Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 13

Morgunblaðið - 14.05.1992, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 ----------------—--—------------- Tekju- og eignasklpt- ingin í þjóðfélaginu eftir Jóhönnu Sigurðardóttur Tekju- og eignaskiptingin í þjóð- félaginu hefur verið nokkuð til umræðu á undanförnum dögum sem ástæða er til að skýra nánar. Tekjuhæstu - tekjulægstu Á árinu 1990 voru launatekjur þess fimmta hluta á vinnumarkaðn- um sem hæstar hafði tekjurnar tæp 44% af heildaratvinnutekjum með- an hlutur þess fímmta hluta fólks á vinnumarkaði sem lægstar hafði tekjurnar var innan við 4%. Hér er ekki um að ræða laun á tímaeiningu og gefur því ekki rétta mynd af launamismuni, en mismunandi vinnuframlag getur skýrt hluta af þessum tekjumun. Engu að síður sýnir þetta hvemig heildaratvinnu- tekjur dreifast milli tekjuhópa. Þetta er byggt á upplýsingum unnum úr skattframtölum frá Þjóð- hagsstofnun um dreifíngu atvinnu- tekna 1987-1990. Óllum sem skattayfirvöld áætla laun á er sleppt. Með tekjunum eru talin öll hlunnindi að frádregnum kostnaði, s.s. bílastyrkir og dagpeninga- greiðslur. „Þær upplýsingar sem hér eru settar fram eru fyrst og fremst mæli- kvarði á misréttið í dreifingu atvinnutekna í þjóðfélaginu á ákveðnu tímabili. Þær varpa því ljósi á hvað einstakir tekjuhópar bera úr býtum fyrir vinnuframlag sitt á vinnumarkaðnum. “ Eins og sjá má á töflunni hefur þróun atvinnutekna á þessu tíma- bili orðið sú að hlutur tekjuhæsta hópsins hefur heldur aukist í heild- aratvinnutekjum, en hlutur milli- tekju- og láglaunahópanna dregist saman. Þannig hafa svo dæmi sé tekið milli áranna ’88 og ’89 færst 525 milljónir króna frá tekjulægsta fimmtungnum til þess tekjuhæsta. 14-faldur launamunur Til að nálgast frekar hinn raun- verulega launamun er rétt að skoða dreifingu atvinnutekna kvæntra karla árin 1982,1986 og 1987 sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar. En áætla má að hluta- Dreifing atvinnutekna kvæntra karla 25-65 ára Hlutdeild í heildaratvinnutekjuin 1982 1986 1987 Tekjuhæstu 20% 33,8 35,2 35,7 þ.a. hæstu 5% 11,3 12,0 12,2 Næsthæstu 20% 23,3 23,4 23,4 Þarnæstu 20% 19,0 18,5 18,7 Þarnæstu 20% 15,2 14,4 14,3 Tekjulægstu 20% 8,8 8,4 8,0 þ.a. lægstu 5% 1,1 1,1 0,9 Dreifing atvinnutekna 1987-1990 Allir án tekjulausra 1987 1988 1989 1990 Tekjuhæstu 20% 43,3 43,48 43,89 43,83 Næsthæstu 25,1 25,20 25,31 25,45 Miðhópur 17,1 16,95 16,89 16,82 Þarnæstu 10,5 10,40 10,28 10,23 Tekjulægstu 3,98 3,98 3,62 3,65 störf í þessum hópi skekki lítið myndina og langflestir séu fullvinn- andi. Eins og sjá má kemur fram tæp- lega fjórtánfaldur launamunur á 5% þeirra tekjuhæstu og 5% þeirra tekjulægstu. Einnig má sjá á þessari töflu að hlutur tekjuhæsta fimmtungsins hefur aukist um 1,9% árið 1987 samanborið við árið 1982. Á verð- lagi í apríl ’92 er hér um að ræða 1,6 milljarða króna. Á sömu árum hefur hinsvegar hlutur tekjulægsta fimmtungsins minnkað um 0,8% eða um 650 m.kr. á sama verðlagi. Mælikvarði á tekjur fyrir vinnuframlag Þær upplýsingar sem hér eru settar fram eru fyrst og fremst mælikvarði á misréttið í dreifingu atvinnutekna í þjóðfélaginu á ákveðnu tímabili. Þær varpa því ljósi á hvað einstakir tekjuhópar bera úr býtum fyrir vinnuframlag sitt á vinnumarkaðnum. Ráðstöfun- artekjur heimilanna ráðast síðan af ýmsum tekjujöfnunartilfærslum hins opinbera, s.s. greiðslu barna- bóta og álagningu beinna skatta. Eignaskipting hjóna Samkvæmt skattframtölum hjóna árið 1990 var skuldlaus eign hjóna tæplega 333 milljarðar króna sem skiptast þannig: Fasteignir rúmlega 320 milljarðar - --Ófcrtæki'- *-tæplegakkrniÚjarður * Peningar, verðbréfvog hlutabréf rúmlega 52 milljarðar Aðrar eignir tæplega 39 milljarðar Skuldir tæplega 112 milljarðar * Áætlað er að 73 milljarðar í verðbréfum og innlánum komi ekki fram á skattfram- tölum. Hrein eign skiptist hlutfallslega þannig milli tæplega 54 þúsund hjóna: 33% áttu 1,38% af skuldlausri eign 19%áttu 52% af skuldlausri eign 48% áttu 47% af skuldlausri eign Tæpir 17 milljarðar skiptust milli 204 eignahæstu hjónanna. Að með- altali koma 82 miíljónir í hlut hvers þeirra. Vonandi varpa ofangreindar upp- lýsingar Ijósi á misréttið í eigna- ogtekjuskiptingunni í þjóðfélaginu. Höfundurerfélagsmálarádhcrra. ------» ♦ ♦------ Furugerði 1; Tilboði Helga G. Jónssonar tekið BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka rúmlega 20,8 milljón króna tilboði Helga G. Jónssonar í utan- hússviðgerðir á Furugerði 1. Byggingadeild borgarverkfræð- ings mælir eftir sem áður með rúmlega 20,9 milljón króna tilboði Málningarþjónustunnar á Höfn hf. Að sögn Ólafs Jónssonar upplýs- ingafulltrúa Reykjavíkurborgar, bár- ust upphaflega 22 tilboð í verkið en að lokinni yfirferð var ákveðið að taka sjötta lægsta tilboði 20,969,930 millj. frá Málningarþjónustunni á Höfn hf. Þegar í ljós kom að 20,879,930 millj. króna tilboð Helga G. Jónssonar var ekki að finna á samanburðarskrá var ákveðið að taka tilboðið til endurskoðunar. í bréfi byggingadeildar til borgar- ráðs eru mistökin hörmuð en eftir sem áður er mælt með tilboði Máln- ingarþjónustunnar. SKEMMTUM OKKUR VEL í SUMAR hfM, ÍmmA Stórskemmtilegt sumarsport í Dansstúdíói Sóieyjar meö Ingó og Ásgeiri, þar sem hreyfingin og útiveran veröur í fyrirrúmi. Námskeiöiö er fyrir alla stráka á aldrinum 5-6 ára, 7-9 ára og 10-12 ára. Hvert námskeið veröur 3 vikur, 4x í viku, 3 tíma fyrir eða eftir hádegi. V JA R Höffubolti 25. maí - 12. júní 15. júní - 5. júlí 7. júlí - 25. júlí - Innritun hafin í síma 687701

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.