Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAI 1992 ESAB NY KYNSLOÐ SUÐUTÆKJA A10 Fyrir iðnað. Sterk og fjölhæf Mig/Mag iðn- aðarsuðutæki útfærð sam- kvæmt þínum fyrirmælum. Veldu útfærsluna sem best hentar verksviði þínu: - Hreyfanlegt þráðfærslubox með eða án masturs. - Öll þráðbox með "tacho" stýringu á þráðfærslu og /eða 4x4 þráðfærsludrif. - Val um hefðbundið þráð- færslubox eða alsjálfvirkt sammögnunarþráðbox með 50 forstillingarmögu- leika. - Þrepalaus eða 40 þrepa spennustilling á spenni. - 250- 630 Amp. tæki. - Stýring með einum rofa og stillimöguleikar frá byssu. - Gas- eða vatnskældar suðubyssur. - OK - þjónustan, sérbúið þjónustuverkstæði fyrir ESAB notendur. GÓÐ ENDING. Hver einstakur hlutur tækj- anna fer í gegnum strangt gæðapróf á framleiðslustigi. Nýir ESAB fylgihlutir passa ávallt í búnaðinn sem fyrir er. Þetta eykur endingu og heldur endursöluverði háu. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 Gádcm daginn! Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga 12. maí: Hvernig styðjum við aldr- aða í því að vera heima? eftir Ingibjörgu Hjaltadóttur Það er hveijum manni mikilvægt að eiga sér heimili. Þó að hjúkrun- ar- og vistheimili séu gerð eins heimilisleg og hægt er, þá er það óhjákvæmilega skerðing á einkalífi og sjálfstæði að fara inn á stofn- un. Það er ljóst, að hlutfallslega mun öldruðum fjölga meira en yngri aldurshópum næstu áratugi, og mun það verða þjóðinni um megn að sinna þeim inni á stofnun- um í sama mæli og gert er í dag. Það er því mikilvægt, að við styðj- um aldraða í því að búa á heimilum sínum sem lengst. Við sem erum ung, teljum það vera sjálfgefíð, að aldraðir vilji vera sem lengst heima. Það á við um marga, en alls ekki alla. Það eru nefnilega margir aldraðir, sem vilja fara inn á stofnanir löngu áður en þess ætti að vera þörf. Hvað veldur því að fólk, sem er svo hresst að það getur farið allra sinna ferða í bæinn í strætisvagni, vill afsala sér frelsi og fara inn á stofnun? Hvernig getur þetta stað- ist? Jú, þetta er vegna þess ástands, sem verið hefur í málefn- um aldraðra undanfarna áratugi. Það sem margir aldraðir óttast mest, er að verða ósjálfbjarga og börnum sínum byrði. Þeir vita sem er, að í dag búa tæplega tvö hundr- uð aldraðir í heimahúsum í Reykja- vík við neyðarástand og bíða eftir vistun á hjúkrunarheimili. Þetta óöryggi um framtíðina auk ein- manaleika veldur því, að margir aldraðir vilja fara inn á stofnun, áður en þeir raunverulega þurfa heilsunnar vegna. Hvað getum við gert til að snúa þessari þróun við? Við þurfum að stuðla að því, að aldraðir geti búið heima fullvissir þess að ef þeir þurfa aðstoð, þá fái þeir hana heim. Ef heilsan bilar, þá fái þeir læknis- hjálp og endurhæfingu og ef þeir verða fyrir varanlegum heilsu- bresti, þá komist þeir inn á hjúkr- unarheimili með stuttum fyrirvara. Þessi þrjú ofangreind atriði eru grundvöllur þess, að aldraðir geti búið heima við fullkomið öryggi. Á hinum Norðurlöndunum er þessum þörfum sinnt betur en hér og sýn- ir það sig, að hlutfall aldraðra sem dveljast á stofnunum þar er mun lægra en hér eða 4-7%. Hins veg- ar eru 10% 65 ára og eldri íslend- inga vistaðir á stofnunum. Heimaþjónusta og heimahjúkrun Heimahjúkrun og heimaþjón- usta í Reykjavík er ekki rekin und- ir sömu stjóm og