Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 43 Brimvarnargarð- urinn á Blönduósi eftir Unni G. Kristjánsdóttur Saga málsins Á Blönduósi hefur verið bryggja á að'ra öld, líklega ein sú fyrsta sem ríkið lagði fé til. Á sama tíma hefur Blönduós orðið aðal verslunar- og þjónustustaður Húnvetninga. í dag búa um 1.100 manns á Blönduósi, þar er þjónustumiðstöð héraðsins auk þess vinnslustöðvar landbúnað- arins og allnokkur sjávarútvegur. I tímans rás hafa sveitarstjómir á Blönduósi óskað fjárveitinga til að bæta og veija þau litlu hafnarmann- virki sem þar eru. Á síðasta áratug varð til hugmynd að miklum hafn- armannvirkjum á Blönduósi. Urðu þau umdeild enda var kostnaður við þau áætlaður hundruð milljóna. Því var það ráð tekið hjá sveitarstjórn að beita sér einungis fyrir því að byggður yrði brimvamargarður norðan núverandi bryggju. Nokkru fé hefur verið varið til þessa mann- virkis, aðallega til hönnunar og rannsókna. Einnig hefur verið sam- ið um gijótnám í Vatnsdal. Þó að gerð brimvarnargarðsins sé á gild- andi hafnaráætlun hafa ekki fyrr en nú verið gerðar „alvöm“ tillögur um að hefja byggingu varnargarðs- ins og á fjárlögum em veittar 20 milljónir til verksins. Til-að skýra þróun þessa máls er rétt að byija á síðustu sveitar- stjórnarkosningum því þá varð vendipunktur í umræðunni um brimvarnargarðinn á Blönduósi. Á Skagaströnd kom fram opinberlega mikil andstaða við þessar fram- kvæmdir. Komið hafði í ljós nauð- syn á endurbótum á hafnarmann- virkjum þar og þurfti því aukið fé til Skagastrandar af hafnarfé kjör- dæmisins. Þá var talið tiltölulega einfalt að bæta aðstöðu fyrir skip Blönduósinga í Skagastrandarhöfn, samfara endurbótunum. Þá gerðist það í fyrsta sinn að frambjóðendur til sveitarstjórnar á Blönduósi boðuðu samstarf við Skagstrendinga í hafnarmálum. Þetta voru frambjóðendur K-lista (félagshyggjufólks) og eru ýmis af rökum þeirra fyrir þessari stefnu síðar í þessari grein. Hinir tveir list- 'arnir sem buðu fram til sveitar- stjómar héldu fast við þá stefnu að byggður skyldi brimvamargarð- ur. Niðurstaða kosninganna varð sú að K-listinn jók fylgi sitt nokk- uð, hefur 2 bæjarfulltrúa af sjö. Hinir tveir töpuðu nokkru fylgi. Þessi stefnubreyting K-listans kost- aði bæjarfulltrúa hans það að verða í minnihlutaaðstöðu, eftir 12 ára meirihlutasamstarf við H-lista (framsóknarmenn). Undirrituð er annar tveggja bæjarfulltrúa K-list- ans á Blönduósi. Mikið líf færðist enn í umræður um hafnarmál Blönduósinga sl. vet- ur. Meirihluti bæjarstjórnar á BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. bléffíiavjol Opiö alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. Blönduósi krafðist fjárveitinga í brimvamargarðinn, fjárveitingar- nefnd sinnti ekki þessum óskum en veitti verulegt fé til endurbóta á Skagastrandarhöfn. Þáverandi samgönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon hélt fund með sveitar- stjórnum á Skagaströnd og Blöndu- ósi. Þar komu fram þau sjónarmið að samvinna um hafnarmálin milli staðanna væri æskileg. En þrátt fyrir