Morgunblaðið - 30.05.1992, Page 1
80 SIÐUR B/LESBOK
121. tbl. 80. árg.
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Falsað fé
tíl höfuðs
íröskum
efnahag
Boston. Frá Karli Blöndal, fréttaritara
Morgunblaðsins.
YMIS ríki hafa undir forystu
Bandaríkjamanna smyglað
ómældu magni af fölsuðum pen-
ingum inn í Irak í þvi skyni að
grafa undan efnahagslífi landsins,
að því er dagblaðið The New York
Times hefur eftir bæði vestrænum
og arabískum embættismönnum í
Jórdaníu.
Að sögn hefur fölsuðum dínörum
verið smyglað yfir landamæri Jórd-
aníu, Saudi-Arabíu, Tyrklands og
írans að Irak og standa auk Banda-
ríkjamanna Saudi-Arabar, íranir,
ísraelar og ónefnd vestræn ríki að
baki þessum aðgerðum. Einnig hefur
fölsuðum dollaraseðlum verið smygl-
að inn í landið.
Hvers kyns leynilegar aðgerðir til
að valda glundroða í Irak hafa færst
mjög í aukana undanfarna mánuði.
Talið er að það hafi gerst eftir að
Bandaríkjamenn ákváðu í febrúar
að gefa grænt ljós á slíkt.
Þetta mál hefur valdið fraksstjóm
það miklum vanda að smyglið hefur
verið fordæmt harkalega og lögð
fram mótmæli hjá Sameinuðu þjóð-
unum (SÞ). Tilraun var gerð til að
draga úr smyglinu með þungum refs-
ingum. Aðild að dreifingu falsaðs
fjár getur kostað lífstíðarfangelsi og
smygl varðar dauðarefsingu.
Falsaða féð hefur kynt undir verð-
bólgubálinu, sem var nógu slæmt
fyrir í írak vegna þess að stjómvöld
hafa eftir að Persaflóastríðinu lauk
látlaust prentað peninga til að greiða
hækkandi laun og endurreisn lands-
ins. f þokkabót er auðvelt að falsa
dínarinn vegna þess að hann er nú
prentaður á verri pappír en áður.
Dínarinn hefur einnig misst kjöl-
festu vegna þess að írakar hafa
gengið mjög á gjaldeyris- og gull-
sjóði sína við innkaup á varningi
framhjá viðskiptabanni SÞ.
Reuter
Óbreyttir borgarar birgja sig upp af brauði í Sarajevo í gær en þar er ríkir nú annars mikill matvælas-
kortur af völdum átakanna í Bosníu.
Skoskar
kindur
éta fugla
London. Daily Telegraph.
KOMIÐ hefur í Ijós að kindahjörð
á eynni Foula á Hjaltlandseyjum
í Skotlandi étur sjó- og farfugla
lifandi en kindurnar eru af stofni
sem barst til eyjunnar með víking-
um.
Dýrafræðingar frá háskólunum í
Glasgow og Cambridge hafa dvalist
í Foula og rannsakað lifnaðarhætti
kindastofnsins. Stóðu þeir kindurnar
að verki og sannreyndu með því
gamlar munnmælasögur um fuglaát
grasbítanna.
Kindurnar em 60 talsins og létu
þær til skarar skríða á varptímanum
og átu þá nokkur hundmð unga,
aðallega kríu- og skúmsunga.
Talið er að kindurnar séu að bæta
sér upp fæðuefnaskort með fuglsát-
inu, aðallega kalk- og fosfórskort.
Bryðja þær venjulega höfuð unganna
eða lappir og stundum vængbein en
leifa síðan því sem eftir er af hræinu.
Hörðustu árásír Serba í Króat-
íu og Bosníu frá því fyrir jól
Ályktun um allsherjar viðskiptabann talin vera í höfn í Öryggisráði SÞ
Belgrad, New York. Reuter.
SERBAR héldu uppi gífurlegri eldflauga- og stórskotaliðsárás á borg-
ir í Króatíu og Bosníu-Herzegovínu í gær og skutu herskip meðal
annars án afláts á sögufrægar byggingar í miðborg Dubrovnik. Að-
gerðir Serba eru þær hörðustu í hálft ár og sögðu vestrænir stjórnar-
erindrekar í Belgrad í gær að þeir virtust ekki hræðast yfirvofandi
alþjóðlegar efnahagslegar refsiaðgerðir.
