Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992
Fæðingarheimili
Reykjavíkur
eftir Ingólf S.
Sveinsson
Staða Fæðingarheimilis Reykja-
víkur hefur verið í óvissu síðustu
mánuði síðan lagt var til og síðan
samþykkt í fjárlögum Alþingis að
minnka rekstrarfé heimilisins úr 60
í 20 milljónir á ári. Skyldi það fé
fært frá Borgarspítala yfir til rekst-
urs Landspítalans. Þessi ráðstöfun
var möguleg í framhaldi af þeirri
ákvörðun frá 1987 að reka Borgar-
spítalann með fjárlögum sem væri
hann ríkisfyrirtæki. Þá var Borgar-
spítalinn í raun sviptur fjárræði sínu
og sjálfræði að verulegu leyti. Einn-
ig koma hér til þau verkaskiptalög,
sem færðu endanlega allan rekstur
sjúkratrygginga og heilbrigðisþjón-
ustu frá sveitarfélögum yfir til ríkis-
ins árið 1990. Sú gjörð, sem allir
harma, var hrein afurð landsbyggða-
vælsins sáluga, gerð til að hlífa
smáum sveitarféiögum. Reykvíking-
ar fylgdu með í þeim pakka.
Við búum því í dag við ríkisrekst-
ur sjúkrahúsa og flestra þátta heil-
brigðisþjónustu sem og ríkiseinokun
sjúkratrygginga. Einstaklingar og
sveitarfélög hafa lítið vald í eigin
heilbrigðismálum. Þar ræður ríkið
sem þó virðist í meiri neyð en flestir
í þessu landi.
Sem áhugamaður um valfrelsi í
heilbrigðisþjónustu og varaborgar-
fulltrúi, vil ég rita nokkur orð um
þetta mál.
Hlutverk Fæðingarheimilisins
Fæðingarheimilinu var komið á
fót af brýnni þörf. Það gerðu samtök
einstaklinga. Bandalag kvenna beitti
sér fyrir því að Reykjavíkurborg
setti heimilið á stofn. Bamshafandi
konur höfðu löngum búið við óvissu
um hvort þær fengju pláss á fæðing-
ardeild til að ala börn sín. Þrengsli,
aukarúm, hrakningar og vandræða-
gangur eru enn í minni foreldra, sem
bjuggu við það aðstöðuleysi.
Varð Fæðingarheimllið vinsælt og
eins og fram hefur komið skipti þar
miklu máli hugsjónin um eðlilega
fæðingu þar sem konan er í virku
hlutverki sem móðir fremur en sem
sjúklingur á spítala. Hulda Jensdótt-
ir ljósmóðir varð innflytjandi á
fræðslu og menningu. Hún lagði
áherslu á slökun, náin tengsl móður,
barns og fjölskyldu, góða hvíld eftir
fæðingu og með nýjum hætti kenndi
hún konum að annast sig eftir að
þær komu heim. Starf heimilisins
hafði og hefur enn áhrif á þjónustu
annarra stofnana í landinu. Valfrels-
ið sjálft skipti miklu máli þama eins
og í allri þjónustu.
Aðsókn að Fæðingarheimili
Reykjavíkur minnkaði nokkuð eftir
1976 þegar ný álma var tekin í notk-
un við fæðingardeild Landspítalans
með bættum aðbúnaði og tækni sem
þá var ný. Veitti hún aukið öryggi
væru horfur á erfiðleikum í fæð-
ingu. Vegna þessarar minnkuðu að-
sóknar þótti stjórn Borgarspítalans
rétt að nýta betur húsnæði Fæðing-
arheimilisins með því að leigja tvær
neðstu hæðirnar tímabundið undir
aðra lækningastarfsemi unz aðsókn
yrði meiri. Er húsnæðið til staðar ef
á þarf að halda. Á síðasta ári var
húsnæði efstu hæðar endurbætt og
fæðingum fjölgaði á ný (464 alls).
