Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.05.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 39 Við orlofshús í Constant. íbúðarhúsin höfðu nöfn og svo vildi til að okkar hét einmitt Bergerac. Tvö uppbúin svefnherbergi voru á efri hæð, en eldhús, stofa og geymsla niðri, þrjú snyrtiherbergi fylgdu. Þægileg húsgögn, sjónvarp, ísskápur og öll æskileg eldhúsáhöld. Eitt húsanna var til sameiginlegra nota, með gufubaði, borðtennis, knattborði, tækjum til líkamsþjálf- unar, setustofum og sal þar sem kvöldvökur voru haldnar til kynn- ingar og skemmtunar fyrir dvalar- gesti. Tvær upphitaðar sundlaugar voru á staðnum og breitt yfir þá minni um nætur, ennfremur að- staða til tennis- og boltaleikja úti, en ekki golfvöllur sem fylgir þó flestum orlofsbúðanna. Dordogne-fljótið rennur um þetta hérað og sannarlega margt og merkilegt að skoða þar um slóðir. Bændur komu tvisvar í viku og héldu útimarkað fyrir dvalargesti, seldu ávexti, vín o.fl. Vínið var ódýrt, t.d. kostaði 5 lítra kútur af rauðvíni aðeins 280 kr. íslenskar. Sveitaverslun var þar rétt hjá og fjölmargir skemmtilegir veitinga- staðir í nálægum bæjum og þorpum. Auðvelt var að rata um héraðið. Stærstu nálægar borgir voru Perigueux í norðri og Bergerac 20 km suðvestur af Constant. Víða voru útimarkaðir og fjölskrúðugt mannlíf. Hvarvetna blöstu við fornir kast- alar á hæðum meðfram ánum, enda í auglýsingum talað um 1001 kast- ala í héraðinu Perigord. Mörgum þeirra er vel við haldið, byggingar- 4. Lögfræðistofa Arnar Clausen hrl. (Þröstur Þórhallsson) 10 v. 5. Optima (Tómas Bjömsson) 9 v. 6. Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur (Eiríkur Bjömsson) 8 v. 7. Fiskbúðin Grímsbæ (Benedikt Jónasson) 8 v. 8. Nesti hf. (Árni Á. Árnason) 8 v. 9. IKEA-Kringlunni (Sölvi Jónsson) 7'/2 v. 10. Lögfr.st. Höfðabakka 9 (Ingvar Jóhannesson) 7‘/2 v. 11. Verkakvennafélagið Framsókn (Jón V. Gunnarsson) 7‘/2 v. 12. íslúx hf. (Sævar Bjarnason) 7'Zz v. 13. Rafvirkjadeildin hf. (Þorsteinn Davíðsson) 7 'h v. Aðrir sem komust í úrslit vora Penninn, Edda hf., Sjómannasam- band íslands, Verkamannasamband Islands, Vaka bókaútgáfa, Sónn radíóverkstæði, Mjólkursamsalan og Vestfjarðaleið. Verðlaun voru veitt einstakling- um fyrir fjögur bestu mót þeirra og varð lokaröðin þessi: 1. Sævar Bjarnason 43'/2 v. af 56 mögulegum. 2. Olafur B. Þórsson 41 v. 3. Sigurður Daði Sigfússon 39 v. 4. Þráinn Vigfússon 39 v. 5. Guðmundur Gíslason 37 Vi v. Unglingaverðlaun hlutu: 1. Ingvar Jóhannesson 36 v. af 56. 2. Bragi Þorfinnsson 31'/2 v. 3. Jón V. Gunnarsson 31 '/2 v. Kvennaverðlaunin hreppti Anna B. Þorgrímsdóttir, sem hlaut 16 v. af 56 mögulegum. lag sannkallað augnayndi, leiðsögu- menn segja stoltir sögu þeirra og útsýn frá turnspírum er víða frá- bær. Við dvöldum 2 vikur í Constant og flesta daga fóram við könnunar- ferðir um þetta merkilega og sögu- fræga hérað. Víðlendar vínekrur blöstu við sjónum, einkum suður af borginni Bergerac. Elsti hluti þeirrar borgar þykir merkilegur vegna fornrar byggingarlistar. Dordogne-fljótið rennur gegnum borgina, fjöldi skemmtibáta var þar á ferð og menn æfðu kappróður. Veitingahúsið Nautica, á fljóts- bakkanum, er þekkt fyrir fjöl- breytta sjávarrétti, sem flestir smökkuðust vel. Ekki má gleyma hinum stór- merkilegu forsöguhellum, sem þetta hérað er frægt fyrir. Við heimsóttum fáeina hinna helstu. Upplýstar kristalssúlur Le Grand Roc era ógleymanlegar, þar sem farin var hringferð um þessi stór- kostlegu listaverk móður náttúru. „Kristalskirkjan", öðra nafni Gouffre de Proumeyssac, nálægt Sarlat, er stórmerkilegur neðan- jarðarhellir. Öldum saman vissu menn um op á jörðinni í eitthvert gímald. Óvinum stjórnvalda var gjarnan stungið niður um opið, og voru þar með úr sögunni. Er líða tók á þessa öld vora grafin 350 m löng göng inn að þessum helli, sem mjög líkist kirkjuhvelfmgu að lög- um, með fjölmörgum kristalskert- um og vissulega fundust þar beina- hrúgur fórnarlambanna á gólfinu. Nú er búið að fjarlægja beinin, gangstígar lagðir allt um kring og dulmögnuð tónlist hljómaði í þess- ari meistaralegu hvelfingu svo hrifningarhrollur gagntók gesti. Síðast en ekki síst vil ég svo nefna til