Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAI 1992 27 Ítalía: Forsetakjönð hófst með handalögmálum Róm. Reuter. TIL slagsmála kom á ítalska þinginu í gær þegar þingmenn söfnuðust saman til að kjósa landinu nýjan forseta. Hófst upp- ákoman með háværum deilum um kosningafyrirkomulagið, sem er mjög flókið, en lauk með því, að menn létu hnefana semja sátt sín í milium eða þar til þeim var stíað sundur. Líklega verður það ekki ljóst fyrr en aðra nótt hver tekur við af Francesco Cossiga, fráfarandi Ítalíuforseta. af meiri röggsemi en ítalir eiga að venjast. Hefur hann komið upp um mútuþægni og alls konar spillingu ýmissa frammámanna og hafa þrír stærstu flokkarnir orðið þar verst úti, kristilegir demókratar, sósíal- istar og kommúnistarnir fyrrver- andi. Vegna þessa er di Pietro orð- inn að nokkurs konar þjóðhetju á ítalíu eins og móðir hans öldruð hefur fundið fyrir því í litla þorpið hennar liggur stríður straumur af fólki, sem kemur til að lýsa yfir stuðningi við son hennar. Reuter Starfsmenn ítalska þingsins eru hér að færa burt einn þingmann nýnasista en átökin hófust þegar þeir kölluðu þingmenn kristilegra demókrata þjófa. Evrópubandalagið: Framkvæmdastj órnin sam- þykkti skilyrtan orkuskatt Strassborg. Reuter. Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins, EB, samþykkti í gær að mæla með því við ríkissljórnir aðildarlandanna, að lagður verði á orkuskattur í því skyni að draga úr mengun og gróðurhúsaáhrif- unum svokölluðu. Sá fyrirvari er þó hafður á, að skatturinn komi ekki til framkvæmda fyrr en önnur iðnríki taka hann upp einnig. „Þjófar, þjófar," æptu þingmenn Italska sósíalsambandsins, sem er nýfasistaflokkur með Alessöndru, barnabarn Mussolinis innanborðs, að þingmönnum Kristilega demó- krataflokksins og sökuðu þá um hafa breytt samsetningu kjör- mannasamkundunnar. Kom síðán til handalögmála og breytti engu um þótt þingforsetinn, Oscar Luigi Scalfaro, hrópaði hvað eftir annað, að lögmál frumskógarins ættu ekki við á Ítalíuþingi. Eftir um fímm mínútur komu starfsmenn þingsins á vettvang og skildu áflogaseggina. Sá eða sú, sem verður kjörin níundi forseti Ítalíu, tekur við á erfiðum tíma en ítalskur almenning- ur er búinn að fá sig fullsaddan á spillingunni, sem ríkir í stjórnmál- um landsins. Að undanförnu hefur hvert spillingarmálið öðru meira komið fram í dagsljósið og krafan um allsheijarhreinsun í kerfinu verður æ háværari. Það er aðgerðin „Hreinar hend- ur“ og það, sem hún hefur leitt í ljós, sem valdið hefur miklu um reiði almennings, en saksóknarinn Antonio di Pietro hefur stýrt henni Sumar ríkisstjórnir EB-ríkjanna eru andvígar orkuskatti en þær þurfa ekki að hafa af honum mikl- ar áhyggjur í bráð. Litlar líkur eru á, að slíkur skattur verði tekinn upp í helstu samkeppnisríkjum bandalagsins og George Bush, for- seti Bandaríkjanna, er ekki einu sinni til viðræðu um að hækka orkuverð, sem er þó lágt þar í landi. Samþykkt framkvæmdastjórnar- innar er samt nokkur ögrun við stjórnvöld í Bandaríkjunum, Japan og öðrum iðnríkjum. Talsmenn EB segjast vissir um, að einhvers konar orkuskattur verði að lokum tekinn upp í Banda- ríkjunum en samkvæmt áætlunum EB á að taka hann upp á nokkrum árum þar til hann nemi 10 dollurum á hvert olíufat. Verðið á olíu af Brent-svæðinu í Norðursjó er nú tæpir 20 dollarar fatið. Auk orkuskattsins mælir fram- kvæmdastjórnin með víðtækum orkusparnaðaraðgerðum og vill, að ávallt verði miðað við, að notendur orkunnar greiði sjálfir fyrir hana að fullu. Er til dæmis lagt til, að íbúðir og aðrar byggingar verði ekki seld eða leigð nema jafnframt fylgi vottorð um orkukostnað hús- næðisins og hvatt er til betra eftir- lits með bifreiðum og mengun frá þeim. Er stefnt að því, að með þessu verði unnt að minnkað út- blástur koltvísýrings um 80 milljón- ir tonna árlega. Finnar kyrr- setja rússn- eskar byssur FINNSK stjórnvöld hafa stöðv- að flutning á 60.000 rússnesk- um skammbyssum frá Rúss- landi sem átti að flytja um Finnlandi til Englands. Finnsk- ur embættismaður sagði að skort hefði upplýsingar um hvaðan byssurnar kæmu og hvert þær ættu að fara. Hungur í Mozambique RÍKISSTJÓRN Afríkuríkisins Mozambique hefur Ieitað ásjár vestrænna ríkja um víðtæka matvælaaðstoð til að bjarga meira en þremur milljónum manna frá hungurdauða vegna þurrka í landinu. Nýlegar kann- anir SÞ og ríkisstjórnar lands- ins sýna að uppskera í mið- og suðurhluta landsins hefur ger- samlega brugðist. Vasatölva sem sendir símbréf APPLE-tölvufyrirtækið kynnir innan tíðar tölvu sem getur les- ið handskrift notendans, sent símbréf og skiptst á upplýsing- um við aðrar tölvur. Tölvan hefur verið skírð Newton og vegur hún ekki nema 0,4 kg og kemst fyrir í buxnavasa. I henni er lítill skjár og notendur geta handskrifað upplýsingar á hann sem tölvan les inn í minni. Newton mun kosta um 42.000 ÍSK þegar hann kemur á mark- að snemma á næsta ári. ■Vímrinr Amerísku „Sealy“ rúmin eru alveg ómótstæðileg. Þau eru hönnuð í samróði við færustu beinasérfræðinga Bandaríkjanna. Tvær þykkar dýnur, undir- og yfirdýna, sem fjaðra saman og nó þannig að gefa þér góðan nætursvefn ón bakverkja að morgni. 5—15 ára ábyrgð. Höfum einnig rúmgafla, náttborð og rúmföt í miklu úrvali. Marco, Langholtsvegi 111, sími 680690. Opið alla virka daga frá kl. 10-18. Laugardaga frá kl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.