Nútíma mæðraeftirlit greinir
áhættuþætti fyrirfram sem gefur
áreiðanlegar vísbendingar um hvort
vænta megi eðlilegrar fæðingar.
Öryggi á Fæðingarheimili Reykja-
víkur er þess vegna með því besta
sem fáanlegt er. Markmið heimilisins
er að sinna eðlilegum fæðingum með
áherslu á að fæðing er ekki sjúkdóm-
ur. Langflestar fæðingar eru heil-
brigðar og eðlilegar.
Sá sem þetta ritar þekkir þess
fjölda dæma úr starfi sínu að móðir
sem er þreytt eftir meðgöngu þarf
hvílandi sængurlegu. Langþreyttri
konu sem tekur að sér umönnun
bams með öðrum störfum er hætt
við heilsufarslegu niðurbroti sem of
oft varir árum saman. Ekki þurfa
allar konur á langri sængurlegu að
halda, en mikilvægi hennar er afger-
andi fyrir aðrar. Ráðherrasparnaður
ákveðinn fjarri þessum vettvangi er
dýr. Staðan í dag er krafa um það
að einstaklingar og sveitarféiög
þurfa að ráða meiru um eigin mál
en nú er.
Hlutverk borgarstjórnar
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur
gert sitt besta til að tryggja tilveru
heimilisins. Þar hafa verið í forystu
stjórnarmenn sjúkrastofnana
Reykjavíkurborgar (Borgarspítal-
ans), þeir Árni Sigfússon og Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson. Ut úr þeirri
baráttu hefur komið það loforð heil-
brigðisráðherra og stjórnar ríkisspít-
ala að staða Fæingarheimilisins
verði tryggð með þeim hætti að
fæðingar geti farið fram á vænt-
anlegum sérstökum gangi á fæðing-
ardeildinni. Konur sem þess óska
geti fætt þar við aðstæður líkar þeim
sem ríktu á Fæðingarheimilinu.
Standi þeim síðan til boða að flytj-
ast með börnin upp á Fæðingarheim-
ilið.
Vissulega gengur ýmsum treg-
lega að trúa á þetta fyrirkomulag.
Það kostar breytingar á Landspítala,
sem eftir er að framkvæma. Sam-
fella fæðingar og sængurlegu yrði
rofin. Fæðingardeild Landspítalans
hefur oft barist í bökkum vegna
yfirálags undanfarin ár og ekki hef-
ur verið gert ráð fyrir fjölgun starfs-
fólks vegna þeirra 460 fæðinga sem
bætast kunna við.
Starfsþreyta á yfirkeyrðri spítala-
deild þýðir venjulega sameiginlega
eymd sjúklinga og starfsfólks. Slík
staða má aldrei koma upp á fæðing-
arstofnun. Tal um valfrelsi yrði hjá-
róma við þær aðstæður.
Kostnaðarhliðin
Skuldsetning ríkisins ræður öllum
þessum gjörðum. Sagt er að breyt-
ingamar skuli spara um 20 milljónir
á ári en það dæmi má teygja á allan
veg. í miðstýrðri ríkisrekinni þjón-
eftir Ásmund
Brekkan
Undanfamar viku hafa fjölmiðlar
gefíð nokkum gaum að þeim erfíð-
leikum sem nú steðja að stærsta og
sérhæfðasta spítala landsmanna,
Landspítalanum. Fréttaflutningur
fjölmiðla um þann mikla vanda sem
stofnunin er nú stödd í vegna niður-
skurðar fjármuna til hennar hefur
verið réttur og, eins og raunar mátti
ætla, í þeim anda að bera þjóðinni
raunsanna mynd af þeirri kreppu
sem steðjar að þessum mikilvæga
þætti heilbrigðiskerfísins.