tiltölulega jákvæð viðbrögð Skagstrendinga við því varð ekki sátt um málið. Fljótlega kom fram að tveir þingmenn kjördæmisins,.. Ragnar Arnalds og Jón Sæmundur Sigurjónsson, vildu ekki lofa fjár- veitingum næstu ára til hafnar- framkvæmda á Blönduósi en það mun vera nauðsynlegt að allir þing- menn kjördæmisins skrifí upp á slíkt loforð til að það hafi gildi. Þessi mál komu síðan mikið við sögu í kosningabaráttunni fyrir Al- þingiskosningamar sl. vor, eftir að Pálmi Jónsson og fleiri, með stuðn- ingi Páls Péturssonar og Stefáns Guðmundssonar, skiptu svokölluð- um loðnupeningum þannig að Blönduós fékk 16 milljónir. Urðu margir undrandi og hneykslaðir því ekki er vitað til að loðnu hafi nokk- urn tímann verið landað á Blöndu- ósi. Til að sanngirni sé gætt er rétt að geta þess að þetta var rökstutt með því að alvarlegt ástand myndi skapast á Blönduósi við lok fram- kvæmda við Blönduvirkjun. Núver- andi samgönduráðherra lét það síð- an verða sitt fyrsta verk að strika þessa fjárveitingu út í sumar leið. Eftir á að hyggja hefði þetta fé tæpast nýst til framkvæmda á Blönduósi, því ekki voru tryggðar frekari fjárveitingar. Á liðnu hausti ítrekaði meirihluti bæjarstjórnar á Blönduósi kröfur um fjármuni til brimvamargarðs- ins. Og nú er betri tíð með blóm í haga. Komin ný ríkisstjóm, Pálmi Jónsson orðinn varaformaður fjár- laganefndar og meirihluti þeirrar ágætu nefndar veitti um 20 milljón- ir til að hægt yrði að hefja fram- kvæmdir við þennan fræga brim- varnargarð. Framkvæmdakostnaður og skipting hans Hönnun, kostnaðaráætlun og lík- an af Blönduóshöfn voru unnin af Hafnarmálastofnun á árunum 1984-1988. Þegar þessi mál komust í hámæli sl. vetur kom í ljós að ekki var gert ráð fyrir á sínum tíma að togarar notuðu „höfnina“ og stuttu fyrir kosningar komu nýjar teikningar af brimvarnargarðinum þar sem gert var ráð fyrir meira rými milli garðsins og bryggjunnar og við bryggjuna. Ég hef hvorki séð nýja kostnaðaráætlun né nákvæma útfærslu á hönnun þessa mannvirk- is, en í umræðunni í vor var stað- næmst við töluna 230 milljónir. Mun þetta vera nokkuð á reiki, svo og hvort Hafnarbótasjóður taki þátt í fjármögnun framkvæmdanna. Þrátt fyrir að óvissa sé um heild- arkostnað við framkvæmdina er Ijóst að nauðsynlegt er að Hafnar- bótasjóður taki á sig 15% af kostn- aðinum að sögn talsmanna meiri- hluta bæjarstjórnar Blönduóss. Hvort svo verður er hinsvegar óljóst, það er spurning um pólitísk- an vilja, sem kemur í Ijós ár hvert í fjárveitingum til sjóðsins. Annað sem liggur fyrir er að ekki er hægt að áfangaskipta fram- kvæmdinni. Því þarf að tiyggja áframhaldandi fjárveitingar áður en framkvæmdir eru hafnar. 20 milljónirnar duga því skammt ef ekki hafa verið tryggðar frekari fjárveitingar. Þetta þýðir í reynd að allir þingmenn kjördæmisins þurfa að skrifa upp á loforð um fjárveitingar næstu ár. Síðast í haust lýsti Ragnar Arnalds því yfir „í þessari grein hef ég leitast við að gera grein fyrir meginástæðum og sjónarmiðum varðandi byggingu brimvarnar- garðs á Blönduósi. Ég tel það skyldu mína að fjalla um þessi mál op- inberlega þó ekki sé nema til að skýra þau fyrir almenningi í Austur-Húnavatns- sýslu.