Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 35 Frá vordögum Húsasmiðjunnar í fyrra. Hafnarfjörður: Húsasmiðjuhlaupið verð ur hlaupið fyrsta sinn 16. MAÍ nk. verður Húsasmiðju- hlaupið í Hafnarfirði. Þetta verður í fyrsta skipti sem hlaup- ið er hlaupið, en það er liður í vordögum Húsasmiðjunnar. Hlaupið er ávöxtur samvinnu Húsasmiðjunnar og FH. Vor- dagarnir eru bæði utan- og inn- andyra hjá Húsasmiðjunni í Skútuvogi 16 í Reykjavík og Helluhrauni 16, Hafnarflrði. Þeir eiga að höfða til þeirra sem ætla út í framkvæmdir í sumar, allt frá því að snyrta trén í garð- inum og til þess að reisa sumar- bústað. Vegalengdir í hlaupinu verða eftirfarandi: 3 km., 10 km. og, hálfmaraþon. Allir sem koma í mark fá verðlaunapening. Hálfm- araþonhlaupið er jafnframt ís- landsmeistaramót. I 3 km. hlaup- inu verður foreldrum með barna- vagna boðið að taka þátt og labba þeir þá vegalengdina með vagninn. Að sjálfsögðu fær þá bamið einnig verðlaunapening. Þáttökugjald er 500 krónur fyr- ir 15 ára og eldri og 400 krónur fyrir 14 ára og yngri. Þeir sem eru með barnavagna greiða 500 krónur. Þáttökugjaldið rennur til frjálsíþróttadeildar FH. . Laugarásbíó sýnir myndina Náttfatapartý LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni Náttfatapartý. Með aðalhlutverk fara Tisha Cam- bell, Ima o.fl. Leikstjóri er Dough McHenry og George Jackson. Þessi tónlistar- og gamanmynd er framhald af myndinni „House Party“ en nú eru strákamir ekki táningar lengur, heldur ungir menn með hug- sjónir. Kid hefur fengið námsstyrk og fer í háskóla en Play er ákveðinn í að vera fljótt bæði ríkur og frægur fyrir hip-hop tónlist sína. Samband byggingamanna: Atvinna, umhverfi og vel- ferð eru kjörorð ársþings „GETUR íslenskur sjávarútvegur tryggt betri lífskjör í næstu fram- tíð?“ er spurning sem Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri SH leit- ast við að svara á þingi Sambands byggingamanna sem hefst í Stapanum í dag. Erindi Friðriks er hluti af atvinnumálaumræðu sem fram fer á þingi SBM, en meðal annarra framsögumanna eru Gunnar Snorri Gunnarsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneyt- inu, og Bendt Jensen, formaður Múrarasambands Danmerkur, sem fjallar um reynslu Dana af þátttöku á atvinnusvæði Evrópubanda- lagsins. Grétar Þorsteinsson, formaður SBM, mun í þessari umræðu fjalla um það hvernig íslensk verktaka- starfsemi hefur þróast undanfarin ár og sérstaklega hvernig undir- verktakastarfsemi hefur smám saman breyst launamönnum í þessari grein verulega í óhag. Á síðari árum hefur mönnum orðið ljósara en áður mikilvægi þess að tekið sé tillit til umhverfis- þátta í nýsköpun atvinnulífsins. Magnús Jóhannesson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra, ræðir þetta efni við byggingamenn. Byggingamenn hafa á undan- Eitt atriði úr myndinni Náttfata- partý. förnum árum lagt mikla áherslu á vinnuverndarmál og verður sér- stakur kafli á þinginu helgaður þessum málaflokki m.a. í tengslum við evrópska vinnuvemdarárið sem nú er nýhafið. Það er Magnús Ólafsson sem ætlar að spjalla um þetta efni, en Hulda Ólafsdóttir mun ræða um samband álagssjúk- dóma, líkamsbeitingu við vinnu og launakerfí. Þá mun Vinnueftirlitið standa fyrir sýningu á þinginu um vinnuvemd. Eitt af stórmálum verkalýðs- hreyfingarinnar eru ákvæðin um staðbundinn forgangsrétt til vinnu sem er að fínna í mörgum kjara- samningum launamanna og at- vinnurekenda hér á landi. Aðildar- félög SBM hafa rætt forgangsrétt- armálin á