Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 Ofurkrónan eftir Sveinbjörn Jónsson Á fyrri hluta ársins 1992 fara erlendar skuldir íslendinga væntan— lega yfír 200 milljarða múrinn (200.000.000.000.kr.). Árið 1991 tókst okkur með svo- nefndri fastgengis-stefnu að koma í veg fyrir að 18 milljarða (18.000.000.000.-) umframeftir- spurn eftir erlendum gjaldeyri hefði áhrif á verðgildi hans. Árið 1992 ætlum við að leika sama leikinn. Lygin um verðgildið Það er merkilegt hvað ein lítil lygi getur leitt af sér miklar og órökréttar umbreytingar. Og það er vægast sagt stórfurðulegt hve gífurlega flókin og mikil skáldverk hafa verið samin til að komast hjá jafn sjálfsögðum hlut og að horfast í augu við raunverulegt verðgildi íslensku krónunnar á hveijum tíma. Satt að segja hefur engu vopni ver- ið beitt til mótunar samfélagsins með jafn örlagaríkum hætti og þessari stöðugu lygi um verðgildi íslensku krónunnar. Milljörðum á milljarða ofan hefur verið stolið frá þeim sem framleiddu verðmæti og flutti til þeirra sem hafa framfæri sitt af að fullnægja eyðsluþörf landsmanna. Byggðir sem hafa náttúrulegar forsendur til að blómstra hafa verið lagðar í rúst og aðrar sem hafa lítið til að bera annað en að vera bústaðir sjón- hverfingamanna valds og talna, hafa blómstrað. Og enn skal halda dauðahaldi í lygina því enginn virð- ist þora að horfast í augu við sann- leikann. Seðlabanki Islands, sem varð til fyrir fjármagn sem varð til í honum sjálfum, hefur verið látinn gegna lykilhlutverki í því að viðhalda blekkingunni um verðgildi íslensku krónunnar. Það hlýtur að vera erf- itt hlutskipti manna sem ættu að hafa þá skyldu að viðhalda heilsu krónunnar okkar að þurfa að rass- skellast heimshornanna á milli til þess eins að hafa milligöngu um erlenda lántöku vegna umfram- eyðslunnar í þessu þjóðfélagi. Þetta er þó ekkert skrítið ef þess er gætt að einn af helgustu hornsteinum íslensks efnahagslífs er fijáls versl- un, og ein af forsendum fijálsrar verslunar virðist vera fijáls aðgang- ur að erlendum gjaldeyri, og for- senda fijáls aðgangs að erlendum gjaldeyri sem seldur er áratug eftir áratug á útsölu hlýtur að vera seðla- banki sem er duglegur að hjálpa til við skuldsetningu þjóðarinnar. Stjórnmálamenn sem ekki þora að koma í veg fyrir ofangreinda sjálf- virkni koma ekki til með að geta haldið íslensku þjóðarskútunni of- ansjávar á hafi sjálfstæðra þjóða og það skyldi þó ekki vera að tíðar utanlandsferðir forráðamanna þjóð- arinnar undanfarin ár á vit vold- ugra nágranna stafí af uppgjöf við þetta viðfangsefni. Hér á árum áður voru þeir sem fóru fram á rétta skráningu á verð- gildi krónunnar afgreiddir með því að þeir væru „gengisfellingarpostu- lar“. Þessum stimpli var svo listi- lega beitt að flestir þeirra fóru í felur og hafa greinilega reynt að tileinka sér nýja baráttutækni. Ný- lega heyrði ég forsvarsmann ís- lenskra útvegsmanna lýsa því yfir að sér þætti lítið um þótt nokkur þorp hrykkju upp af vegna „endur- skipulagningar íslensks sjávarút- vegs“. Þetta þykir mér í hæsta máta kaldhæðnislegt þegar þess er gætt að staða þessara þorpa er eins og hún er vegna þess að umræddur forsvarsmaður hefur ásamt öðrum slíkum brugðist þeim. Þeir hafa brugðist þeirri skyldu sinni að sjá til þess að verðgildi íslensku krón- unnar sé ávallt rétt skráð. Jafn- framt hafa þeir stuðlað að óþarfa fjárfestingu í rándýrum nýjungum að því er virðist vegna fallegra rekstrarreikninga sem eru í engu samræmi við heildaráhrifin á efna- hagslífíð, eða hefur einhveijum hugkvæmst að draga vaxandi at- vinnuleysisbætur frá rekstrarreikn- ingum frystitogaranna og bæta verðgildi þeirra við heildarskuldir þjóðarinnar og meta áhrif þess svo eitthvað sé nefnt. „Gengisfellingarpostuli“ er síður en svo hrakyrði í mín eyru en áróð- ursmeistaramir hefðu aldrei fengið að beita því ef ekki væri alltaf svo seint í rassinn gripið í íslensku efna- hagslífi. í alvöru hagkerfum