Morgunblaðið

Date
  • previous monthMay 1992next month
    MoTuWeThFrSaSu
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Morgunblaðið - 30.05.1992, Page 58

Morgunblaðið - 30.05.1992, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992 FRJALSAR Vésteinn Hafsteinsson með » 67,16 m kast í San Jose etta er næst besti árangur minn,“ sagði Vésteinn Hafsteinsson, kringlukastari, sem kastaði kringlunni 67,16 metra á frjáls- íþróttamóti í San Jose í Bandaríkjunum á fimmtudaginn. Besti árangur hans og Ís- landsmet er 67,64 metrar, sem hann setti 31. maí 1989 á Selfossi. Vésteinn sagði að það hafði gengið mjög vel hjá sér. Hann hafnaði í 2. sæti á eftir Kami Keshmir frá Bandaríkjunum sem kast- aði 70,84 metra. Þjóðvetjinn Wolfgang Schmidt, fyrrum heimsmethafi, varð þriðji með 65,12 metra. Kastsería Vésteins var sem hér segir: 64,20 - 64,36 - 65,56 - 61,82 og 67,16 metra í síðasta kasti. Vésteinn er greinilega í mjög góðri æf- ingu um þessar mundir og á íslandsmet hans sjálfsagt eftir að falla fljótlega ef svo heldur áfram sem horfír. Hann keppir á „Bruce Jenner Classic“ mótinu í San Jose í dag, laugardag. Vésteinn Martha stutt frá ÆT OL-lágmarki Martha Emstdóttir ÍR náði sínum þriðja besta tíma í 10 km hlaupi á sterku fijálsíþróttamóti í Jena í Þýskalandi í fyrrakvöld en sigrað- ist þó ekki á Olympíulágmarkinu. Martha hljóp á 33:28,86 mínútum og hefur því verið að koma inn á beinu brautina í lokin, átt 100 metra eftir í mark þegar lágmarkstíminn, 33:10,0, var uppi. Hlaupið var úrtökuhlaup Þjóvðeija fyrir Barcelona-leikana en var opið útlendingum. Varð Martha í sjöunda sæti af 25 keppendum. Hinar miklu hlaupakonur Þjóðveija, Kathrin Ullrich og Uta Pippig urðu langfyrstar á frábærum tíma, 31:20.62 og 31:21.36 en þriðja varð Kinyalo frá Kenýu á 31:50.10. Gl AIG|N1h/f Lang ódýrustu golfvörurnar? Golfvörur á Ameríkuverði! Ef þú veist hvað þú vilt, þá er engin þörf lengur að kaupa sett og kúlur erlendis. Við höfum landsins mesta úrval af golfvörum á frá- bæru verði. Hafðu samband og fáðu sendan vörulista. Gagn hf., ...golfvörur á góðu verði! TITLEIST - SPALDING - WILSON - RAM - TOMMY ARMOUR - LYNX - MIZUNO - TAYLOR MADE - CALLAWAY - FILA - COBRA - DUNLOP - MAXFLI - YONEX - YMAHA og margar fleiri KNATTSPYRNA Þeir leika í Búdapest Asgeir Elíasson, landsliðsþjálf- ari, hefur valið landsliðshóp- inn sem leikur gegn Ungveijum í undankeppni HM í Búdapest á miðvikudaginn. Sigurður Jónsson var valinn í hópinn, en hann gaf ekki kost á sér - taldi sig ekki vera tilbúinn til að leika landsleik. Þorvaldur Örlygsson og Sigurður Grétarsson eru komnir á ný í landsliðshópinn, sem er þannig skipaður: Markverðir: Birkir Kristinsson, Fram og Friðrik Friðriksson, ÍBV. Aðrir leikmenn: Kristján Jónsson, Kristinn R. Jónsson og Baldur Bjarnason, Fram. Andri Marteinsson og Hörður Magnússon, FH. Valur Valsson og Arnar Grétarsson, UBK. Sævar Jónsson og Baldur Bragason, val. Haraldur Ingólfs- son, ÍA, Rúnar Kristinsson, KR. Guðni Bergsson, Tottenham. Þorvaldur Öriygs- son, Nottingham Forest. Sigurður Grét- arsson, Grashopper. 