Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAI 1992 Atli Heimir, Arni o g haugsugan eftir Stefán Steinsson A. Atli Heimir Sveinsson Á lönguföstu 1992 birti hinn ljúfi útvarpsmaður, heimsfrægt tónskáld, tvær greinar í Lesbók- inni, þar sem meðal annars var borin saman músík og síbylja, með ágætum dæmum (þótt Kundera hafi varla sagt sitt síðasta orð). Greinar Atla voru mjög langar og allsnarpur endasprettur gaf í skyn, að rokk væri hávaðamengun, en æðri músík góð og himnesk. Auð- vitað var þetta sælt og blessað, en ansi held ég mörgum hafi þótt það koma úr hörðustu átt, þegar tónskáldið Atli Heimir Sveinsson fór að tala um hávaða. Mjög má að vísu styðja hann fyrir „Skóla- vörðuholtið hátt“ og fyrir strengs- legið kynningarstef við gleymdan sjónvarpsþátt á áttunda áratugn- um, auk þess sem Sprengisandur var á dögunum viðunandi (þótt æra megi óstöðugan að semja fleiri lög við það kvæði). En ófáum er enn í fersku minni skelfíngaróp- eran Vikivaki, sem gerði minningu Gunnars Gunnarssonar heldur vandræðalega um páska 1990. Fyrir utan öskrin, hávaðann og djöfulganginn einkenndist óperan öðru fremur af hömlulausri tilgerð og svelgdist mörgum illa á páska- lambinu það árið. Ekki er mér sá atburður á Norð- urlandi heldur úr minni liðinn, þegar flutt var verk eftir Atla Heimi í útvarpi, líklega 1974, og ungur drengur kallaði inn í stof- una, í átt til viðtækisins: „Svona svona, Lappi minn,“ og vildi hugga. Auðvitað var það misskiln- ingur, að óhljóðin stöfuðu af því að Lappa væri ómótt: Hann flúði úr stofunni í byrjun tónverks og mig minnir hann fengi hjartaslag því samfara í öðru herbergi og andaðist. Ég held nú, að tónlistarsagan endi í alvöru á Sjostakóvítsj (Dmítríj), en mörgum finnst hún enda miklu fyrr. (Gefum Györgi Ligeti kannski séns og auðvitað Messiaen, en ekki Söng ungling- anna, takk fyrir, og Stimmung er einum of langur brandari fyrir meðalhúmorista eins og mig. Því miður bara, án gamans.) Þessar sinfóníettur og þvílíkur gaura- gangur og ýlfur eftir háttvirt nút- ímatónskáldin, svo sem Atla Heimi, Þorkel, Karólínu og fleiri, er ég hræddur um að muni, þegar upp er staðið, ekki dæmast hafa verið annað en eymameiðingar, hentandi best sjálfumglöðu snobb- fólki með takmarkaða sam- kvæmisblöðru, sem alltaf vill vel, til að það mætti taka ofan hatt- ana, með ærinni þjáningu þó, af því það þorði ekki annað. Og að kalla þetta æðri músík, það held ég sé nú orðið aðeins of seint. Skyldu Atla Heimi annars finnast þessar gargantúur betri en Shine on You Crazy Diamond eða Greiddu mér götu? Athuga ber þó, að ef einhver hefur brennandi áhuga á því, þá skal ég þúsund sinnum frekar hlusta á klukkutíma þátt með Þor- katli Sigurbjömssyni heldur en þvagrásimar, og er ég þannig kominn í hálfhring viljandi, til að menn haldi ekki að ég sé Hilmar Jónsson, og öfugt. (Reyndar legg ég til að þvagrásirnar verði aflagð- ar og Ríkisútvarpið fært í upp- runalega mynd. Það leiki músík frá og með Hildigerði abbadís af Bingen til og með Sjostakóvítsj og Messiaen (kannski Ligeti) ásamt úrvalsrokk-, sveiflu-, blús-, repetiko- og annarri hjartans mús- ík. Þá segir auðvitað einhver að Gunnar Reynir Sveinsson sé minn maður, en það er allt önnur saga og verður ekki sögð hér.) B. Árni Blandon Þórður Helgason skrifaði grein í Lesbókina snemma á útmánuðum þar scsm hann rabbaði um fúkyrða- stíi