Morgunblaðið - 30.05.1992, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992
Kennaraháskóli
Islands:
Afmælisrit
tileinkað
Jónasi Páls-
syni fyrrver-
andi rektor
KENNARAHÁSKÓLI íslands hef-
ur ákveðið að gefa út afmælisrit
tileinkað Jónasi Pálssyni, fyrrver-
andi rektor skólans, en hann verð-
ur sjötugur í haust. í ritinu verða
tuttugu greinar eftir kennara á
ýmsum skólastigum, þar sem fjall-
að verður um íslenska skólastefnu
og stöðu skólans í samfélaginu.
í fréttatilkynningu frá Kennara-
háskólanum kemur fram að Jónas
Pálsson hafí um Iangt árabil haft
afskipti af íslenskum skólamálum
og víða komið við. Hann hafí skipu-
lagt og stjórnað sálfræðiþjónustu í
skólum Reykjavíkur, um árabil verið
skólastjóri Æfínga- og tilraunaskóla
KHÍ og seinast rektor Kennarahá-
skólans. í afmælisritinu verði fjallað
um íslenska menntastefnu frá ýms-
um hliðum og meðal annars reynt
að svara spurningum á borð við þess-
ar: Hver er staða skólans í samfé-
lagi okkar? Hvers konar menningu
miðlar hann? Til hvers er ætlast af
honum? Hver eru tengsl heimilis og
skóla? Enn fremur verði vikið að
stöðu kennarans og til hvers sé ætl-
ast af honum.
í ritnefnd afmælisritsins sitja
Hjalti Hugason, Indriði Gíslason og
Ólafur H. Jóhannsson.
Þá kemur fram í fréttatilkynning-
unni, að afmælisritið verði fyrsta
hefti Tímarits Kennaraháskóla Is-
lands. Þar sé ætlunin að fjalla á
faglegan hátt um uppeldis- og
menntamál, huga að tilrauna- og
þróunarstarfserni og kynna nýjungar
á þessu sviði. Áætlað sé að tímaritið
komi út einu sinni á ári.
Morgunblaðið/Svemr
Nýstúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík, er brautskráðir voru í fyrradag, stilla sér upp fyrir myndatöku við suðurenda Háskólans.
177 nýstudentar frá Mernitaskólan-
um í Reykjavík á uppstigningarda^
Rúmar 26,4
milljónir fyrir
2. áfanga
Artúnsskóla
BORGARRÁÐ hefur samþykkt,
að taka 26.441.432 milljón króna
tilboði lægstbjóðanda Amars Ulf-
ars Andréssonar, í 2. áfanga
Ártúnsskóla. Tilboði er 85,07% af
kostnaðaráætlun, sem er
31.082.000 milljónir króna.
Þijú tilboð bárust í verkið og átti
Al-verk hf. næst lægst boð rúmar
27 millj. eða 87,29% af kostnaðará-
ætlun. Ártak hf., bauð rúmar 28
millj. eða 91,10% af kostnaðaráætl-
un.
SKÓLASLIT og brautskráning
stúdenta frá Menntaskólanum í
Reykjavík átti sér stað við hátíð-
lega athöfn í Háskólabíói á upp-
stigningardag. Við upphaf at-
hafnarinnar söng kór skólans
undir stjórn Þórunnar Guð-
mundsdóttur. Rektor Mennta-
skólans, Guðni Guðmundsson,
flutti yfirlit yfir starfsemi skól-
ans, og afhenti prófskírteini og
verðlaun til nýstúdenta og rem-
anenta. Þá flutti rektor ávarp til
nýstúdenta. Einnig héldu afmæl-
isstúdentar ræður og færðu skól-
anum gjafir. Að því loknu sagði
rektor starfsári Menntaskólans í
Reykjavík lokið og skólanum var
slitið í 146. sinn.
Rektor hóf ávarp sitt með því
að minnast Hildar Hjörleifsdóttur,
nemanda í 6. bekk, er lést á árinu.
í yfirliti rektors um skólastarfið
kom meðal annars fram að hús-
næðismál væru nú í betra lagi en
oft áður, en aðeins þyrfti að kaupa
tvö hús og lóðir á torfunni tíl að
byggja mætti íþróttahús og kennsl-
ustofur fyrir skólann.