undanförnum mánuðum og fyrir þinginu liggur það verk- efni að móta stefnu í þessu mikil- væga máli. Þing Sambands bygginga- manna hefst kl. 13 á fimmtudag og lýkur síðdegis á laugardag. (Úr fréttatilkynning)u -------» ♦ ♦-------- ■ LEIKSVIÐIÐ heldur rokktón- leika í Gijótinu, Tryggvagötu í kvöld, fimmtudaginn 14. maí og hefjast þeir kl. 23.00. Hljómsveitina skipa: Harrý Óskarsson, Alfreð Alfreðsson, Jóhann Vilhjálmsson og Ágúst Karlsson. Listahátíð í Reykjavík 1992 SHURA CHERKASSKY Píanótónleikar í Háskólabíói kl. 1 4.30 laugardaginn 6. júní. Miðasala Listahátíðar er í Iðnó við Tjörnina. Opið alla daga frá kl. 12-19. Upplýsingar og miðapantanir í síma 28588 frá kl. 10— 19 alla daga. Greiðslukortaþjónusta. Innanhússarkitekt réðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt.FHÍ, verður í versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14, og veitir viðskiptavinum ráðleggingu um val á málningu. Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. M METRO í MJÓDD Álfabakka 16 • Reykjavík • Sími 670050 KOMJVfcll NOTAÐAR VINNUVÉLAR fil sölu Teg. CASE 580G turbo. Árg. 1998 Vinnustundir: 3.000 Verð 1,8-2,0 millj. án vsk. Teg. CASE 1150C Árg. 1984 Vinnustundir: 3.500 Verð 3,5 millj. án vsk. v. Teg. LIBHERR 922 ÁRg. 1985 Vinnustundir: Ca. 10.000 Verð 3,5 millj. án vsk. Teg. CASE 125 B Árg. 1989 Vinnustundir: Ca. 5.500 Verð 4,0 millj. án vsk. Teg: ATLAS 1902 DHD Árg. 1982 Vinnustundir: Ca. 12.000 Verð tilboð Hafið samband við sölumenn KOMATSU NÝBÝLAVEGI 8. SÍMI 91-44144 Þú sralar lestrarþörf dagsins I.O.O.F. 5 = 17451419 = Lf. I.O.O.F. 11 =17405147'/2 = L.F. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirfcjustræti 2 Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ljóð eftir Hugrúnu, skáldkonu sung- in og lesin. ingibjörg og Óskar stjórna og tala. Kaffisopi á eftir. Allir velkomnir. Snmhjálp i kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Mikill söngur og vitnisburðir. Orð hefur Brynjólfur Ólason. Kaffi að lokinni samkomu. Samhjálparsamkoma verður f Ffladelfíu nk. sunnudag, 17. maí, kl. 16.30. Samhjálp. ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 í kvöld kl. 20.30 Kynning á ferðum sumarsins og upplýsingar um útbúnað og fleira, sem tengist ferðunum, verður á Hallveigarstíg 1. Farar- stjórar verða til viðtals og veita nánari upplýsingar og hægt verður að bóka sig í ferðir. Kaffi veitt í hléi og hægt verður að kaupa meðlæti gegn vægu verði. Allir velkomnir. Um næstu helgi: 15.-17. maí Básar á Goðalandi Skipulagðar gönguferðir. 15.-17. maí Eyjafjallajökull Gist verður í Básum og gengið yfir Eyjafjallajökul á laugardag- inn. Brottför i báðar ferðirnar kl. 20.00 frá BSl. Miðasala og nán- ari jjpplýsingar á skrifstofu Úti- vistar. Sjáumstl Útivist. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Fimmtudagur 14. maí Sólarganga: Seltjarnar- nes -Suðurnes Brottför frá Mörkinni 6 kl. 19.45 og kl. 20.00 frá BSl, austanmeg- in. Það er öllum boðið ókeypis í þessa fyrstu kvöldgöngu vors- ins. Skemmtilegt útivistarsvæði við byggð sem allir ættu að kynnast. Ath. að skrifstofa Ferðafélagsins flytur um helg- ina í nýja félagsheimilið Mörk- inni 6. Sfðustu opnunardagar á Öldugötu 3 eru i þessari viku. Nánar auglýst um helgina. Sunnudagsferðir 17. maí: Kl. 10.30 Þjóðleið 4: Þorláks- höfn - Selvogur. Kl. 13.00 Sel- vogshelði - Eiríksvarða - Hell- ishæð. Upphafsganga rað- göngunnar verður endurtekin sfðar. Ferðafélag (slands. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.