sem hafa alvöru peninga og alvöru seðlabanka er vandanum yfirleitt mætt jafnóðum með virkum aðgerð- um, t.d. með kaupum og sölu gjaldmiðla, þ.e. reynt er að ná markmiðum um verðgildi eigin gjaldmiðils með því að hafa raun- veruleg áhrif á framboð og eftir- spum hans. Ég vil þessu til stuðn- ings benda á aðgerðir þýska og japanska seðlabankans sem hafa marg oft gripið til aðgerða til að tryggja æskilega stöðu gjaldmiðla sinna gagnvart dollar. Þar sem ut- anríkisverslun er miklu hærra hlut- fall af þjóðarveltunni á íslandi en jafnvel í umræddum löndum er rétt skráning á verðgildi gjaldmiðils okkar því mikilvægari og afleiðing- ar þess að ljúga til um það því mjög skjótar og mikilfenglegar. En hér er lygin látin ráða ferðinni meðan stætt er eða þangað til neyð- in er orðin svo stór að „gengisfellinggarpostularnir" áræða að koma úr felum. Um forsendur kjarasamninga Nýlega voru gerðir hér kjara- samningar sem gengið hafa undir nafninu þjóðarsáttin. Samningar þessir eru um margt mikil framför en að einu leyti hafa þeir lent á villigötum, þeir byggja á föstu verð- gildi íslensku krónunnar en það er óskhyggja sem getur að vísu geng- ið ef heppnin er með en hún hefur því miður ekki verið með okkur á samningstímanum og því byggjast nú jafnvel þessir ábyrgu samningar á lyginni. Samkomulag um fast- gengi er út í hött nema það takist að tryggja að fastgengið sé rétt- gengi þann tíma sem samkomulag- ið gildir. Ég vil leyfa mér að taka dæmi til að skýra þessa fullyrðingu mína. Við skulum segja að í þeim samn- ingum sem næstir verða undirritað- ir af fulltrúum vinnumarkaðarins verði forsenda staðfest af stjórn- völdum sem segi að á samningstím- anum skuli vera geymt eitt tonn af gulli í Sparisjóði Grímseyinga. Segjum svo að eftir 6 mánuði sé ljóst orðið að ekki sé til eitt gramm af gulli í Sparisjóðnum. Ef samn- ingsaðilum er annt um að samning- arnir byggi á sönnum forsendum en ekki lognum eiga þeir að minnsta kosti um tvær leiðir að velja. Önnur er sú að horfast í augu við stöðuna og falla frá forsendunni, hin er sú að útvega tonn af gulli og koma því fyrir í Sparisjóði Grímseyinga og gera þannig forsenduna sanna. Að gera hvorugt jafngildir því að ákveða að láta samningana byggja á lognum forsendum. Undirritaður vill frekar standa undir nafngiftinni „gengisfellingarpostuli" en taka þátt í því lygasamsæri sem flestir Islendingar virðast hafa kosið sér í þessum efnum. 18 milljarða króna viðskiptahalli þjóðar sem á enga gjaldeyrisvarasjóði er ekkert annað er skuldsetning þjóðarinnar og ég lýsi ábyrgð á hendur þeim sem leyfa sér að þjóna eyðsluöflum þjóðfél- agsins með því að líða slíkt og jafn- vel stuðla að því með því að við- halda lyginni um verðgildi krónunn- ar. Forsvarsmenn launafólks hafa löngum verið duglegir að beita stimplinum „gengisfellingarpostu- Sveinbjörn Jónsson „Undirritaður vill frek- ar standa undir nafn- giftinni „gengisfelling- arpostuli“ en taka þátt í því lygasamsæri sem flestir Islendingar virð- ast hafa kosið sér í þess- um efnum.“ li“, enda minna baráttuaðferðir þeirra margra fremur á neytenda- frömuði en verkalýðsforingja. Á næstunni munum við væntanlega fá að sjá þá standa kohrausta frammi fyrir vaxandi fjölda atvinn- ulausra og reyna að telja þeim trú um að rtauðsynlegt sé að viðhalda fastgenginu. M.ö.o. að það sé nauð- synlegt að niðurgreiða erlendar vör- ur og þar með erlenda vinnu sem er í beinni samkeppni við hina atvinnu- lausu til að viðhalda kaupmætti þeirra sem eru enn svo heppnir að hafa vinnu. Mikill kaupmáttúr verð- ur ekki til lengdar byggður á logn- um forsendum og ætli það sé ekki nóg um niðurgreiðslur í framleiðslu- löndunum sjálfum þó við bætum ekki þar á. Fölsk gengisskráning er lítilsvirðing við íslenskt verkafólk engu síður en við íslensk fram-' leiðslufyrirtæki. Kennslustund í gjaldeyrisviðskiptum Ekki veit ég hvað forsætisráð- herra vor lærði í ísrael en hitt veit ég að mér voru kennd