Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 40
40____________________________________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 _________________________________________ heldur ekki einangrast meðan þéir utanríkisráðherra eftirAra Trausta Guðmundsson Það er ástæða til þess að leggja út af orðum Uffe Ellemans Jen- sens, utanríkisráðherra Danmerk- ur, í Morgunblaðinu nýverið. Hann er ávallt sami ákafí taismaður þess að íslendingar gangi í Evrópu- bandalagið. í orðum hans og reyndar íslenskra EB-sinna felast ýmsir uppdrættir af nálægum verkefnum, framkvæmdamálum og hugsanlegum framtíðarkostum. Ekkert fer hins vegar fýrir um- ræðu um hugmyndafræðina að baki EB, gangverk þess eða til- gang. Það er rétt eins og smálegt krassið og endurtekningamar um hið meinlausa Q'órfrelsi eigi að fela breiðu strikin. Það er líkt og EB sé ekki verðandi víðtækasta alls- heijarsamsteypa mannkynssög- unnar heldur eins konar fijálslynd- isklúbbur um fegurra mannlíf. Þess vegna nokkur orð. Læra má af sögunni og þó ... Þau em mörg hin föllnu banda- lög sögunnar. Þó er ekki unnt að líkja þeim saman við EB. Tækni, framleiðni og mannfjöldi era ekki sambærileg. Ekki einu sinni Bandaríkin líkjast EB vegna þess að vestanhafs stofnuðu innflytj- endur allsendis tilbúnar ríkjaheild- ir. Sovétríkin vora að vísu búin til úr ólíkum ríkjum eða þjóðarheild- um en vora lengst af ekki starfhæf vegna innri ágalla. Það er því hvorki unnt að nýta söguna til þess að sýna fram á eðli EB með einföldum samanburði né til þess að réttlæta bandalagið. Engin bandalög sem takmörkuðu sjálf- ræði þjóða urðu veralega langlíf undangengnar nokkrar aldir. Það era ef til vill helstu skilaboð sög- unnar til EB og okkar allra. Kjarni málsins Uffe Ellemann, Jón Baldvin og fleiri segja helst sem svo að EB sé búið til vegna þess að efla eigi samvinnu í Evrópu og bæta almenn kjör manna. Eins og áður era þetta innihaldsrýr orð. Eins og áður forð- ast þeir kjama málsins. Auðvitað þurfa menn að beita pólitískri greiningu til þess að segja eitthvað bitastætt um upprana, tilgang og eðli EB. Og auðvitað era þar deild- ar skoðanir vegna þess að pólitík, hagfræði, félagsfræði, eða hvað svo sem menn vilja nú draga uppá dekk, era allt stéttbundin fræði, háð ólíkum og andstæðum hug- myndum manna. Jafnvel þótt inni- haldslitlu orðin myndu víkja fyrir pólitískri greiningu Uffe Ellemans og Jóns Baldvins, skýrði hún ekki tilgang EB þannig að almenningur fengi raunveralega mynd af EB. Pólitísk greining þeirra félaga, ef hún kæmi fram, ver hagsmuni stórfyrirtækjanna í EB. Greining af sjónarhóli þeirra er ekki hafa sömu hagsmuna að gæta og eig- endur eða stjómendur 20-30 auð- hringa, er aftur á móti nothæf handa almenningi. Og hvað er EB? EB er pólitísk og efnahagsleg sambræðsla (menningarsam- bræðslan fylgir smám saman) gamalla nýlenduríkja, er bera höf- uð og herðar yfír mörg smáríki sem fylgja með. Grannatriði allrar stefnumótunar er aukin hagsæld stærstu fyrirtækjanna (ýmsar um- bætur geta fylgd- með). Ástæða bandalagsstofnunarinnar er fjór- þætt: Síminnkandi bein ítök í heim- inum, síendurteknar efnahags- kreppur í Evrópu, aukin samkeppni blokkanna fjögurra og minnkandi gróði af samskiptum við þriðja heiminn. Með blokkunum íjórum á ég við Bandaríkin, Evrópuríkin, Japan og nokkur önnur Asíuríki og loks Sovétríkin (meðan þau vora og hétu). EB er andsvar verð- andi efnahagsheildar sem þrengt er að. Kapítalisminn (sem varla nokkur þorir að nefna sínu rétta