I gærkvöldi var ályktun um refsi-
aðgerðir gegn Serbíu og Svartfjalla-
landi nánast í höfn í Öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og stefndi
allt í að atkvæðagreiðsla uni hana
færi fram í dag, laugardag. í texta
ályktunarinnar var gert ráð fyrir
allsheijar viðskiptabanni, flugbanni
og banni við íþróttasamskiptum.
Einnig að eignir Júgóslavíu erlendis
yrðu frystar.
Vesturveldin leggja ofurkapp á
að ályktunin kveði á um olíusölubann
en því eiga Rússar, sem sagðir voru
styðja tillöguna að öðru leyti, erfitt
með að kyngja. Sýnt þótti að Kín-
verjar myndu sitja hjá við atkvæða-
greiðsluna.
Carrington lávarður, sem reynt
hefur að miðla málum í deilum fyrr-
um lýðvelda júgóslavneska ríkjasam-
bandsins fyrir hönd Evrópuband-
alagsins (EB), sagði í gær að refsiað-
gerðirnar væru næstsíðasta úrræðið
til að stöðva bardagana. Ef þær
dygðu ekki væri einungis eitt ráð
til enn, hernaðarleg íhlutun.
Richard Boucher, talsmaður
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
sagði að ekki væri hægt að fullyrða
um það fyrirfram að refsiaðgerðir
dygðu til þess að knýja yfirvöld í
Belgrad til þess að stöðva hemaðar-
aðgerðir sínar í Bosníu og Króatíu.
Fulltrúar SÞ sögðu í gær að átök-
in í Bosníu hefðu hrakið a.m.k. 1,5
milljón manna á flótta frá heimilum
sínum og hungursneyð blasti við um
milljón manns sem innlyksa væru í
mörgum þorpum og bæjum í landinu.
Major vill opna
EB til austurs
London. Daily Telegraph.
JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, hefur boðið leiðtogum
þriggja rílqa Mið-Evrópu, sem allir áttu ríkan þátt í að hrinda
oki kommúnismans af viðkomandi þjóðum, til fundar í London í
haust sem haldinn verður í þeim tilgangi að leggja frekari drög
að inngöngu ríkjanna I Evrópubandalagið (EB).
Leiðtogamir eru Lech Walesa
Póllandsforseti, Vaclav Havel
Tékkóslóvakíuforseti og Jozsef
Antall, forsætisráðherra Ungveij-
alands. Með því að bjóða þeim til
til London er Major sagður vilja
undirstrika að Bretar munu leggja
áherslu á stækkun EB eftir að
þeir taka við forystuhlutverki í
bandalaginu í júlí. Vilja þeir að
fyrmm austantjaldsríkjunum
verði boðin aðild þegar efnahags-
ástand þeirra leyfir.
Major lauk í gær fjögurra daga
heimsókn til Póllands, Tékkóslóv-
akíu og Ungveijalands en það er
fyrsta utanför hans eftir þing-
kosningarnar í Bretlandi í byijun
apríl. Búist er við að hann fundi
með leiðtogum þessara ríkja
skömmu fyrir leiðtogafund EB í
Edinborg í desember nk. Hann
er sagður áforma að leggja að
leiðtogum EB að samþykkja á
Edinborgarfundinum yfirlýsingu
um að ríkin þijú fái aðild að
bandalaginu þegar efnahagur
þeirra verði nægilega þróttmikill,
líklega þegar nær dregur alda-
mótum.
Reuter
John Major heilsar óbreyttum borgurum á gönguferð um markað
í miðborg Búdapest í gær.
Eistartaka
upp krónu
Moskvu. Reutcr.
NYR gjaldmiðill verður tekinn
upp í Eistlandi ásamt rússnesku
rúblunni og verður hann nefnd-
ur króna eða „kroon“. Verður
upplagið takmarkað til að byrja
með og aðeins notað þegar rúbl-
useðlana skortir.
Ekki var tilkynnt hvenær krón-
an kæmi í umferð en Eistlendingar
verða hugsanlega fyrstir sovétlýð-
veldanna fyrrverandi til að taka
upp eigin gjaldmiðil. Eru önnur
ríki að huga að því líka en rúblan
er samt ennþá allsráðandi. Efna-
hagsumbæturnar í Rússlandi og
mikið aðhald í peningamálum
valda því hins vegar, að oft skort-
ir rúblur og hafa til dæmis Úkraín-
umenn brugðist við því með útgáfu
nokkurs konar skömmtunarseðla
eða úttektarmiða, sem notaðir eru
sem gjaldmiðill manna í millum.