Morgunblaðið - 30.05.1992, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 30.05.1992, Qupperneq 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 og í öðru lagi milljörðum — jafnvel milljarðatugum — í almannafé. Alls staðar hjá siðuðum þjóðum er sönn- unarbyrði eignamyndunar einstak- linganna sjálfra — ekki skattalög- reglunnar. Erlendis kemur skatta- lögreglan í heimsókn og biður menn að gera grein fyrir eignamyndun þeirra, ef hún er ekki í samræmi við tekjur samkvæmt framtali. Þetta eru mennirnir með vinnu- konuútsvörin hér á landi. Við stöndum frammi fyrir því stórbrotna verkefni að færa með einhverjum hætti vaxta- og verð- bólgugróðann aftur til yngri kyn- slóða þessa lands. Þetta hlýtur að verða að gerast í gegnum skatta- kerfið, með eignarsköttum, hærri persónufrádrætti, breytilegum skattþrepum eða þvílíku. Það er ekki hægt að segja stopp einn góð- an veðurdag árið 1979 og hengja síðan afkomendurna. Það vita það allir hvaða áhrif þetta skref hefur haft á afkomumöguleika allra. Það þarf ekkert að segja mér að þeir, sem eiga uppkomin börn, viti ekki í hvaða örðugleikum þau eru. Gjaldþrot heimilanna blasa við og einn þyngsti bagginn er að kaupa mat — að fæða fjölskylduna og klæða. Verð á matvöru á ís- landi, sem hlutfall af launum, er svívirðilega hátt. Við getum tekið svo víða til hend- inni áður en við förum að ráðast á sjúkt fólk og kasta því út af spít- ölum eins og gert hefur verið. Gott dæmi um það er rándýr og gagnslít- il utanríkisþjónusta. Það er enginn að biðja okkur að vera með sendi- ráð t.d. á Norðurlöndunum. Ég sé engan mun á því að segja upp nokkrum sendiherrum og að segja upp fiskverkunarfólki. Raunar er mér miklu sárara um fiskverkunar- fólkið. Enginn er því sammála að allir flutningar á fólki og varningi að og frá landinu skuli vera í eigu nokkurra einstaklinga. Enginn. Við verðum að taka fiskveiði- stefnu þjóðarinnar til endurskoðun- ar. Einhvers staðar fór eitthvað úr skorðum þegar menn fóru að selja fiskveiðiheimildir. Sala á kvóta og sú tilfærsla á afkomumöguleikum innan greinarinnar getur ekki átt rétt á sér. Stjarnfræðilegir möguleikar En fyrst og fremst eigum við að efla menntun og rannsóknir í land- inu. Það er ekki nóg að vera íslend- ingur og tala íslensku, menn verða að geta sagt eitthvað af viti á ís- lensku. Engin fjárfesting skilar sér betur en menntun og ekkert eitt atriði mun skila okkur lengra fram á veginn en menntunin. Þar bíða tækifærin. Þau bíða líka í nýjum og spenn- andi orkusölumöguleikum, í nýjum og spennandi útflutningsmöguleik- um í þjónustu, svo sem ferðaþjón- ustu og fjársýsluþjónustu, í flutn- ingum, tollfijálsum umskipunar- og framleiðsluhöfnum, forritagerð, heilbrigðisþjónustu og matvæla- framleiðslu. Þau bíða í útflutningi á þekkingu á sviði verkfræði, fisk- veiða, virkjana, veðurfræði og þátt- töku í verkefnum erlendis. Þau bíða í kvikmyndagerð, listum, fatagerð og listiðnaði, jafnvel skógerð úr steinbítsroði. En tækifærin bíða í unga fólk- inu. Og án hlutverks hefur lífið lít- inn tilgang. Þegar við höfum hlúð að þessu hlutverki með því að rétta hlut núverandi og komandi kyn- slóða með nokkrum augljósum og sanngjörnum breytingum á þjóðfé- lagi okkar munum við halda áfram að vera til og eiga samskipti á jafn- réttisgrundvelli við allar þjóðir, öll samtök þeirra og við allar þær að- stæður, sem við kjósum. Ég er ekki hræddur við að vera Islendingur — en ég er hræddur við að vera