undirstöðu- atriði gjaldeyrisviðskipta á nokkr- um mínútum í því landi standandi fyrir framan virðulegan banka- stjóra á harðviðarklæddri skrifstofu hans í útibúi í einu af úthverfum Telaviv árið 1973. Ég hafði komið í bankann til að fá ísraelskum pund- um skipt í dollara sem ég þurfti til að kaupa farseðla úr landi með EL AL en þeir seldu ekki fargjöld fyrir ísraelsk pund þá. Stúlkan sem ég hafði talað við í afgreiðslunni og sýnt kvittun fyrir fyrri gjaldeyris- skiptum sem átti skv. áritun að tryggja mér rétt til að skipta til baka, hafði vísað mér til bankastjór- ans. Það var svar þessa virðulega bankastjóra þegar ég spurði hann hvernig ég ætti að komast úr landi hans ef flugfélagið hans vildi ekki taka við gjaldmiðli hans og hann vildi ekki selja mér dollara fyrir hann heldur. „Notaðu svarta mark- aðinn“ sagði hann og ég taldi mig hafa nokkuð örugga vissu fyrir því hvaðan dollararnir, sem ég keypti af skuggalegum manni á götuhorni sem bankastjórinn hafði vísað mér á fyrir 10% hærra verð en skráð var á töflunni í bankanum hans, væru komnir. Ég hef ávallt síðan verið þakklátur þessum bankastjóra fyrir þessa kennslustund um gjald- eyrisviðskipti þó ekki hafi mér hug- kvæmst að beita þekkingunni sem mér áskotnaðist fyrir lítið fyrr en nú síðustu vikurnar að það hefur hvarflað að mér að ráðstafa um heimingi launa minna til að ráða 10-15 sovéska kjarneðlisfræðinga til að vinna í kjallaranum hjá mér í nokkur ár að ákveðnum hugðar- efnum. Hvað sem má segja um hegðun framangreinds bankastjóra þá hafði hann þó eitt fram yfir kollega sína í Seðlabanka íslands. Hann hafði kjark til að leiðrétta lygina sem stóð á gjaldeyristöflunni í bankanum hans. Eins og öllum ætti að vera kunn- ugt sem hafa lesið framanritað er það fullvissa undirritaðs að gengis- skráningu hafi verið beitt á mjög óréttmætan hátt í þessu landi. Mér er þó fyllilega ljóst að þeir seku verða seinir til að viðurkenna þetta og ég geri mér engar grillur um að nokkurn tíma verði bætt fyrir þann skaða sem tilheyrir fortíðinni í þessum efnum. Hitt þykir mér öllu verra ef takast mun að beita sögufölsunum til að sverta mannorð þeirra sem reyndu þó að koma sára- bótum til fórnarlambanna þ.e. landsbyggðarinnar og frumvinnslu- greinanna. í mínum huga var hlut- verk þeirra manna og stofnana sem tóku sér fyrir hendur að reyna að viðhalda byggð og framleiðslu í þessu landi ekki svo ósvipað hlut- verki Hróa hattar og félaga hans í þeirri ágætu sögu. Þeir voru aðeins að skila til baka einhveiju af því sem búið var að stela og ef þeirra nýtur ekki lengur við verður hér lítið annað eftir en auðn og þrúgur reiðinnar. Ég vil að lokum gera það að til- lögu minni að í stað orðsins „gengi“ sem misnotað hefur verið svo herfi- lega áratugum saman verði tekið orðið „gildi“ (verðgildi) og tel að það gæati orðið til að eyða ýmsum meinlokum í íslenskri efnahagsum- ræðu. Orðið „gengi“ gæti þá ótrufl- að þjónað merkingu enska orðsins „gang“ þ.e. hópur manna sem vinn- ur sameiginlega að glæpsamlegu viðfangsefni. Þá verður t.d. hægt að tala um gengið sem tröllreið ís- lensku efnahagslífi með falskri gild- isskráningu áratugum saman, eyddi byggðum og var langt komið með að glopra niður sjálfstæði þjóðar- innar í hendur erlendra lánar- drottna um aldamótin 2000. Höfundur er sjómaður á Suðureyri við Súgandafjörð. ^imawiLLiO VERKFÆRI FYRIR FAGMENNI ^ QtobusL yj Jj -heimur gœöa! LÁGMÚLA 5 - REYK|AVÍK - SÍMI 91-6815» Ungverskir damr í Grillinu! I samvinnu við Hotel Gellért í Búdapest og Ungverska sendiráðið býður Hótel Saga upp á Ungyerska matargerð dagana 13.-20. maí. 'Verið vdíspmin í ’Ungverslpt eídfuis" v/Hagatorg 107 Reykjavík Sími 29900 Ungverskir matreiðslumeistarar og köku - og ábætisrétta- meistari frá Hotel Gellért taka þátt í matargerðinni. Boðið verður upp á sérinnflutt ungversk vín og tónlistar- menn leika Ijúfa sigaunatónlist fyrir matargesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.