Árna Blandons og leist varla miðlungi veþá. Einkum fann hann að því, að Árni hefði gerst nær- göngull við þá miklu bókmennta- fræðinga Matthías Viðar Sæ- mundsson og Öm Ólafsson og tek- ið heldur óvægilega á nýlegum snilldarritum þeirra um bókmennt- ir. Þá datt mér syndugum það fyrst í hug, að Árni hefði kannski viljað taka upp hanska og hefna ófara ýmissa pennafrægra manna, sem farið hafa halloka fýrir þeim Matthíasi og Erni gegnum tíðina. Ekki mun ofsagt, að margur rit- höfundurinn eigi um sárt að binda fyrir þeim félögum. Þannig hafa þeir til dæmis báðir troðið Gyrði Elíasson niður í svaðið og sperrti þá fjöldi manns eyrun, af því hann þykir alls ekki með verstu skáld- um. En víst er rétt að fullyrða, að Ámi Blandon er eitilharður í meðalanotkun sinni. Það, að skamma hann fyrir að hrista þessa menn til, er þess vegna svipað því, að skamma menn, sem em að pynta þræl, en þrællinn hefur kannski nauðgað tveim konum áður og drepið menn. Hér endar þó líklejga sú afstaða sem ég tek með Arna. Mér er ekki um það geflð ef hann er að sverta Illuga Jökulsson og Sigurð A. Magnússon, tvo heiðursmenn sem reynt hafa að hlúa að klass- ískum fræðum á íslandi. (Reyndar er sagt, að Illugi hafi ekkert vit á smáþorpum, sem hann skrifar þó um í bókinni sinni og stundum er fullyrt að Sigurður A. hafí á sér blæ fljótfærni og óskýrrar hugsun- ar. En mér er alveg sama. Illugi sagði skemmtilega frá Míþrídatesi konungi í Pontus og frá stjömunni Vela-X. SAM er einn af uppáhalds Grikklandsfræðingum mínum og margra annarra.) Fyrir utan þetta má svo nefna Jón Óttar: Þótt hann hafí verið ærið brokkgengur er sennilega betra að taka hann fyrir Stefán Steinsson málefnalega, heldur en með upp- nefnum. C. Haugsugan Guðbergur Bergsson fékk heil- mikil verðlaun fyrir skáldsögu, sem heitir Svanurinn, í janúar- mánuði. Guðbergur kom í útvarp með erindi frá afhendingunni, þar sem hann gerði talsvert grín að ýmsum fræðingum, til dæmis bók- menntafræðingum. Allir hlógu. Síðan kom Gísli Sigurðsson í hið sama útvarp og sagði að fólkið í salnum hefði allt hlegið af þræl- sótta, ekki þorað annað þegar mikilmennið talaði, væntanlega forseti íslands líka, og gaf í skyn að það þætti nokkuð fínt að hlæja að Guðbergi, en væri þó alveg ástæðulaust. Ég kannaðist ekki við þetta. Ég hló einlæglega að Guðbergi við útvarpið eins og ég geri alltaf, á sama hátt og til dæmis Marx-bræðrum. Hann á varla sinn jafningja í meinfyndni og skemmtilegum orðafléttum. Það er svo lýðum Ijóst, að frumtil- gangur Guðbergs er sá að vera meinlegur og því sennilega mis- skilningur af menningarpáfum að vera alltaf að draga hann inn í málefnalega umræðu um eitthvað. Athugasemdir hans verða ævin- lega Guðbergslegar fyrst og fremst og því jafnan á skjön við allt umræðuefni. En hann tekur góð sóló. Svanurinn þykir einkar ljúf bók og eftirtektarverð, þótt hún dali nokkuð eftir hlé (hléið er á blaðsíðu 78). En tveir grundvallar- gallar eru á henni, sem ég veit ekki hvort bent hefur verið á opin- berlega: 1. Bóndadóttirin bregður sér í fóstureyðingu, eftir að komin er á hana heljar kúla. Ef Guðbergur hefði nú eitthvað fengist við kven- sjúkdómalækningar og þá einkum fóstureyðingar, þá vissi hann, að þetta stenst ekki. Ekki er gefið í skyn að hún fremji þetta ólöglega, enda þyrfti þá að spinna um það sérstakan vef. Þó er hitt sýnu verra: 2. Kýrin