Vegna stöðu minnar serp formaður
læknaráðs Landspítalans hefur það
að talsverðu leyti komið í minn hlut
að mega túlka sjónarmið sjúkrahúss-
ins og starfsliðs þess. Eir.s og fyrr
segir hefur yfirleitt verið mjög skil-
víslega og rétt eftir haft, en nokkur
em þau atriði sem ég hef komið á
framfæri við alla þá fréttamenn allra
fjölmiðla sem við mig hafa rætt og
engum hefur greinilega þótt ástæða
til að tíunda.
Ég vil því leyfa mér að nefna þau
hér og nú og skýra stuttlega fyrir
lesendum.
Milli Landspítalans og læknadeild-
ustu er erfitt að finna verð á nokkr-
um hlut. Talið hefur verið að hver
barnsfæðing ásamt sængurlegu hafi
verið dýrari á Fæðingarheimilinu en
á fæðingardeildinni miðað við
undanfarin ár. Reiknaðar hafa verið
út tölurnar 90.000 og 120.000. Það
kann að skekkja dæmið Fæðingar-
heimilinu í vil að dvalartími er að
jafnaði heldur lengri þar. Þá er al-
gengt að konur flytjist á sjúkrahús
heimabyggða til sængurlegu eftir
fæðingu á Landspítala.
En þrátt fyrir alla óvissuþættina
kann þarna að vera kostnaðarmun-
ur. Hver á að borga hann ef hægt
er á krepputímum að fæða barn fyr-
ir 90 þúsund krónur. Það mætti tii
sanns vegar færa að dýrari leiðin
sé munaður þeirra sem hafa dýrari
smekk.
Þá kemur upp spurningin: Er
hægt að reka Fæðingarheimili
Reykjavíkur ef 90 þús. krónur fengj-
ust frá sjúkratryggingum fyrir
hveija fæðingu. Eru einhveijir til
sem vildu greiða umframkostnaðinn,
foreldar, ættingjar eða aðrir? Þó
væri best ef neytandinn greiddi hlut-
fall, t.d. 10% alls kostnaðar, trygg-
ingin afganginn. Þá hafa allir gagn-
kvæma ábyrgð og aðhald neytandi,
þjónustustofnun og trygging. Ef við
viljum hafa valfrelsi fremur en
skömmtun þurfum við að þora að
tala á þessum nótum. Það myndi
hressa upp á verðskynið í heilbrigðis-
þjónustunni þar sem oft sér ekki
handa skil.
Vissulega hefur sú hugmynd kom-
ið fram að Reykjavíkurborg tæki að
sér að halda Fæðingarheimilinu í
rekstri. Borgin,. „stór og rík“, gæti
vafalaust varið til þessa 40-60 millj-
ónum á ári, væri áhugi nægur. En
þótt Fæðingarheimilið eigi marga
velunnara, eru engu að síður fleiri
sem velja fæðingardeildina. Þar með
væri borgarstjórn að veija skattfé á
vafasaman hátt þar sem borgarbúar
hafa þegar greitt framlag til fæðing-
ardeildar í sköttum til ríkisins.
Lausnir mála með aukinni notkun
skattfjár eru ekki uppáhaldsaðferðir
sjálfstæðismanna.
Sjálfstæðisstefnan leggur áherslu
á frelsi einstaklinga til að ráða mál-
ar Háskóla íslands eru mjög náin
og langvinn tengsi. Allt frá stofnun
fyrir rúmlega sextíu árum hefur
Landspítalinn verið höfuðaðsetur
kennslu læknanema og nema úr öðr-
um heilbrigðisstéttum. Enda þótt
ekki skuli á neinn hátt vanmetinn
hlutur annarra sjúkrahúsa í þeirri
sögu er samt mjög stór hluti kennslu
og náms læknanema, hjúkrunar-
nema, meinatæknanema, röntgen-
tæknanema, sjúkraþjálfara og fleiri
stétta tengdur Landspítala. Þetta á
jafnt við um kennslu og rannsóknir.