er hverfaskipting fyrir heimilishjálp jafnvel land- fræðilega önnur en t.d. fyrir heilsu- gæslustöðvar og heimahjúkrun. Efling og sameining þessara þátta er forsenda þess, að þjónusta við aldraða í heimahúsum verði betri og hagkvæmari. Reynslan af sam- eiginlegum rekstri þessara þátta erlendis, t.d. í Danmörku, er mjög góð. Eins og ástandið er í dag eru það oft þrír mismunandi aðilar sem skipuleggja þjónustu sem veitt er einum og sama einstaklingnum. Hann fær heimilishjálp sem er skipulögð af heimaþjónustunni í Reykjavík. Síðan fær hann heima- hjúkrun á daginn frá viðkomandi heilsugæslustöð og heimahjúkrun á kvöldi'n eða á nóttunni, sem veitt er af heimahjúkrun í Heilsuvemd- arstöðinni. Það gefur augaleið, að þegar þrír mismunandi aðilar em að skipuleggja þjónustu við sama einstaklinginn að kerfið er orðið þungt í vöfum og kostnaður mikill. Endurhæfing Þegar aldraðir verða veikir eða fatlaðir er mikilvægt, að þeir fái viðeigandi hjúkrun, læknishjálp og endurhæfingu. Aldraðir geta nýtt sér endurhæfingu eins og yngra fólk, en það tekur oft lengri tíma að ná árangri. Aldraðir þurfa sér- hæfða hjúkrun, læknishjálp, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun til að sem bestur árangur náist. Þessa þjónustu er alla að finna á öldmn- ardeildum. Öldmnardeildir veita sérhæfða þjónustu fyrir aldraða sjúklinga, sem leggjast inn á sjúkrahús. Þar fer fram greining og meðferð sjúk- dóma og einkenna, sem sérstak- lega tengjast öldmn. Aldraðir sjúklingar, sem ekki komast aftur heim vegna fötlunar, sjúkdóma eða em deyjandi, fá einnig umönnun á öldmnardeildum. í allri meðferð og hjúkmn er tekið tillit til þeirra líkamlegu breytinga, sem verða á einstaklingnum með hækkuðum aldri. Endurhæfing er stór þáttur í starfseminni og stuðlar að því, að hinn aldraði nái aftur bata, eða nægilegri fæmi, til að hann komist aftur heim. Öll starfsemi og hjúkr- un á öldrunardeildum er miðuð við að endurhæfa sjúklinginn á þann hátt, sem best nýtist öldmðum. Aldraðir em þar í fyrirrúmi og aðstæður sniðnar að þeirra þörf- um. Á öldmnardeild Borgarspítalans er unnið í teymi. í teyminu em hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraþjálfari, iðjuþjálfari, sjúkra- liði og félagsráðgjafi. Á teymis- fundum, sem haldnir em í hverri viku, er farið yfir þann árangur, sem náðst hefur í meðferð sjúkl- ingsins og síðan er skipulagt hvert framhaldið verður. Teymið byijar að skipuleggja heimferð sjúklings- ins mörgum vikum áður en hann hugsanlega getur útskrifast. Náin samvinna er höfð við heimahjúkrun og heimilishjálp til að skipuleggja sem best heimferð þeirra sjúklinga, sem þurfa á aðstoð að halda, þeg- ar heim kemur. Einnig er haft samráð við fjölskyldu sjúklingsins og oft em haldnir fjölskyldufundir áður en til heimferðar kemur. Þannig hefur oft tekist að útskrifa sjúklinga heim, sem þurft hafa mikla aðstoð. Þeir hafa þá notið þess að dvelja á eigin heimili nokkrum árum lengur í stað þess að verða hjúkmnarsjúklingar og þurfa að dveljast á sjúkrahúsi. Aldraðir sjúklingar eiga ekki eins greiða leið til endurhæfíngar og aðrir. Það hefur því oft verið eini möguleiki þeirra til endurhæf- ingar að komast inn á öldrunar- deild. Það að aldraður einstakling- ur þarf að bíða lengi eftir að kom- ast í endurhæfingu, getur einmitt leitt til þess