sögunnar stolt Frakka, sjálfa Lascaux-hellana, nálægt Montignac. Sauðtján ára piltur, Marcel Ravidat, sem var þar á ferð með fáeinum vinum sínum, rakst á op þeirra 8. september árið 1940. Fjórum dögum síðar fóru þessir félagar í rannsóknarleiðangur til hellanna, fjarlægðu runna og stækkuðu opið og fundu þá hin fornu og stórkostlegu málverk á veggjunum. Veiðidýr frammanna, rist og máluð í mörgum litum, þöktu veggina. Þau elstu eru talin allt að 25 þúsund ára gömul. Drengimir sögðu siðan kennara sínum frá þessum merkilega fundi. Kennarinn varð að sjálfsögðu stórhrifinn og fljótt spurðust tíðind- in. Vísindamenn komu til sögunnar og almenningi var leyfður aðgang- ur. Finnendum voru veittar orður og margskonar virðingarvottur og viðurkenningar. Árið 1963 var að- gangur hinsvegar bannaður vegna skemmda. Aðeins örfáir vísindamenn og rannsakendur koma nú þangað. Til þess að laða að ferðamenn hefur verið gerð nákvæm-eftirlíking af þessum hellum, þar nálægt. Gröft- urinn hófst í gamalli gijótnámu, listamenn gerðu mjög nákvæmar eftirlíkingar hinna fornu listaverka og þessi staður hefur verið nefndur Lascaux II. Ég fagna því að hafa lagt þangað leið mína og litið aug- um þessi stórkostlegu verk. Frá Lascaux II var okkur vísað til Thot, þar sem við skoðuðum glæsilegt safn með myndum af hell- amálverkunum, líkönum forsögu- dýra og merkilegt yfirlit um þróun mannsins frá Neanderdal-Cro- magnon til vorra daga. Rétt hjá var dýragarður með stóram dýram og öílum til furðu, stæðilegum mamm- út með ferlegar tennur. Hann reyndist vera vélknúinn og íjar- stýrður, hreyfði fætur, eyra, augu og haus, saug vatn upp í ranann og sprautaði því umhverfis. Að lok- um rak hann upp dimmt og mikið gaul svo 10 ára drengur lagði grát- andi á flótta. Styttur af framstæðum, vopnuð- um veiðimönnum stóðu umhverfís, albúnir þess að leggja til atlögu við risann. Fransmenn leggja sig sannarlega fram við að laða að ferðamenn. Ekki má sleppa því að minnast á hinn merkilega „Prehisto Park, eða forsögugarð, sem útbúinn hefur verið í Vezere-dalnum í Tursac. Þetta litla skógi vaxna dalverpi sýnir veiðidýr, bústaði og lifnaðar- hætti Neanderdal-veiðimanna. Við blasa veiðidýr í niðurgröfnum gildr- um, atlaga að Ijóni í klettóttri hlíð, fláning og aðgerð veiðidýra, skinntjöld, styttur af fjölda fólks. Virkar ótrúlega raunverulegt. „Allt tekur enda, sem okkur er veitt,“ þessar 2 vikur vora liðnar, með þakklátum huga kvöddum við samfélagið í Constant og þetta skemmtilega hérað. Sannarlega góð tilbreyting frá hinum hefðbundnu sólarferðum. Ennþá var 14 gráðu hiti í Bordeaux er við lögðum heim á leið, enda þótt kominn væri 7. nóvember. Ferðin heim gekk að óskum. Nú þarf að huga að næstu ferð á vegum Sólarseturs og HPB. Ætti það að vera skíðaferð til Austurríkis, sóiar- ferð til Miðjarðarhafsins eða Flórída? Helst að sjá og reyna sem flest og mest. Höfundur er fyrrverandi yfirflugumferðarsijóri. Skálholt, skrúði og áhöld °g íslenzk fornrit Áskriftartilboð vegna framangreindra bóka hefur verið framlengt til 16. júní nk. vegna líflegrar eftirspurnar síðustu daga. Dragið ekki að eignast öndvegisverk íslenskrar menningar. HIÐ ÍSLENZKA BÓKMKNNTAKKLAG SÍIH Ml'l.l 21 • h'»STHÓI.nfa> • 12«HK\ kj\\ ÍK • SÍMI ‘>U>?MK>0 M ■ .... ...‘-- M SOLIGNUM olíuviðarvörn ad þínu sumarskapi! Solignum Architectural fæst nú í 14 litum - einn þeirra er örugglega að þínu sumarskapi. Einnig bjóðum við Solignum grunnefni og gróðurhúsaefni. Fæst í flestum málningarvörubúðum. ^SKAGFJORÐ Kristjón Ó. Skogfjörð hf. Umboðs- og heildverslun G.Á. Pétursson hf Ildttuvéla maritaðurinn “ [K, Raðgreiðslur Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80 ODYRA AMERISKA SLÁTTUVÉLIN Frábær vinnuhestur. Nú meö aflmeiri BRIGGS og STRATTON fjórgengisvél 3,75 hestafla. kr. 16.737,- -MTD042 - Þrælsterk amerisk sláttuvél meö öryggi í handfanginu fyrir hnífinn. - Vildarkjör Visa eða Eurokredit: - Engin úíborgun og jafnar mánaðarlegar greiðslur Viöurkennd viöhalds- og varahlutaþjónusta. - Gerið verð- og gæðasamanburð! - Rafeindakveikja Grassafnari (auka) Opið laugardaga frákl. 10-16. Sunnudaga í júní frákl. 10-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.