Morgunblaðið - 14.05.1992, Page 53

Morgunblaðið - 14.05.1992, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 53 IÞROTTAHATÍÐ GRUNNSKÓLANNA Nemar úr Breið- holtinu voru mjög sigursælir ÍÞRÓTTAHÁTÍÐ Grunnskóla Reykjavíkur var haldin um síð- ustu helgi. Memar ígrunnskól- um höfuðborgarsvæðisins reyndu með sér í sjö íþrótta- greinum. Lið úr Seljaskólanum fengu þrjú gull á hátíðinni en skólar í Breiðholti voru ofar- lega á blaði í flestum greinum. emar í 7. bekk grunnskólanna kepptu í knattspyrnu. Lið Seljaskólans í Breiðholti og Folda- skólans í Grafarvogi báru sigur úr bítum en leikið var í sjö manna lið- um á gervigrasinu. í drengjaflokki komust lið Hvas- saleitisskóla og Hólabrekkuskóla í þriggja liða úrslitakeppni ásamt Seljaskóla. Lið Seljaskóli tryggði sér gullverðlaun með sigri á Hóla- brekkuskóla en áður hafði liðið gert jafntefli við Hvassaleitisskóla. „Við höfum lítið æft saman í vetur. Flestir okkar eru á kafi í handbolta og það hefur verið mun meira að gerast í honum í vetur,“ sagði Ingi Sturluson markvörður Seljaskóla. Ingi leikur knattspyrnu með Víkingi en flestir drengjanna æfa með ÍR og Fram. Lið Foldaskóla hreppti sigur í kvennaflokki með því að leggja lið Laugarnesskóians 2:0 og gera jafn- tefli við Melaskóla. Stúlkurnar í Melaskóla áttu þess kost að vinna gullið með stórum sigri á Laugar- nesskóla í síðasta leiknum. Laugar- nesstúlkurnar vörðust hins vegar fimlega í vörninni og fengu aðeins á sig eitt mark og það voru því I Stelpurnar í Foldaskóla sem fögn- uðu sigri. Þær æfa flestar með Fjölni en kvennaknattspyrna hefur verið á hraðri uppleið hjá félaginu. Aðrar greinar Tvö mót voru haldin í handknatt- leik, fyrir 8. og 9. bekk og var leik- ið í Laugardalshöll. Piltamir í Ár- bæjarskóla sigruðu í keppni áttunda bekkjar en lið Seljaskóla varð í 2. sæti. í piltakeppni níunda bekkjar sigraði Hagaskóli en liðsmenn Hóla- brekkuskóla þurftu að sætta sig við annað sætið. í stúlknaflokki sigraði lið Breið- holtsskóla í keppni 8. bekkjar en lið Haga- og Seljaskóla komu næst í röðinni. Hvassaleitisskóli sigraði í keppni 9. bekkjar eftir harða keppni við Austurbæjarskóla og Hlíða- skóla. Breiðhyltingar voru sigursælir í sundkeppninni. Keppt var í 10 x 50 metra bringusundi. Hólabrekku- skóli sigraði í keppni 5.-7. bekkjar á tímanum 7:35,45 sek og sveit Seljaskóla varð önnur á 8:21,97. Röðin snerist við í keppni 8.-10. bekkjar þar sem sveit Seljaskóla var fyrri í markið á tímanum 6:56,72 en sveit Hólabrekkuskóla synti á rétt rúmum sjö mínútum. Nemar í 10. bekk grunnskólans reyndu með sér í körfuknattleik í Seljaskólanum. Heimamenn sigr- uðu í piltaflokki en lið Hólabrekku- skóla varð í öðru sæti og Hagaskól- inn í því þriðja. Hvassaleitisskóli sigraði í stúlknaflokki en Laugalækjarskóli og Réttarholtsskóli komu næst. Þá kepptu nemar 5.-7. bekkjar í boðhlaupi. Laugamesskóli sigraði, Hólabrekkuskóli varð í öðm sæti og Breiðholtsskólinn í því þriðja. Morgunblaðið/Frosti Strákarnlr í 7. bekk í Seljaskólanum unnu gullverðlaun í knatt- spyrnukeppnl grunnskólanna. IÞROTTIR UNGLINGA / VIÐAVANGSHLAUP ISLANDS Morgunblaðið/Frosti Verðlaunahafar í Víðavangshlaupl íslands í unglingaflokkum. Aftari röð frá vinstri; Þorsteinn Böðvarsson UMSB, Jón Þór Þorvaldsson UMSB, Guðmundur Valgeir Þorsteinsson UMSB, Margrét Halldóra Gísladóttir UMSB, Unnur María Bergsdóttir UMSB, Sveinn Margeirsson UMSS, Benjamín Davíðsson UMSE. Fremri röð frá vinstri; Ragn- ar Freyr Þorsteinsson UMSB, Axel Rúnarsson UMSB, Karen Gunnarsdóttir UFA, Sigrún Gísladóttir UMSB, Ingibjörg Halldórsdóttir UMSE. UMSB með þvjú gull UMSB átti þrjá sigurvegara og fékk þrjú gull í sveitakeppni á Víðavangshlaupi íslands sem haldið var í Hafnarf irði um síð- ustu helgi. 