Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 MÁLAÐ Á P APPÍR Myndlist Bragi Ásgeirsson _ Málarinn Haukur Dór Sturluson heldur sér við efnið í list sinni og glímir við myndflötinn af miklum dug. Jafnframt heldur hann reglu- lega sýningar bæði hér heima og erlendis, auk þess að taka þátt í hinum ýmsu samsýningum. Þessa dagana og fram til 24. maí hanga myndir hans uppi í sölum Listasafns ASÍ við Grensásveg 16A. Það er mikill fjöldi mynda á sýn- ingunni án þess að um nokkurt of- hlæði sé að ræða og þeim er vel fyrir komið á veggjunum. Að einu stóm málverki undan- skildu, er blasir við gestinum er inn er komið eru allar myndimar unnar á gljúpan austurlenzkan pappír, sem nefnist yfirleitt japanpappír á fagmáli. Fyrir þrem árum hélt Haukur FASTEIGIUASALA SuAurlandsbraut 10 Ábyrgð - Reyaala - Öryggi Hilmar Valdimarsson. SÍMAR: 687828 OG 687808 Vantar cignir á skrá. Skoðum og verðmetum samdægurs. Einbýi Alftanes Vorum að fá í sölu glæsil. einbhús v/Norðurtún. Húsið er 173 fm. Bílsk. 55 fm. 4 góð svefnherb. Vandaöar innr. og gólfefni. Verð 14,3 millj. Eignaskipti mögul. LANGHOLTSVEGUR Einbhús á einni hæð 124 fm. 43 fm bílsk. Góður garöur. V. 10,5 m. Radhús HRAUNBÆR Mjög gott parhús á einní haeö. 137 fm. Nytt parket. Bdskrótt- ur. Skipti á góöri 3ja-4ra herb. Ib. koma til greina. GRASARIMI Til sölu sórl. fallegt raöh. hœö og ris. Innb. bllsk. V. 12,3 m. Áhv. 6,0 millj. BREKKUBYGGÐ V.8.5M. Vorum að fé I sölu raöhús á tveimur hæöum, samt. 90 fm, auk bílsk. 4ra-6 herb. HRÍSATEIGUR Til sölu falleg 4ra herb. 80 fm íb. á 1. hæö í 4ra íb. húsi. Eign í mjög góðu standi. ENGIHJALLI Til sölu 4ra herb. 107 fm íb. á 5. hæö í lyftuh. Laus nú þegar. LJÓSHEIMAR Til sölu mjög góð 4ra herb. endaíb. á 7. hæð. Parket á stofu. Skipti á minni eign mögul. NEÐSTALEITI Til sölu stórgl. 4ra-5 herb. íb. 121 fm. Parket á gólfum. Þvherb. innaf eldh. Tvennar svalir. Stórkostl. útsýni. Stæði í lokuðu bílahúsi. ESKIHLÍÐ Vorum aö fá í sölu góða 4ra-5 herb. 108 fm íb. á 3. hæð í fjölbhúsi. ÁNALAND - 4RA HERB. M. BÍLSKÚR Vorum að fé i sölu stórgl. 108 fm íb. á 1. hæð mað bílsk. Arinn i stofu. Parket. Suöursv. 3ja herb. ÁLFTAMÝRI Vorum að fá, í sölu góða 3ja herb. endaíb. á 4. hæð. Suöursvalir. Áhv. 2,3 millj. húsnstjlán. VESTURBERG Til sölu mjög góð 3ja herb. 87 fm íb. á 2. hæð. HLÍÐARHJALLI Vorum aö fá sí sölu glæsil. 3ja herb. 85 fm fb. á 3. hæö. Stór- ar suöursv. 25 fm bilsk. Áhv. 5,0 m. frá húsnstj. GRUNDARGERÐI Falleg 3ja herb. risfb. Sérinng. V. 4,2 m. 2ja herb. HLÍÐARHJALLI Glæsil. 2ja herb. 60 fm íb. á 1. hæö. Stórar suðursvalir. Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl., Brynjar Fransson, hs. 39558. Dór stóra sýningu að Kjarvalsstöð- um og voru þar nokkrar svipaðar myndir, sem ég vakti sérstaka at- hygli á í listrýni minni. Þetta mun þá hafa verið nokkuð nýtt hjá gerandanum og nú hefur hann tek- ið við sér af fullum krafti á þessu sviði og árangurinn blasir við á veggjum salarins. I stuttu máli hefur Haukur Dór aldrei komið fram með eins fjöl- þætta sýningu, lit- og formlega séð, og að þessu sinni, og jafnframt gengur einhver persónulegur þráð- ur í gegnum þær