“ við bæjarstjórnarmenn á Blönduósi að skilyrði fyrir samþykki hans væri samvinna Skagstrendinga og Blönduósinga um hafnarmálin. I drögum að fjárhagsáætlun Blöndu- ósbæjar er gert ráð fyrir íjárveit- ingu til brimvarnargarðsins í sam- ræmi við fjárveitingu Alþingis. Enn hefur ekki verið tekin formleg ákvörðun um í hvað fjárveitingin fer, óljóst er hvort framkvæmdin verður boðin út og ekki fyrir hendi samningar við ríkið um fjármögnun hennar. Útgerðin á Blönduósi í dag eru eftirtalin skip og bátar gerðir út á Blönduósi: — Rækjufrystitogarinn Nökkvi, eitt raðsmíðaskipanna í eigu hluta- félags Óttars Ingvarssonar, rækju- vinnslunnar Særúnar hf., Blönduós- bæjar og nokkurra einstaklinga. Ljóst er að hið opinbera þarf að afskrifa verulegar upphæðir vegna skipsins til að það hafi raunhæfan rekstrargrundvöll. Kvóti Nökkva er 600 tonn af rækju og 170 tonn af grálúðu. — Gissur hvíti, í eigu Særúnar hf. (sem er 50% í eigu Ottars Ingvars- sonar, rækjuútflytjanda). Gissur hvíti er gerður út á rækju sem unn- in er í Særúnu hf. Kvóti skipsins er um 600 (,. af botnfiski og nokkuð af rækju. — Ingimundur gamli, í eigu hluta- félagsins Þórdísar hf. Aðaleigendur hlutafélagsins eru Blönduósbær, Særún hf., nokkur af minni sveitar- félögunum í Austur-Húnavatns- sýslu, Skagstrendingur hf. og fjöldi einstaklinga. Kvóti skipsins er um 320 tonn af botnfiski, 50 tonn af rækju og 300 tonn af skel. Skipið hefur veitt rækju og skel fyrir Særúnu hf. — Húni, bátur í eigu tveggja ein- staklinga á Blönduósi. Báturinn hefur veitt innfjarðarrækju á Húna- flóa, en hlutur bæjarins í henni á þessu ári er 200 tonn. Heildarkvóti skipa á Blönduósi reiknaður í þorskígildum er um 1.500. Tekið skal fram að botn- fiskkvótinn hefur að mestu verið leigður annað, enda er einungis rækju- og skelvinnsla á Blönduósi. Mér telst til að 40-50 manns hafi beina atvinnu af veiðum og vinnslu á Blönduósi. Þá eru ótalin afleidd störf við viðhald skipa og fleira. Því má ljóst vera að sjávarút- vegur er stór þáttur í atvinnustarf- seminni á Blönduósi. Frá því útgerð hófst á Blönduósi á sjöunda áratugnum hefur afla verið landað á Skagaströnd ef veður hefur hamlað löndun á Blönduósi. Allri innfjarðarrækju hafa Hún- vetningar landað á Hvammstanga því þaðan er styst af miðunum. Rök gegn brimvamar- garðinum í umræðum um þessi mál hygg ég að eftirfarandi sé kjarninn í málflutningi þeirra sem telja brim- varnargarð á Blönduósi nauðsyn- legan: Blönduósingar hafa sama rétt að aðrir þéttbýlisbúar við sjávarsíðuna. Brimvarnargarðurinn er prófsteinn á að hið opinbera viðurkenni þann rétt. Samvinna við Skagstrendinga er erfíð, þeir halda í skiptingu sýslunn- ar í tvö atvinnusvæði, það hefur gerst að Blönduósingum hafí verið visað frá vinnu á Skagaströnd á þeim forsendum, Blönduósskipun- um hefur verið mismunað í Skaga- strandarhöfn. Fjarlægðin milli Skagastrandar og Blönduóss eru 20 km. Víða á landinu er styttra milli