250 unglingar skráðu sig til leiks f fimm flokk- um og hlupu um 1500 metra leið. Keppni í piltaflokki, 13-14 ára var æsispennandi. Sveinn Margeirsson UMSS, stórefnilegur hlaupari frá Sauðar- Frosti króki kom fyrstur í Eiðsson markið á 5 mín. og skrífar 33 sekúndum en aðeins munaði þrett- án sekúndum á fjórum næstu kðpp- endum. Benjamín Davíðsson UMSE hafnaði í öðm sæti en Magnús Guðmundsson Gróttu sem verið hefur ósigrandi í þessum flokki varð að sætta sig við þriðja sætið. Jón Þór Þorvaldsson, efnilegur hlaupari úr röðum UMSB varð fyrstur að hlaupa 1500 metrana í drengjaflokki, 15-18 ára. Jón Þór kom í mark átímanum 11,17 mínút- um, rúmri hálfri mínútu á undan félaga sínum Guðmundi Þorsteins- syni. Keppni í strákaflokki 12 ára og yngri þróaðist upp í einvígi Borg- firðinganna Axels Rúnarssonar og Ragnars Þorsteinssonar. Axel kom í markið á sex mínútum og 22 sek- úndum, sekúndu undan Ragnari. Þrátt fyrir að UMSB ætti tvo fyrstu menn í markið þá dugði það ekki til, sveitabikarinn fór til HSH. Rúmlega fjörtíu stelpur tóku þátt í Víðavangshlaupinu í stelpnaflokki og eins og í piltaflokknum réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasprettin- um. Sigrún Gísladóttir UMSB var þó nokkuð öruggur sigurvegari á tímanum 6 mín og 50 sekúndum en baráttan um næstu sæti var geysihörð. Ingibjörg Halldórsdóttir UMSE hijóp á 7,05 og þijár stelpur komu næstar í mark, allar með tím- ann 7,07. Sveit UFA hlaut sveita- gullið í þessum flokki. Félagið fékk 65 stig, tíu stigum færra en UMSE sem varð í öðru sæti. Unnur Bergsveinsdóttir UMSB hlaut gullið í telpuflokki. Hún hljóp hringinn á 6 mínútum og 14 sek- úndum. Margrét Gísladóttir UMSB kom í markið íjórum sekúndum síð- ar og náði silfurverðlaunum. UMSB sigraði í sveitakeppninni með 38— stig, UMSE kom næst með 52 stig. MorgunblaÖið/Frosti Það var ekkert gefið eftir í yngstu aldursflokknum, 12 ára og yngri frekar en hjá þeim eldri. Stúlkur úr Foldaskóla í Grafarvogi sigruðu í kvennaknattspyrnu eftir harða keppni við Melaskóla. ÚRSLIT Sundmót Ægis Unglingamót Ægis í sundi var haldið í Sundhöll Reykjavíkur um helgina. Keppt var í fjórum unglingaflokkum og helstu úrslit urðu þessi: 200 m fjórsund drengja: Hermann Hermannsson, Ægi.......02:35,06 Svavar Svavarsson, Ægi.........02:39,98 Ólafur Hreggviðsson, Ægi.......02:40,36 200 m fjórsund telpna: Elín Ríta Sveinbjömsdóttir, Ægi ....02:44,61 Eva Dögg Þorgeirsdóttir, Ægi...02:48,29 Anna Steinunn Jónasdóttir, SFS ....02:48,89 100 m bringusund sveina: Kristinn Pálntason, Ægi........01:31,43 Sindri Bjarnason, Ægi..........01:34,41 Tómas Sturlaugsson, UBK........01:37,69 100 m bringusund meyja: Lára H. Bjargardóttir, Ægi.....01:27,54 HalldóraÞorgeirsdóttir, Ægi....01:33,39 Eva Dís Björgvinsdóttir, SH....01:33,51 50 m skriðsund hnokka: Stcinar Örn Steinarsson, SFS...00:40,67 Amar D. Hannesson, SFS...........00:41,05 Bjöm Ragnar Björnsson............00:42,78 50 m skriðsund hnáta: Sigríður Rós Þórisdóttir, Ægi....00:37,15 Ama Björg Ágústsdóttir, Ægi......00:38,60 Louisa Isaksen, Ægi............ 00:40,20 100 m skriðsund drengja: Hermann Hermansson, Ægi.......01:01,14 GrétarMár Axelsson, Ægi..........01:02,33 Ólafur Hreggviðsson, Ægi.........01:05,63 100 m skriðsund telpna: Eva Dögg Þorgeirsdóttir, Ægi..01:06,24 Elín Ríta Sveinbjömsdóttir, Ægi ....01:06,89 Ama Lisbet Þorgeirsdóttir, Ægi.01:07,36 , 50 m baksund sveina: Ómar Friðriksson, SH.............00:36,25 Kristinn Pálmason, Ægi...........00:36,54 ArnarM. Jónsson, SFS.............00:40,64 50 m baksund meyja: Lára H. Bjargardóttir, Ægi.......00:37,66 Iðunn D. Gylfadóttir, Ægi........00:39,04 Sigrún Halldórsdóttir, SFS.......00:41,52 10 x 50 m skr. - blönduð sveit: Blönduð A-sveit Ægis.............05:16,58 ' Blönduð B-sveitÆgis..............05:16,77 Blönduð sveit Breiðabliks........06:38,20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.