Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1992, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAI 1992 Fæðingarheimilið: Fæðingagangnr á Landspítala ÁRNI Gunnarsson, formaður stjórnamefndar Ríkisspítala, segir að í samkomulagi um framtíð Fæðingarheimilisins í Reykjavík felist að gengið verði frá sérstökum fæðingagangi innan Landspítalans. Þannig verði konum áfram tryggður sá valkostur við fæðingar sem var á Fæðingarheimilinu. Starfsfólki Landspítalans hefur enn ekki verið kynnt samkomulagið en unnið er að tæknilegri úttekt og könnun á kostnaði við breytinguna. Ámi sagði að þarna væri fundin lausn á þeim meginvanda, sem væri að konur hefðu áfram valkost við fæðingu. Hugmyndin sé að ganga frá fæðingargangi innan Landspítal- ans þar sem konur muni njóta sam- bærilegrar þjónustu og á Fæðingar- heimilinu. „Þetta er niðurstaða sem allir sætta sig við,“ sagði Árni. „Það sem að okkur snýr núna er tækni- lega hliðin, það er með hvaða hætti verði hægt að koma þessu við.“ Fæðingargangurinn verður í tengsl- um við fæðingardeildina og bak- tryggingu um að þar verði um að ræða tæknilega fullkomin fæðingar- deild. „Við emm ekki búnir að sjá hver kostnaðurinn verður,“ sagði Ámi. „Við munum ná fram sparnaði með því að leggja Fæðingarheimilið niður en þar gætum við komið fyrir lang- legudeild fyrir krabbameinssjúkl- ínga. Byssumaðurinn í Mávahlíð: Krafist gæsluvarð- halds yfir manninum Rannsóknarlögregla ríkisins gat í gær ekki yfirheyrt byssu- manninn, sem víkingasveit lög- reglunnar handtók i Mávahlíð í árangurslausar tilraunir til að fá hann til að tjá sig um málið í sam- Morgunblaðið/bigurður Jónsson Lokið við að steypa brúargólfið Lokið var við að steypa gólf Ölfusárbrúar í gær en þá var myndin hér að ofan tekin. Gert er ráð fyrir að hleypa léttri umferð á brúna að nýju 20. maí og opna hana fyrir allri umferð 25. maí. Steypuvinnan við brúargólfíð tafðist um fimm daga vegna kulda en næturfrost hefur verið undanfarna daga. Næstu verkþættir við endurnýjun brúarinnar eru vinna við gangbrautina, frágangur handriða og vinna við norð- urenda brúarinnar sem breytist nokkuð. Sig. Jóns. Reykjavík í fyrrakvöld, vegna annarlegs ástands hans. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins voru gerðar þijár hengi. Framburður þess sem fyrir KeflaVÍkurflUgfVÖllur: skotinu varð er einnig óljós og --—------- Drukknaði í Sandgerði Maðurinn sem drukknaði í Sand- gerðishöfn hét Friðrik Olafsson og var búsettur í Fífumóa 1 í Njarðvík. Hann var 28 ára gamall, fæddur 25. september 1963. Friðrik vann á þungavinnuvélum hjá íslenskum að- alverktökum á Keflavíkurflugvelli. Hann var ókvæntur og bamlaus. samhengislaus, samkvæmt upp- lýsingum blaðsins. Hann lá á sjúkrahúsi í gær en er ekki í lífs- hættu en kúlan gekk inn um vinstra munnvik hans og út úr kinninni við eyrað. RLR lagði í gærkvöldi fyrir saka- dómara kröfu um gæsluvarðhald yfír byssumanninum og verður af- staða til hennar væntanlega tekin í dag. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er enn margt óljóst um til- drög málsins. Þó liggur fyrir að ein ástæða þess að umsátrið, sem stóð á þriðju ídukkustund, dróst á langinn var sú að lögreglu gekk erfiðlega að koma á beinu símasambandi við manninn vegna tíðra hringinga í hann utan úr bæ. Starfsmannafélag tíl að tryggja atvinnuöryggi Vogum. Starfsmenn varnariiðsins á Keflavíkurflugvelli stofnuðu starfs- mannafélag á útifundi utan vallargirðingar, við aðalhlið varnarsvæð- isins, eftir vinnutíma í gær. Á sjöunda hundrað manns hafa skráð sig í félagið. Starfsmannahald varnarliðsins hafnaði beiðni um að halda stofnfundinn í kvikmyndahúsi varnarliðsins. V estmannaeyjar: Læða heimsótti ljósmóður Vestmannaeyjum. SVÖRT læða leitaði skjóls hjá Guðnýju Bjarnadóttur, Ijós- móður í Eyjum, í vikunni og gaut hjá henni fjórum myndar- legum kettlingum. Guðný hafði orðið vör við læð- una kringum hús sitt í nokkra daga en þegar hún var á leið til vinnu einn morgun í vikunni stóð kisa á tröppunum og vældi. Glögg augu Ijósmóðurinnar sáu að kisa var komin með léttasótt- ina og hríðimar byijaðar. Brá Guðný skjótt við, ræsti bónda sinn og fann til kassa handa kisu, en áður en hún komst í hann fæddist fyrsti kettlingurinn á stéttinni. Kisu var síðan komið í kassann, eða fæðingarrúmið eins og Guðný orðaði það, og færð inn fyrir þar sem hún gaut þeim þremur kettlingum sem á eftir komu undir öruggu eftirliti Ijós- móðurinnar. Guðný sagðist engin deili vita á kettinum en vonaðist til að hafa uppi á eigandanum svo hún gæti