Morgunblaðið - 14.05.1992, Page 35

Morgunblaðið - 14.05.1992, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1992 35 Frá vordögum Húsasmiðjunnar í fyrra. Hafnarfjörður: Húsasmiðjuhlaupið verð ur hlaupið fyrsta sinn 16. MAÍ nk. verður Húsasmiðju- hlaupið í Hafnarfirði. Þetta verður í fyrsta skipti sem hlaup- ið er hlaupið, en það er liður í vordögum Húsasmiðjunnar. Hlaupið er ávöxtur samvinnu Húsasmiðjunnar og FH. Vor- dagarnir eru bæði utan- og inn- andyra hjá Húsasmiðjunni í Skútuvogi 16 í Reykjavík og Helluhrauni 16, Hafnarflrði. Þeir eiga að höfða til þeirra sem ætla út í framkvæmdir í sumar, allt frá því að snyrta trén í garð- inum og til þess að reisa sumar- bústað. Vegalengdir í hlaupinu verða eftirfarandi: 3 km., 10 km. og, hálfmaraþon. Allir sem koma í mark fá verðlaunapening. Hálfm- araþonhlaupið er jafnframt ís- landsmeistaramót. I 3 km. hlaup- inu verður foreldrum með barna- vagna boðið að taka þátt og labba þeir þá vegalengdina með vagninn. Að sjálfsögðu fær þá bamið einnig verðlaunapening. Þáttökugjald er 500 krónur fyr- ir 15 ára og eldri og 400 krónur fyrir 14 ára og yngri. Þeir sem eru með barnavagna greiða 500 krónur. Þáttökugjaldið rennur til frjálsíþróttadeildar FH. . Laugarásbíó sýnir myndina Náttfatapartý LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýn- ingar á myndinni Náttfatapartý. Með aðalhlutverk fara Tisha Cam- bell, Ima o.fl. Leikstjóri er Dough McHenry og George Jackson. Þessi tónlistar- og gamanmynd er framhald af myndinni „House Party“ en nú eru strákamir ekki táningar lengur, heldur ungir menn með hug- sjónir. Kid hefur fengið námsstyrk og fer í háskóla en Play er ákveðinn í að vera fljótt bæði ríkur og frægur fyrir hip-hop tónlist sína. Samband byggingamanna: Atvinna, umhverfi og vel- ferð eru kjörorð ársþings „GETUR íslenskur sjávarútvegur tryggt betri lífskjör í næstu fram- tíð?“ er spurning sem Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri SH leit- ast við að svara á þingi Sambands byggingamanna sem hefst í Stapanum í dag. Erindi Friðriks er hluti af atvinnumálaumræðu sem fram fer á þingi SBM, en meðal annarra framsögumanna eru Gunnar Snorri Gunnarsson, skrifstofustjóri í utanríkisráðuneyt- inu, og Bendt Jensen, formaður Múrarasambands Danmerkur, sem fjallar um reynslu Dana af þátttöku á atvinnusvæði Evrópubanda- lagsins. Grétar Þorsteinsson, formaður SBM, mun í þessari umræðu fjalla um það hvernig íslensk verktaka- starfsemi hefur þróast undanfarin ár og sérstaklega hvernig undir- verktakastarfsemi hefur smám saman breyst launamönnum í þessari grein verulega í óhag. Á síðari árum hefur mönnum orðið ljósara en áður mikilvægi þess að tekið sé tillit til umhverfis- þátta í nýsköpun atvinnulífsins. Magnús Jóhannesson, aðstoðar- maður umhverfisráðherra, ræðir þetta efni við byggingamenn. Byggingamenn hafa á undan- Eitt atriði úr myndinni Náttfata- partý. förnum árum lagt mikla áherslu á vinnuverndarmál og verður sér- stakur kafli á þinginu helgaður þessum málaflokki m.a. í tengslum við evrópska vinnuvemdarárið sem nú er nýhafið. Það er Magnús Ólafsson sem ætlar að spjalla um þetta efni, en Hulda Ólafsdóttir mun ræða um samband álagssjúk- dóma, líkamsbeitingu við vinnu og launakerfí. Þá mun Vinnueftirlitið standa fyrir sýningu á þinginu um vinnuvemd. Eitt af stórmálum verkalýðs- hreyfingarinnar eru ákvæðin um staðbundinn forgangsrétt til vinnu sem er að fínna í mörgum kjara- samningum launamanna og at- vinnurekenda hér á landi. Aðildar- félög SBM hafa rætt forgangsrétt- armálin á undanförnum mánuðum og