Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 51 Undarleg viðhorf Frá Þorleifi Kr. Guðlaugssyni: Richardt Ryel, ég efast um að það beri nokkurn árangur að met- ast á við þig um löngu liðna at- burði. í næstsíðasta bréfi skrifar þú ádeilubréf og sakar mig um ós- ansögli, af misskilningi eða fljót- færni, að ástæðulausu. Nú heldur þú því fram að ég vilji reka þig í eitthvert trúfélag. Ekki er hægt, eftir því sem þú skrifar, annað en ætla að þú sért fylgjandi einhverju ti'úarsamfélagi. Hefí ég nú fengið flókið svar við því, en því bjóst ég 1 Pennavinir 27 ÁRA GÖMUL japönsk kona vill eignast pennavinkonur á hennar aldri á íslandi. Áhugamál hennar eru kvikmyndir. Heimilisfang henn- ar er: Sayuri Aratake 1139 0 Mamedo-Cho Kouhoku-ku Yokohama 222 Japan leiðréttingar Fjórir höfundar | í FRÉTT í Morgunblaðinu um nið- urstöður dómnefndar um kirkju- byggingu á ísafirði í stað kirkjunn- ar, sem brann, var skýrt frá þvi að hópur undir stjórn Hróbjarts Hró- bjartssonar arkitekts hefði orðið É hlutskarpastur. Aðrir höfundar til- lögunnar, sem hlaut verðlaun voru Richard 0. Briem arkitekt, Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt og Sigurður Björgúlfsson arkitekt. Jafnframt féll niður hluti málsgreinar í niður- lagi niðurstöðu dómnefndar, en þar átti að standa eftirfarandi: „Endur- gert Kristslíkneskið úr gömlu kirkj- unni fær veigamikið hlutverk í nýju kirkjunni. Sveigð þök byggingar- innar minna á öldur úthafsinSj þar sem hver báran rís af annarri. Utlit- ið hæfir kirkju á ísafirði, þar sem lífsbjörgin er sótt í sjóinn.“ Lína féll niður g Vegna tæknilegra mistaka féll nið- " ur ein lína í inngangi fréttar um sjóflutninga varnarliðsins sem birt- g ist á miðopnu blaðsins í fyrradag. " Þar var greint frá tekjum Eimskips uf flutningunum á síðasta samn- Íingsári en út féll setning þar sem sagði að heildartekjur félagsins af sjóflutningunum á árinu hefðu numið um 470 milljónum króna. Leiðréttist þetta hér með. ekki við, að þú myndir draga þig niður í duftið og vera hreint ekki neitt, trúa engu og hafa ekki nein trúarleg viðhorf til lífsins. Þú virð- ist veijast öllu sem gefur verulegar upplýsingar um líf þitt. Ég spýr því, hvers vegna ertu að skrifa og segja aðra á villigötum? Það virðist sem þú hermir uppá aðra það sem þér líkar. Þar sem þú tekur upp úr bókum Lúthers trúfræðings fæ ég ekki betur séð en að þú segir það í niðr- andi tón um Martein Lúther án þess að hirað um orðaval né skýr- ingu. Nú, svo ertu farinn að hvetja mig til að lesa Biblíuna, þá er nú einhver trúarneisti hjá þér. Þú hlýtur að sjá það, maður, að Guð skapaði alla veröldina en ekki bara heimsveldi Assýríu. Þú ruglar hér og setur saman á annan hátt en samræmist flestum rökum. Heimurinn varð til eftir orði Guðs, að því er skrifað hefur verið, en erfiðara er að færa rök að því að Guð sjálfur hafi ritað á blað, þá væntanlega laufblað. Þú ruglar saman sköpun heimsins og upphafi ritningarinnar, Biblíunnar sem ekki var fest í letur fyrr en jafnvel millj- ónum ára síðar. Alltaf er Guð að skapa, hann verður að hafa eitthvað til að fullkomna ætlunarverk sitt svo maður segi nú eitthvað í gamni og alvöru. Ég vil nú samt árétta það að ísland var ekki til þegar sköpunin átti sér stað í upphafi til- verunnar og eftir tilgátum grúskar- anna í jarðsögunni var einhvern tímann til land sem nefnt mun hafa verið Atlantis, ef svo hefur verið, en seint mun Iíklega sannað, þá munu miklar líkur á því að ísland hafi orðið til í þeim hamförum er Atlantis sökk f sæ. Biblían minnist ekki á ísland af skiljanlegum ástæðum. Biblían var ekki skrifuð af Guði sjálfum, heldur spámönnum sögunnar. Þá var ekki eins margt til að glepja hugann og nú er og að mínum dómi mundu menn sögu mannkyns ætt fram af ætt og mun það hafa geymst í hugum kynslóðanna sem heilög minningabók. Síðar voru þær skráð- ar og eru