í öllum þeim erfíðleikum, sem við
eigum við að glíma, uppsöfnuðum
og nú stórauknum, hefur ekki enn
tekist að kæfa þá viðleitni að haldið
sé uppi kennslu og rannsóknum inn-
an stofnunarinnar, sem raunverulega
standa undir nafni og þola saman-
burð við ágæti slíkra stofnana í ná-
grannalöndum okkar.
Ég get ekki látið hjá líða að minn-
ast á að fyrir rúmri viku fór fram
úthlutun úr Vísindasjóði Landspítal-
ans. Enda þótt ánægjulegt væri að
sá sjóður væri mun öflugri, þá var
samt úthlutað rúmum fjórum milljón-
um króna til fjölda vísindaverkefna
sem unnin eru af læknum Landspítal-
ans og samstarfsfólks þeirra. Öll
voru þessi verk á þann veg, efnislega
Ingólfur Sveinsson
„Til að stofnanir séu
góðar þurfa þær að
vera sjálfbjarga, fjár-
hagslega sjálfstæðar,
fjármagnaðar af þeim
sem þær þjóna, tryggð-
um einstaklingum í
raunverulegu mannúð-
arþjóðfélagi.“
um sínum sjálfir að sem flestu leyti,
andstætt forræðishyggju af öllu tagi
og opinberri forsjá. A þrengingar-
tímum ríkisins snýst forsjáin við. Þá
verða einstaklingarnir að sjá fyrir
hinum opinbera ofneyslusjúklingi,
greiða skuldir hans og fórna
hagsmunum sínum. Öryggi hinnar
opinberu forsjár verður lítið og
kröfuharka ofneyslusjúklingsins
mikil. En ríkið er ekki þjóðin. Ríkið
er aðeins tæki, fyrirtæki sem reynst
hefur nær ómögulegt að stjórna.
Enginn á þetta fyrirtæki og engum
þykir vænt um það. Þessu fyrirtæki
er ekki treystandi fyrir rekstri
sjúkrahúsa né sjúkratrygginga okk-
ar. Við höfum enga tryggingasamn-
inga, aðeins síbreytilegar tilskipanir.
Þjónustuframboð hinna ríkisreknu
sjúkrastofnana er skammtað. Krepp-
utímar og neyðarástand hafa verið
dagskipanir sjúkrahúsarekstursins í
mörg ár.
Hvað er til ráða?
Það er ótrúlegt að fólk sem vant
er að búa við valfrelsi í lífi sínu yfir-
leitt og vill annast börn sín þokka-
lega sætti sig við að búa við eymd
„Sú þekking, sem safn-
ast hefur fyrir í Land-
spítalanum og hefur
fram undir þetta leyft
að hér sé hægt að veita
bestu læknishjálp og
aðhlynningu sem völ er
á, má ekki glatast.“
sem vísindalega, að hvaða stofnun
og háskóli sem er væri vel sæmdur
af þeim og þeim þrótti, sem þannig
kemur í ljós. (Til að fyrirbyggja mis-
skilning, nú í efnahagsumræðunni,
er rétt að geta þess að fjármunir til
sjóðsins koma bæði frá meðlimum
læknaráðs spítalans og af hluta
tekna frá göngudeildum hans.)
