Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 53 IÞROTTAHATÍÐ GRUNNSKÓLANNA Nemar úr Breið- holtinu voru mjög sigursælir ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ Grunnskóla Reykjavíkur var haldin um síð- ustu helgi. Memar ígrunnskól- um höfuðborgarsvæðisins reyndu með sér í sjö íþrótta- greinum. Lið úr Seljaskólanum fengu þrjú gull á hátíðinni en skólar í Breiðholti voru ofar- lega á blaði í flestum greinum. emar í 7. bekk grunnskólanna kepptu í knattspyrnu. Lið Seljaskólans í Breiðholti og Folda- skólans í Grafarvogi báru sigur úr bítum en leikið var í sjö manna lið- um á gervigrasinu. í drengjaflokki komust lið Hvas- saleitisskóla og Hólabrekkuskóla í þriggja liða úrslitakeppni ásamt Seljaskóla. Lið Seljaskóli tryggði sér gullverðlaun með sigri á Hóla- brekkuskóla en áður hafði liðið gert jafntefli við Hvassaleitisskóla. „Við höfum lítið æft saman í vetur. Flestir okkar eru á kafi í handbolta og það hefur verið mun meira að gerast í honum í vetur,“ sagði Ingi Sturluson markvörður Seljaskóla. Ingi leikur knattspyrnu með Víkingi en flestir drengjanna æfa með ÍR og Fram. Lið Foldaskóla hreppti sigur í kvennaflokki með því að leggja lið Laugarnesskóians 2:0 og gera jafn- tefli við Melaskóla. Stúlkurnar í Melaskóla áttu þess kost að vinna gullið með stórum sigri á Laugar- nesskóla í síðasta leiknum. Laugar- nesstúlkurnar vörðust hins vegar fimlega í vörninni og fengu aðeins á sig eitt mark og það voru því I Stelpurnar í Foldaskóla sem fögn- uðu sigri. Þær æfa flestar með Fjölni en kvennaknattspyrna hefur verið á hraðri uppleið hjá félaginu. Aðrar greinar Tvö mót voru haldin í handknatt- leik, fyrir 8. og 9. bekk og var leik- ið í Laugardalshöll. Piltamir í Ár- bæjarskóla sigruðu í keppni áttunda bekkjar en lið Seljaskóla varð í 2. sæti. í piltakeppni níunda bekkjar sigraði Hagaskóli en liðsmenn Hóla- brekkuskóla þurftu að sætta sig við annað sætið. í stúlknaflokki sigraði lið Breið- holtsskóla í keppni 8. bekkjar en lið Haga- og Seljaskóla komu næst í röðinni. Hvassaleitisskóli sigraði í keppni 9. bekkjar eftir harða keppni við Austurbæjarskóla og Hlíða- skóla. Breiðhyltingar voru sigursælir í sundkeppninni. Keppt var í 10 x 50 metra bringusundi. Hólabrekku- skóli sigraði í keppni 5.-7. bekkjar á tímanum 7:35,45 sek og sveit Seljaskóla varð önnur á 8:21,97. Röðin snerist við í keppni 8.-10. bekkjar þar sem sveit Seljaskóla var fyrri í markið á tímanum 6:56,72 en sveit Hólabrekkuskóla synti á rétt rúmum sjö mínútum. Nemar í 10. bekk grunnskólans reyndu með sér í körfuknattleik í Seljaskólanum. Heimamenn sigr- uðu í piltaflokki en lið Hólabrekku- skóla varð í öðru sæti og Hagaskól- inn í því þriðja. Hvassaleitisskóli sigraði í stúlknaflokki en Laugalækjarskóli og Réttarholtsskóli komu næst. Þá kepptu nemar 5.-7. bekkjar í boðhlaupi. Laugamesskóli sigraði, Hólabrekkuskóli varð í öðm sæti og Breiðholtsskólinn í því þriðja. Morgunblaðið/Frosti Strákarnlr í 7. bekk í Seljaskólanum unnu gullverðlaun í knatt- spyrnukeppnl grunnskólanna. IÞROTTIR UNGLINGA / VIÐAVANGSHLAUP ISLANDS Morgunblaðið/Frosti Verðlaunahafar í Víðavangshlaupl íslands í unglingaflokkum. Aftari röð frá vinstri; Þorsteinn Böðvarsson UMSB, Jón Þór Þorvaldsson UMSB, Guðmundur Valgeir Þorsteinsson UMSB, Margrét Halldóra Gísladóttir UMSB, Unnur María Bergsdóttir UMSB, Sveinn Margeirsson UMSS, Benjamín Davíðsson UMSE. Fremri röð frá vinstri; Ragn- ar Freyr Þorsteinsson UMSB, Axel Rúnarsson UMSB, Karen Gunnarsdóttir UFA, Sigrún Gísladóttir UMSB, Ingibjörg Halldórsdóttir UMSE. UMSB með þvjú gull UMSB átti þrjá sigurvegara og fékk þrjú gull í sveitakeppni á Víðavangshlaupi íslands sem haldið var í Hafnarf irði um síð- ustu helgi. 