Skólinn var settur 2. .september
í Dómkirkjunní og hófst kennsla
E ' sápfíi
' ,:ÉsMk
Bkgr
£4 ..
Álfasala S AÁ er hafin
HIN árlega Álfasala SÁÁ hófst
í gær og stendur fram á sunnu-
dag. Álfurinn er Iítill og loðinn
karl, appelsínugulur á lit með
bláan hatt og hvíta fjöður og
kostar 400 krónur.
Álfurinn er seldur til fjáröflunar
fyrir SÁÁ. Að þessu sinni er ætlun-
in að veija hagnaðinum af sölu
Álfsins til að auka forvamir í þágu
ungs fólk um allt land og til að
efla ráðgjöf og meðferð fyrir unga
alkóhólista.
Rúmlega 500 þeirra sem komu
í meðferð á Vogi í fyrra voru 29
ára eða yngri. Þar af voru 106
yngri en 20 ára. Ungu fólki í með-
ferð hefur stöðugt farið fjölgandi
undanfarin ár. Því telur SÁA brýnt
að efla forvamastarf fyrir ungt fólk.
Stofnuð hafa verið samtök Ungs
fólks í SÁÁ og eru félagar nú 70
talsins, allt ungir alkhólistar í bata.
Þetta unga fólk tekur virkan þátt
í skipulagningu og sölu Álfsins að
þessu sinni.
Þórarinn Tyrfingsson selur Jóni
Baldvin Hannibalssyni, utanrík-
isráðherra, álf sem seldur er til
styrktar SÁÁ.
Sölufólk SÁÁ verður á ferðinni
um allt land og fram á sunnudag
og vonast SÁA til að Álfurinn fái
góðar viðtökur.
W$k : " ÆSfÆmk. . i
Baldur Steingrímsson.
daginn eftir. Að afloknu fyrra miss-
eri, 19. desember, var jólaleyfi til
6. janúar, er skólastarf hófst að
nýju. Haldið var upp á 145 ára af-
mæli skólans á útmánuðum.
Innritaðir nemendur voru í upp-
hafi skólaárs 903 talsins, 283 í
þriðja bekk, 230 í fjórða bekk, 208
í fímmta bekk og 182 í sjötta bekk.
Stúlkur voru 127 fleiri en piltar.
Til prófs í vor gekk 881 nemandi,
701 til millibekkjaprófa og 180 til
stúdentsprófs. Við skólann störfuðu
alls 74 kennarar, en þó aldrei fleiri
en 72 samtímis. Fastir kennarar
voru 39.
Af alls 177 stúdentum voru 55
brautskráðir úr máladeild, 67 úr
eðlisfræðideild og 55 úr náttúm-
fræðideild. Níu nemendur hlutu
ágætiseinkunn, 71 hlaut I. einkunn,
72 hlutu II. einkunn, 25 hlutu III.
einkunn, og þrír nemendur stóðust
ekki.
Dúx árgangsins er Baldur Stein-
grímsson, 6. X, með ágætiseinkunn
9,38. Semi-dúx varð Katrín Ásta
Gunnarsdóttir, 6. X, ágætiseinkunn
9,35. Aðrir nemendur 6. bekkjar,
sem hlutu ágætiseinkunn, vom
Matthildur Sigurðardóttir, 6. R, ág.
9,24, Einar Agústsson, 6. X, ág.
9,11, Ingibjörg Jóna Guðmunds-
dóttir, 6. M, ág. 9,09, Anna Mar-
grét Halldórsdóttir, 6. S, ág. 9,06,
og Björg Þorsteinsdóttir, 6. X, Jó-
hann EIí Guðmundsson, 6. S, og
Guðlaug Kristjánsdóttir 6. C hlutu
Katrín Ásta Gunnarsdóttir.
ág. 9,05.
Hæstu einkunn remanenta hlaut
Sædís Sævarsdóttir, 3. F, ágætis-
einkunn 9,41. Er hún dúx scholae.
Aðrir remanentar, er hlutu ágætis-
einkunn, voru Lena R. Ásmunds-
dóttir, 3. O, ág. 9,36, Ingileif Hall-
grímsdóttir, 4. X, ág. 9,27, Anna
Guðmundsdóttir, 4. Y, og Svanhild-
ur D. Ólafsdóttir, 3. B, ág. 9,27,
Auður Jóhannesdóttir, 3. A, og
Hjördís Sigurðardóttir, 3. I, ág.
