Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.08.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. ÁGÚST 1992 Króati og Serbi vinna saman við hlaupabrautina í Laugardalnum „Fólkið heima aðeins þolendur í harmleiknum“ KRÓATI frá Bosníu og Serbi frá sjálfsstjórnarhéraðinu Kosovo vinna saman við lagn- ingu nýrrar hlaupabrautar á Laugardalsvelli þessa dagana ásamt þremur félögum sínum frá fyrrum sambandsríkjum Júgóslavíu. Króatinn, sem heit- ir Franjo, er verkstjóri vinnu- flokksins sem er hér á vegum þýsks verktakafyrirtækis. A meðan hann hefur starfað hér á landi hefur ólýsanlegur harm- leikur gerst í heimabæ hans í Bosníu eins og víðar í landinu, harmleikur sem snertir hann persónulega. Franjo hélt að blaðamaður og ljósmyndari væru komnir til að forvitnast um hina nýju hlaupa- braut sem verið er að leggja á Laugardalsvöll, en tók okkur samt vel þegar við kváðumst hafa frétt af ógæfu hans. „Liðssveitir Serba réðust inn í þorpið og skutu á allt kvikt. Bróðir minn varð fyrir skotum í fótlegg og í höfuð, og særðist illa. En hann lifir af,“ sagði Franjo. Hann á fimm bræður og móður á lífi og bjuggu þau saman í húsi fjölskyldunnar, ásamt eiginkonu Franjos og bömum. Þau flýðu til Zagreb. „Þeim líður vel í Zagreb. Þar em menn af öllum þjóðemum og þar er ró og spekt,“ sagði Franjo. Franjo sagði að serbneskir her- menn hefðu stolið öllu steini létt- ara úr húsinu, sem Franjo hafði unnið fyrir með hörðum höndum í tuttugu ár. Síðan bára þeir eld að húsinu og fleygðu hand- sprengjum inn í eldinn. Hann sagði að Serbar hefðu lagt heimabæ sinn í rúst, rænt banka og þar með hefði hann tapað öilu sínu sparifé sem hann hefði lagt fyrir í tuttugu ár, kveikt í sjúkra- húsum, ellihéimilum og bama- heimilum. Móðir sín hefði lifað af tvær heimsstyijaldir og hún myndi enn helför nasista, en það sem Serbar væra að gera í Bos- níu væri grimmilegra. „Ég verð að byrja upp á nýtt með tvær hendur tómar. Ég er allslaus. En það sem mest er um vert er að fjölskylda mín slapp lifandi frá þessu og er nú óhult í Zagreb," sagði Franjo. Hann sagði að svipað væri ástatt um vinnufélaga sína, sem vora að hætta vinnu þennan dag og taka saman verkfæri sín í nepjunni. Franjo og Muaran fyrir utan vinnuskúrinn í Laugardal. Allir væru þeir heimilislausir en fjölskyldur þeirra væra á lífi. Franjo sagði að honum og Muaran, Serbanum frá Kosovo, kæmi vel saman, enda þótt þeir kæmu frá stríðandi löndum. „Fólkið heima er aðeins þolendur í harmleiknum og laust við þá illsku sem sprytti af stjómmála- legum deilum," sagði hann. Franjo sagði að sér liði vel á ísiandi, fólkið væri vingjarnlegt, en hér væri kalt. Hann fer til Þýskalands í lok næstu viku og ráðgerir að hitta fjölskyldu sína í Zagreb í endaðan ágúst. Samkvæmt utreikmngum Handsals hf. er samdráttur í sjávarátvegi minni en fram hefur komið: Kvóti Granda eykst um 7,3 % HANDSAL hf. hefur sent frá sér samantekt um áhrif kvótaskerð- ingar á nokkur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Samantektin er gerð til þess að reyna að segja fyrir um gengi hlutabréfa í fyrir- tækjunum. Niðurstaða Eddu Helgason sem vann að þessari saman- tekt er sú að sé miðað við sama þorskígildisstaðal fyrir næsta fískveiðiár verði samdráttur í sjávarútvegi ekki eins mikill og fram hefur komið. Hjá einstökum fyrirtækjum sem samantekt Eddu Helgason nær til mun kvótinn mældur í þorskígild- um breytast hlutfallslega mest hjá Granda hf. í Reykjavík þar sem hann eykst um 7,3-%. Síldarvinnsl- an hf. á Neskaupstað missir mest, eða 2,3 %. Ámes hf. í Þorlákshöfn fær aukinn kvóta um 4,6 %, kvóti Haralds Böðvarssonar hf. á Akra- nesi eykst um 3,3 %, kvóti Sjóla hf. í Hafnarfirði um 5,4 %. Skag- strendingur hf. í