Morgunblaðið - 01.08.1992, Side 22

Morgunblaðið - 01.08.1992, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGUST 1992 Leiðtogi stjómarandstöðu í Serbíu í samtali við Morgunblaðið: Serbía er nú land lögleysu og lyga Belgrad. Frá Karli Aspelund, fréttaritara Morgunblaðsins. VUK Draskovic, leiðtogi S.P.O. eins stærsta stjórnarandstöðu- flokks Serbíu, segir að þar i landi sitji ríkisstjórn sem einkennist af þjóðernis-sósíalisma og hún sé studd af vopnuðum hópum fas- ista. Draskovic lét þessi orð falla í samtali við Morgunblaðið fyrr í vikunni og kvað það vera skoðun sína að fjöldahreyfingar frið- ar- og lýðræðissinna í fyrrum Iýðveldum Júgóslaviu gætu einar knúið fram frið í landinu. Stuðningsmaður Vuk Draskovic hefur mynd af honum á loft í miðborg Belgrad. Draskovic naut mikilla vinsælda í fyrra og vakti mikla athygli 9. mars síðastliðinn á mótmælafundi sem hann boðaði til í miðborg Belgrad gegn þjóðnýtingu útvarps og sjónvarps. Það kvöld var hann að flytja raeðu af svölum Þjóðleik- hússins í Belgrad þegar lögregla þrengdi skyndilega að fjölmennum útifundinum og hóf að skjóta tára- gashylkjum. Draskovic hvatti fundarmenn til að láta hart mæta hörðu. Hófust af þessu óeirðir sem leiddu til þess að stjórnin í Belgrad sendi skriðdrekafylkingu gegnum miðborgina íbúum til viðvörunar. Hófsamari en áður Eftir þessa atburði hefur Draskovic dregið mjög úr hvatn- ingu til róttækrar byltingar og var nýlega helsti hvatamaður þess að stúdentar í Belgrad mótmæltu friðsamlega. Hefur þetta orðið til þess að S.P.O. hefur misst fylgi þeirra hægri manna sem aðhyllast róttæka byltingu í Belgrad. Þessir harðlínumenn og þjóðernissinnar flykktust yfir til Róttæka flokks- ins undir forystu Vojislavs Seselj. Sá flokkur hefur síðan opinberast sem harðsvíraður þjóðernissinna- flokkur og helsti stuðningshópur Slobodans Milosevic Serbíuforseta þó í stjómarandstöðu sé. Á hinn bóginn hefur fylgi nú nýlega farið yfír til S.P.O. frá Lýðræðisbanda- laginu (sameinaðir stjórnarand- stöðuflokkar) eftir klofning þar. Margir hafa efasemdir um Draskovic. Bent er á að hann hafí eitt sinn verið háttsettur kommún- isti á skrifstofum stjómarráðsins í Belgrad, síðan hafí hann skyndi- lega gerst stjórnarandstæðingur þegar fjölflokkakerfí var komið á. Og nú er Draskovic skyndilega orðinn mikill stuðningsmaður Milans Panic, forsætisráðherra Júgóslavíu. Ekki bætir úr skák að hann og Vojislav Seselj, sem er einn harðasti þjóðemissinni Serbíu og maður sem margir segja að vinni öll „skítverkin" fyrir Mi- losevic, vom áður fyrr nánir vinir. Draskovic var reyndar svaramað- ur í brúðkaupi Seseljs, sem í Serb- íu jafngildir fóstbræðralagi. Kosningar í myrkrinu Á blaðamannafundi í Belgrad á dögunum hélt Draskovic því m.a. fram að stjóm Serbíu hefði í undir- búningi „andlega og líkamlega útrýmingu andstæðinga sinna“. Eftir fundinn bað Morgunblaðið hann að útskýra þessi ummæli sín. „Það er augljóst að sams kon- ar öfl og vom sigmð í ágúst í fyrra ætla sér að reyna að verða sigursæl í Belgrad í júlí 1992. Forseti Serbíu [Slobodan Mi- losevic] ætlar sér að sýna fram á hver ræður. Aætlunin er augljós, það á að kæfa eitt virtasta dag- blað Balkanskaga [Politika] og gera það að málpípu harðstjóra. Það á að setja háskólann undir hramm kommissara, banna fjölda- fundi og mótmæli. Það á að