Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 28
MOKGUNiBLAtílÐ LAUGARDAGUR 30. MAI 1992
Honecker ekki
afhentur strax
Patricio Aylwin, forseti Chile,
hafnaði í gær kröfu Þjóðverja
um að Erich Honecker, fyrrum
leiðtogi Austur-Þýskalands,
sem dvelst í sendiráði Chile í
Moskvu, yrði afhentur þýskum
stjómvöldum
þegar í stað.
Hafði aðstoð-
arutanríkis-
ráðherra
Þýskalands
afhent forset-
anum bréf frá
Helmut Kohl
kanslara á
miðvikudag
þar sem slík krafa var sett fram
í kjölfar þess að formleg ákæra
hafði komið fram í máli Honec-
kers. Aylwin sagði í yfirlýsingu
að hann hefði alls ekki í hyggju
að leyfa Honecker að vera til
eilífðar í sendiráðinu en sam-
kvæmt samningum sem Chile
hefði gert við Rússland og
Þýskaland yrði að taka mál
hans fyrir hjá rússneskum dóm-
stól áður en hægt væri að af-
henda hann Þjóðveijum.
Þúsundir flýja
heimilisín
Sex þúsund manns hafa þurft
að flýja heimili sín á suðurhluta
Kúbu eftir öflugan jarðskjálfta
á mánudag. Jarðskjálftinn, sem
mældist 6,3 á Richterkvarðan-
um, er sá öflugasti á Kúbu síð-
an 1962. 760 íbúðir og 50 skrif-
stofubyggingar skemmdust að
sögn yfirvalda og fímmtíu
manns særðust í skjálftanúm.
Schmidt segir
Ríóráðstefnuna
prúttsamkomu
Helmut Schmidt, fyrrum kansl-
ari Vestur-Þýskalands, sagði í
gær að umhverfísráðstefna
Sameinuðu
þjóðanna væri
„haliærisleg
prúttsam-
koma“ milli
þróaðra og
vanþróaðra
ríkja o g að litl-
ar líkur væru
á að hún
myndi skila
einhveijum árangri. Gagnrýndi
hann það mjög að ekki yrði
rætt nógu mikið um fólksfjölg-
un í heiminum á ráðstefnunni
og sagði að ef ekkert yrði gert
í þeim efnum væri ólíklegt að
mannkynið myndi verða til í lok
næstu aldar. Lét Schmidt þessi
orð falla í setningarræðu ráð-
stefnu samtaka sem nokkrir
fyrrum þjóðarleiðtogar standa
Górbátsjöv gagnrýnir stjórri Jeltsíris hárðle'ga;'
Varar við óstjóni og einræðis-
tílhneigingum Rússlandsforseta
Moskvu. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, gagnrýn-
ir rússnesku stjórnina harðlega í viðtali sem birtist í rússneska
dagblaðinu Komsomolskaja Pravda í gær. Hann sagði að stefna
sljórnarinnar gæti haft hörmulegar afleiðingar fyrir efnahag Rúss-
lands og leitt til alvarlegra óeirða. Hann gaf jafnframt til kynna
að hann væri staðráðinn í að taka virkan þátt í rússneskum stjórn-
málum og beijast gegn „einræðistilhneigingum“ Borís Jeltsíns
Rússlandsforseta, eins og hann komst að orði. Þetta er í fyrsta
sinn sem Gorbatsjov gagnrýnir sljórn Jeltsíns, en áður hafði hann
lofað að beita sér ekki gegn henni svo hún gæti komið á nauðsyn-
legum umbótum.
„Valdamennirnir kunna að rífa
niður en þeir hafa ekki enn sýnt
að þeir geti byggt upp,“ sagði
Gorbatsjov í viðtalinu. „Ég spái
því að þetta hafí hrikalegar póli-
tískar og efnahagslegar afleiðing-
ar... Það má búast við spreng-
ingu hvenær sem er, alþýðan er
að missa þolinmæðina."
Gorbatsjov sagði að aðgerðir
stjórnarinnar í fjármálum hefðu
leitt gjaldþrot yfír búgarða og fyr-
irtæki í landinu og valdið gífurleg-
um samdrætti í framleiðslu. Leið-
togar fyrrum lýðvelda Sovétríkj-
anna, sem stofnuðu Samveldi sjálf-
stæðra ríkja, hefðu það aðallega
að markmiði að halda í gamla
skrifræðið frá valdatíma kommún-
ista.