Skagaströnd missir_2,2 % af kvóta sínum, en kvóti Útgerðarfélags Akureyringa stendur nær í stað. Edda Helgason annar fram- kvæmdastjóra Handsals hf. segir að samantekt hennar taki ekki til þeirra áhrifa sem breytt samsetn- ing á afla hefur á fískvinnsluna. Þá kemur einnig fram í samantekt Eddu að fleiri þættir en aflaheim- ildir munu hafa áhrif á gengi hlutabréfa þessara sjávarútvegs- fyrirtækja. I því sambandi nefnir hún söluverðmæti sjávarafurða erlendis, hagræðingu í rekstri og nýtingu fískistofna. Samkvæmt nýrri reglugerð mun þorskígildisstuðull breytast þann 1. september næstkomandi og það kann að breyta þessum niðurstöð- um Handsals hf. Vinna við flug- skýli stöðvuð: Starfsmenn óvarðir í 25 m hæð Vinnueftirlitið stöðvaði vinnu nokkurra starfsmanna við ný- byggingu flugskýlis Flugleiða á Keflavíkurflugvelli í fyrradag vegna ónógra fallvama. Starfs- menn unnu þar í allt að 25 metra hæð óvarðir með öllu, að sögn Gests Friðjónssonar vinnu- eftirlitsmanns. Gestur sagði að nauðsynlegt væri að koma fyrir öryggisneti til að grípa menn ef þeim skrikaði fótur. Sperrur flugskýlisins eru í 25 metra hæð og er beint fall nið- ur, að sögn Gests. Ekki er hægt að koma við örýggislínu. Gestur sagði að haldinn yrði fundur í dag með viðkomandi verk- tökum og rætt um viðunandi lausn á málinu. Vinna á jörðu niðri og í lítilli hæð heldur áfram og sagð- ist Gestur ekki telja að starfsmenn þyrftu að búa við verkefnaskort. Morguriblaðið/KGA Á skotæfingu með stolnar byssur Hér sjást byssumar fjórar, sem teknar voru ófrjálsri hendi í geymslu við Flúðasel fyrr í vikunni. Tvítugur maður hefur nú játað stuldinn og ætlaði hann að sögn rannsóknarlög- reglu að eiga byssumar sjálf- ur. Þjófurinn reyndist hafa verið á skotæfíngu með byss- urnar daginn sem lögreglan handtók hann, en þá hafði hann brotizt aftur inn um nótt- ina til þess að sækja sér skot- færi. Meint alsæla reyndist hjartalyf STAUKUR með 30 pillum fannst á samkomusvæðinu á Eldborgarhátíðinni um versl- unarmannahelgina. Pillurn- ar gáfu jákvæða svörun við amfetamini við litaprófun. Vaknaði þá grunur um að amfetamín eða jafnvei aisæla væri þarna á ferðinni. Bjöm Halldórsson hjá Fíkni- efnadeiid lögreglunnar segir að nánari rannsókn hafi leitt í ljós að um hvorugt þessara efna var að ræða, heldur vora þetta hjartalyf fengin í apóteki sam- kvæmt lyfseðli. Bjöm segir að sá sem hugðist neyta lyfsins eða dreifa pillunum virtist ann- að hvort hafa týnt stauknum eða losað sig við hann viljandi. Sjóprófum vegna strands Eriks Boye frestað um óákveðinn tíma Flestum yfirheyrsl- um lokið Guðmundur kvað sjóprófín hafa staðið frá morgni þriðjudags fram yfír miðnætti. „Við yfírheyrðum skipstjórann, sveitarstjóra Breið- dalshrepps og björgunaraðila,“ sagði hann. „Endurrit verður gert af málsgögnum og þau send til hlutaðeigandi aðila hér á landi sem og í Danmörku. Síðar mun koma í ljós hvaða skýrslur verða gerðar frekar í málinu.“ Erik Boye var tekinn í slipp á Neskaupstað á miðvikudag. Fyrirtækið Dráttarskip hf. hef- ur fest kaup á skipinu. Forráðamenn fyrirtæk- isins stefna að því að gera við skemmdir flutn- ingaskipsins og selja það að viðgerðum lokn- um. Á myndinni sést hvernig botn skipsins rifn- aði þegar það steytti á skeri fyrir utan höfn- ina í Breiðdalsvík. SJÓPRÓFUM vegna strands danska skips- ins Eriks Boye hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Guðmundur Þór Guð- mundsson, settur héraðsdómari Austur- lands, sagði að flestum yfirheyrslum væri nú lokið. Þó ættu málsaðilar eftir að vega stöðuna og meta, en mögulegt væri að send yrði réttarbeiðni til Danmerkur í þessu sambandi. Skemmdir á botni Eriks Boye. I i I i I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.