kemur heim af hagan- um, nemur staðar og étur brenni- sóleyjar. Þær eru bikarfullar af dagsgömlu blóði úr kálfinum hennar, en það breytir ekki þeirri staðreynd, að klaufpeningur étur alls ekki brennisóleyjar. Þetta eiga allir að vita sem lásu Geir Gígju eða Ingólf Davíðsson og líka þeir sem lásu ekki neitt. Þetta er kór- villa, sem hefði átt að gyrða fyrir öll bókmenntaverðlaun. Um skáldaleyfi er ekki að tala, svona vitlaus skáldaleyfi eru ekki til. (Samt er ég ekki að gefa í skyn, að GAT hefði átt að fá verðlaunin fyrir ævalangt rimmsíramms, heldur auðvitað hann Hannes. En hvað kemur mér það við, almenn- um borgara?) I bók Guðbergs er annars mikil belja og enn meiri mykja. Þess vegna hefði hún eiginlega átt að heita Haugsugan, en slíkt apparat hefur sveran búk og langan háls, alveg eins og svanurinn. Ég bið fyrir bestu kveðjur. Höfundur er læknir í Búðardal. Um fitu í fæði bama eftir Laufeyju Steingrímsdóttur Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarið um áhrif fitulítils fæðis fyrir böm. Víðast hvar á Vesturlöndum er lögð mikil áhersla á hóflega fítuneyslu, ekki hvað síst til að stemma stigu við hjartasjúkdómum og offítu. En að hve miklu leyti eiga ráðleggingar um fítulítið fæði erindi til barna og unglinga? Er til dæmis ástæða til að gefa grannholda barni létt- mjólk að drekka eða jafnvel undanrennu í stað nýmjólkur og yfirleitt takmarka fítu í fæði barna á sama hátt og hjá fullorðnum? Af eðlilegum ástæðum eru sæt- indaát og gosdrykkjaþamb oftar áhyggjuefni þeirra sem fjalla um fæðuvenjur æskufólks heldur en fitan í fæðu þeirra. En hæfileg fita, þar sem hvorki er of né van, skiptir ekki síður máli. Of feitur matur er ekki hollur hvorki fyrir börn né fullorðna en það má held- ur ekki takmarka svo fitu að fæði bama verði of orkusnautt. Það verður að viðurkennast að opinber manneldismarkmið sem gefín hafa verið út hér á landi era óljós hvað þetta atriði varðar. Víðast hvar annars staðar, meðal annars á Norðurlöndum, er skýrt tekið fram að sérstök manneldismarkmið gildi fyrir böm til þriggja ára ald- urs. Ung börn á fyrsta og öðru ald- ursári þurfa skilyrðislaust feitara fæði en þeir sem eldri era. Al- mennar ráðleggingar um hollt mataræði fyrir eldri börn og full- orðna eiga því alls ekki við um þennan aldurshóp. Til dæmis er ekki ráðlegt að gefa ungbörnum á fyrsta aldursári léttmjók og því síður undanrennu nema sam- kvæmt læknisráði. Ungbarnið þarf hreinlega á fitunni að halda fyrir eðlilegan vöxt og þroska. Á sama hátt er ekki æskilegt að gefa ung- bömum of mikið af ávaxtasafa að drekka. Með því móti verður sykumeyslan of mikil, tennur geta skemmst og í sumum tilvikum verða hægðir það lausar vegna mikillar safadrykkju að barnið hefur nánast niðurgang langtím- um saman. Þegar komið er á annað aldurs- ár er eðlilegt og æskilegt að fitan minnki smám saman í fæði barns- ins. Léttmjólk getur nú komið í stað nýmjólkur að einhveiju leyti, til dæmis er ágæt tilhögun að nota nýmjólk út á graut og skyr en léttmjólk til drykkjar. Þegar bamið er komið á skólaaldur er léttmjólkin og önnur fítuskert mjólkurvara alla jafna æskilegri kostur enda veitir hún nákvæm- lega jafnmikið af kalki, próteinum og B-vítamínum og nýmjólkin. Það er heldur ekki ástæða til að smyija þykku lagi af smjöri eða smjörlíki á brauð bamsins. Hóf- lega smurt brauð með hollu og góðu