allar, sem er at- hyglisvert fyrir þá sök hve margvís- legar þær eru. Sumar eru þannig grófar og kröftugar og byggjast á mörgum litum, aðrar harðar og nær einlitar og loks myndir fíngerðra og líf- rænna pensildrátta og strika, þar sem áhersla er lögð á mýktina. En það athyglisverða er, að jafnan tekst Hauki Dór að töfra fram sam- stæða heild og sprengir hvergi lit- flötinn svo sem hann gerði iðulega áður og sjá má eitt lítið dæmi um í stóra málverkinu. Jafnvel þó myndverkin sýnist óhlutkennd í fyrstu, verður manni fljótlega ljóst að listamaðurinn gengur út frá einhveiju úr hlutver- uleikanum í svo til hverri einustu mynd og það er einmitt styrkur hans. Myndverkin geta þannig ekki talist abstrakt og þótt vinnubrögðin séu oftar en ekki óformleg (inform- el) þá getur þetta ekki kallast hrein óformleg list né fullkomlega sjálf- sprottin. En þau eru líkast til blanda af þessu ásamt eðlislægu sjónrænu snertiskyni. Þannig má segja til áréttingar og aukins skiln- ings, að sjónin snerti hlutina en skynjunin flytji boðin á myndflöt- inn. í ýmsum myndanna skynjar maður andlit eða dýr og jafnvel hvorutveggja að baki formanna, en það er nú einmitt galdur lista- mannsins, að myndirnar virka ekki sem felumyndir eins og hjá svo mörgum er hafa tamið sér svipuð vinnubrögð, heldur eru formin hrein og klár og lifa sínu eigin lífi. í öðrum myndum skynjar maður greinilega áhrif frá landslagi og þær hafa einhvem dularfullan svip fortíðar og goðsjignaheims, þannig að það leiðir hugann til Anselm Kiefer. Það er í senn heilbrigt og eðli- legt að verða fyrir áhrifum og hér Islensk orðtíðni Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Jörgen Pind, Friðrik Magnús- son, Stefán Briem: fslensk orð- tíðnibók Það telst óneitanlega til tíðinda þegar út kemur orðabók á íslensku. Á undanfömum ámm hafa verið unnin nokkur kærkomin orðabókar- verkefni hér á landi, m.a. ensk- íslenska orðabókin. Aðrar orðabæk- ur bíða þess þó sárlega að verða að veruleika. í alltof mörgum tilfell- um eru íslensk-erlendar orðabækur, sem á sínum tíma þóttu afbragð, nú orðnar löngu úrelt hjálpargögn. Um þessar mundir er því að vaxa upp kynslóð af menntafólki sem fær ekki að kynnast þeim sjálfsögðu réttindum þjóða í kringum okkur að læra erlend tungumál með hjálp góðra orðabóka. Orðabókin sem hér er til umfjöll- unar á sér ákveðinn aðdraganda. Árið 1985 samþykkti stjóm Orða- bókar Háskólans að ráðist yrði í orðtíðnikönnun þar sem þess yrði freistað að gera orðtíðni í nútíðar- máli rækileg skil. Árangur verksins liggur nú fyrir í þessu 1.207 blaðs- íðna verki, þéttprentuðu með smáu letri. í formála er drepið á sögu orðt- íðnirannsókna á íslandi. Ársæll Sig- urðsson birti niðurstöður orðtíðni- könnunar sinnar í Menntamálum árið 1940. Tilgangur rannsóknar hans var kennslufræðilegur; hann taldi það mikinn stuðning fyrir kennara ef hægt væri að finna „fru- morð“ málsins, „þótt ekki væri fleiri en 500-1.000.