leiða Serbíu inn í dimm göng og halda síðan kosningar í myrkrinu," sagði Draskovic. Aðspurður hvort hann teldi að einhvers konar fasisimi væri yfír- vofandi í Serbíu sagði hann: „Serbía er því miður ríki þar sem fínna má fylgjendur þjóðernis-sós- íalisma og fasisma. Það er auðvit- að oft erfítt að skilgreina hvar þetta tvennt skilst að og einnig hvenær harðlínukommúnismi er orðinn þjóðemis-sósíalismi. Hvort sem gildir er staðreyndin sú að í Serbíu býr fólk við ofríki og kúg- un. Serbía er í dag land lögleysu og lyga. Það er alveg ljóst að meirihluti Serba er lýðræðislega þenkjandi fólk, samkvæmt evr- ópskri hefð. Meirihluti Serba hefur meiri áhuga á góðum heimilstækj- um en morðtólum. Meirihluti Serba vill vingast við aðrar þjóðir og a.m.k. 75% Serba vilja ganga til miklu nánari samvinnu við lýð- ræðisríki Evrópu. En því miður situr stjóm í Serbíu sem einkenn- ist af þjóðernis-sósíalisma og er studd af vopnuðum fasistahópum. Leiðtogi fasistanna situr því miður á þingi Serbíu og nýtur mikils stuðnings Milosevic forseta." Þú átt við Vojislav Seselj? „Ég vil helst ekki nafngreina manninn. Við vomm eitt sinn vin- ir og það er mjög erfítt fyrir mig að horfast í augu við að hann skuli hafa snúist til fasisma." Alræðisstjórn í Króatiu Draskovic gerði stjómina i Króatíu að umtalsefni. „Þrátt fyr- ir allt sem er að gerast hér em aðgerðir stjórnar Serbíu bama- leikur í samanburði við alræðis- stjómina í Króatíu. Forseti Króat- íu [Franjo Tudjman] er hins vegar ekki svo heimskur að láta fremja voðaverk sín fyrir opnum tjöldum eins og Milosevic forseti og mála- liðar hans.“ Nú var Milan Panic, forsætis- ráðherra Júgóslavíu, kallaður til valda af einmitt þessum hópi. Getur hann dregið úr þessari þró- un og unnið með þeim? „Eins og er, er það ómögulegt. Panic kom hingað í boði þessara öfgamanna á þessu svokallaða þjóðþingi okkar. Þessir menn vom kjömir í kosningum þar sem 70% íbúa Serbíu sátu heima. En Panic kom hingað fullur vonar um að hann gæti tekið við völdum og komið á lýðræði að bandarískri fyrirmynd og fijálsu markaðs- kerfí. Fyrirætlanir hans em allar hinar bestu og hugsaðar af ein- lægni. En hann getur ekkert gert með þessu fólki. Panic þyrfti að taka djarft skref og takast á við kommúnistana og fasistana á þingi. Jafvel að ijúfa þing og bjóða stjórnarandstöðunni að mynda með sér starfsstjóm er undirbúa myndi kosningar í nóvember. Hinn kosturinn er að Panic taki saman dótið sitt og fari aftur til Kalifom- íu.“ Draskovic sagði Panic vera mjög hugaðan mann. Hann væri í fullri einlægni að vinna að því að koma á friði og hann tryði því af heilum hug að unnt væri að koma á lýðræði að bandarískri fyrirmynd í Serbíu og á öllum Balkanskaganum. Panic hefði á hinn bóginn ekkert vald og fengi hvergi hjálp. Panie yrði að sigrast á þinginu og koma þeim sem þar sitja frá völdum. Hann yrði að þvinga Milosevic forseta til að segja af sér. „Ekki er nokkur vafí á því að ég mun aðstoða Panic ef svo fer. Ekki aðeins ég heldur allir stjóm- arandstöðuflokkarnir. Lykillinn að lausn allra vandamála Júgóslavíu er í Belgrad. Ekki vegna þess að Milosevic sé meiri harðstjóri en Franjo Tudjman. Að mínu mati em þeir andlegir tvíburar. Ekki vegna þess að Serbar beri meiri sekt en aðrir í þessu blóðuga stríði. Það bera allir sömu sekt í þessu stríði. Ástæðan er