Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 NEYTENDAMAL Brokkoli eða sprotakál vopn gegn krabbameini ÞEIR sem ekki hafa enn lært að borða brokkoli, þ.e. sprotakál, ættu að endurmeta afstöðu sína til þessa blóm- lega grænmetis. Nýjar rannsóknir þykja sýna fram á að þetta grænmeti innihaldi öflugt vopn gegn krabbameins- myndandi efnasamböndum. fram á að nokkur efni í brokkoli veiti viðnám gegn krabbameini , þá virðist ekkert þeirra vera jafn áhrifaríkt og sulforaphane. Grænmeti inniheldur efni sem hafa þau áhrif á frumur að þær framleiða marga mismunandi efnahvata (ensím). Þessir efna- hvatar hafa þó ekki allir jafn heppileg áhrif á starfsemi líka- mans. Ein tegund ensíma umbreytir skaðlausum efnum sem fara inn i líkamann í oxandi efni sem geta skaðað DNA (erfðaefni) og af þeim ástæðum aukið líkur á krabbameini. En til að vinna gegn þessari hættu geta frmurn- ar myndað önnur ensím sem af- vopna þessi oxandi efni áður en þau ná að valda skaða á erfða- efninu. Margar grænmetistegundir Vísindamenn við John Hopk- ins læknaskólann í Baltimore hafa fundið efni í brokkoli, nefnt sulforaphane, sem örvar fram- leiðslu ensíma í frumum manna og dýra og vinna gegn krabba- meini. Paul Talaley og sam- starfsmenn hans birtu niðurstöð- ur rannsókna um þessi efni í „Proceedings of the National Academy of Science“, í mars síð- astliðinn. Þeir telja að e.t.v. sé sulforaphane eitt sterkasta varn- arefnið gegn krabbameini sem uppgötvað hafi til þessa. Frá því um miðjan áttunda áratuginn hefur vísindamönnum verið Ijóst að sumar grænmetis- tegundir auka mótstöðu gegn krabbameini, sérstaklega græn- meti af krossblómaætt eins og brokkoli, rósakál og hvítkál. Þó að fyrri rannsóknir hafi sýnt Japanir selja gerviskinn til prófunar á snyrtivörum JAPANSKT fyrirtæki sem framleiðir ensím, fyrirhugar að hefja sölu á gervihúð til prófun- ar á snyrtivörum og lyfjum og fyrir notkun á mönnum. Japanska fyrirtækið mun flytja inn efni frá Marrow-Tech (Merg- tækni) stofnuninni í Kalifomíu og selja það með ræktunarvökva sem framleiddur er hjá fyrirtækinu. Gerviskinnið mun gefa mögu- leika á nákvæmum prófunum án ítarlegra dýratilrauna. Þetta efni mun verða kallað Skinn2. Með notkun þess verða dýratilraunir aðeins nauðsynlegar á síðasta stigi prófunar. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að sala á þessu gerviefni muni nema um 100 milljónum jena fyrsta árið. M. Þorv. framleiða báðar tegundir en- síma. Sumar grænmetistegundir hvetja frumuna til að framleiða aðeins þau ensím sem hafa bæt- andi virkni. Vísindamennirnir beindu rannsóknum sínum aðal- lega að þeim fæðutegundum og þróuðu fljótvirkar aðferðir við að prófa hvaða fæðutegundir örva eingöngu virkni þessara verndandi ensíma. Þar sem brok- koli hefur lengi verið talið inni- halda verndandi efni var það rannsakað fyrst. í ljós kom að í brokkoli var eitt efni sem örvaði myndun vemdandi ensíma og sem þeir síðar nefndu sulforap- hane. Með þessum nýju prófunarða- ferðum fundust fleiri grænmetis- tegundir með verndandi eigin- leikum eins og rósakál og kale (garðakál). Paprika, kartöflur og tómatar o.fl. virtust hafa lítil eða engin áhrif á myndun verndandi ensíma. Vísindamenn deila um áhrifa- mátt þessara mismunandi vernd- andi ensíma, en flestir eru þeir sammála um að þær grænmetis- tegundir sem örva framleiðslu á verndandi ensímum veita frum- um víðtækari vörn gegn fleiri tegundum krabbameinsvaldandi efna. Þó að ekki hafi enn verið sýnt fram að sulforaphane komi á beinan hátt í veg fyrir æxlis- myndun, hvorki í dýrum eða mönnum, segja vísindamennirnir að þessar nýju uppgötvanir nægi til að hvetja fólk til að bæta mataræði sitt og auka neyslu á grænmeti, þar á meðal brokkoli. M. Þorv. ENDURVINN SL A Á PAPPÍR Áður en pappír er endurunn- inn verður að fjarlægja úr hon- um alla prentsvertu og blek. Þessi endurvinnsla hefur orðið til þess að auka verulega fram- leiðslu efna sem notuð eru við aflitun pappírsins. í febrúarblaði tímaritisins In- form segir að í Norður-Ameríku muni notkun á þessum blekeyð- andi efnum, öðrum en klóri, meira en tvöfaldast