enn að finnast meitlaðar á stein og annað sem letur og rún- ir var hægt að festa á, nema Biblí- an er til og hefur orð hennar varð- veist á ýmsan hátt og eru þar mik- il sannindi að finna, einkum í Nýja testamentinu. ÞORLEIFUR KR. GUÐLAUGSSON, Nökkvavogi 33, Reykjavík. Freistarar á hveiju götuhorni Frá Árna Helgasyni: Það er undrunarefni hversu margar hendur koma á loft þegar koma á áfengi eða öðrum slíkum eiturefnum nær manninum. Hversu ötulir menn eru að leyfa opnun kráa og bjórstofa, vínveit- inga, vitandi það gífurlega tap sálar og líkama fjölda manna og fýrirtækja sem engar tölur eða tölvur ná yfir. Aðeins að það fer ekki framhjá neinúm að bölið sem af þessum handauppréttingum leiðir er óbætanlegt. Frakkar segja að fleiri hafi misi t lífið af völdum áfengis en begg,i heimsstyijald- anna, og í bók Asgeirs Jakobsson- ar, Kastað í flóam, bls. 154, seg- ir: Brennivínið hefir orðið margri útgerð að fjörtjóni. Og hvað þá með einstaklinga. Ég held að í dag megi fullyrða að áfengið og böl þess snerti hvem einasta þegn þjóðfélagsins í einhverri mynd. Og nú þegar EES er framundan, verð- ur þá ekki ein allsheijar brenni- vínsvæðing allra verslana? Gott væri að fá svar við þeirri spurn. Það er talað um að hótelrekstur geti ekki gengið nema með brenni- vínssölu. En það er ekki talað um hvað af þeirri sölu getur leitt. Eigi leið þú oss í freistni, segir í Faðirvorinu okkar. Og svo eru freistarar á hveiju götuhorni. Ósköp er erfitt að samræma þetta guðsótta og góðum siðum. Undan- farin ár hafa góð samtök og góð- viljaðir menn ekki haft við að taka á móti og hjálpa afvegaleiddu fólki sem hefur orðið Bakkusi að bráð. Það er óhugnanlega stór hópur. Og enn er spurningin, hvemig getur þetta haldið áfram? Hvenær rumskum við svo að geta snúið þessari öfugþróun við og tekið undir með Einari Ben: Sjálfsköpuð þján bæði þjóðar og manns skal þurrkast úr lífsins bókum. Góðtemplarareglan hefir á ann- að hundrað ár verið í vökuliði manndóms og heilbrigðra lífshátta. En auðvaldið, gróðahyggjan sem nú á meira rúm hjá þjóðinni, reyn- ir að þagga rödd hennar niður. Hvers vegna? Vilja menn ekki gró- andi þjóðlíf? Við sem viljum heil- brigðari lífshætti og höfum haldið reglunni og starfi hennar við lýði finnum svo vel hversu þama er góður vettvangur í baráttu gegn freistingum og fjörtjóni. Við finn- um og vitum að ef þessi félags- skapur er glæddur fækkar þeim sem verða úti af völdum áfengis og annarra nautna. Eftir því sem við verðum fjölmennari er meiri von um betri hag andlega og líkam- lega og til mikils að vinna fýrir hvern þjóðfélagsþegn. Hafið þið athugað þetta sem standið utan við? Þeir sem ekki eru með em á móti, segir Kristur. Og það er sannarlega satt. Megi fjöldinn taka þetta til alvarlegrar athugunar. Gleðilegt sumar, sumar án vímu, sumar með sól í sinni og sál. ÁRNI HELGASON, Neskinn 2, Stykkishólmi Ég þakka öllum, sem sýndu mér kœrleika á 90 ára afmœli mínu. Lifið heil. Ástríður Einarsdóttir, Hringbraut 53, Reykjavík. STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Tilboð Efni: Mjúkt og gott skinn Stærðir: 37-42 Litun brúnn og blár Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur. Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 6 manna ELFA-DELCA uppþvottavélin kostar aóeins 33.155,- stgr. Tekur borðbúnað fyrir 6 - þurrkar, skammtar sjálf þvottaefni. 7 kerfi. Getur staðið á borði, má einnig byggja inn í skáp. íslenskar leiðbeiningar. Greiðslukjör. r* |. • L Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar: (91) 622900 og 622901 - Næg bilastæði Almennur lífeyrissjóður VIB starfar sem séreignarsjóður. Framlög sjóðsfélaga eru séreign hans og inneign erfist við andlát. Arsávöxuin umliam vei'öbölgu s.l. !í riián. VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavik. Simi 68 15 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.