hafna, t.d. í Eyjafirði og á norðanverðu Snæ- fellsnesi. Það verður ekki til sjómannastétt á Blönduósi nema höfn sé á staðn- um. Verulegur aukakostnaður er fyrir útgerðina að löndun og þjónusta við skipin fer fram á Skagaströnd. Núverandi bryggju á Blönduósi þarf hvort eð er að veija, m.a. til að áfram verði hægt að landa þar olíu. Veðurfar hamlar samgöngum við Skagaströnd. Þau rök sem ég hef þó oftast heyrt eru að framkvæmdin sé mikil- væg í atvinnulegu tilliti. Ég hef skilið það svo að þar með sé áfram- haldandi útgerð á staðnum tryggð og aukning á henni líkleg. Þá sé framkvæmdin sjálf atvinnuskap- andi. Rök fyrir byggingu brim- varnargarðs á Blönduósi Hafnaraðstaða hefur ekki tryggt útgerð i öðrum byggðarlögum og má þar nefna dæmi eins og Patreks- fjörð, Suðureyri og nú Bolungarvík. Framkvæmdir við brimvarnar- garðinn verða boðnar út. Bæjar- stjórinn á Blönduósi hefur þegar loforð verktakafyrirtækja af suð- vesturhorninu fyrir því að þau muni veita lán fyrir kostnaði við fram- kvæmdirnar fái þau að sjá um þær. Það er því engan veginn tryggt, að heimamenn fái vinnu við hafnargerðina. Undanfarið hafa eigendur Sæ- rúnar hf. ítrekað gefíð yfirlýsingar um að rækjuvinnslan beri sig ekki. Til greina komi að flytja hana til Sauðárkróks þar sem sömu aðilar reka rækjuvinnslu, þar sem of dýrt sé að endurbæta báðar rækjuvinnsl- urnar og gera út tvö skip. Þá hafa þeir farið fram á lækkun á ýmsum gjöldum hjá Blönduósbæ. Ef staða rækjuvinnslu í landinu batnar ekki mun áfram ríkja mikil óvissa um rekstur þeirra. Af þessu er ljóst að það er mjög ótryggt að þessir aðil- ar haldi starfsemi sinni áfram á Blönduósi. Samhliða þessum upp- lýsingum krefjast þeir þess að brim- varnargarðurinn verði byggður. Eins og staðan í útgerðarmálum Miðvikudaginn 29. apríl kom dóttir okkar með Morgunblaðið og sagði, amma sjáðu hver er dáinn, ég leit í blaðið og las Ingþór Sigur- björnsson málarameistari, látinn 82 ára að aldri, kunnur fyrir aðstoð við Pólveija. En það voru fleiri sem áttu hon- um mikið að þakka. Hinn 23. jan- úar 1973 þegar eldgosið byijaði á Heimaey og fólkið fluttist á einni nóttu til meginlandsins, og þá flest á Reykjavíkursvæðið, svo fljótt gerðist þetta að fólk náði ekki áttum strax. Þá var gott að eiga góða kunningja og vini. Við höfðum kynnst Ingþóri lítilsháttar í sam- bandi við foreldra mína sem höfðu leigt hjá lionum í nokkur ár eða þar til að hann þurfti sjálfur á íbúð- inni að halda. Én þannig stóð á að íbúðin hafði losnað aftur um þetta leyti og stóð auð. Ingþór var fljótur að taka við sér eins og alltaf þegar hann fann að hann gat rétt hjálpar- hönd, hann hringdi til okkar þar sem við vomm stödd hjá skyld- mennum og bauð okkur húsaskjól, sagði það er eins og íbúðin hafí á Blönduósi er, eru margir þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að Blönduósbær beiti sér fyrir aukinni samvinnu á þessu sviði innan sýsl- unnar. Víðast annars staðar er svar fyrirtækja og byggðarlaga við kvót- askerðingu og erfíðri stöðu vinnsl- unnar samvinna og hagræðing. Bygging