Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 Ótti um að hægt verði að flytja inn tollfrjálsar landbúnaðarvörur í EES: Innflutningsbann jafn- gildir hæstu tollmúrum - seg’ir skrifstofustj óri viðskiptaskrifstofu ÁKVÆÐI í samningnum um evrópskt efnahagssvæði hafa ekki hamlandi áhrif á möguleika íslendinga til að leggja verðjöfn- unargjald á unnar landbúnaðar- afurðir sem eru á frívörulista samningsins en hingað til hefur verið óheimilt að flytja til lands- ins, að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar, skristofustjóra viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins. í íslenskri þýðingu á bókun við EES-samninginn kemur fram að hvað ísland varðar eigi samnings- grein um fijáls vöruviðskipti ekki við um ijómaís og annan ís til manneldis, og framleiðsluvörur sem séu að mestu leyti úr feiti og vatni með meira en 15% af smjöri .eða annari mjólkurfitu miðað við þyngd. Undir þetta fellur til dæmis Smjörvi, Létt og laggott og Klípa. Þá er einnig tekið fram að hvað ísland varði skuli hámark verðjöfn- unarfjárhæða við innflutning ekki gilda um ísland vegna afurða í ýmsum tollnúmerum, sem eiga m.a. við um jógúrt með ávöxtum eða bragðefnum, smjörlíki sem inni- heldur 10-15% af mjólkurfítu, súkkulaði, maltkjarna, pastavörur sem innihalda meira en 20% af pylsum, hlutum af dýrum eða blóði, sultu og sósur. Loks segir að gjöld sem lögð eru á við innflutning skuli þó aldrei vera hærri en það sem Island lagði á innflutning frá samn- ingsaðilum árið 1991. Á upplýsingafundi Félags kúa- bænda á Suðurlandi sl. mánudag var þessi málsgrein túlkuð af ýms- um þannig, að verið væri að opna fyrir tollfijálsan innflutning á land- búnaðarvörur, sem engin verðjöfn- unargjöld hafí verið lögð á árið 1991 þar sem innflutningur á þeim hafi verið bannaður. En Gunnar Snorri Gunnarsson sagði að inn- flutningsbann jafngilti himinháum tollum og því ætti þessi málsgrein ekki um þær vörur sem bannað hefur verið að flytja til landsins. Þá ætti hún heldur ekki við um niðurgreidd hráefni í íslenska fram- leiðslu; ef ríkið hætti þeim niður- greiðslum væri hægt að leggja jöfn- unargjöld á samsvarandi innflutt hráefni. Hins vegar væri ekki ætl- ast til þess að ný verðjöfnunargjöld yrðu lögð á vörur sem hingað til hefðu Verið fluttar til landsins án slíkra gjalda, til dæmis pizzur. Gunnar Snorri sagði að á þeim samningafundi, sem gengið var frá endanlegum samningstexta á, hefði því verið lýst yfír af íslands hálfu, að þessum ákvæðum yrði beitt þannig að bæði yrði eldri innflutn- ingsgjöldum beitt auk þess sem sett yrðu á ný eftir þörfum. -----» ♦ ♦ Aðalstræti - saga byggðar Sýning í Geysishúsinu SYNING á byggingasögu elstu götunnar í Reykjavík, Aðalstrætís, verður opnuð í Aðalstræti 2 (Geys- ishúsinu) föstudaginn 15. maí. Er hún á vegum Arbæjarsafns og Borgarskipulags _ Reykjavíkur, segir í frétt frá Árbæjarsafni. Fjallað er um tímabilið allt frá landnámi Ingólfs Amarsonar til vorra daga. Sýndur verður langeldur sem fannst við uppgröft að Aðalstræti 18, auk þess sem sagan er rakin með teikningum, ljósmyndum og gömlum kortum af Reykjavík. Einnig verða á sýningunni líkön af Reykjavík fyrri tíma. Einnig verður á þessari sýningu hægt að sjá teikningar af fyrirhug- aðri endurgerð húsa Innréttinganna