fyrir þinginu liggur það verk- efni að móta stefnu í þessu mikil- væga máli. Þing Sambands bygginga- manna hefst kl. 13 á fimmtudag og lýkur síðdegis á laugardag. (Úr fréttatilkynning)u -------» ♦ ♦-------- ■ LEIKSVIÐIÐ heldur rokktón- leika í Gijótinu, Tryggvagötu í kvöld, fimmtudaginn 14. maí og hefjast þeir kl. 23.00. Hljómsveitina skipa: Harrý Óskarsson, Alfreð Alfreðsson, Jóhann Vilhjálmsson og Ágúst Karlsson. Listahátíð í Reykjavík 1992 SHURA CHERKASSKY Píanótónleikar í Háskólabíói kl. 1 4.30 laugardaginn 6. júní. Miðasala Listahátíðar er í Iðnó við Tjörnina. Opið alla daga frá kl. 12-19. Upplýsingar og miðapantanir í síma 28588 frá kl. 10— 19 alla daga. Greiðslukortaþjónusta. Innanhússarkitekt réðleggur viðskiptavinum Metró Guðrún Benediktsdóttir innanhússarkitekt.FHÍ, verður í versluninni Metró fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 11-14, og veitir viðskiptavinum ráðleggingu um val á málningu. Verið velkomin í Metró og þiggið ókeypis ráðgjöf. M METRO í MJÓDD Álfabakka 16 • Reykjavík • Sími 670050 KOMJVfcll NOTAÐAR VINNUVÉLAR fil sölu Teg. CASE 580G turbo. Árg. 1998 Vinnustundir: 3.000 Verð 1,8-2,0 millj. án vsk. Teg. CASE 1150C Árg. 1984 Vinnustundir: 3.500 Verð 3,5 millj. án vsk. v. Teg. LIBHERR 922 ÁRg. 1985 Vinnustundir: Ca. 10.000 Verð 3,5 millj. án vsk. Teg. CASE 125 B Árg. 1989 Vinnustundir: Ca. 5.500 Verð 4,0 millj. án vsk. Teg: ATLAS 1902 DHD Árg. 1982 Vinnustundir: Ca. 12.000 Verð tilboð Hafið samband við sölumenn KOMATSU NÝBÝLAVEGI 8. SÍMI 91-44144 Þú sralar lestrarþörf dagsins I.O.O.F. 5 = 17451419 = Lf. I.O.O.F. 11 =17405147'/2 = L.F. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðis- herinn Kirfcjustræti 2 Samkoma í kvöld kl. 20.30. Ljóð eftir Hugrúnu, skáldkonu sung- in og lesin. ingibjörg og Óskar stjórna og tala. Kaffisopi á eftir. Allir velkomnir. Snmhjálp i kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma i Þríbúðum, Hverfisgötu 42. Mikill söngur og vitnisburðir. Orð hefur Brynjólfur Ólason. Kaffi að lokinni samkomu. Samhjálparsamkoma verður f Ffladelfíu nk. sunnudag, 17. maí, kl. 16.30. Samhjálp. ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 í kvöld kl. 20.30 Kynning á ferðum sumarsins og upplýsingar um útbúnað og fleira, sem tengist ferðunum, verður á Hallveigarstíg 1. Farar- stjórar verða til viðtals og veita nánari upplýsingar og hægt verður að bóka sig í ferðir. Kaffi veitt í hléi og hægt verður að kaupa meðlæti gegn vægu verði. Allir velkomnir. Um næstu helgi: 15.-17. maí Básar á Goðalandi Skipulagðar gönguferðir. 15.-17. maí Eyjafjallajökull Gist verður í Básum og gengið yfir Eyjafjallajökul á laugardag- inn. Brottför i báðar ferðirnar kl. 20.00 frá BSl. Miðasala og nán- ari jjpplýsingar á skrifstofu Úti- vistar. Sjáumstl Útivist. FERÐAFELAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Fimmtudagur 14. maí Sólarganga: Seltjarnar- nes -Suðurnes Brottför frá Mörkinni 6 kl. 19.45 og kl. 20.00 frá BSl, austanmeg- in. Það er öllum boðið ókeypis í þessa fyrstu kvöldgöngu vors- ins. Skemmtilegt útivistarsvæði við byggð sem allir ættu að kynnast. Ath. að skrifstofa Ferðafélagsins flytur um helg- ina í nýja félagsheimilið Mörk- inni 6. Sfðustu opnunardagar á Öldugötu 3 eru i þessari viku. Nánar auglýst um helgina. Sunnudagsferðir 17. maí: Kl. 10.30 Þjóðleið 4: Þorláks- höfn - Selvogur. Kl. 13.00 Sel- vogshelði - Eiríksvarða - Hell- ishæð. Upphafsganga rað- göngunnar verður endurtekin sfðar. Ferðafélag (slands. Hvítasunnukirkjan Völvufelli Samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.