brimvarnargarðsins getur tsepast sýnt samvinnuvilja né aukið fjármagn byggðarlagsins til að tryggja eigið fé til fyrirtækja. Framkvæmdin er þjóðhagslega óhagkvæm. Það verður ekki landað fleiri þorskum á íslandi þó brim- varnargarður verði byggður á Blönduósi, heldur er einungis verið að færa löndunina milli staða í sömu sýslunni. Fé sem nota á í brimvarnargarð- inn væri betur varið til annarra framkvæmda, t.d. til að gera upp málefni Nökkva hf. eða einhvers sem bætir stöðu byggðarlagsins í atvinnulegu tilliti. Bygging brimvarnargarðsins mun tefja mjög alla samvinnu sveit- arfélaga á svæðinu svo og að það verði eitt atvinnusvæði. í þessu samhengi hefur verið bent á að þjónustan hafí byggst upp á Blönduósi og því sé réttlátt að Skagstrendingar sjái um hafnar- málin. Að lokum má nefna, að hafnar eru framkvæmdir við íþróttahús á Blönduósi sem áætlað er að kosti Blönduósbæ 60 milljónir. Ef farið verður í framkvæmdir við brim- varnargarð á sama tíma og hlutur Blönduósbæjar í þeim verður 20 milljónir má áætla að nettóskuld sveitarfélagsins fari í 140-150 millj- ónir á móti 120 milljóna árstekjum. Það yrði töluvert ofan við viðráðan- leg mörk. Samstarf í stað stríðs í þessari grein hef ég leitast við að gera grein fyrir meginástæðum og sjónarmiðum varðandi byggingu brimvarnargarðs á Blönduósi. Ég tel það skyldu mína að fjalla um þessi mál opinberlega þó ekki sé nema til að skýra þau fyrir almenn- ingi í Austur- Húnavatnssýslu. Væntanlega mun bæjarstjórn Blönduóss bráðlega ákveða hvort ráðist verður í þessar framkvæmd- ir. Við sem sitjum í bæjarstjórn Blönduóss fyrir K-lista munum beita okkur áfram fyrir því að innan sýslunnar verði samvinna um þessi mál og vörum við að þessar fram- kvæmdir verði hafnar nú með ófyr- irsjáanlegum fjárhagslegum afleið- ingum fyrir sveitarfélagið. Enn verra er þó að þessi framkvæmd mun viðhalda bræðrastriði Skag- strendinga og Blönduósinga sem þurfa miklu frekar að standa saman í vamarbaráttu byggðarlagsins. Höfundur er bæjarfulltrúi á Blönduósi. verið ætluð ykkur. Þetta var tveggja herbergja íbúð, en við vor- um 6 manna fjölskylda. Mikið vor- um við þakklát og erum það enn þann dag í dag. Aldrei var kvartað um þrengsli í litlu íbúðinni, hjarta- hlýja þeirra hjóna Unu og Ingþórs gerði það að verkum. Þar kynnt- umst við Ingþóri, hvað hann vildi allt fyrir aðra gera, sem áttu erfítt, reyndar vissum við það fyrir vegna hjálpsemi við foreldra mína þegar þau leigðu þar, ekki taldi Ingþór það eftir sér hvort sem var að nóttu eða degi að ná í lækni eða annað sem hann gat gert fyrir þau. Ingþór var mikill bindindismaður og barðist vel fyrir þeim málum. Hann haðfi yndi af kveðskap og höfðum við gaman af að fá jóla- kveðjur frá þeim hjónum í vísna- formi eftir að við fluttum aftur til Vestmannaeyja. Með árunum voru það einu samböndin sem við höfðum við þau hjón. Við sendum Unu innilegar sam- úðarkveðjur og biðjum guð að vera henni nálægur. Jórunn og Gunnar Haraldsson. Ingþór Sigurbjöms- son — Kveðjuorð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.