Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 14
.14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 Hornsteinn rí kisstj órnarinn- ar eða legsteinn námsmanna eftir Stefán Eiríksson Það voru heldur dapurleg skila- boð sem meirihluti Alþingis sendi íslenskum námsmönnum í síðustu viku, við lok annarrar umræðu um frumvarp til laga um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Sú ákvörðun þingsins að halda enn til streitu 6. grein frumvarpsins, sem m.a. felur það í sér að námsmenn fá ekki námslán í haust heldur þegar og ef þeir skila vottorði um náms- árangur, vekur í senn reiði, von- leysi og undrun allra þeirra sem hyggja á nám næsta haust, svo maður tali nú ekki um frumvarpið í heiid sinni. íslenskir námsmenn eru með þessu frumvarpi og ákvörð- un meirihluta þingsins skildir eftir í óvissu um hag sinn og afkomu næsta vetur, óvissu sem þegar hef- ur leitt til þess að margir íhuga þann kost alvarlega að hverfa frá námi ef frumvarpið verður að lög- um. Homsteinn eða legsteinn Frumvarpið um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna hefur sætt harðri gagnrýni allt frá því að það kom fyrst fram. Allnokkrar breyt- ingar hafa verið gerðar á því síðan þá og eru þær breytingar flestar til bóta. Hins vegar hefur mennta- málaráðherra í umboði ríkisstjóm- arinnar neitað að hvika frá því tak- marki sínu að setja vexti á fram- færslulán íslenskra námsmanna og ekki hefur verið til umræðu að umrædd 6. grein yrði tekin til end- urskoðunar. Þessi atriði hefur menntamálaráðherra margoft sagt að væru einu úrræðin til að tryggja jafnrétti til náms og forsætisráð- herra lýsti því yfir sl. mánudags- kvöld að breytingarnar á Lánasjóði íslenskra námsmanna væru horn- steinn efnahagsaðgerða ríkisstjórn- Morgunblaðið/Keli I þorpi drottn- ingar englanna Jass Guðjón Guðmundsson EINN af hápunktum Rúrek- jasshátíðarinnar var flutningur á tónlist Stefáns S. Stefánsson- ar sem hann samdi við Ijóð Sveinbjöms I. Baldvinssonar, í þorpi drottningar englanna. Sveinbjörn er ekki einasta gott ljóðskáld, hann var á ámm áður snjall jassgitarleikari, m.a. með Nýja kompaníinu. Hann lék með Stefáni og félögum og er ljóst að hann hefur Iagt rækt við gítarinn á undanförnum árum. I þorpi drottningar englanna hófst á upplestri Sveinbjörns á fyrsta ljóði bókarinnar, en þau eru alls sjö, og í kjölfarið fylgdi angur- vært eða blúsað stef og þannig koll af kolli. Tónlistin náði að lýsa stemningunum í ljóðunum með næstum áþreifanlegum hætti, þannig var glaðværð í lífi suður- amerískra innflytjenda í stórborg- inni best lýst með sambastefi, velmegunin handan við hornið með léttri fönkstemningu o.sv.frv. Sveitin var heldur ekki skipuð neinum aukvisum því auk Stef- áns, sem spilaði mest á sópransax- afón, og Sveinbjöms, léku með Árni Scheving víbrafón, Gunnar Hrafnsson bassa og Matthías Hemstock trommur. Þáttur Ellen- ar Kristjánsdóttur í að gæða tón- listina andrúmi stórborgarinnar og auka á dýpt hennar var stór. Hún hafði engin orð til að styðj- ast við heldur söng hún í „unison" við saxafónröddina. Rúrek-jasshátíðin er gullnáma fyrir Ríkisútvarpið, sem hefur tek- ið upp alla helstu konsertana á hátíðinni til flutnings síðar. Þetta efni, I þorpi drottningar englanna, er líklega ein af perlunum í skart- gripasafni tónlistardeildarinnar, en jafnframt er fyllsta ástæða til reynt verði að gefa músíkina út í varanlegu formi fyrir þá sem hennar vilja njóta utan dagskrár RÚV. í Djúpinu lék kvartett Reynis Sigurðssonar og Helga Moller söng. Kvartettinn er skipaður Jóni Páli Bjamasyni, Birgi Bragasyni og Alfreð Alfreðssyni. Jón Páll er alfremsti gítarleikari landsins af gamla skólanum, með svipað sánd og Joe Pass og ótrúlega flínkar improviseringar. Lands- mönnum gefst kostur að heyra í Jóni Páli með Útlendingahersveit- inni