21 árs landsliðíð Ásgeir hefur einnig valið 21 árs landsliðið, sem mætir Ung- veijum: Markverðir: Ólafur Pétursson, ÍBK og Friðrik Þorsteinsson, ÍA. Aðrir leikmenn: Arnar Gunnlaugsson, Bjarki Gunnlaugsson og Þórður Guðjðns- son, ÍA. Steinar Guðgeirsson, fyrirliði, Ásgeir Ásgeirsson og Ríkharður Daðason, Fram. Þórhallur Jóhannsson, GunnarPét- ursson og Finnur Kolbeinsson, Fylki. Pét- ur Marteinsson, Leiftur, Sigurður Örn Jónsson, KR, Lárus Orri Sigurðsson, Þór, Hákon Sverrisson, UBK og Ágúst Gylfa- son, Val. ^ Opið frá kl. 13-16 virka daga. Gagnhf. ★ Kríunesi7 ★ 210Garðabæ ★ Sími 642100 Opna Diletto kvennamótib verbur holdib ú Graforholtsvelli 31. maí • Vegleg verölaun fyrir fyrstu þrjú sætin raeö forgjöf í A og B flokki. A-flokkur ei fyrir konur raeö 28 og undir í forgjöf, B-flokkur fyrir konur meö forgjöf 29-36. • Verölaun fyrir besta brúttó skon • Aukaverölaun fyrir næst holu á 2. braut og fyrii næst holu í ööru höggi á 18. braut. • Mtttöku skal tilkynna í síma 682215 fyrir kl. 14,00 laugardag 30, maí. • Byrjaö veröur aö ræsa út kl, 9,00 sunnudag 31, maí. • Athugiö aö í fyrra sló þetta mót öll aösóknarmet í kvennagolfi á íslandi. Þórsarar lögðu bragðdaufa Blika Hvað sögðu þeir? Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs: „Við tókum þetta á þolinmæðinni. Þessi leikur spilaðist mjög svipað og leikurinn á móti Fram, við leyfð- um þeim að sprikla í byijun og keyrðum síðan yfír þá þegar þeir voru orðnir óþolinmóðir." Bjarni Sveinbjörnsson, Þór: „Ég átti von á þeim kraftmeiri, þeir virt- ust vera þungir og ekki með hug- ann við leikinn. Þeir voru meira með boltann í fyrri hálfleik en við biðum bara rólegir. Það hefði ekk- ert þýtt fyrir okkur að æða út í einhveija vitleysu strax í byijun. Þeir hefðu bara skilið okkur eftir ef við hefðum farið að taka ein- hverja óþarfa áhættu.“ Vignir Baldursson, þjálfari Breiðabliks: „Við vorum ekki lakari aðilinn í þessum leik. Við fengum okkar færi sem við því miður notuð- um ekki. Okkur hefur gengið erfið- lega að skapa okkur færi og ég veit ekki hvað veldur. Það er ljóst að Þórsliðið er sterkt og að ekkert lið gengur yfir þá.“ Þórsarar eru efstir í 1. deild þegar tveimur umferðum er lokið með fuilt hús stiga og markatöluna tvö mörk gegn engu. Þeir Stefán sigruðu Breiðablik á Eiríksson heimavelli þeirra í skrifar Kópavogi á fimmtu- daginn í fremur bragðdaufum leik, 0:1. Þórsarar léku mjög skynsamlega í leiknum, vörðust vel í byrjun og biðu þolinmóðir eftir réttu tækifærunum. Breiðabliksmenn virtust hafa undirtökin í byijun, en einhvern neista vantaði, leikgleði var ekki til staðar. Breiðablik náði undirtökunum í fyrri hálfleik og átti Grétar Steindórs- son skot í stöng af stuttu færi. Þórs- arar byijuðu síðari hálfleik með lát- um.' Ekki voru nema um 30 sekúndur liðnar þegar Bjarni Sveinbjömsson skallaði í þverslá Blikanna. Mark Þórsara kom síðan á 62. mínútu, en þá skoraði Bjarni af stuttu færi eftir laglegan undirbúning Halldórs Áskelssonar. Blikar virtust