Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 ----------------—--—------------- Tekju- og eignasklpt- ingin í þjóðfélaginu eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Tekju- og eignaskiptingin í þjóð- félaginu hefur verið nokkuð til umræðu á undanförnum dögum sem ástæða er til að skýra nánar. Tekjuhæstu - tekjulægstu Á árinu 1990 voru launatekjur þess fimmta hluta á vinnumarkaðn- um sem hæstar hafði tekjurnar tæp 44% af heildaratvinnutekjum með- an hlutur þess fímmta hluta fólks á vinnumarkaði sem lægstar hafði tekjurnar var innan við 4%. Hér er ekki um að ræða laun á tímaeiningu og gefur því ekki rétta mynd af launamismuni, en mismunandi vinnuframlag getur skýrt hluta af þessum tekjumun. Engu að síður sýnir þetta hvemig heildaratvinnu- tekjur dreifast milli tekjuhópa. Þetta er byggt á upplýsingum unnum úr skattframtölum frá Þjóð- hagsstofnun um dreifíngu atvinnu- tekna 1987-1990. Óllum sem skattayfirvöld áætla laun á er sleppt. Með tekjunum eru talin öll hlunnindi að frádregnum kostnaði, s.s. bílastyrkir og dagpeninga- greiðslur. „Þær upplýsingar sem hér eru settar fram eru fyrst og fremst mæli- kvarði á misréttið í dreifingu atvinnutekna í þjóðfélaginu á ákveðnu tímabili. Þær varpa því ljósi á hvað einstakir tekjuhópar bera úr býtum fyrir vinnuframlag sitt á vinnumarkaðnum. “ Eins og sjá má á töflunni hefur þróun atvinnutekna á þessu tíma- bili orðið sú að hlutur tekjuhæsta hópsins hefur heldur aukist í heild- aratvinnutekjum, en hlutur milli- tekju- og láglaunahópanna dregist saman. Þannig hafa svo dæmi sé tekið milli áranna ’88 og ’89 færst 525 milljónir króna frá tekjulægsta fimmtungnum til þess tekjuhæsta. 14-faldur launamunur Til að nálgast frekar hinn raun- verulega launamun er rétt að skoða dreifingu atvinnutekna kvæntra karla árin 1982,1986 og 1987 sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar. En áætla má að hluta- Dreifing atvinnutekna kvæntra karla 25-65 ára Hlutdeild í heildaratvinnutekjuin 1982 1986 1987 Tekjuhæstu 20% 33,8 35,2 35,7 þ.a. hæstu 5% 11,3 12,0 12,2 Næsthæstu 20% 23,3 23,4 23,4 Þarnæstu 20% 19,0 18,5 18,7 Þarnæstu 20% 15,2 14,4 14,3 Tekjulægstu 20% 8,8 8,4 8,0 þ.a. lægstu 5% 1,1 1,1 0,9 Dreifing atvinnutekna 1987-1990 Allir án tekjulausra 1987 1988 1989 1990 Tekjuhæstu 20% 43,3 43,48 43,89 43,83 Næsthæstu 25,1 25,20 25,31 25,45 Miðhópur 17,1 16,95 16,89 16,82 Þarnæstu 10,5 10,40 10,28 10,23 Tekjulægstu 3,98 3,98 3,62 3,65 störf í þessum hópi skekki lítið myndina og langflestir séu fullvinn- andi. Eins og sjá má kemur fram tæp- lega fjórtánfaldur launamunur á 5% þeirra tekjuhæstu og 5% þeirra tekjulægstu. Einnig má sjá á þessari töflu að hlutur tekjuhæsta fimmtungsins hefur aukist um 1,9% árið 1987 samanborið við árið 1982. Á verð- lagi í apríl ’92 er hér um að ræða 1,6 milljarða króna. Á sömu árum hefur hinsvegar hlutur tekjulægsta fimmtungsins minnkað um 0,8% eða um 650 m.kr. á sama verðlagi. Mælikvarði á tekjur fyrir vinnuframlag Þær upplýsingar sem hér eru settar fram eru fyrst og fremst mælikvarði á misréttið í dreifingu atvinnutekna í þjóðfélaginu á ákveðnu tímabili. Þær varpa því ljósi á hvað einstakir tekjuhópar bera úr býtum fyrir vinnuframlag sitt á vinnumarkaðnum. Ráðstöfun- artekjur heimilanna ráðast síðan af ýmsum tekjujöfnunartilfærslum hins opinbera, s.s. greiðslu barna- bóta og álagningu beinna skatta. Eignaskipting hjóna Samkvæmt skattframtölum hjóna árið 1990 var skuldlaus eign hjóna tæplega 333 milljarðar króna sem skiptast þannig: Fasteignir rúmlega 320 milljarðar - --Ófcrtæki'- *-tæplegakkrniÚjarður * Peningar, verðbréfvog hlutabréf rúmlega 52 milljarðar Aðrar eignir tæplega 39 milljarðar Skuldir tæplega 112 milljarðar * Áætlað er að 73 milljarðar í verðbréfum og innlánum komi ekki fram á skattfram- tölum. Hrein eign skiptist hlutfallslega þannig milli tæplega 54 þúsund hjóna: 33% áttu 1,38% af skuldlausri eign 19%áttu 52% af skuldlausri eign 48% áttu 47% af skuldlausri eign Tæpir 17 milljarðar skiptust milli 204 eignahæstu hjónanna. Að með- altali koma 82 miíljónir í hlut hvers þeirra. Vonandi varpa ofangreindar upp- lýsingar Ijósi á misréttið í eigna- ogtekjuskiptingunni í þjóðfélaginu. Höfundurerfélagsmálarádhcrra. ------» ♦ ♦------ Furugerði 1; Tilboði Helga G. Jónssonar tekið BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 20,8 milljón króna tilboði Helga G. Jónssonar í utan- hússviðgerðir á Furugerði 1. Byggingadeild borgarverkfræð- ings mælir eftir sem áður með rúmlega 20,9 milljón króna tilboði Málningarþjónustunnar á Höfn hf. Að sögn Ólafs Jónssonar upplýs- ingafulltrúa Reykjavíkurborgar, bár- ust upphaflega 22 tilboð í verkið en að lokinni yfirferð var ákveðið að taka sjötta lægsta tilboði 20,969,930 millj. frá Málningarþjónustunni á Höfn hf. Þegar í ljós kom að 20,879,930 millj. króna tilboð Helga G. Jónssonar var ekki að finna á samanburðarskrá var ákveðið að taka tilboðið til endurskoðunar. í bréfi byggingadeildar til borgar- ráðs eru mistökin hörmuð en eftir sem áður er mælt með tilboði Máln- ingarþjónustunnar. SKEMMTUM OKKUR VEL í SUMAR hfM, ÍmmA Stórskemmtilegt sumarsport í Dansstúdíói Sóieyjar meö Ingó og Ásgeiri, þar sem hreyfingin og útiveran veröur í fyrirrúmi. Námskeiöiö er fyrir alla stráka á aldrinum 5-6 ára, 7-9 ára og 10-12 ára. Hvert námskeið veröur 3 vikur, 4x í viku, 3 tíma fyrir eða eftir hádegi. V JA R Höffubolti 25. maí - 12. júní 15. júní - 5. júlí 7. júlí - 25. júlí - Innritun hafin í síma 687701
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.