Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 56
EIMSKIP VIÐ GREIÐUM ÞÉRLEIÐ i MORGUNBLAÐID, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJA VÍK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Stjórn Veitustofnana Reykjavíkur: Morgunblaðið/Sverrir Sólar notið Sunnlendingar hafa notið sólar undanfarna daga en kalt hefur verið eins og alls staðar á landinu. Á laug- ardag er búist við því að snúi til sunnanáttar og þá mun hlýna í veðri. Samþykkt að ráða 100 manns til við- bótar í sumarstörf þykkt sérstök aukafjárveiting til að standa undir þessum viðbótarráðn- ingum. Gert er ráð fyrir að starfsmenn sem ráðnir verða til Hitaveitunnar starfi við landgræðslustörf og að snyrtingu í næsta nágrenni Perl- unnar. Einnig stendur til hreinsun við Nesjavallaæðina til Reykjavíkur og bætt verður við mannskap_ til skógræktar og landgræðslu við Úlf- ljótsvatn og á Nesjavöllum. Starfsmenn Rafmagnsveitunnar munu vinna við snyrtingu, gróður- setningu og að viðhaldi á mann- virkjum og við ákveðin verkefni á skrifstofum. Auk þess verða ráðnir nokkrir verkfræðinemar til starfs- þjálfunar. Hjá Vatnsveitunni verður starfs- mönnunum m.a. falin umönnun og viðhald eigna og mannvirkja. STJÓRN Veitustofnana Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að ráða 100 manns til starfa í sumar til viðbótar við þær sumarráðningar sem þegar hafa verið ákveðnar samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinn- ar. Að sögn Páls Gíslasónar, for- manns sijómar Veitustofnana, er þetta gert í framhaldi af þeim tillög- um sem borgarstjóri hefur Iagt fram um aðgerðir til að spoma gegn at- vinnuleysi. Samtals mun Hitaveitan ráða 35 manns, Rafmagnsveitan ^33 starfsmenn og Vatnsveitan 32. Gilda ráðningamar frá 1. júní til 31. ágúst. Að sögn Páls hefur verið sam- • • Ortölvutækni tekur við Digi- tal-umboðinu •8RTÖLVUTÆKNI hefur tekið yfir tölvudeild Kristjáns Ó. Skag- fjörð, KÓS, samkvæmt samkom- ulagi sem undirritað var í gær og tekur formlega gildi um næstu mánaðamót. Samkomulag- ið var gert í samráði við Digital í Danmörku, en tölvudeild KÓS er með umboð fyrir Digital-tölv- ur. Aðalsteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri KÓS, sagði í samtali við Morgunblaðið að sala tölvudeild- arinnar væri liður í endurskipulagn- ingu innan fyrirtækisins með það að markmiði að styrkja fjárhags- stöðu þess. Örtölvutækni hefur átt í sam- ,á£arfi við HP á íslandi um sölu á Hewlett Packard jaðartækjum og sagðist Heimir Sigurðsson fram- kvæmdastjóri Örtölvutækni ekki sjá ástæðu fyrir því að yfirtakan á tölvudeild KÓS breytti nokkru þar um. Sjá nánar frétt B2. Bogmaður drap kind 18 ÁRA piltur hefur játað fyrir rannsóknarlögreglunni í Hafnar- firði að hafa drepið kind með því að skjóta hana þremur örvum úr boga af 6-8 metra færi. Pilturinn og tveir félagar hans komu hræ- inu síðan fyrir í plastpoka, helltu yfir það bensíni og kveiktu í. Kind- in var komið að burði með tvö lömb. Piltarnir höfðu keypt sér mark- boga í búð og voru að skjóta af honum í grennd við Krísuvíkurveg þegar einn þeirra ákvað að velja sér ána að skotmarki. Af 6-8 metra færi að talið er skaut hann að ánni þremur örvum og hæfði með öllum. Eftir fyrsta skotið reyndi dýrið að forða sér á hlaupum en bogmaður- inn elti og hélt áfram að skjóta. Eftir að hafa játað á sig verknað- inn fyrir rannsóknarlögreglunni í Hafnarfirði, sem hóf rannsókn málsins eftir að eigandi kindarinnar tilkynnti um hvarf hennar, vísuðu tveir piltanna á hræið. Vestmannaeyjar: Ljósáta þekur fjörurnar Vestmannaeyjum. RAUÐLEIT dýr ekki ósvipuð rækju þöktu fjör- ur á austurströnd Heimaeyjar í gærmorgun. Líklega er þarna um að ræða ljósátu sem rekið hefur á land en dýrin voru spriklandi í fjörunni í gærmorgun. Kristján Egilsson, safnvörður á Náttúrugripasafninu, sem skoðaði dýrin, sagði töluvert magn af þeim í fjörunum. Dýrin væru ljósrauð á lit með svört augu, tveir og hálfur til fjórir sentímetrar á lengd og líktust rækjum. Ólafur Ástþórsson, fiskifræðingur, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að mjög líklega væri hér á ferðinni ljósáta, sem væri mikilvæg fæða hvala, loðnu, síldar og yngri árganga þorsk- stofnsins. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Ljósátan í fjörunni á Heimaey. Ólafur sagði að í fyrrasumar hefði ljósátuflekki rekið á land í Njarðvíkum og svipaði lýsingu af dýrunum í Eyjum til þeirra. Hann sagði ekki algengt að dýr þessi rækju á land. Vitað væri að skömmu eftir Surtseyjargosið rak Ijósátuflekki þar á land og síðan í fyrrasumar í Njarðvíkunum. Þó gæti verið að það hefði gerst án þess að vitað væri. Hann sagði að í fræðiritum væri þess getið að reki sem þessi kæmi fyrir. Ólafur sagði erfitt að segja til um hvers vegna dýrin ræki á land en hugsanlega væri um að ræða fullorðin dýr sem væru að því komin að drepast eftir hrygningu, líkt og gerist með loðnuna. Á þessum árstíma hryngdi ljósátan og þegar hún væri í hrygningar- ástandinu hópaði hún sig saman. Dýr þessi væru mjög háð straum- um og ef flekkir væru nærri landi og dýrin orðin slöpp gætu straum- ar og öldur borið þau á land. Grímur Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra um skammtímalán námsmanna: unnar. „Við erum einfaldlega að halda okkur innan fjárlaga þótt stjórnarandstæðingar eigi erfitt með að skilja að við leggjum metn- að okkar í það,“ sagði Olafur. I breytingartillögu stjórnarand- stöðunnar er gert ráð fyrir að þrátt fyrir umrætt ákvæði frumvarpsins verði veitt námslán haustið 1992 sem nemi a.m.k. tveimur þriðju hlutum áætlaðra námslána á haust- misseri. Samkomulag varð um að fresta þriðju umræðu um frumvarpið kl. 20.30 í gærkvöldi en henni verður haldið áfram í dag. Sagði Ólafur að samkomulagið fæli einnig í sér að umræðunni lyki kl. 15 í dag og sagðist hann treysta því að það verði haldið. Óákveðið er hvenær lokaatkvæðagreiðsla fer fram um frumvarpið. Sjá frétt og viðtöl á bls. 24 og frásögn á þingsiðu, bls. 32. ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra sagði við þriðju um- ræðu um Lánasjóðsfrumvarpið á Alþingi í gær, í svari við spurningu um hvernig Lánasjóðurinn ætlaði að reikna vexti af bankalánum námsmanna til hærri námslána, að það yrði væntanlega gert með þeim hætti að sjóðurinn kynnti sér vaxtakostnað i bankakerfinu og reiknaði síðan út sérstakt álag sem bætt yrði ofan á námslánin. Ólafur sagði í samtali við Morg- unblaðið að lauslegt mat gerði ráð fyrir að þessi viðbótarkostnaður námsmanna vegna skammtímalána í bönkum gæti þýtt 1-2% hækkun útgjalda sjóðsins á einu ári eða 35-70 milljónir kr. í hækkun náms- lána. Sagði Ólafur að þetta væri erfitt mat en það væri byggt á reynslu af lántökum fyrsta árs nema. Þriðja umræða um frumvarpið hófst á Alþingi í gær og hefur stjómarandstaðan lagt til að þær 800 milljónir króna sem óráðstafað er vegna sumar- og haustlána og heimild er fyrir á fjárlögum verði greiddar út í haust. Að óbreyttum lögum er talið að Lánasjóðurinn þyrfti að lána 1.270 millj. kr. á haustmisseri. Einnig er áætlað að 100 millj. verði greiddar út í sumar- lánum til námsmanna. Menntamálaráðherra hefur lagt áherslu á að með ákvæði frum- varpsins um að útborgun haustlána sé frestað fram yfir áramót færist þessi 800 millj. kr. lántökuheimild yfir á næsta ár. Ólafur sagði að ekki kæmi tii greina að samþykkja breytingartillagu stjórnarandstöð- Lán gætu hækkað um 35-70 niillj. vegna bankakostnaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.