9,18, Gunnar M. Zoega, 5. M, ág.
9,13, Ingólfur Ágústsson, 4. T, ág.
9,12, Hildur Pálsdóttir, 5. S, ág.
9,04, Hildur Ingvarsdóttir, 3. E, og
Birgir A. Briem, 3. O, ág 9,00.
Afhentur var fjöldi bóka- og pen-
ingaverðlauna. Bæði vom verðlaun-
aðir nemendur sem sköruðu fram
úr, remanentar og nýstúdentar, svo
og embættismenn. Verðlaunin vom
veitt úr ýmsum sjóðum, frá sendi-
ráðum og ræðismönnum, fyrirtækj-
um og félagasamtökum, og frá
skólanum sjálfum.
Þegar rektor hafði lokið ávarpi
sínu til nýstúdenta, tóku til máls
fulltrúar eldri stúdenta. Fyrir hönd
60 ára stúdenta talaði Þorsteinn
Einarsson, fyrrverandi íþróttafull-
trúi. Jón Aðalsteinn Jónsson, fyrr-
verandi orðabókarritstjóri, tók til
máls fyrir hönd 50 ára stúdenta,
og fyrir hönd 40 ára stúdenta tal-
aði Guðmundur Pétursson, for-
stöðumaður á Keldum. Að vanda
talaði fulltrúi 25 ára stúdenta síð-
astur, og var það Auður Sveinsdótt-
ir, landslagsarkitekt. Færðu fulltrú-
arnir skólanum ýmsar gjafir fyrir
hönd árganga sinna.
Rektor þakkaði afmælisstúdent-
um hlý orð, góðar gjafir og vinar-
þel, og að því loknu sagði hann
Menntaskólanum í Reykjavík slitið
í 146. sinn.
Baldur Steingrímsson, dúx
Dúx árgangsins var Baldur
Steingrímsson, 6. X, með ágætis-
einkunn 9,38. Blaðamaður Morgun-
blaðsins náði tali af honum eftir
athöfnina, og lék forvitni á að vita
hvernig farið væri að því að dúxa.
„Það er nú bara að stunda nám
sitt vel og lesa samviskusamlega,“
svaraði Baldur hógvær. „Mest er
um vert að halda jafnvægi og gera
sitt besta.“
— En hvað stendur nú fyrir dyr-
um að afloknum þessum áfanga?
„Ég ætla í rafmagnsverkfræði
og eðlisfræði í háskólanum. Að því
loknu býst ég við að fara í fram-
haldsnám til útlanda, þótt ekki sé
ég búinn að ákveða hvar.“
Blaðamanni varð litið á bóka-
staflann sem hinn nýbakaði stúdent
hélt á, og spurði hversu mörg verð-
laun hann hefði hlotið.
„Mér telst nú til að hér séu fimm
bækur og fjögur umslög,“ svaraði
Baldur, og vildi síst gera mikið úr.
Katrín Ásta Gunnarsdóttir,
semi-dúx
Aðspurð um leyndarmálið á bak
við ágætiseinkunnina 9,35 svarar
Katrín Ásta Gunnarsdóttir, semi-
dúx, að það sé einfaldlega að læra
samviskusamlega. Blaðamaður
þrýstir á og spyr hvort maður þurfi
ekki að vera svolítill „kúristi". Katr-
ín Ásta hlær við og viðurkennir að
sumir líti eflaust þannig á.
— En hver eru framtíðaráform-
in, hyggurðu á frekara nám?
„Já, ég ætla í rafmagnsverkfræði
við Háskóla íslands og sjá hvernig
það á við mig.“
— Hvernig varð þér við þegar
þú heyrðir að þú værir semi-dúx?
„Ég vissi ekki af þessu fyrirfram,
svo það kom mér á óvart þegar ég
heyrði það,“ sagði Katrín. Aðspurð
kvaðst hún hafa hlotið átta verð-
laun. Katrín Ásta kvaðst munu
halda upp á áfangann með fjöl-
skylduboði hjá afa sínum og ömmu.
-GL.