Það er nauðsynlegur þáttur í
rekstri og framþróun sérhvers spít-
ala, að ekki sé minnst á háskóla, að
eiga aðgang að bókasafni. Besta,
stærsta og metnaðafyllsta læknis-
fræðibóksafns landsins er rekið af
Landspítalanum og Háskólanum og
í húsakynnum Háskólans á Landspít-
alalóðinni. Sú þekking, sem safnast
hefur fyrir í Landspítalanum og hef-
ur fram undir þetta leyft að hér sé
og leiðindi ríkisrekinnar heilbrigðis-
þjónustu til lengdar. Opinber rekstur
er óhagkvæmur hvar sem er í heim-
inum. Ekki þarf að fara lengra en
að minnast Bæjarútgerðar Reykja-
víkur, sem kostaði þorgarbúa nær
hálfa milljón á dag, eða Skipaútgerð-
ar ríkisins, sem kostaði landsmenn
um eina milljón daglega. Nú eru þær
horfnar. Enginn saknar þeirra. Út-
gjöldin hurfu. Starfsemin batnaði
að öllu leyti. Það myndi leysa marg-
an vanda einstaklinga og byggða í
þessu landi að leggja niður ríkisút-
gerð heilbrigðismála. Ríkið myndi
minnka mjög og auðveldara yrði að
stjórna því. Alþingismenn þyrftu
ekki að rökræða smáatriði í spítala-
rekstri á sjálfu löggjafarþinginu.
Ábyrgðin á rekstri sjúkrastofnana,
eins og t.d. Fæðingarheimilis
Reykjavíkur, myndi færast í hendur
þeirra sjálfra. Þær gætu síðan lifað
og dafnað ellegar dáið á eigin ábyrgð
án aðstoðar ráðherra.
Tryggingar einstaklinganna
leysa málin
Stefna sjálfstæðismanna í heil-
brigðismálum, samþykkt á síðasta
landsfundi, gerir ráð fyrir endurreisn
sjúkratrygginga, sem yrðu á ný í
höndum einstaklinga. Stefnan gerir
ráð fyrir því að minnka í engu samfé-
lagslega ábyrgð, heldur auka hana.
Tryggingar yrðu áfram skylda og
engir ótryggðir. Tryggingagjöld
yrðu tengd tekjum og aðrir skattar
lækkuðu sem þeim næmi. í byijun
yrðu tryggingagjöldin væntanlega
innheimt samhliða sköttum en vand-
lega aðgreind frá tekjum ríkisins.
Rekstur tryggingafélaga (sjúkra-
samlaga) mætti vera í höndum sveit-
afélaga, byggðasamlaga eða einka-
tryggingafélaga. Aðalmálið er að
ríkið komi hvergi nærri.
Um leið og einstaklingar eru
komnir með tryggingar í eigin hend-
ur eru þeir orðnir borgunarmenn
fyrir heilbrigðisþjónustu. Viðskipta-
frelsi og valfrelsi er þar með komið
á og einokun ríkisins útrýmt. Einok-
un og valfrelsi fara aldrei saman.
Svokallað velferðarkerfi með ríkis-
einokun og miðstýringu tilheyrir lið-
inni tíð. Við eigum nóg af góðu fag-
fólki til að reka góðar stofnanir. Til
að stofnanir séu góðar þurfa þær
að vera sjálfbjarga, fjárhagslega
sjálfstæðar, fjármagnaðar af þeim
sem þær þjóna, tryggðum einstakl-
ingum í raunverulegu mannúðar-
þjóðfélagi. Hugvit og hagkvæmar
lausnir fæðast um leið og við þorum
að gefa sósíalismanum frí. Svo ein-
falt er það.
Höfundur er læknir og
varaborgarfulltrúi íReykjavík.
Ásmundur Brekkan
hægt að veita bestu læknishjálp og
aðhlynningu sem völ er á, má ekki
glatast. Við þær fjárhagslegu og
tæknilegu aðstæður sem spítalinn
hefur mátt búa við um margra ára
skeið, og nú hafa enn snarversnað,
er það raunar kraftaverki næst að
faglegur metnaður iæknaliðs hans
og annars starfsliðs skuli ekki löngu
vera niðurbrotinn. Ofangeindar at-
hugasemdir sýna þó að svo er ekki.
Á hinn bóginn er nú mál að linni og
að uppbygging, jafnt innan sem ut-
an, fái að verða.
Höfundur er formaður læknaráðs
Landspítalans.
Kennslu- og vísindahlut-
verk Landspítalans