sú að Serbar em stærsta þjóðin á Balkanskaga. Því myndi stór hreyfíng í friðar- og lýðræðisátt í Belgrad koma af stað svipuðum hreyfíngum í Zagreb [Króatíu], Sarajevo [Bosn- íu] og Skopje [Makedóníu] og hvetja nýja menn til valda þar. Þetta er eina leiðin til að friður komist á. Þetta er eina leiðin til að koma á endurreisn efnahag- skerfísins. Þar á eftir gæti fylgt pólitísk endurreisn fyrrum Júgó- slavíu. Það getur aldrei gengið að þeir sem stuðluðu að stríðinu vinni að eflingu friðarins. „Eigi skalt þú nýtt vín á gamla belgi setja“. Reutcr Björgun úr brennandi flaki Giftusamleg björgun nærri 300 farþega og 12 manna áhafnar úr brennandi flugvél í New York á fimmtudag þótti ganga kraftaverki næst. Breiðþotan var aðeins komin örfáa metra á loft í fyrirhugaðri ferð til San Fransisco þegar eldur blossaði upp í henni og hún skall niður á eina af brautum Kennedy-flugvaliar. Ekki er vitað hvað olli eldinum í vélinni. Hún var af gerðinni Lockheed Tristar. Snöggum viðbrögðum björgunarmanna á flugvell- inum er þakkað fyrir hve vel fór, aðeins 15 manns slösuðust lítillega. Þeir meiddust í þröng farþega sem streymdu út úr flakinu. Einn farþeganna sagði að mjög vel hefði gengið að komast frá borði, fólk hefði haldið ró sinni. Vélin varð alelda þegar síðasti farþeginn komst út. Á myndinni sjást björgunarmenn við þotuna í fyrrakvöld. Kennedy-flugvelli var lokað í nokkr- ar klukkustundir eftir slysið og umferðaröngþveiti varð á nærliggjandi þjóð- vegum vegna björgunarbifreiða sem flykktust að flugbrautinni. Jeltsín segist styðja utanríkisráðherrann Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær að ekki stæði til að reka Andrei Kozyrev utanríkis- ráðherra, en orðrómur er á kreiki í Moskvu að hann muni verða látinn víkja innan skamms. Harðlínumenn vilja Kozyrev burt, því þeir saka hann um að vera of undanlátssaman við Vest- urlönd. Blaðið Nesavisimaya Gazeta sagði í gær á forsíðu að Kozyrev myndi víkja mjög fljótlega og þá yrði orðið lítið af umbótasinnum í ríkisstjórn Borísar Jeltsíns. Jegor Gajdar, settur forsætisráðherra og helsti forsvarsmaður efnahagsum- bóta, myndi verða mjög einangrað- ur í stjórninni eftir brottför Koz- yrevs, sagði blaðið, en harðlínu- menn myndu styrkjast að sama skapi. Rússnesk blöð hafa ítrekað spáð falli Kozyrevs fyrir haustið og Jelts- ín sjálfur lýsti yfír óánægju með þau ummæli utanríkisráðherrans fyrir skömmu að harðlínumenn kynnu að gera valdaránstilraun í ágúst eins og í fyrra. I gær sagði Jeltsín hins vegar að fréttir um yfírvofandi afsögn Kozyrevs væru úr lausu lofti gripnar. ------♦ ♦ »----- Líbanon: Hizbollah yfir- gefur búðir Sídon, Baalbck, Beirút. Reuter. HIZBOLLAH-skæruliðahreyfing- in hefur afhent líbönskum stjórn- völdum stærstu búðir sínar í Líb- anon. Líbanski herinn virðist nú smám saman vera að ná tökum á ástandinu í landinu en fyrstu kosn- ingar í Líbanon í tuttugu ár eiga að fara fram í ágúst. Afhending búðanna var liður í samkomulagi milli hreyfingarinnar og líbanskra stjómvalda, sem reyna nú að koma á lögum og reglu í land- inu. Talið er að margir vestrænir gíslar fengið að dúsa þar. ísraelskar herþotur réðust á aðrar búðir Hizb- ollah-skæruliða í Suður-Líbanon í fyrradag og var það 25. loftárás ísra- ela 'á skæruliða í Líbanon á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.