í Súlnasal annað kvöld. En í kvöld verður Stefán S. aftur á ferðinni með Gömmunum í Súlna- sal og verður leikið efni af rétt óútkomnum hljómdisk fusjón- sveitarinnar góðu. Kvöldinu lýkur með Ieik Svíasveitar Péturs Öst- lunds, Svante Thureson og félaga og má búast við heitri sveiflu úr þeirri átt. — arinnar. Það þarf ekki að taka nema eitt dæmi til að sýna fram á að menntamálaráðherra hefur rangt fyrir sér og það er vert að benda forsætisráðherra á að homsteinn efnahagsaðgerða ríkisstjórnar hans gæti jafnframt verið legsteinn margra íslenskra námsmanna. Þriðja umræða um lánasjóðs- fmmvarpið er ekki hafin á Alþingi þegar þessi grein er skrifuð og verð- ur vonandi ekki lokið þegar hún birtist. Það er því enn von um að skynsemin taki völdin og alþingis- menn sjái að sér og felli úr frum- varpinu þau ákvæði sem kveða á um vexti og greiðslu lána eftir á. Ef frumvarpið verður að lögum eins og það var afgreitt eftir aðra um- ræðu, standa námsmenn uppi aura- lausir í haust. Þeir sem voru svo heppnir að krælqa sér í vinnu í sumar eiga eflaust einhveija aura eftir en hinir neyðast til að leita til banka eða annarra aðila til að eiga fyrir mat, húsaskjóli og skólabókum og síðast en ekki síst skólagjöldun- um. Það að þurfa að taka bankalán til að brúa bilið fram að úthlutun Lánasjóðsins, þýðir í kringum 10% skerðingu á kjörum hvers náms- manns. Þeir sem eru svo lánsamir að eiga góða að gætu eflaust þrauk- að auralitlir í nokkra mánuði, en fyrir hina, t.a.m. þá efnaminni í þjóðfélaginu, og fólk sem kemur utan af iandi til að nema í Reykja- vík, þýðir þetta einfaldlega stór- fellda tekjuskerðingu. Að ná prófunum fyrir lánasjóðinn Fyrir utan tekjuskerðingu er það töluverð áhætta fyrir suma að taka bankalán og treysta síðan á að góður námsárangur náist til þess að Lánasjóðurinn samþykki að greiða skuídina við bankann. Þrýst- ingur á námsmenn eykst og ekki síst á þá sem hafa fyrir stórum fjöl- skyldum að sjá. Lítið má út af bregða ef allt á að fara vel. Veik- indi og aðrir erfiðleikar verða að bíða betri tíma, því svoleiðis hlutir setja einungis strik í reikninginn. Krafan um góðan námsárangur verður ekki lengur spurning um stolt heldur líka ljárhag fjölskyld- Stefán Eiríksson „Fyrir utan tekjuskerð- ingu er það töluverð áhætta fyrir suma að taka bankalán og treysta síðan á að góður námsárangur náist til þess að Lánasjóðurinn samþykki að greiða skuldina við bankann. Þrýstingur á náms- menn eykst og ekki síst á þá sem hafa fyrir stórum fjölskyldum að sjá. Lítið má út af bregða ef allt á að fara vel.“ unnar. Ábyrgðarmennimir á banka- lánunum fyllast fjárhagslegum áhuga á því hvernig gangi í skólan- um og fleira mætti tína til. Forsvarsmenn Lánasjóðsins við- urkenna að sú nýja tilhögun sem felst í 6. grein frumvarpsins hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir námsmenn, sbr. grein í Morgun- blaðinu sl. þriðjudag. Til að mæta því segjast þeir vera tilbúnir til að hækka lánin. Með því að viðurkenna þessa staðreynd og bjóðast síðan til að lána meira fé vegna aukins kostnaðar, eru forsvarsmenn Lána- sjóðsins búnir að hlaupa hring í kringum sjálfa sig og farnir að bíta í sig eigið skott. I einu orðinu segja þeir að þessi tilhögun sé til að spara hjá Lánasjóðnum, en í hinu segjast þeir vera tilbúnir til að Iána meira vegna aukins kostnaðar sem hlýst af þessu tiltæki. Hækkunin á námslánunum sem þeir lofa kemur hins vegar til með að fara beint til bankanna en ekki námsmanna. Námsmenn þurfa síðan að borga aftur þessa aukningu á tekjum bankanna í landinu með vöxtum umfram verðtryggingu. Jafnrétti til náms er ekki tryggt með þessu frumvarpi eins og menntamálaráðherra heldur fram. Þvert á móti er með því gróflega vegið að því meginmarkmiði ís- lenskrar menntastefnu síðustu ára- tuga, að allir eigi