heiti, nema Hannes Hólmsteinn) dafnar aðeins ef gróðasóknin fær nægilegt svigrúm. Stóra EB-ríkin undirbúa sig á öllum sviðum til þess að heija á jaðarsvæðin í Evr- ópu, á þriðja heiminn og á hin stór- veldin. Takmarkið er eitt; aukinn hagvöxtur. Forsenda hans er auk- inn gróði fyrirtækja sem þurfa að kosta æ meira til þess að geta framleitt jafn margar einingar og áður eða selt þjónustu í óheyrilegri samkeppni. Viljum við einangrun? Uffe Elleman gerir mikið úr hættunni á að Norðurlönd einangr- ist í Evrópu. Auðvitað er það liður í stjómlist EB að reyna að ein- angra Norðurlönd og hrekja þau þannig inn í EB, eitt af öðra. Þá er ekki réttast að láta undan, held- ur þveröfugt; opna gluggana í allar áttir. Með svipaðri röksemdafærslu og Uffe Elleman notar mætti fá fram að Finnar hefðu átt að ganga í Comecon, rétt eftir að það var stofnað, enda efnahagstengslin við Sovétríkin og A-Evrópu þá afar sterk. Finnar gerðu það ekki, héldu áfram tvíhliða samvinnu við austrið en opnuðu allar gáttir vest- ur. íslendingar geta ekki einangr- ast vegna legu landsins. Þeir geta hafa góða vöra að selja og eitthvað að segja umheiminum. Þeir eiga dýrmætt vatn, næga orku, ein gjöfulustu fískimið heims, ákveðna tækni- og vísindaþekkingu, ein- stæðar ferðaslóðir og síðast en ekki síst: Þeir eru um margt lítt háðir boðberar friðar og sátta í heiminum. Nei, en við höfnum einangrun í EB Ef við varðveitum allt þetta og hættum ekki gæðunum heldur snú- um okkur að heimsbyggðinni áfram, minnka líkur á einangran. Það er EB sem býður upp á ein- angran. Með því að vera þar innan- borðs eram við lokuð í blokk með stífa sameiginlega stjórnmála- og efnahagsstefnu, meira að segja hemaðarstefnu. Þar erum við ein- angrað frá þriðja heiminum, í blokk sem kemur aðallega fram sem harður kröfuaðili og sníkill á þriðja heiminum. Við yrðum með í fyrirsjáanlegum hemaðaraðgerð- um á hendur þriðja heimsríkjum. Við verðum innlimaðir í samkeppn- isstríð við Bandaríkin og Japan. Við væram með í að „kaupa upp“ gæði í fyrrverandi leppríkjum Sov- étríkjanna í Evrópu. Við myndum afmá stimpil friðar og málamiðlana sem ísland er að öðlast. Sem sagt: Við viljum ekki einangrast í EB! Viljum við ekki samvinnu? Uffe Ellemann skrifar mikið um samvinnu. Og það er oft gripið til þess ráðs hér að væna andstæð- inga EB um að vilja- ekki samvinnu við önnur ríki; þeir era eiginlega sagðir vera samsafn einangrunar- sinna; undanvillinga úr Sjálfstæð- is- og Alþýðuflokki, dalakofasós- íalista, mussukerlinga og fram- sóknarskarfa. En samvinna er margrætt orð. Til dæmis þarf að skilyrða samvinnu ef nota á orðið í pólitík. Annars er hún hula yfír- gangs. Samvinna á að auðvelda þjóðríki að sinna skyldum sínum við þegnana; að vera sá rammi að starfi þeirra er þegnarnir setja Staglið í stúdentum Af takmarkalausri kröfuhörku þeirra eftír Árna J. Magnús Hagfræðingur nokkur á 19. öld, Fréderic Bastiat að nafni, sagði rík- ið vera goðsögnina miklu þar sem allir ætluðu sér að lifa á kostnað allra annarra. Þegar litið er á bar- áttu hinna fjölmörgu þrýstihópa á vettvangi stjórnmála hér á landi sér maður að margt er til í þessum orð- um. Einn þiýstihópurinn hefur lík- lega samt vinninginn hvað þetta hugarfar varðar. Það era samtök stúdenta við Háskóla íslands. Kröfuharka þeirra og algert virðing- arleysi fyrir skattfé, auk afar þröngs og eigingjams skilnings á hagsmun- um stúdenta, er dæmalaus. Ofanritað þarfnast úrskýringa við. í febrúar síðastliðnum kepptu tvær fylkingar um hylli