Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 23

Morgunblaðið - 14.05.1992, Síða 23
MORGUNBIjAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAI 1992 23 Ríkissljórnin ákveður kaup á þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna: Super Puma þyrla tal- in álitlegasti kosturinn RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að fela dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra að leita samninga um kaup á hentugri þyrlu fyrir Landhelgisgæsluna á grundvelli greinargerð- ar ráðgjafahóps sem ráðherra skipaði í febrúar síðastliðnum. Meðal annars hefur ríkisstjórnin ákveðið að láta skuli á það reyna með viðræðum við sljórnvöld í Bandarikjunum á hvaða kjörum verði hægt að kaupa þyrlu í gegnum sölukerfi Bandaríkjahers. Fyrrgreind- ur ráðgjafahópur, sem dómsmálaráðherra skipaði til að gera tillög- ur og vera til ráðgjafar um kaup á hentugri björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna, lagði til með skýrslu sem skilað var nýlega á að lögð verði áhersla á að fá keypta notaða Super Puma þyrlu sem yrði búin nauðsynlegum tækjabúnaði. Jafnframt vildi nefndin láta kanna aðra kosti, sem hugsanlega að komi til greina, þ.e kaup á nýrri Super Puma þyrlu, kaup á Sikorsky HH-60J þyrlu eða Bell BT214 ST þyrlu. Nefndin segir í skýrslu sinni að Super Puma kom- ist næst því að uppfylla ítrustu óskir sem fram hafa komið um af- kastagetu og aðra tæknilega hæfni nýrrar björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Sikorsky HH-60J, Jay Hawk, þyrla komi vart til álita að mati nefndarinnar við val á nýrri þyrlu, þar sem rekstrarkostnaður þeirrar gerðar sé langhæstur af þeim þyrl- um sem til greina koma. Ekki verði séð að hægt sé að ná neinum um- talsverðum sparnaði í rekstri þeirr- ar þyrlu með samstarfi við varnar- liðið. Nefndin segir að rekstrarkostn- aður Sikorsky HH-60J þyrlu yrði um 289,5 milljónir króna á ári, ný Super Puma kostaði um 208 millj- ónir króna á ári í rekstri en notuð þyrla af þeirri gerð kostaði væntan- lega um 165 millj. á ári að reka. Áætlaður stofnkostnaður vegna Si- korsky þyrlunnar sé um 1.300 millj- ónir króna, ný Super Puma muni kosta tæpar 900 milljónir en notuð um 550 milljónir króna. Notuð Sup- er Puma-þyrla hafi í meginatriðum sömu tæknilegu eiginleika og ný þyrla af þeirri gerð og hana megi búa sömu tækjum. Því komi fylli- lega til greina að kaupa notaða þyrlu að þessari gerð sem sé mun ódýrari kostur en að kaupa nýja, jafnframt því sem hún mundi kom- ast mun fyrr í rekstur. Samþykkt ríkisstjórnarinnar frá því í gær gerir ráð fyrir að skipuð verði þriggja manna viðræðunefnd sem í sitja fultrúar dómsmála- og fjármálaráðuneyta, auk forstjóra Landhelgisgæslunnar. Auk þess til- nefni forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra fulltrúa sína til að vera til ráðuneytis að því er varðar við- ræður við stjórnvöld í Bandaríkjun- um. Að sögn Ara Edwald aðstoðar- manns dómsmálaráðherra eru nefnd þessari engin tímamörk sett með starfi sínu. Gert er ráð fyrir því að næsta skref verði að fyrir ríkisstjórnina verði lögð drög að samningi um kaup á þyrlu af ein- hverri af fyrrgreindum gerðum. Þyrlunefndin telur að öruggasta og hagkvæmasta lausn björgunar- verkefna þar sem fara þarf langt á haf út sé að björgunarsveit varnarl- iðsins annist þau eins og verið hef- ur, enda hafi hún þegar tækjakost til þess og starfsreglur sém miða við að tvær þyrlur eða þyrla og fylgdar- eða eldsneytisflugvél fari til björgunarverkefna sem eru í meiri Ijarlægð en 50 sjómílur frá landi. Auk þeirra þyrlutegunda sem fyrr var á minnst, útilokaði nefndin fljotlega þrjár tegundir frá frekari samanburði. Um var að ræða Ad- vanced Sea King frá Westland- verksmiðjunum í Bretlandi. Hún var álitin of dýr bæði í rekstri og í inn- kaupum, en slík þyrla kostar um 1,1 milljarð króna. Black Hawk þyrla frá Sikorsky var ekki talin nægilega vel búin til björgunarflugs á haf út, t.d. varð- andi eldsneytisgeyma, neyðarflot og sjálfstýringu og rekstrarkostn- aður og innkaupsverð, 612 milljón- ir, þótti í hærra lagi miðað við aðr- ar þyrlygerðir, sem hafa fyrrgreind- an búnað. ítalskri þyrlu af gerðinni Agusta 'AB412 SP var einnig hafnað. ...Á FÍNU VERÐI Garðáburður: Áburður kr. 364 Blákorn kr. 453 Garðskeljakalk kr. 331 Garðagras (grasfræ) kr, 677 Vinnuvettlingar: Hvítir vinnuvettlingar úr bómull og einnig með plastdoppum kr. 88 Pappírsþurrka: Texi pappírsþurrka kr. 377 Ódýr stígvél: Græn, lág, stærðir 40-46 kr. 995 Einnota kolagrill: Álbakki með kolum, olíu og rist kr. 489 ...OG ÓTAL MARGT FLEIRA Gasgrill kr. 14.990 Olíufélagið hf - ávallt í alfaraleið c/3 o Ö u Þetta er ódýrasta tölvan með litaskjá MacintoshLC 4/40 • 12" litaskjár • Kerfi 7 á íslensku • Vönduð ísl'ensk handbók • Möguleikar á tengingu við Novell og Ethernet • Innbyggt AppleTalk • Getur lesið PC-diska • Compotj Dískpio 386i 20 (386SX 20) Maciníosh Classit il Macintosh LC NEC PowerMatc SX. 20(386SX 20) AST Promium il (3S6SX 20) IBM PS 2 3SSX (3865X 16) ACER 1116SX (386SX 16) Compaq Doskpro 386N 20 (386SX 16) IBM PS 2 SSSX (3S6SX 16) 0 —t—l——r—T—l—r—i—r i—rrr 0,5 1 1,5 r rr1 2 2,5 Skv. samanburðarrannsókn Ingram Laboratories í Bandaríkjunum á raunverulegri vinnslugetu. Verð með litaskjá aðeins 139.900,- kr./ stgr. Aoole-umboðið Skip Lppie-ui ipholti 21, sími (91)624800 AUKhfk15d11-257

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.