að geta menntað sig óháð efnahag og búsetu. Samskot fyrir skólagjöldunum Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði í viðtali við Tímann skömmu eftir að ríkisstjórn hans tók við völdum, að í sparnaðinum væru engar kýr heilagar. Þessari stefnu hefur ríkisstjórnin því miður fylgt með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 1 menntamálum hefur verið skorið niður af meira kappi en forsjá, auk þess sem ríkisstjórnin neyddi Há- skólaráð til að innheimta af náms- mönnum við Háskóla íslands náms- skatt í formi skólagjalda. Ég veit það fyrir víst að ættingjar og vinir margra þeirra sem útskrifast sem stúdentar í vor frá framhaldsskól- um landsins og hyggja á háskóla- nám, hafa skotið saman í stúd- entsgjöf handa námsmanninum. I þetta sinn er það ekki heildarsafn verka Jónasar Hallgrímssonar sem verið er að safna fyrir og hvorki er það íslenska alfræðiorðabókin né aðrar vandaðar orðabækur. Stúdentsgjöfin í ár er því 22.350 krónur, skólagjöld við Háskóla ís- lands. Gjöf Alþingis til íslenskra námsmanna í vor verður vonandi ekki skerðing á jöfnum rétti allra til menntunar. Höfundur er laganemi og situr í Stúdentaráði Háskóla íslands fyrir Vöku. OSKAR NAFNLEYNDAR eftir Kristján Bersa Olafsson Þegar opinber störf eru auglýst, ekki síst yfirmannastöður - störf sem geta fært þeim sem þau hreppa virðingu og völd, jafnvel peninga - sækir gjarnan um hópur manna, karla og kvenna. Yfirleitt er sagt frá því í blöðunum hveijir umsækj- endurnir eru, enda bæði rétt og skylt að upplýsa almenning um það. Jafnan er þar á ferðinni mikið mannval, og af því að aldrei getur nema einn hreppt hnossið hveiju sinni er ekkert óeðlilegt þótt sama nafnið sjáist stundum oftar en einu sinni á þessum umsækjendalistum. En einn umsækjandi kemur þar undarlega oft fyrir; hann sækir nánast um öll embætti sem losna og stundum virðist hann hafa skilað inn mörgum umsóknum um sama starfið. Það er einhver Óskar Nafn- leyndar. Hann er alltaf að sækja um opinber störf og embætti, og þótt ljóst sé af framhaldinu að iðu- lega verður einmitt hann fyrir val- inu, þá heldur hann sífellt áfram að skila inn umsóknum. Mér þykir Óskar Nafnleyndar vera mikil vandræðapersóna. Hann er tákn um siðleysi og ólýðræðisleg vinnubrögð. Þeir sem ráðstafa opin- berum störfum, hvort heldur það eru ráðherrar eða forstöðumenn Kristján Bersi Ólafsson „Hann sækir nánast um öll embætti sem losna og- stundum virðist hann hafa skilað inn mörgum umsóknum um sama starfið.“ sveitarfélaga, eru nefnilega ekki einræðisherrar, heldur umboðs- menn okkar, fólksins í landinu, og það er bæði réttur okkar og skylda að'fá að fylgjast með því hvernig þeir fara með það umboð sem við höfum trúað þeim fyrir. Sagan sýn- ir að stöðuveitingar hjá hinu opin- bera hafa iðulega orðið mikið póli- tískt bitbein, enda ráðstöfun á mik- ilvægum störfum oft meðal afdrifa- ríkustu embættisverka ráðamanna. En hvernig eiga menn að geta lagt dóm á þau embættisverk þegar annar hver umsækjandi um starfið er vinur okkar, Óskar Nafnleyndar? Nú er mér sagt að um það séu einhver ákvæði í lögum að menn geti sótt um opinber störf án þess að frá því sé sagt í blöðunum, og ég hef jafnvel heyrt menn tala um „mannréttindi" í því sambandi. En í mínum augum er réttur okkar, fólksins í landinu, til að fá að fylgj- ast með verkum umboðsmanna okkar í ráðherrastólum eða sveitar- stjórnum sterkari. Þess vegna ættu ráðamenn að taka upp þann sið, þegar þeir fá bunka af umsóknum á borðið fyrir framan sig, að byija á því að leggja allar umsóknir frá Oskari Nafnleyndar til hliðar og moða úr umsóknunum frá hinum, sem viðurkenna þá einföldu stað- reynd að það er opinber gjörningur að sækja um opinbert starf. Höfundur er skólameistari Flensborgarskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.