggja. Sú kynslóð, sem fer á eftir- laun á næstu tveimur áratugum, eignaðist hús- næði í skjóli neikvæðra vaxta á verðbólguárun- um; hún hefur einnig notið skattfrjáls arðs af spariskírteinum og verð- bréfum, eftir að háir raunvextir stóðu til boða á sl. áratug. Og þessi kynslóð hefur safnað miklum erlendum skuld- um sem falla sumpart ekki i gjalddaga fyrr en eftir hennar dag. Næstu kynslóðir þurfa í vaxandi mæli að borga námslán sín til baka; ljár- magna íbúðakaup á markaðsvöxtum; ala önn fyrir þeim, sem ekki ávöxtuðu lífeyrissjóði sína og ef fram heldur sem horfir — greiða upp | langtímaskuldir þjóðar- búsins með sköttum sín- um. Þetta mun kalla á þunga skatt- og lifeyris- byrði, ef ekki verður stungið við fótum í tæka tíð. A móti kemur að þessi kynslóð er sú fyrsta í Islandssögunni sem að meirihluta til mun erfa umtalsverðar eignir. í fátæktarsamfélaginu voru flestir fátækir, fáir efnaðir. í velferðarsam- félaginu eru flestir bjarg- álna og fáir ríkir. En umtalsverður hópur þarf af ýmsum ástæðum á samhjálp að halda, a.m.k. tímabundið á æviskeið- inu. Eigum við að samt að halda áfram að beina milljarða millifærslum til milljónamæringa og milliliða — jafnvel þótt það þýði að aðstoð við þá, sem raunverulega eru þurfandi, sé skorin við nögl? Þessi dæmi um breytt- ar þjóðfélagsaðstæður — frá fátæktarþjóðfélagi til velmegunarsamfélags, vekja upp áleitnar spum- ingar um hvort breyttar aðstæður kalli ekki á breyttar aðferðir, þótt markmiðið sé óbreytt: A<) jafna kjör og tryggja félagslegt öryggi þeirra sem nú byggja lanclið — og afkomenda okkar í framtíðinni. Bruðl og for- réttindi Kjaminn í hugsun jafnaðarmanna um hina félagslegu ábyrgð i vel- ferðarsamfélaginu er sá, að við viljum leiðrétta þá eigna- og tekjuskiptingu, sem markaðsöilin skila, þannig að þeim sem bera skarðan hlut frá borði sé rétt hjálparhönd — lijálp- að til sjálfsbjargar — þegar þeir þurfa á að halda. Það var aldrei okkar bugsun að auka á ójöfn- uðinn, að bruðla með al- mannafé í þágu fullfrísks fólks, að ala upp forrétt- indahópa, sem gera meiri kröfur til annarra en sjálfra sín, eða að verja hagsmuni „kerfisins" gegn hagsmunum neyt- enda, almennings, Kúrsinn leið- réttur Það er í ljósi þessara staðreynda sem nú fer fram um allan hinn vest- ræna lieim endurskoðun á þeim kennisetningum, sem brautryðjendur vel- ferðarríkisins innan raða jafnaðarmanna settu fram á tímum fátæktar- samfélagsins. Sú endurskoðun á ekk- ert skylt við fráhvarf frá hugsjónum jafnaðar- stefnunnar. Hún er hins vegar enn ein staðfesting þess, að öfugt við komm- únismann, sem nú er fall- inn á eigin illverkum, hefur jafnaðarstefnan aldrei staðnað í kreddu. Hugsjónin er sú sama, en aðferðirnar hljóta að breytast með breyttum aðstæðum. Og við treyst- um engum betur en sjálf- um okkur, jafnaðar- menn, til að leiðrétta kúrsinn, og tryggja okk- ar þjóð til frainbúðar velferð á varanlegum grunni." SUZUKISWIFT 5 DYRA, ÁRGERÐ 1992 ESTEE LAUDER - HÚÐGREINING - Húðgreining og ráðleggingar um rétt val á ESTEE LAUDER snyrtivörum á morgun föstudag kl. 14-18. Tímapantanir í síma 44025. Sny/ttistojan ^íiund GRÆNATÚN1 200 KOPAVOGUR 44025 ★ Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu. ★ Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4,0 1. á hundraðið. ★ Framdrif. ★ 5 gíra, sjálfskipting fáanleg. i i i. ii. .i.ii — ★ Verð kr. 828.000.- á götuna, stgr. SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00 LIPUR OG SKEMMTILEGUR 5 MANNA BÍLL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.