stúdenta, og þar með_ um stólana í Stúdenta- ráði (SHÍ). í öllum aðalatriðum vora þær sammála. Báðar era þær á móti vöxtum á námslán, skólagjöld- um og fijálsri aðild að einu af félög- um stúdenta; Stúdentaráði. Þeim er vissulega frjálst að beijast gegn hveiju sem er, en undirritaður telur það hins vegar rangt hjá þeim að segja að þessi mál snúist um hags- muni allra stúdenta. „Hagsmunir" stúdenta Nauðungaraðildin að SHÍ er skýr- asta dæmið um misskilning Vöku og Röskvu á hagsmunum stúdenta. Auðvitað er ekkert að því að stúd- entar myndi félag um hagsmuni sína, en hins vegar er ákveðinn misbrestur á framkvæmdinni. Fólk er ekki spurt álits á því hvort það vilji vera í SHÍ, heldur verður það sjálfkrafa félagar þegar það skráir sig til náms í HÍ. Eftir að félags- gjöld hafa verið innheimt er eins gott fólki að líki vel við störf félags- ins þar eð ekki er hægt að segja sig úr því, nema þá og því aðeins að hætta frekari skólagöngu. Hér er um sérhagsmuni þeirra sem SHÍ stjóma hvetju sinni að ræða enda era það nú einu sinni stjómendumir sem útdeila þeim fjármunum sem námsmenn leggja nauðugir til. Það lýsir fullkomnum hroka þeirra sem stjóma SHÍ að þeir skuli ekki treysta fullorðnu fólki til þess að ákveða sjálft hvort þáð vill vera aðili að þessum félagsskap eður ei. Það er ekki aðeins hagsmunamál að geta sagt sig úr félagi ef manni líkar ekki við baráttumál þess eða önnur störf, heldur líka spuming um mannréttindi. í mannréttinda- sáttmálanum sem íslendingar eiga aðild að og hafa skuldbundið sig við, segir beinlínis að engan mann megi neyða til að vera í félagi. Sé það staðreynd um stúdenta að þeir skilji ekki að auðlegð Vesturlanda og rótföst virðing þeirra fyrir frelsi er ekki síst slíkum mannréttindum að þakka, skal varla undrast við- horf þeirra. En sem betur fer getur þetta skilningsleysi ekki talist með gildum rökum gegn fijálsri aðild. Vaxtavesenið Námslánin sem stúdentar taka eru ekkert annað en Qármunir. Flestir stúdentar gera sér oft ekki grein fyrir að ijármunir kosta sitt og verðmiðinn sem hengdur er á þá köllum við vexti. Það er með fjármuni eins og hveija aðra vöru að verðið á þeim breytist frá einum tíma til annars. Það köllum við eft- ir atvikum vaxtalækkun eða vaxta- hækkun. Hingað til hafa stúdentar alveg sloppið við að greiða vexti af lánum sínum. Skattgreiðendum hef- ur verið gert að sjá um það og munu líklega gera það eitthvað áfram. Stúdentum hefur hins vegar þótt það svo ljúft að lifa á kostnað annarra, að skyndilega hefur þetta augljósa óréttlæti bæst í hóp hags- munamála þeirra. Lánasjóður íslenskra námsmanna var upphaflega ætlaður til þess að gera hinum fátækustu meðal stúd- enta kieift að ganga menntabraut- ina. Nú er vel rúmlega helmingur háskólaborgara á þessum lánum, sem hver og einn getur. fengið, næstum óháð efnahag. Vaxtakostn- aður af lánunum er gríðarlegur. En með makalausri háreysti og heimtufrekju krefjast samtök stúd- enta þess að þeim verði forðað frá því að borga eigin vexti. Hvers vegna þeir eru of góðir til þess veit undirritaður ekki, en telur það hins vegar ekki bara hagsmunamál fyrir stúdenta, heldur fyrir alla lands- menn. Kostir vaxtanna Vöxtum fylgir sá kostur að lán- takendum mun fækka töluvert. Þeir sem komast af án lánanna, en taka þau samt vegna vaxtakjaranna, munu sennilega hætta lántöku. Það veldur því að ógreiddir vaxtareikn- ingar munu ekki hækka í framtíð- inni. Takist að hamla frekari skulda- söfnun má e.t.v. grynnka á skuldum íslendinga erlendis, sem