komið kisu og afkvæmum hennar heim af fæðingardeildinni sem fyrst. Grímur Nýkjörinn formaður félagsins, Ómar Jónsson flutti ávarp og sagði meðal annars: „Það er álit þeirra sem að fundinum standa að stofnun starfsmannafélags sé nauðsynleg til að vekja athygli og samstöðu um hagsmuni þeirra sem hjá varn- arliðinu starfa. Ekki síst með tilliti til þeirra breytinga sem óhjákvæmi- lega verða vegna niðurskurðar Bandaríkjanna á framlögum til vamarmála. Varnarliðið hefur í gegnum árin verið einn stærsti vinnuveitandinn á Iandinu. Vera þess hér hefur kall- að á fjölda starfsmanna, sem marg- ir hafa sérhæft sig í störfum sem ekki nýtast öðrum. Það er því ljóst að aukinn samdráttur hjá varnarlið- inu kallar á aðgerðir til aðlögunar að hálfu varnarliðsins og íslenskra stjómvalda. Meðal annars með því að virða varnarsamninginn. Stofnun starfsmannafélags snýst fyrst og fremst um atvinnuöryggi. Félagið mun ekki hafa bein af- skipti af kjarasamningum en mun sækjast eftir góðu samstarfi við öll launþegafélög sem gæta hagsmuna þeirra sem hjá vamarliðinu starfa." Að sögn Friðþórs Eydals blaða- fulltrúa hefur varnarliðið ekkert að athuga við stofnun nýs starfs- mannafélags, enda nokkur þegar starfandi. En eðlilegt þyki að slík starfsemi fari fram utan vinnutíma og því hafí beiðni um að nota kvik- myndahús vamarliðsmanna til fundarhalda í vinnutíma verið hafn- að. E.G. Félagsmálaráðuneytið: Aukið eftirlit með erlendu vinnuafli SAMKVÆMT samningnum um evrópskt efnahagssvæði verður eftir- lit með útlendingum sem koma til landsins aukið frá því sem verið hefur og að sögn Berglindar Ásgeirsdóttur, ráðuneytisstjóra í félags- málaráðuneytinu, er nú verið að móta tillögur um hvernig að þessu verður staðið. Allen Born í viðtali við Metal Bulletin: Byggjmn álver á íslandi Telur að eftirspurn eftir áli fari vaxandi á næstu árum ALLEN Born, stjórnarformaður Amax, samsteypunnar sem á banda- ríska álfyrirtækið Alumax, segir í samtali við tímaritið Metal Bullet- in 16. apríl sl. að Atlantsálfyrirtækin þijú séu ákveðin í að byggja álver á Islandi. Hann segist einnig telja að álmarkaðurinn sé á upp- leið og eftirspurn eftir áli í heiminum muni fara vaxandi til 1995-96 sem nemi framleiðslu fimm nýrra álbræðslna. um „Við höfum lokið við áætlanir byggingu 200 þúsund tonna álverksmiðju á íslandi. Við munum reisa hana þegar réttur tími gefst ásamt tveimur evrópskum félög- segir Allen Born. Þá segist um, hann í viðtalinu telja að efnahags- aðstæður muni fara batnandi fram á miðjan áratuginn og eftirspurn eftir áli fara vaxandi, sérstaklega vegna aukinnar álnotkunar í bíla- iðnaði. Allen Born segir að árið 1991 hafi verið áliðnaðinum erfitt og ál- verð í heiminum sé enn lágt. Hins vegar muni áliðnaðurinn fara að rétta úr kútnum í kjölfar samdrátt- ar sem gripið hafi veríð til í álfram- leiðslu og telur auk þess að álfram- boð frá Rússlandi muni fara minnk- andi. Aðspurður neitar hann því að enn sé haldið uppi þrýstingi á Amax og aðra álframleiðendur um að draga ennfrekar úr framleiðslu sinm. Berglind sagði að út frá hag- skýrslum eigi framvegis að gefa upplýsingar um fjölda útlendinga sem koma til landsins og fyrsta starf þeirra og eigi það ekki ein- ungis við um borgara í aðildarlönd- um EES-samningsins. „Við höfum til dæmis ekki þurft að fylgjast með Norðurlandabú- um, en nú þurfum við að hafa tölulegar upplýsingar um þá sem aðra. Allir útlendingar sem nú koma til landsins eru skráðir og er þeim óheimilt að leita sér að vinnu samkvæmt núgildandi regl- um. Með EES-samningnum breyt- ist þetta fyrir þá sem þar eiga hlut að máli, en við erum að vinna að „því að finna út hvernig því verður best háttað. Við undir- göngumst skyldur um að gefa skýrslur um fjölda útlendinga, kyn og starf, og um leið gerir þetta okkur kleift að fylgjast með því hvort það sé einhver röskun í ein- stökum greinum eða svæðum. Við erum raunverulegá að tala aukið samstarf þeirra aðila sem koma að málum útiendinga," sagði hún. -»-♦ ♦ Stéttir og ræktun: ÖÍTtilboð yfir áætlun BORGARRÁÐ hefur samþykkt að tillögu Innkaupastofnunar, að taka 22,6 milljóna króna tilboði lægstbjóðanda, Verksteypunnar hf., í að steypa gangstéttir og ræktun í borginni. Sex tilboð bár- ust í verkið, öll yfir kostnaðar- áætlun, sem var 22,1 milljón kr. um Næst lægsta boð áttu S.H. verk- takar hf., en þeir buðu 26,9 millj., Víðir Guðmundsson 28,3 millj., Ás- geir Þór Hjaltason 28,8 millj., Eð- varð Árnason 31,8 millj. og Böðvar Sigurðsson bauð 36,4 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.