“ Baldur Jónsson prófessor var fyrstur hér á landi til að kanna orðtíðni með aðstoð tölvu. Viðfangsefni hans var Hreiðrið eft- ir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Fleiri smærri orðtíðniverkefni eru nefnd í formálanum sem ekki er ástæða til að íjalla um hér. Textinn, sem þessi rannsókn er unnin úr, er fenginn úr 100 heimild- um; 20 íslenskum skáldverkum, 20 þýddum skáldverkum, 20 ævi- og endurminningasögum, 20 fræðslu- textum og 20 bama- og unglinga- bókum. Þótt textinn væri til í tölvutæku formi þurfti að vinna mikla hliðar- vinnu svo að hafa mætti fræðilegt gagn af honum. Mismunandi orð- myndir sama orðs þurfti að sam- ræma, taka þurfti afstöðu til þess hvort skammstafanir skyldu lesnar sem eitt orð eða fleiri, og yfirfara þurfti vélræna greiningu textans í orðflokka og beygingaratriði. (T.d. getur tölva enn sem komið er ekki greint sundur fóstra (kk. et. þf.) og fóstra (kvk. et. nf.). Hverjar eru svo helstu niðurstöð- ur bókarinnar? Því er ekki auðvelt að svara. Fer raunar eftir því hveiju menn eru að leita að. Helstu við- fangsefni einstakra kafla gefa þó vísbendingar að þessu leyti. Ál- gengustu flettiorð eru birt eftir þessum atriðum: 1) Tíðniröð. 2) Stafrófsröð. 3) Eftir orðflokkum. 4) í stafrófsröð eftir niðurlagi. Eitt atriði er býsna athyglisvert og kem- ur hugsanlega ýmsum á óvart. Les- málsorð rannsóknarinnar vom sam- tals rúmlega 500.000 talsins en 100 algengustu orðmyndirnar komu fyrir um 300.000 sinnum. Með öðr- um orðum: Hundrað algengustu orðmyndirnar eru meira en helm- ingur ritaðra orða í venjulegum texta. (Sjá mynd). Af þessu má álykta að daglegt tungutak er ekki eins fijótt og margbreytilegt og við vildum svo gjarnan trúa. Við tölum meira og minna í lítt umbreyttum klösum og frösum. í formála útskýra höfundar ágætlega aðferðir könnunarinnar og sögu viðlíka orðtíðnirannsókna erlendis. Eitt lykilatriði vantar samt að nefna í formálanum: Til hvers er þessi bók gefin út? Hveijir hafa not af henni? Svo nýtísku orðalag sé notað: Er markhópurinn nógu stór til að svo vegleg útgáfa sé réttlætanleg? Það vefst ekki fyrir þeim sem hér ritar að svara slíkum spurningum fyrir sjálfan sig — né heldur að fagna svo metnaðarfullu Lyngberg - Hfj. Vorum að fá í einkasölu nýlegt, fullbúið einbýli á einni hæð í Setbergshverfi. Húsið skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús, 3 svefnherb., bílskúr o.fl. Samtals 153 fm. Áhvílandi húsnlán og húsbréf ca 7,8 millj. Nánari upplýsingar hjá fasteignasölunni Ás, Strandgötu 33, Hafnarfirði, sími 652790. hefur Haukur Dór meðtekið þau á mun persónulegri hátt, en t.d. áhrif- in frá Francis Bacon fyrrum. Kannski fyrir þá sök að í þeim skynjar maður meiri upprunalega sköpunargleði. Það er alveg á hreinu, að þetta er íjölþættasta og hrifríkasta sýn- ing sem komið hefur frá Hauki Dór til þessa, þótt hún sé minna alþjóð- legur og staðlaður línudans, eins og svo margur í núlistinni vill hafa það á seinni tímum. Þá er þetta fjörleg og fjölþætt sýning, sem gaman er að skoða og undraði mig hve verði myndanna er stillt í hóf miðað við listrænt vægi og stærð þeirra, en það er víst tímanna tákn. 500 400 Í » 300 1 | 300 I u- 100 "í io íoö 1.