eru mjög háar. í annan stað verður ekki lengra seilst í vasa skattgreiðenda. Skattprósentan á landinu er of há og er að sliga bæði heimili og atvinn- ulíf. Þess vegna er stúdentum ekki stætt á því að láta skattgreiðendur borga reikninginn fyrir sig. í þriðja Iagi er ekkert réttlæti í því að einn afmarkaður hópur fólks njóti vaxta- hlunninda, meðan aðrir þurfa að greiða kostnaðinn við sín lán að fullu. Þvert á móti er hér um rang- læti að ræða, sérstaklega í ljósi þess að þeir sem borga sinn lána- kostnað að fullu, verða einnig að bæta á sig vaxtakostnaði stúdenta. Jafnvel þótt stúdentum takist áfram að velta lántökukostnaði sín- um yfír á aðra verður aðeins um stutt gaman að ræða fyrir þá. Þessi lánastefna kemur í bakið á þeim eftir nokkur ár en þá verða þeir í hlutverki skattborgarans. Þá kemur að núverandi stúdentum að greiða vextina fyrir alla námslánþega sem á eftir þeim koma. Engu máli skipt- ir þótt þeir hafí ekki verið á náms- lánum, þeir verða að greiða þá samt. Líklegt þykir mér að sú upphæð sé mun hærri en sú sem yrði greidd af hveijum lántakenda fyrir sig þeg- ar til lengri tíma er litið. Vextir á námslán eru því hagsmunir stúdenta og réttlætismál, bæði fyrir stúdenta (skattborgara framtíðarinnar) og núverandi skattborgara, og fara þeir hér saman við hagsmuni lands- manna allra. Réttlæting á skólagjöldum Andúð flestra stúdenta á skóla- gjöldum er enn eitt dæmið um virð- ingarleysi þeirra fyrir skattfé. Hið opinbera rekur allt menntakerfíð, eins og alkunna er en peningana fær ríkið annars vegar frá skattborgur- um og hins vegar að láni erlendis frá, en þau lán þurfa skattborgarar að greiða fyrr eða síðar auk vaxta. Hugmyndir þess eðlis, að láta stúd- enta sjálfa bera brot af rekstrar- kostnaði Háskólans, hafa ekki hlotið náð fyrir augum þeirra. Nú segja þeir það vera biýnasta „hagsmuna- mál“ þeirra að frá þessum hug- myndum verði horfið sem skjótast. Slíkt viðhorf gegnir furðu. Það er eins og stúdentar séu skattgreiðend- um á engan hátt þakklátir, og kæri sig ekki um að taka á sig örlitlar Ari Trausti Guðmundsson „Meirihluti íslendinga þarf að ljúka verki hinna gömlu sjálfstæð- ismanna. Fyrsta skrefið er að tryggja þjóðarat- kvæðagreiðslu um EES-samninginn og lík- lega inngöngu í EB og fella hvoru tveggja.“ sjálfir. Hún á að auðvelda ríkinu að sinna skyldum við framtíðina; að viðhalda sjálfstæði, sjá um vel- ferð og koma á jafnrétti. Samvinna á loks að gera ríki kleift að sinna skyldum gagnvart heimsbyggð- inni; að stunda jafngild viðskipti, beijast fyrir friði og mannréttind- um, vinna bug á mengun og tryggja hag vinnandi fólks sem ekki á hin öflugu atvinnutæki. Jú, en ekki olnbogaskotaruðning Fjórfrelsi EB, mest af reglu- gerðum þess og yfirþjóðlegu valdi á ekkert skylt við samvinnu af ofangreindu tagi. Starf EB er að Árni J. Magnús » En einhvern tímann verðum við að hætta að ganga þessa blindgötu eilífrar skuldasöfnun- ar, dáleidd af goðsögn- inni um að allir geti lif- að á kostnað annarra.“ byrðar fyrir menntunina, sem þeir svo njóta! Það er sorglegt að maður getur með sanni hermt slíkan hroka og vanvirðingu upp á stúdenta og einkum þó leiðtoga þeirra. Sér í lagi þegar skólagjöld eru í engu and- stöðu við hagsmuni stúdenta. Mörg undanfarin ár hafa hundrað stúdenta komið með hálfum hug inn í Háskólann, og hafíð þar leit að sjálfum sér með tilheyrandi deilda- flakki. Sumir þeirra era svo heppnir að rekast á sjálfa sig og útskrifast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.