vakna af væm blundi við mark Þórsara og lifnaði nokkuð yfir leiknum. Þórsarar bökkuðu nokk- uð undir lokin. Sterk vörn þeirra réð auðveldlega við máttlausa Breiða- bliksmenn. KNATTSPYRNA / KONUR Valur lagði IA Þvert á allar spár, vann Valur 1:0 sigur á ÍA að Hlíðarenda á fimmtudaginn. „Okkur hefur ver- ið spáð mikilli vel- Stefán gengni og spurning Stefánsson hvort það hefur haft skrífar áhrif á hugarfarið. En við ætlum á toppinn og ætlum að vinna alla leiki sem eftir em“, sagði Helena Ólafs- dóttir, sem átti frábæran leik með Skagaliðinu. Sagamark lá í loftinu fyrstu 20 mínútumar en þá komust Valsarar inní leikinn. Þegar 5 mínútur voru til leiksloka fékk Valur hornspyrnu frá vinstri, boltinn þvældist inní teignum uns Bryndís Valsdóttir skaut hátt í loft og þegar boltinn lenti aftur í þvögunni þvældist hann inní markið og eina mark leiksins var skrifað á Bryndísi. Guðrún Sæmundsdóttir var af- gerandi best í Valsliðinu en Helena Olafsdóttir var best hjá ÍA og Hall- dóra Gylfadóttir, Ragnheiður Jón- asdóttir, írís Steinsdóttir og Karítas Jónsdóttir vom ágætar. Om 4 Ulfar Óttarsson lenti ■ I í vandræðum með boltann rétt fyrir utan eigin víta- teig. Ætlaði að gefa boltann en Halldór Áskelsson hirti hann af honum, brunaði inn í teiginn hægra megin og gaf lagiega fyrir markið á Bjarna Svein- björnsson sem skaut af stuttu færi í markið, undir Cardaklija markvörð. Vamarmaðurinn Þorsteinn Geirsson reyndi ítrek- að að bjarga en endaði á sama stað og boltinn; í netinu. UM HELGINA KNATTSPYRNA 1. deild kvenna: Laugardagur Kópavogsvöllur: UBK-ÞrótturN.......kl. 14 Sunnudagur Þórsvöllur: Þór - KR..............kl. 14 Stjömuvöllur: Stjarnan - Valur.....kl. 14 Akranesvöllur: ÍA-ÞrótturN.........kl. 14 2. deild karla: Laugardagur ísafjörður: BÍ - ÍR...............kl. 14 Fylkisvöllur: Fylkir - Víðir......kl. 14 Selfossvöllur: Selfoss - Stjarnan.kl. 14 Þróttarvöllur: Þróttur - Grindavik.kl. 14 Keflavíkurvöllur: ÍBK-Leiftur.....kl. 14 ■Vormót knattspyrnudeildar Víkings fyrir 7. flokk verður haldið á morgun á malarvell- inum við Hæðargarð og hefst kl. 9. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Vormót Aftureldingar verður á Varmár- velli í dag og hefst kl. 14. Forkeppni, 600 og 800 m hlaup unglinga, hefst kl. 13.30. Kappamót öldunga verður á Valbjamar- velli í dag kl. 10-12 og 13.30 til 16. Keppt verður i landskeppnisgreinum. UMF Skipaskagi stendur fyrir almenn- ingshlaupi á Akranesi í dag í tilefni af 50 ára afmæli bæjarins. Boðið verður upp á þijár vegalengdir; 3,5 km, sjö km og hálf- maraþon. Hlaupið verður sett kl. 11.30 með ávarpi bæjarstjóra. FIMLEIKAR íslendingar mæta skotum í tandskeppni i íþróttahúsinu f Digranesi á morgun. Keppt verður í sveita- og einstaklingskeppni í frjálsum æfingum. Fyrir mótið fer fram fim- leikasýnings sem hefst kl. 13.50

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue: 121. tölublað (30.05.1992)
https://timarit.is/issue/124784

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

121. tölublað (30.05.1992)

Actions: