Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 34
Verkalýðsfélagið Eining: Björn Snæbjörnsson tek- ur við formennsku af Sævari Frímannssyni FORMANNSSKIPTI urðu í Verkalýðsfélaginu Einingu á aðalfundi félagins sem haidinn var á miðvikudagskvöld. Björn Snæbjörnsson tók við formennsku í félaginu af Sævari Frímannssyni, sem verið hefur formaður Einingar síðastliðin 6 ár. Fjárhagsstaða félagsins á síðasta ái'i var þokkaleg, en bókfærður hagnaður allra sjóða félagins var 11,5 milljónir króna á liðnu ári, en af þeirri upphæð eru 10,5 milljónir króna vegna matshækkunar á hlutabréfum félagins í Útgerðarfé- lagi Akureyringa og Eignarhaldsfé- lagi Alþýðubankans. Innborguð félags- og vinnurétt- indagjöld námu á árinu röskum 22,2 milljónum króna, sem er 2,33% aukning frá árinu á undan og segir í fréttatilkynningu frá Einingu að það gefi glögga vísbendingu um, að atvinnutekjur verkafólks hafí lít- ið aukist á síðasta ári. Bótagreiðsl- ur Sjúkrasjóðs námu 17,7 milljón- am á árinu 1991, en iðgjaldatekjur voru 20,9 miiljónir. Bókfærðar eignir félagsins námu í árslok 182,5 milljónum króna. Heildartala félagsmanna við ára- mót var 4.447 og hafði fjölgað um 184 milli ára, en aðalfélagar eru 3.565 og aukafélagar 882. Á aðalfundinum voru Sævari Frímannssyni fráfarandi formanni færðar þakkir fyrir störf í þágu félagsins og þá var honum einnig færð gjöf frá þeim sem með honum hafa starfað í stjórn félagsins á undanfömum árum. Stjórn Einingar er nú þannig skipuð, að Björn Snæbjömsson, Akureyri er formaður, Þórir Snorra- son, Akureyri er varaformaður, Sig- ríður Rut Pálsdóttir, Ólafsfírði, rit- ari, gjaldkeri er Ema Magnúsdótt- ir, Akuryeri og meðstjómendur Guðrún Helgadóttir, Hilmir Helga- son, bæði á Akureyri og Ólöf Guð- mundsdóttir, Grenivík. Morgunblaðið/Rúnar Þór Formannsskipti urðu í Verkalýðsfélaginu Einingu á aðalfundi sem haldinn var í vikunni, er Björn Snæbjörnsson tók við formennsk- unni af Sævari Frímannssyni. Morgunblaðið/Birkir Fanndal Frá fyrstu þríþrautarkeppni sumarsins, sem haldin var í Mývatnssveit fyrir skömmu. Mývatnssveit: Kristján Haukur fyrstur í þríþrautinni FYRSTA þríþrautarkeppni sumarsins fór fram í nágrenni Reykja- hlíðar í. Mývatnssveit fyrir skömmu í ágætu veðri og þótti takast með ágætum. Þátttakendur komu frá Akur- eyri og Reykjavík auk heima- manna, en keppnin felst í því að synda 750 metra, hjóla síðan 20 kílómetra og hlaupa loks 5 kíló- metra. í karlaflokki urður úrslit þau að Kristján Haukur Flosason úr Reykjavík varð fyrstur, með tím- ann 1.10,37, þá Viðar Örn Sæv- arsson, Mývatnssveit, með tímann 1.11,44 og Kári Hreinsson, Akur- eyri varð þriðji með tímann 1.13,30. Ein kona tók þátt í keppninni, Þóra Baldursdóttir frá Akureyri, og fékk hún tímann 1.26,54. Keppendur voru á ýmsum aldri, eða frá 15 til 52 ára, en keppnin var haldin á vegum ungmennafé- lagsins Eilífs í Mývatnssveit. Eigið fé Slippstöðvarinnar nær uppurið: Sljórn heimilað að auka hlutafé um 100 milljónir Heildartapið 237 milljónir á síðasta ári HLUTAFÉ Slippstöðvarinnar var lækkað úr 108 milljónum króna í 21,7 miiyónir á hluthafafundi sem haldinn var fyrir aðalfund fyrirtækis- ins í gær. Á aðalfundinum var stjórninni heimilað að auka hlutafé um allt að 100 milljónir króna, en viðræður við forráðamenn rafeindafyrir- tækisins DNG um kaup á hlutafé í Slippstöðinni eru í fullum gangi. Þá standa einnig yfir viðræður við fyrirtæki á sviði málmiðnaðar á Akureyri um kaup á hlutafé. Heildartap Slippstöðvarinnar á liðnu ári nam 237 milljónum krón og er eigið fé stöðvarinnar komið niður í 2 milljónir króna. Hólmsteinn Hólmsteinsson for- maður stjómar Slippstöðvarinnar sagði að á hluthafafundi sem haldinn var fyrir aðalfundinn hefði verið sam- þykkt að færa hlutafé fyrirtækisins niður um 80%, en það væri nær raun- verulegri eiginfjárstöðu þess. Þannig að eftir niðurfærslu var hlutaféð lækkað úr 108 milljónum króna í 21,7 milljónir. í framhaldi af því var stjóm fyrirtækisins heimilað að auka hlutafé um allt að 100 milljónir króna. Viðræður standa nú yfir við raf- eindafyrirtækið.DNG um kaup þess á hlutafé í Slippstöðinni, en auk þess eru einnig í gangi viðræður við önn- ur fyrirtæki, sem einkum starfa á sviði málmiðnaðar og sagði Hólm- steinn að þar vekti hagræðing og samstarf á þessu sviði. Þær viðræður eru með fullri vitund og vild DNG- manna. Kosningu stjómar var frestað á aðalfundinum um þijár vikur, en framhaldsaðaifundur verður haldinn 19. júní næstkomandi. Tíminn verður notaður til að freista þess að ná end- um saman í þeim viðræðum sem nú standa yfir, þannig að ef nýir aðilar koma inn í reksturinn verði hægt að mynda nýja stjórn með þátttöku væntanlegra hluthafa. Heildartap á rekstri Slippstöðvar- innar á síðasta ári nam 237 milljón- um króna, en þar af er niðurskrift eigna upp á 185 milljónir. Hólm- steinn sagði að þar væru menn að taka nokkurra ára skell af smíði nýsmíðaskipsins B-70, eða allt frá árinu 1987 er smíði þess hófst. Vaxtakostnaður vegna skipsins á síð- asta ári nam um 30 milljónum- króna.„„Við tökum þennan skell á okkur núna í einum pakka, það er fyrst mögulegt nú vegna þess að okkur tókst að selja skipið. Þó við höfum fengið lágt verð fyrir skipið, Dagskráin hefst í göngugötu kl. 10, þar sem m.a. verða fimleika- og júdósýningar, sýning og keppni í boccia og bekkpressukeppni. Krabbameinshlaupið hefst kl. 12 á hádegi við Dynheima, en þar verða flutt ýmis erindi er varða hreyfingu eftir hádegið. í Kjamaskógi hefst þríþrautar- keppni kl. 10.30, en á milli kl. 14 og 16 verður fjallganga að skála Skátafélagsins við Löngukletta og í Fálkafell, þá gefst gestum kostur á að fara í ratleik eða reyna sig á risat- rambólíni. Eldri borgurum er boðið upp á sérstaka gönguferð með létt- um æfingum í Kjarnaskógi Á golfvelli verður kynning og kennsla frá kl. 16 til 18 og Reið- skóli Léttis og ÍTA verður kynntur á svæði Léttis við Lögmannshlíð þar sem fólki gefst einnig kostur á að bregða sér á hestbak. Ferðafélag Akureyrar efnir til gönguferðar kl. 14 og Siglingaklúbburinn Nökkvi efnir til kynningar á siglingum á svæði sínu við Höepfner. Á félags- mátu menn stöðuna þannig að skárra væri að selja það, en halda áfram í óvissu," sagði Hólmsteinn. Um 20% veltuaukning varð á milli ári, en veltan á síðasta ári var 714,5 milljónir á móti um 600 árið á und- an. Aukninguna má fyrst og fremst þakka auknum verkefnum vegna smíði Þórunnar Sveinsdóttur VE. Eftir afskriftir eigna og fleira er eig- ið fé Slippstöðvarinnar nú um 2 millj- ónir króna. Á síðasta ári var hlutfall nýsmíða 29% af starfsemi stöðvarinnar, við- gerðarverkefni 64% og önnur verk- efni 7% starfseminnar. svæðum Þórs og KA verður sumar- starfið kynnt og í íþróttahúsinu á Bjargi verður heilsuræktin kynnt sem og ýmsar íþróttagreinar sem stundaðar eru af félögum í Akri, vegg- og borðtennis, boccia og bog- fimi. Ókeypis aðgangur er að sundlaug- um bæjarins og um morguninn geta áhugamenn kynnt sér vatnaleikfimi eða horft á Möllersæfingar á laugar- bakkanum, auk þess sem almenning- ur getur gengist undir þolpróf og æfingaáætlun í sundi. Tennis- og badmintonfélag Akur- eyrar kynnir badminton í íþróttahúsi Glerárskóla frá 15 til 17, en þeir verða einnig á tennisvellinum við sundlaugina frá 13 til 18. Ungmennafélag Akureyrar verð- ur með kynningu á frjálsum íþróttum kl. 13 á íþróttavelli og verður keppt í 60 og 100 m hlaupi. Þá verður svæði Skautafélags Akureyrar opið frá kl. 10 til 20, en um morguninn verður ókeypis kynning á línuskaut- um og notkun þeirra. Fjölbreytt dagskrá á íþrótta- og útivistardegi íþrótta- og útivistardagur verður haldinn í þriðja sinn á Akureyri næstkomandi laugardag og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá á útivistar- og íþróttasvæðum víða um bæinn. Iþrótta- og tómstundaráð Akureyrar stendur að þessum degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.