Gorbatsjov kvaðst ekki vilja að
stjómin segði af sér, heldur að hún
breytti um stefnu. Hann sakaði
Jeltsín um einræðistilburði og
sagði stjórnina ekki hafa samráð
við neina þar sem hún teldi sig
vita allt betur en aðrir.
Frá því Gorbatsjov sagði af sér
sem forseti Sovétríkjanna 25. des-
ember hefur hann hvatt Rússa og
erlend ríki til að styðja umbóta-
stefnu rússnesku stjórnarinnar og
verið tregur til að gagnrýna hana
opinberlega. Náinn samstarfsmað-
ur hans sagði í gær að forsetinn
fyrrverandi væri nú þeirrar skoð-
unar að tímabært væri að láta í
sér heyra til að vara við hættunum,
auk þess sem honum fyndist að
Borís Jeltsín væri að reyna að
koma honum á kné.
Jeltsín og liðsmenn hans sæta
nú æ harðari gagnrýni fyrrverandi
stuðningsmanna, til að mynda
manna sem gengu til liðs við hann
í Hvíta húsinu í Moskvu þegar
harðlínukommúnistar reyndu að
ræna völdunum í ágúst. Þeir saka
Jeltsín um „ný-bolsévisma“, segja
hann knýja fram efnahagslegar
breytingar án þess að huga að
þjóðfélagslegum afleiðingum
þeirra og áhrifum til lengri tíma
litið eins og bolsévíkar gerðu eftir
að þeir brutust til valda 1917.
Gorbatsjov kvaðst ætla að halda
áfram að hvetja erlend ríki til að
styðja stjórn Jeltsíns en áskildi ser
rétt til að vara við hættunum. „Ég
hef ekki sagt skilið við stjómmál-
in.“
Þegar hann var spurður hvort
hann hefði ekki svikið loforð sitt
um að beita sér ekki gegn stjórn
Jeltsíns svaraði hann: „Jeltsín er
enginn Jesús Kristur og ég þarf
ekki að veija gerðir mínar fyrir
honum.“
Tékkóslóvakía:
Mengunin
kostar 50
milljarða
Washington. Reuter.
EF takast á að draga úr mengun
og koma umhverfismálum í
Tékkóslóvakíu í viðunandi horf
þarf að verja til þess meira en
50 milljörðum dollara. Er frá
þessu skýrt í nýjasta fréttabréfi
Alþjóðabankans.
„Tékkóslóvakía er eitt mengað-
asta land í heimi og margir áratug-
ir munu líða áður en bætt verður
fyrir mestu umhverfísslysin,“ segir
í fréttabréfinu en bankinn hefur
ákveðið að lána Tékkóslóvökum
246 milljónir dollara til að minnka
brennisteinstvísýrings- og ryk-
mengun frá iðjuverum. Er hún gíf-
urleg enda eldsneytið yfírleitt
brúnkol og allur skógur á stórum
svæðum í Bæheimi er nú dauður.
Romanov
erkihertogi
jarðsettur
Reuter
Vladímír Kírilovitsj Ro-
manov erkihertogi var
borinn til grafar í Péturs-
borg í gær. Hertoginn
kom í fyrsta sinn til Rúss-
lands í nóvember síð-
astliðnum eftir valdaránið
misheppnaða. Hann lést í
síðasta mánuði er hann
var í fríi í Flórída. Hertog-
inn, sem fæddist bylting-
arárið 1917, varð höfuð
ættar sinnar árið 1938 er
faðir hans, Kírill Vladím-
íróvitsj, frændi Nikulásar
II, lést. Útförin í gær var
látlaus en meðal við-
staddra voru ekkjan Leo-
nída og dóttirin María.
Kistunni var búinn staður
í gólfi nýuppgerðrar kap-
ellu við hlið dómkirkju
Péturs og Páls í Péturs-
borg.
Vottar Jehóva kenndu mér
að.
Króna tekin
upp í Eistlandi
NÝR gjaldmiðill verður tekinn
upp í Eistlandi ásamt rússnesku
rúblunni og verður hann nefnd-
ur króna eða „kroon“. Verður
upplagið takmarkað til að byija
með og aðeins notað þegar
rúbluseðlana skortir. Ekki var
tilkynnt hvenær krónan kæmi
í umferð.