bara íslenskur. Höfundur er markaðsstjóri. Uppboð Sotheby’s og Barnaheilla: Sérfræðmgiir Sotheb- y’s í norrænni mynd- list stýrir uppboðinu ENGLENDINGURINN Michael Bing verður uppboðshaldari á upp- boði Sotheby’s og Barnaheilla á Hótel Sögu sunnudaginn 31. maí. Hann hefur verið uppboðshaldari lyá Sotheby’s í 10 ár og stjórnað uppboðum víða í Evrópu á þeim tíma. Bing hefur sérhæft sig í norrænni málaralist 19. og 20. aldar og ferðast mikið um Norður- löndin í tengslum við störf sín, en hann er nú að koma til íslands í fyrsta sinn. Michael Bing segir að Sotheby’s hafi verið stofnað árið 1744 og sé í dag stærsta uppboðsfyrirtæki í heiminum. Aðalstöðvar þess séu í London en haldin séu uppboð á vegum þess í flestum helstu borg- um Evrópu, Bandaríkjunum, Japan og Ástralíu. Bing hóf störf hjá Sotheby’s fyrir þrettán árum að loknu lista- sögunámi við Lundúnaháskóla og undanfarin 10 ár hefur hann verið uppboðshaldari hjá fyrirtækinu. Um leið er hann yfirmaður þeirrar deildar fyrirtækisins, sem annast sölu á 19. aldar málverkum frá öðrum Evrópulöndum en Bretlandi og hefur stjórnað uppboðum á þeim í London, Amsterdam, Munchen og Zurich. Hann hefur einnig sér- hæft sig í norrænni list 19. og 20. aldar og stýrt uppboðum á slíkum verkum í London, New York og Stokkhólmi. Hann segir afar mikilvægt fyrir uppboðshaldara að tryggja góða reglu á uppboðunum þannig að þau geti gengið snurðulaust fyrir sig. Enn fremur þurfi þeir að vera at- hugulir og glöggir á tölur en oft reyni á hæfni þeirra til að reikna í huganum. Sumir uppboðshaldar- ar geri mikið til að sýnast á upp- boðunum en sjálfur leggi hann meira upp úr nákvæmni og fagleg- um vinnubrögðum. Michael Bing uppboðshaldari Sotheby’s. Bing hefur aðalaðsetur sitt í London en segist ferðast mikið um Evrópu vegna starfa sinna. Þannig hafi hann ferðast töluvert á hinum Norðurlöndunum. Þetta verði hins vegar fyrsta heimsókn sín til Is- lands og hlakki hann mikið til kom- unnar. I ÍSLENSKIR kjötdagar sem er fýrsta fagkeppni í kjötiðnaði hér á landi fer fram þessa dagana. Keppnin er haldin á vegum Meist- arafélags kjötiðnaðarmanna í sam- vinnu við Rannsóknastofnun land- búnaðarins og Markaðsnefnd land- búnaðarins. Kjötmeistari 1992 vérður valinn og verðlaun fyrir bestu kjötvörurnar afhent í húsa- kynnum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins laugardaginn 30. maí kl. 16. Keppt er í fimm vöruflokk- um: Hráum og soðnum kjötvörum úr vöðvum, hrápylsum og geijuðum pylsum, áleggspylsum, búðingum og soðnum pylsum, kæfum og paté og sérvörum og nýjungum. Keppnin er sniðin eftir reglum Interfair- keppninnar sem haldin er árlega í Herning í Danmörku á vegum meistarafélags kjötiðnaðarmanna þar í landi. Rétt til þátttöku hafa félagar í Meistarafélagi kjötiðnað- armanna og sveinar þeirra ásamt verkstjórum eða framleiðslustjórum •f kjötvinnslufyrirtækjum innan Fé- lags íslenskra iðnrekenda. Þátttaka er afar góð. Alls skráðu 13 fyrir- tæki sig í keppnina og 38 einstak- lingar með 94 vörutegundum. Nýkomið ótrúlegt m úrval af fallegum ■ ítölskum 1 garðhúsgögnum. I Margar stærðir og } gerðir, henta vel í garðinn, garðskálann eða á svalimar. — Vönduð húsgögn sem auðvelt er að stafla og fara því vel í geymslu. Aklæði og sessur í smekklegum litum, Eigum einnig RAINBOW sumarhúsgögn úr / sérstökum gæða m harðviði, sem er || viðhaldsfrrr og getur staðið úti allt árið. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.