250 unglingar skráðu sig til leiks f fimm flokk- um og hlupu um 1500 metra leið. Keppni í piltaflokki, 13-14 ára var æsispennandi. Sveinn Margeirsson UMSS, stórefnilegur hlaupari frá Sauðar- Frosti króki kom fyrstur í Eiðsson markið á 5 mín. og skrífar 33 sekúndum en aðeins munaði þrett- án sekúndum á fjórum næstu kðpp- endum. Benjamín Davíðsson UMSE hafnaði í öðm sæti en Magnús Guðmundsson Gróttu sem verið hefur ósigrandi í þessum flokki varð að sætta sig við þriðja sætið. Jón Þór Þorvaldsson, efnilegur hlaupari úr röðum UMSB varð fyrstur að hlaupa 1500 metrana í drengjaflokki, 15-18 ára. Jón Þór kom í mark átímanum 11,17 mínút- um, rúmri hálfri mínútu á undan félaga sínum Guðmundi Þorsteins- syni. Keppni í strákaflokki 12 ára og yngri þróaðist upp í einvígi Borg- firðinganna Axels Rúnarssonar og Ragnars Þorsteinssonar. Axel kom í markið á sex mínútum og 22 sek- úndum, sekúndu undan Ragnari. Þrátt fyrir að UMSB ætti tvo fyrstu menn í markið þá dugði það ekki til, sveitabikarinn fór til HSH. Rúmlega fjörtíu stelpur tóku þátt í Víðavangshlaupinu í stelpnaflokki og eins og í piltaflokknum réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasprettin- um. Sigrún Gísladóttir UMSB var þó nokkuð öruggur sigurvegari á tímanum 6 mín og 50 sekúndum en baráttan um næstu sæti var geysihörð. Ingibjörg Halldórsdóttir UMSE hijóp á 7,05 og þijár stelpur komu næstar í mark, allar með tím- ann 7,07. Sveit UFA hlaut sveita- gullið í þessum flokki. Félagið fékk 65 stig, tíu stigum færra en UMSE sem varð í öðru sæti. Unnur Bergsveinsdóttir UMSB hlaut gullið í telpuflokki. Hún hljóp hringinn á 6 mínútum og 14 sek- úndum. Margrét Gísladóttir UMSB kom í markið íjórum sekúndum síð- ar og náði silfurverðlaunum. UMSB sigraði í sveitakeppninni með 38— stig, UMSE kom næst með 52 stig. MorgunblaÖið/Frosti Það var ekkert gefið eftir í yngstu aldursflokknum, 12 ára og yngri frekar en hjá þeim eldri. Stúlkur úr Foldaskóla í Grafarvogi sigruðu í kvennaknattspyrnu eftir harða keppni við Melaskóla. ÚRSLIT Sundmót Ægis Unglingamót Ægis í sundi var haldið í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Keppt var í fjórum unglingaflokkum og helstu úrslit urðu þessi: 200 m fjórsund drengja: Hermann Hermannsson, Ægi.......02:35,06 Svavar Svavarsson, Ægi.........02:39,98 Ólafur Hreggviðsson, Ægi.......02:40,36 200 m fjórsund telpna: Elín Ríta Sveinbjömsdóttir, Ægi ....02:44,61 Eva Dögg Þorgeirsdóttir, Ægi...02:48,29 Anna Steinunn Jónasdóttir, SFS ....02:48,89 100 m bringusund sveina: Kristinn Pálntason, Ægi........01:31,43 Sindri Bjarnason, Ægi..........01:34,41 Tómas Sturlaugsson, UBK........01:37,69 100 m bringusund meyja: Lára H. Bjargardóttir, Ægi.....01:27,54 HalldóraÞorgeirsdóttir, Ægi....01:33,39 Eva Dís Björgvinsdóttir, SH....01:33,51 50 m skriðsund hnokka: Stcinar Örn Steinarsson, SFS...00:40,67 Amar D. Hannesson, SFS...........00:41,05 Bjöm Ragnar Björnsson............00:42,78 50 m skriðsund hnáta: Sigríður Rós Þórisdóttir, Ægi....00:37,15 Ama Björg Ágústsdóttir, Ægi......00:38,60 Louisa Isaksen, Ægi............ 00:40,20 100 m skriðsund drengja: Hermann Hermansson, Ægi.......01:01,14 GrétarMár Axelsson, Ægi..........01:02,33 Ólafur Hreggviðsson, Ægi.........01:05,63 100 m skriðsund telpna: Eva Dögg Þorgeirsdóttir, Ægi..01:06,24 Elín Ríta Sveinbjömsdóttir, Ægi ....01:06,89 Ama Lisbet Þorgeirsdóttir, Ægi.01:07,36 , 50 m baksund sveina: Ómar Friðriksson, SH.............00:36,25 Kristinn Pálmason, Ægi...........00:36,54 ArnarM. Jónsson, SFS.............00:40,64 50 m baksund meyja: Lára H. Bjargardóttir, Ægi.......00:37,66 Iðunn D. Gylfadóttir, Ægi........00:39,04 Sigrún Halldórsdóttir, SFS.......00:41,52 10 x 50 m skr. - blönduð sveit: Blönduð A-sveit Ægis.............05:16,58 ' Blönduð B-sveitÆgis..............05:16,77 Blönduð sveit Breiðabliks........06:38,20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.