í Aðalstræti auk annarra áætlana um uppbyggingu og fegrun þessa sögu- lega svæðis. Morgunblaðið/Sverrir Á myndinni eru f.v. Inga Bjarnason, Anna S. Einarsdóttir og Margrét Ákadóttir. August Strindberg: 80 ára ártíð - Dagskrá í Norræna húsinu ÞESS verður minnst í Norræna húsinu fimmtudaginn 14. maí kl. 20.30 að þann dag eru 80 ár liðin frá því að eitt höfuðskáld Norð- urlanda, leikskáldið og rithöfundurinn August Strindberg, lést. Hann fæddist 22. janúar 1840 og andaðist árið 1912. Dagskráin verður tvískipt, fyrir- lestur og umræður og fluttur verð- ur leikþáttur. Jón Viðar Jónsson heldur fyrirlestur sem hann nefnir: Strindberg á íslandi. Þar fjallar hann um sýningar reykvísku leik- húsanna á Ieikritum Strindbergs frá því að Leikfélag Reykjavíkur sýndi Fröken Julie árið 1924, fyrst verka hans. Jón Viðar lýsir einnig meginstraumum í evrópskri Strind- berg-túlkun og leitar í ljósi þessa svara við þeirri spumingu hvers vegna Strindberg hafi gengið svo illa að festa rætur á íslensku leik- sviði, sem raun ber vitni. Að lokn- um fyrirlestrinum verða umræður og taka þátt í þeim Hlín Agnars- dóttir leikstjóri, Thor Vilhjálmsson rithöfundur og Sjöfn Kristjánsdótt- ir handritavörður og svarað verður fyrirspumum úr sal. Eftir kaffihlé verður fluttur leik- þáttur, Hin sterkari, sem Strind- berg samdi árið 1888. Það eru leik- konumar Anna S. Einarsdóttir og Margrét Ákadóttir sem eru í hlut- verkum frú X og frú Y og leiksvið- ið er horn í kaffihúsi. Leikstjóri er Inga Bjarnason. Þessi Ieikþáttur var fluttur af Alþýðuleikhúsinu í Hlaðvarpanum við mikla aðsókn fyrir nokkrum árum. Aðgangur er ókeypis. Vinnumálaskrifstofa félagsmálaráðuneytisins: 3.700 inanns atvinnu- vinnulausir að með- altali í aprílmánuði RÖSKLEGA 80 þúsund atvinnu- leysisdagar voru skráðir á landinu öllu í aprílmánuði, samkvæmt upplýsingum vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Sam- svarar það því að 3.700 manns hafi verið atvinnulausir allan mán- uðinn að meðaltali, eða 2,9% vinnufærra manna í landinu. Er þetta 0,1% minna atvinnuleysi en í marsmánuði. Atvinnuástandið er svipað á höfuðborgarsvæðinu en hefur minnkað um 0,1% á lands- byggðinni. A höfuðborgarsvæðinu voru rúm- lega 1.900 atvinnulausir í aprílmán- uði. Samsvarar það 2,6% atvinnu- leysi sem er nákvæmlega sama hlut- fall og í marsmánuði, samkvæmt upplýsingum Óskars Hallgrímssonar forstöðumanns vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins. Á lands- byggðinni voru hátt í 1.800 manns atvinulausir í apríl, 3,4% vinnufærra manna, en í mars var hlutfall atvinn- ulausra 3,5%. Atvinnuleysi á lands- byggðinni og landinu öllu minnkaði því um 0,1% á milli mánaða. í janúar voru 1.200 manns atvinn- ulausir á höfuðborgarsvæðinu og hefur því fjölgað um 700 á þremur mánuðum. Á sama tíma hefur at- vinnulausum á landsbyggðinni fækk- að um tæplega 1.000. í apríl á síðasta ári voru 1.750 manns atvinnulausir að meðaltali sem er 1,4% vinnufærra manna í Iandinu, þar af 720 á höfuðborgar- svæðinu. Á þeim tólf mánuðum sem síðan eru liðnir hefur þeim fjölgað um tæplega 2.000 sem ganga um atvinnulausir. Atvinnuleysið hefur rúmlega tvöfaldast. Aukningin ,er mest á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur atvinnulausum Qölgað um 1.200 eða