Ó0010.000 ioo!ooo Fjðldi orömynda Samband orðmynda og Iesmáls- orða. verki sem hér er orðið að veruleika. Ekki er heldur verið að draga vís- indalegt gildi bókarinnar í efa. Það er ótvírætt. En þessi þankagangur vaknar óvart í samhengi við aðrar óútgefnar orðabækur sem þyrftu líka að verða að veruleika. Ekki verður undan því vikist að spyija spurningar sem er að vísu ekki í verkahring Orðabókar Háskólans að svara: Hvenær eigum við von á jafnveglegii þýsk-íslenskri, fransk- íslenskri eða ítalsk-íslenskri orða- bók handa ungu menntafólki? 1 heimi þar sem alþjóðleg samvinna verður æ virkari er það lífsspurs- mál lítillar þjóðar að eiga gott úr- val af tungumálafólki. Og gott tungumálafólk eignumst við ekki nema m.a. með metnaði til að gefa út góðar orðabækur. Hér er brýnt úrlausnarverkefni fyrir bæði fræði- menn, bókaútgáfufyrirtæki og stjómvöld. „Bugsy Malone“ og „Yerma“ Listdans Ólafur Ólafsson Nemendasýning. Danshöfundar: Ástrós Gunn- arsdóttir, Elín Helga Svein- björnsdóttir, Helena Jónsdóttir, Paco Morales, Sóley Jóhanns- dóttir, Sveinbjörg Þórhallsdótt- ir. Tónlist: Ýmsir höfundar. Sljórnandi: Sóley Jóhannsdótt- ir. Hótel ísland, apríl 1992. Dansstúdíó Sóleyjar hélt vor- sýningar sínar á Hótel íslandi fyrir stuttu. Um var að ræða tvær sýningar. Sú fyrri .var með yngri nemendunum, en á kvöldsýning- unni, þeirri sem hér er fjallað’um, komu fram eldri nemendur og framhaldsnemendur. Á sýningum Dansstúdíós Sóleyjar hefur jafnan verið eitthvert þema. Má þar t.d. nefna nútímaútgáfu á Hnotu- bijótnum og söguna um Mary Poppins. Að þessu sinni er aðal- þema sótt í söguna um Bugsy Malone, sem Allan Parker gerði ógleymanlega í kvikmynd fyrir nokkrum árum. Lokaatriðið var svo túlkun Paco Morales á sögu Frederico Garcia Lorca um Yermu. Þegar nemendur koma fram, eru jafnan gerðar aðrar kröfur til frammistöðu þeirra en dansara, sem lengra eru komnir. Samt má segja, að látbragð hafi ráðið of miklu á kostnað dansins. Vera má, að leiðbeinendurnir hafi með þessu viljað feta sig varlega áfram, en ég hygg, að börnin hefðu vel að skaðlausu mátt dansa meira. „Bugsy Malone“ er söng- leikur um alvörubófa og nætur- klúbba á bannárunum í Banda- ríkjunum. Það sem gerði kvik- myndina fræga var meðal annars það, að böm léku fullorðið fólk. Fáránleikinn kom þá glögglega í ljós og hetjurnar risu upp aftur að kvöldi dags, eins og í ása- trúnni. Lög Paul Williams eru samin fyrir böm og henta því mjög vel. Sama er að segja um kóreógrafíu Gillian Gregory, en áhrifa hennar gætir það greini- lega í sýningunni, að hæpið er að titla aðra sem danshöfunda, án þess að geta hennar einnig. En dansarnir hefðu mátt vera meiri dans og minna látbragð. Það er ekki ástæða til að nefna einstök atriði, en þrátt fyrir galla, var gaman að fylgjast með dönsurun- um_ reyna sig. Áhugaverðast var samt loka- atriði sýningarinnar, þar sem flamenco dans réði ríkjum. Þar var stórkostlega blandað saman dansi og frásögn í dansi. Dansinn var persónuleg túlkun Paco Mora- les á „Yermu“ og byggði á strangri hefð hins spánska flam- enco. Frammistaða dansaranna til fyrirmyndar.. Þessi lokapunktur sýningarinnar var í allt öðrum gæðaflokki og til mikils sóma. Það er vonandi að seinna gefist tæki- færi til að sjá meira í þessum dúr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.