að hann verði að hjúkr- Unarsjúklingi og dvelji til æviloka á sjúkrahúsi. Sérhæfð meðferð og endurhæfing á öldrunardeild getur því skipt sköpum um, hvort ein- staklingurinn kemst heim aftur. Skortur á hjúkrunar- og vist- rými í Reykjavík og nágrenni hefur staðið öldrunardeildum fyrir þrif- um. Mikill hluti rúma á öldrunar- deildum hefur verið nýttur fyrir aldraða, sem beðið hafa eftir hjúkr- unarheimilisrými. Á meðan hefur verið langur biðlisti af öldruðum, sem þurft hafa á þessum rúmum að halda til endurhæfingar og meðferðar. Öldmnardeildir háfa því ekki getað sinnt fylliíega því fjölþætta hlutverki, sem þeim er ætlað. Aldraðir einstaklingar, sem hafa fengið fulla meðferð og end- urhæfingu, en era ekki færir um að fara aftur á heimili sitt, hafa sumir hveijir beðið í mörg ár eftir því að komast á hjúkmnarheimili. Við sem vinnum við hjúkmn aldr- HÖGGDEYFAR - KUPLINGAR SACHS DISKAR Eigum fyrirliggjandi Sachs höggdeyfa, kúplingar og kúplingsdiska í allar helstu tegundir evrópskra og japanskra fólks- og vörubíla. Útvegum alla fáanlegar kúplingar og höggdeyfa með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þeiœing Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SlMI 814670 Ingibjörg Hjaltadóttir „Nauðsynlegt er að leysa vanda þeirra, sem nú búa við neyðar- ástand heima og þeirra, sem bíða á sjúkrahús- unum, en eru of fatlaðir til að geta verið heima.“ aðra höfum séð, hvemig vonar- neistinn slokknar hjá þessu fólki eftir endurtekin vonbrigði yfír því að fá ekki næsta pláss sem losnaði. Hjúkrunarheimili Á sjúkrahúsunum í Reykjavík eru nú tugir aldraðra, sem bíða eftir plássi á hjúkrunarheimili. Þó að starfsfólk sé allt af vilja gert að sinna þessum sjúklingum, þá getur það þó ekki veitt þeim heim- ili. Sjúkradeildir geta ekki flokkast undir það að vera heimilislegar, en reynt er að hafa hjúkrunarheim- ili hlýleg og herbergi rúmgóð svo að vistmenn geti haft hjá sér per- sónulega muni. Á sjúkradeildum er hins vegar ekki pláss fýrir aðra persónulega muni en þá, sem kom- ast á náttborð viðkomandi. Margir aldraðir hafa þó þurft að búa á sjúkrahúsum mánuðum og sumir ámm saman. Þeir hafa búið í umhverfi, þar sem er erill og hraði í stað heimilislegs andrúmslofts. Undanfarin ár hefur orðið fram- þróun í málefnum aldraðra, en við emm ekki komin á leiðarenda. Það er því mikilvægt, að þessi þróun stöðvist ekki, heldur verði horft til framtíðarinnar við skipulagningu og uppbyggingu í öldrunarmálum. Nauðsynlegt er að leysa vanda þeirra, sem nú búa við neyðar- ástand heima og þeirra, sem bíða á sjúkrahúsunum, en eru of fatlað- ir til að geta verið heima. Til þess þurfum við fleiri hjúkranarrými í Reykjavík. Samhliða verðum við þó að styðja aldraða í því að vera sem lengst á eigin heimilum. Það gerum við með því að sameina og auka heimahjúkrun og heimaþjón- ustu og efla starfsemi öldrunar- deilda. Höfundur er hjúkrunar- framkvæmdastjóri á Oldr- unardeild Borgarspítalans. VINKLAR A TRE HVERGI LÆGRI VERÐ Líl inl ÞÝZKIR GÆÐAVIN KLAR OG KAMBSAUMUR ÁVALLT FYRIRLIGGJANDI EINKAUMBOÐ 88 Þ.ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - Reykjavík - sími 38640 en OTRULEGT satt OPNUNARTILBOÐ gegn afhendingu þessa miða KAPUSAUVN, Snorrabraut 56 hjó Herraríki, Sími 624362
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.