rúmlega 160%. Skráðir atvinnuleysisdagar í Reykjavík hafa haldist svipaðir að undanfömu, að sögn Gunnars Helga- sonar forstöðumanns Ráðningaskrif- stofu Reykjavíkurborgar. í fyrradag voru 1.338 skráðir atvinnulausir samanborið við 550 sama dag á síð- asta ári. 784 karlar eru skráðir at- vinnulausir og 554 konur. Atvinnu- leysisdögum hefur heldur fækkað í Reykjavík á undanfömum vikum. Hámarki náði skráningin 20. mars er 1.472 vom atvinnulausir. Frá fundi kúabænda á Laugalandi í Holtum. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. Landbúnaðarvörur á Evrópska efnahagssvæðinu: Opnað fyrir tollalausan inn- flutning með nýju ákvæði Er í nýjustu íslensku þýðingunni en ekki í enska textanum frá 15. nóv 1991 Selfossi. ÍSLENSKI textinn í EES-samkomuIaginu, sem snertir sérákvæði um verðjöfnun á innfluttum landbúnaðarvörum, er breyttur frá þeim texta sem Framleiðsluráði landbúnaðarins var kynntur 15. nóvember 1991. Viðbótin hljóðar svo: „Gjöld sem lögð eru á við innflutning til landsins skulu þó aldrei vera hærri en það sem Is- land leggur á innflutning frá samningsaðilum árið 1991.“ Þetta kom meðal annars fram í máli Halldórs Gunnarssonar á fundi kúabænda á Laugalandi í Holtum 12. maí þar sem fjallað var um álit sjömannanefndar um hagræðingu í mjólkurframleiðslu. Halldór Gunnarsson sem á sæti í framleiðsluráði sagði að þessi við- bót hefði komið í ljós fyrir nokkrum dögum á fundi í ráðinu. Þetta ákvæði hefði ekki verið inni í text- anum á ensku sem sendur var framleiðsluráði 15. nóvember 1991 og allir töldu að væri fyrirvari ís- lands varðandi innflutning Iand- búnaðarvara. Að sögn Halldórs hefur verið spurst fyrir um þessa viðbót í land- búnaðarráðuneytinu en engin svör fengist. Hann sagði að búið væri að skrifa undir samninginn og festa þetta atriði inni og það væri alveg ófært að samþykkja hann eins og hann væri. Yrði það gert væri opnað fyrir tollalausan inn- flutning á landbúnaðarvörum frá EES-löndunum. „Það er hrikalegt að landbunaðarráðuneytið vissi ekki um þessa viðbót og ekki land- búnaðarráðherra," sagði Halldór. Hann sagði að deildarstjóri land- búnaðarráðuneytisins sem situr framleiðsluráðsfundi að ráðuneytið vissi ekki um það hvenær samningnum hafí verið breytt. „Og þó að landbúnaðarráðherra vitni í aðra ráðherra og fullyrði að það sé hægt að setja á verðjöfnunar- gjöld þá er ekki hægt að tala þann- ig því samningurinn er alveg ljós. Það minnsta sem hægt er að gera er að fá þessa bókun skýrða frá Brussel," sagði Halldór. Þessi atriði skipta máli núna því ef þessi innflutningur verður leyfð- ur með þesum hætti þá horfumst við í augu við allt aðrar forsend- ur.“ Hann benti á að um væri að ræða brot á búvörusamningnum, hann tæki til alþjóðasamninga en EES- samningurinn væri það ekki. í máli Ásmundar Stefánssonar forseta ASÍ sem sæti á í sjömanna- nefnd og hafði framsögu á fundin- um á Laugalandi kom fram að hann vissi ekki hvemig viðbótar- textinn væri til kominn í EES- samningnum. „Þetta er reiðarslag fyrir okkur, kollvarpar öllum ákvæðum búvöru- samnings og er brot á honum ef þetta er raunveruleiki," sagði Há- kon Sigurgrímsson framkvæmda- stjóri Stéttarsambands bænda um viðbótarákvæðið sem Halldór fjall- aði um. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.