Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 9

Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 9 Ávöxtun verðbréfasjóða l.maí 1 mán. 3 mán. 6 mán. Kjarabréf 7,8% 7,8% 8,0% Tekjubréf 8,3% 7,9% 7,9% Markbréf 8,0% 8,5% 8,6% Skyndibréf 6,4% 6,3% 6,6% VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. jj -v, HAFNARSTRÆTI, S. (91) 28566 - KRINGLUNNI, (91) 689700 - AKUREYRI.S. (96) 11100 _______________________________________________ Tjaldvagnar: Eitt handtak og sumarhús á hjólum rís. Opnast á 2 mín. m/fortjaldi. Einnig nokkrir lítið notaðir frá ’91. Verð frá kr. 320.000-450.000. gengt Umferðarmiðstöðinni, símar 19800 og 13072. Stúdentastjaman, 14 karat gull, hálsmen eða prjónn. Verð kr. 3.400 ððn Slpuniisson Skortppðverzlun LAUGAVEG 5 - 101 REYKJAVlK SÍMI 13383 Ójöfnuður, bruðl og forréttindi Það var aldrei hugsun jafnaðarmanna að auka á ójöfnuðinn, að bruðla með al- mannafé í þágu fullfrísks fólks, að ala upp forréttindahópa, sem gera meiri kröfur til annarra en sjálfra sín eða að verja hagsmuni „kerfisins" gegn hags- munum neytenda, almennings. Þetta sagði formaður Alþýðuflokksins m.a. í eldhúsdagsumræðunum sl. mánudags- kvöld. Samiréttur í ræðu sinni á Alþingi fjalladi Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra um fátæktar- þjóðfélagið sem jafnað- armemi hófust handa um að breyta árin fyrir stríð og velferðarkerfið sem upp var byggt og hvernig það hefur þróast. Jón Baldvin sagði m.a.: „í fátæktarþjóðfélag- inu var hugsun jafnaðar- manna sú að allir, án til- lits til eigna eða efna- hags, skyldu njóta sama réttar til ókeypis skóla- göngu, heilbrigðisþjón- ustu, sjúkratrygginga, ellilífeyris o.s.frv. Þess vegna hefur sú meginregla gilt enn í dag — líka í velmegunarsam- félaginu. Hjálparhönd samfélagsins Það á líka við um þá sem eiga skuldlausar vill- ur, sumarbústaði og tor- færujeppa og færa neysl- una á fyrirtækið; og geyma slatta af skatt- frjálsum spariskirteinum og hlutabréfum í eld- traustum bankahólfum — en borga ótrúlega lága skatta til sameiginlegrar velferðarþjónustu. Ymsum blöskraði um daginn þegar hluthafar í ríkisvemduðu’ verktaka- félagi skutu á mjög arð- bæmm fundi og úthlut- uðu sjálfum sér 900 millj- ónum í skattfijálsan arð af bréfunum sínum. Spyija má: Þurfa þeir á útréttri hjálp;u-hönd samfélagsins að halda? Eiga þeir líka að njóta bamabóta, vaxtabóta og eUilífeyris? ISða væri þeim fjái'- munum betur komið til að hækka þessar bóta- greiðslur til þeirra, sem raunvemlega þurfa á þeim að lialda? Millifærslur til milljónamær- inga Höfum í huga aðstöðu- mun þeirra kynslóða, sem landið byggja. Sú kynslóð, sem fer á eftir- laun á næstu tveimur áratugum, eignaðist hús- næði í skjóli neikvæðra vaxta á verðbólguárun- um; hún hefur einnig notið skattfrjáls arðs af spariskírteinum og verð- bréfum, eftir að háir raunvextir stóðu til boða á sl. áratug. Og þessi kynslóð hefur safnað miklum erlendum skuld- um sem falla sumpart ekki i gjalddaga fyrr en eftir hennar dag. Næstu kynslóðir þurfa í vaxandi mæli að borga námslán sín til baka; ljár- magna