áleggi og léttmjólk að drekka veitir barninu hæfílegt magn af fitu. Hins vegar er síður en svo æskilegt að skerða fítuna enn frekar, til dæmis með því að gefa forskólabarni eingöngu und- anrennu, svo ekki sé talað um undirstöðulítið fæði þar sem barn- ið fær ekki almennilegan mat á máltíðum. Óreglulegar og lélegar máltíðir era öðra fremur ávísun á stöðugt nart og hvetur til neyslu á sætindum, kexi og sætum drykkjum. Læknaritið Padiatrics birti ný- lega niðurstöður úr athyglisverðri rannsókn á mataræði 10 ára barna í Bandaríkjunum. Fjallað var um niðurstðður þessarar rannsóknar á neytendasíðu Morgunblaðsins ekki alls fyrir Iöngu. Þar sem blaða- maður hafði greinilega ekki fengið tækifæri til að lesa sjálfa greinina heldur eingöngu umsögn annars blaðamanns um rannsóknina, er ástæða til að greina frekar frá þessari athyglisverðu rannsókn. Rannsóknin leiddi í ljós að fitu- lítið fæði barna á þessum aldri einkenndist öðru fremur af mikl- um sætindum og öðrum sætum drykkjum en síður af hollum og næringarríkum fæðutegundum eins og kjöti eða físki, grænmeti, brauði og mjólkurmat. Börnin borðuðu einfaldlega sætindi og lélega fæðu í stað hollra matvæla. Fæði þeirra reyndist því mun næringarsnauðara og lélegra held- ur en fæði þeirra barna sem borð- uðu meiri fitu. Höfundar greinar- innar, Theresa Nicklas og sam- starfsmenn, draga þó ekki þá ályktun að fituminna fæði sé óhjá- kvæmilega næringarsnauðara fyr- ir börn. Þvert á móti telja þau að orsaka lélegrar næringar margra bandarískra bama sé ýmist að Laufey Steingrímsdóttir „Til dæmis er ekki ráð- legt að gefa ungbörn- um á fyrsta aldursári léttmjók og því síður undanrennu nema sam- kvæmt læknisráði. Ungbarnið þarf hrein- lega á fitunni að halda fyrir eðlilegan vöxt og þroska. Á sama hátt er ekki æskilegt að gefa ungbörnum of mikið af ávaxtasafa að drekka.“ leita í vanþekkingu foreldra og uppalenda varðandi næringarþarf- ir barna eða sinnuleysi varðandi umönnun barnsins. Sinnuleysið lýsir sér í litlum og lélegum máltíð- um og þar af leiðandi miklu sætindaáti og gosdrykkjaþambi barna. Vanþekkingin kemur hins vegar fram í þeirri trú sumra bandarískra foreldra að best sé að takmarka mjólkurmat og kjöt í fæði barna eins og kostur er en í þess stað gefa baminu nánast eingöngu jurtafæði. Sem betur fer virðist flestum hér á landi ljóst að þótt rétt samsett jurtafæði geti svo sannarlega verið heilsusam- legt fyrir fullorðið fólk er varhuga- vert að takmarka þannig fæði bama. Hvort næringarþörf barna sé betur sinnt hér á landi fyrir vikið er önnur saga. Að öllum lík- indum eru sinnuleysi og afskipta- leysi algengari ástæða fyrir lélegu viðurværi barna hér á landi heldur en beinlínis misskilningur eða van- þekking foreldra. Þessi rannsókn var gerð í Bandaríkjunum og því óljóst að hve miklu leyti hægt er að heim- færa niðurstöðurnar á íslenskar aðstæður. Manneldisráð skipu- leggur um þessar mundir könnun á mataræði barna og unglinga og má búast við niðurstöðum hennar á næsta ári. Þær upplýsingar sem rannsóknin veitir munu vonandi skapa grundvöll fyrir málefnalega umræðu um þarfír og aðstæður barna og ekki síst hvetja til betri úrræða varðandi næringu barna og unglinga á skólaaldri sem mörg hver þurfa að sjá um sig sjálf lung- ann úr deginum. Höfundur er skrifstofustjóri Manneldisráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.