Árás á forseta-
þotu í Kabúl
SIBGHATULLAH Mojadidi,
forseti Afganistans, slapp
ómeiddur þegar skotið var á
þotu hans í gær. Þotan var í
100 metra hæð og var að lenda
á flugvellinum í Kabúl þegar
árásin vargerð. Skemmdir urðu
á nefi þotunnar og annar flug-
mannanna særðist en hinum
tókst að lenda henni.
að ljúga o g brjóta landslög
- segir Norðmaðurinn Joseph Wilting sem skrifað hefur
bók um reynslu sína af safnaðarstarfinu
FYRRUM frammámaður Votta Jehóva í Noregi hefur gefið út bók
þar sem hann dregur upp ófagra mynd af innviðum trúfélagsins.
Segir hann að söfnuðurinn hafi sitt eigið dóms- og viðurlagakerfi
sem valdi því að réttum yfirvöldum í Noregi sé ekki skýrt frá refsi-
verðum verknaði eins og eiturlyfjaneyslu og sifjaspelli. Ennfremur
nefnir höfundur að þrjátíu menn sem hann þekkir hafi framið sjálfs-
morð í kjölfar lífsreynslu sem þeir öðluðust í trúfélaginu.
Höfundur bókarinnar „Ríkið sem
aldrei kom“ heitir Joseph Wilting
og býr í Langasundi í Þelamörk. I
fjörutíu ár hefur hann verið félagi
í Vottum Jehóva, þar af þijátíu ár
sem forstöðumaður og öldungur í
söfnuðum í Austur-Noregi. Wilting
ræðst í bókinni á hugmyndafræði
Votta Jehóva og hugmyndir þeirra
um manninn. Að sögn norska dag-
blaðsins Aftenposten, sem fjallar
ítarlega um bókina, er þetta í fyrsta
sinn sem fyrrverandi frammámaður
Votta Jehóva á Norðurlöndum
skrifar bók um reynslu sína af safn-
aðarstarfinu.
„Ég saka leiðtoga Votta Jehóva
um ábyrgðarleysi og að hafa gert
mig að dómara og böðli,“ segir
Wilting. Vísar hann til þess að í
mörg ár átti hann sæti í dómstól
safnaðar síns. Þar hafi hann ásamt
fleirum tekið fyrir afbrot trúbræðra
sinna án þess að vera í raun fær
um að ijalla um slík mál. „Ég minn-
ist þess að þegar um kynferðisaf-
brot var að ræða þá gerðist það að
„syndarinn" fékk alvarlegt taugaá-
fall. Sumir meðdómenda minna
sættu sig ekki við þá skýringu að
viðkomandi hefði misst stjórn á
sér. Oft á tíðum, einkum þegar
konur höfðu brotið af sér, vildu
dómararnir, sem allir voru karlar,
fá nákvæma lýsingu á hinum synd-
samlega verknaði," segir Wilting.
Viðurlög við sektardómi eru ætíð
útskúfun. Aðrir í söfnuðinum og
ættingjar ef því er að skipta líta þá
á brotamanninn sem látinn. Sjálfur
hefur Wilting rekið sig á þetta því
eftir að hann gekk úr söfnuðinum
ásamt eiginkonu og fjórum börnum
hafa ættingjarnir, sem eftir voru,
rofíð öll tengsl.
Wilting sakar leiðtoga Votta Je-
hóva um að hafa kennt sér að ljúga
og bijóta landslög. Trúfélagið gætti
þess nefnilega að loka sig af fyrir
umheiminum og halda vandlega
leyndu öllu misjöfnu, sem innan
vébanda þess gerðist. Þess vegna I
sé norskum yfirvöldum ekki skýrt
frá afbrotum sem tengjast safnað-
armeðlimum eins og fíkniefna- {
neyslu og kynferðisafbrotum. Leið-
togarnir segi að rétt sé að leyna
fjendur Guðs sannleikanum.
Wilting nefnir ennfremur að
starfi félagi í söfnuðinum á lækna-
eða lögmannsstofu þá beri honum
að láta öldungum safnaðarins í té
allar upplýsingar um aðra félaga
jafnvel þótt slíkt stangist á við trún-