íbúðakaup á markaðsvöxtum; ala önn fyrir þeim, sem ekki ávöxtuðu lífeyrissjóði sína og ef fram heldur sem horfir — greiða upp | langtímaskuldir þjóðar- búsins með sköttum sín- um. Þetta mun kalla á þunga skatt- og lifeyris- byrði, ef ekki verður stungið við fótum í tæka tíð. A móti kemur að þessi kynslóð er sú fyrsta í Islandssögunni sem að meirihluta til mun erfa umtalsverðar eignir. í fátæktarsamfélaginu voru flestir fátækir, fáir efnaðir. í velferðarsam- félaginu eru flestir bjarg- álna og fáir ríkir. En umtalsverður hópur þarf af ýmsum ástæðum á samhjálp að halda, a.m.k. tímabundið á æviskeið- inu. Eigum við að samt að halda áfram að beina milljarða millifærslum til milljónamæringa og milliliða — jafnvel þótt það þýði að aðstoð við þá, sem raunverulega eru þurfandi, sé skorin við nögl? Þessi dæmi um breytt- ar þjóðfélagsaðstæður — frá fátæktarþjóðfélagi til velmegunarsamfélags, vekja upp áleitnar spum- ingar um hvort breyttar aðstæður kalli ekki á breyttar aðferðir, þótt markmiðið sé óbreytt: A<) jafna kjör og tryggja félagslegt öryggi þeirra sem nú byggja lanclið — og afkomenda okkar í framtíðinni. Bruðl og for- réttindi Kjaminn í hugsun jafnaðarmanna um hina félagslegu ábyrgð i vel- ferðarsamfélaginu er sá, að við viljum leiðrétta þá eigna- og tekjuskiptingu, sem markaðsöilin skila, þannig að þeim sem bera skarðan hlut frá borði sé rétt hjálparhönd — lijálp- að til sjálfsbjargar — þegar þeir þurfa á að halda. Það var aldrei okkar bugsun að auka á ójöfn- uðinn, að bruðla með al- mannafé í þágu fullfrísks fólks, að ala upp forrétt- indahópa, sem gera meiri kröfur til annarra en sjálfra sín, eða að verja hagsmuni „kerfisins" gegn hagsmunum neyt- enda, almennings, Kúrsinn leið- réttur Það er í ljósi þessara staðreynda sem nú fer fram um allan hinn vest- ræna lieim endurskoðun á þeim kennisetningum, sem brautryðjendur vel- ferðarríkisins innan raða jafnaðarmanna settu fram á tímum fátæktar- samfélagsins. Sú endurskoðun á ekk- ert skylt við fráhvarf frá hugsjónum jafnaðar- stefnunnar. Hún er hins vegar enn ein staðfesting þess, að öfugt við komm- únismann, sem nú er fall- inn á eigin illverkum, hefur jafnaðarstefnan aldrei staðnað í kreddu. Hugsjónin er sú sama, en aðferðirnar hljóta að breytast með breyttum aðstæðum. Og við treyst- um engum betur en sjálf- um okkur, jafnaðar- menn, til að leiðrétta kúrsinn, og tryggja okk- ar þjóð til frainbúðar velferð á varanlegum grunni." SUZUKISWIFT 5 DYRA, ÁRGERÐ 1992 ESTEE LAUDER - HÚÐGREINING - Húðgreining og ráðleggingar um rétt val á ESTEE LAUDER snyrtivörum á morgun föstudag kl. 14-18. Tímapantanir í síma 44025. Sny/ttistojan ^íiund GRÆNATÚN1 200 KOPAVOGUR 44025 ★ Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu. ★ Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4,0 1. á hundraðið. ★ Framdrif. ★ 5 gíra, sjálfskipting fáanleg. i i i. ii. .i.ii — ★ Verð kr. 828.000.- á götuna, stgr. SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00 LIPUR OG SKEMMTILEGUR 5 MANNA BÍLL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.