eða fara úr 121 milljón punda í 294 milljón punda frá 1990 til aldamóta. Vandamál í umhverfinu sem tengd voru notkun eiturefnisins dioxíð í bleikiklór hafa leitt til þess að framleiðendur hafa í stað- inn farið að nota peroxíð og önn- ur bleikiefni sem brotna niður í náttúrunni og eru umhverfisvæn. Nú eru verið að kanna notkun ósónbleikiefna og bleikingu með hjálp ensíma úr örverum. Framleiðsla og sala á yfirborðs- efnasamböndum hefur þegar ver- ið hafin beint til þeirra sem sjá um síðasta framleiðslustig endur- unnis pappírs, segir í grein In- form. Undanfarið hefur mikill áróður verið rekinn fyrir aukinni notkun endurunnins pappírs. Endurunn- inn- pappír er að sjálfsögðu til margra hluta nýtanlegur. En við neytendur verðum að hafa fyrir- vara á um notkun endurunnis pappírs utan um matvæli, þar sem við höfum enga möguleika á að vita um efnainnihald slíks papp- írs, eða til hvers hann var notaður áður en hann fór í gegnum endur- vinnsluna, Við höfum t.d. enga möguleika á að vita hvaða efni kunna að vera til staðar í brúna poka kaffifiltersins eða hve oft hann hefur verið endurunnin áður en við renndum kaffitárinu okkar í gegnum hann. M.Þorv. lÉ^Hundasúrur o g fíflablöð Þetta er skrifað á fjórða degi sumars samkvæmt almanakinu. En hvar er sumarið? Ekki getum við alltaf notið þess innandyra, en fallegt er veðrið þegar litið er út um gluggann. Lóuhjónin í landinu mínu eru komin á sama hreiðursvæðið og í fyrra og bjóða góðan dag um leið og ég opna útidymar á morgnana. Skyldu þau ætla að verpa þriðja sumarið í sama hreiðurbollann á grámosaþúfunni í flaginu? Frést hefur af kríunni enda hefur hún haft meðbyr yfir hafið. Boðar það ekki gott sumar þegar farfuglar koma snemma? Það eru komin blóm á paprikuna i glugganum mínum og ekki langt í að maður teygi sig í þroskaðan ávöxt. Fyrsta sumardag var ég búin að kaupa ljúffengar svínarifjur sem fapa áttu á grillið. En rokið var svo mikið að engum manni var fært að grilla úti svo að rifjurnar voru matreiddar innandyra. Þó var hið ljúffengasta meðlæti farið að sýna sig en það eru hundasúrur og fíflablöð, sem eru best meðan þau eru ung. Þau hafa ekki látið kuldann og rokið hafa áhrif á sitt skrið og stækka og þroskast með hveijum degi. Grillið verður að bíða betri tíma, enda nær ógjömingur að grilla í köldu veðri, þó á lokuðu gasgrilli sé. Jámið í þeim er þunnt og hleypir kulda í gegnum sig. Ég sótti frosinn silung í frystikistuna, brá mér í úlpu og tíndi fíflaböð í salatið og hundasúmblöð til að setja inn í silunginn, sem grillaður var í bakarofninum. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR I>ORKELSSON Heill silungur með súrum “2 silungar, um 400 g hvor 2 tsk. salt 'A tsk. pipar 1 msk. sítrónusafí inn í fískinn 2 msk. matarolía 1 msk. sítrónusafi saman við ol- íuna mörg hundasúrublöð 1. Afhausið silunginn, skerið síð- an upp í hann kviðmegin og losið hrygginn frá. Látið fisk- inn hanga saman að aftan. Klippið ugga af. Sjá mynd. 2. Hellið sítrónusafa á fiskholdið, stráið síðan salti og pipar á það. Látið bíða í 10—15 mínút- ur. 3. Þvoið súrublöðin, klippið af þeim leggina, raðið þeim síðan þétt á flökin, leggið fískinn saman. 4. Blandið saman sítrónusafa og matarolíu. Penslið fiskinn með því. 5. Hitið glóðarristina á bakarofn- inum (eða útigrill), smyijið grindina og leggið fiskinn á hana heita. Grillið í um 8—10 mínútur, snúið þá við og grillið í 5—7 mínútur á síðari hliðinni. Meðlæti: Soðnar kartöflur og salat með fíflablöðum. Sjá hér á eftir. Salat með fíflablöðum 2 msk. edik V: dl matarolía salt milli fingurgómanna '/» tsk. pipar 2 tsk. milt sinnep 'h tsk. sykur 1 lítill gráðostur 3 hnefar ung fíflablöð, u.þ.b. 100 g 'h dl salthnetur (peanuts) 1. Setjið edik og matarolíu í skál, þeytið saman. 2. Setjið salt, pipar, sinnep og sykur út í. 3. Meijið gráðostinn með gaffli og hrærið út í sósuna. 4. Klippið þvert á fíflablöðin, setj- ið saman við. 5. Malið salthneturnar fínt og hrærið út í. Geymið nokkrar til að strá ofan á. 6. Setjið salatið í skál, stráið salt- hnetum yfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.