Morgunblaðið - 20.08.1992, Síða 38

Morgunblaðið - 20.08.1992, Síða 38
— 38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 20. ÁGÚST 1992 FRJALSIÞROTTIR / SJO ÞJOÐA KASTLANDSKEPPNI FRI hættivið og barviðfjárhagsörðugleikum: Ekki við ólympíu- nefnd að sakast ÓLYMPÍUNEFND íslands segir það fyrirslátt hjá formanni Frjáls- íþróttasambandsins að hœtt hafi verið við á síðustu stundu að senda íslenska keppendur á sjö þjóða kastlandskeppni, sem hefst íTékkóslóvákiu n.k. laugardag, vegna þess að ólymptu- nefnd hafi ekki greitt FRÍ umsamda fjárupphæð. Rétt sé að ekki sé búið að greiða allt út, en sama gildi um öll sérsambönd og FRÍ viti að peningar frá ólympíunefnd eru tryggir peningar. |Jins og Morgunblaðið greindi frá í gær var ákveðið að senda flóra menn í umrædda keppni, en síðan dregið ( iand á miðvikudag. „Við höfum ekki fengið þá fjármuni frá ólympíunefnd sem okkur var lofað,“ var haft eftir Magnúsi Jak- obssyni, formanni FRÍ, en Gísli Halidórsson, formaður ólympíu- nefndar, sagði að þetta væri fyrir- sláttur. „Það er rétt að við höfum ekki gert upp við sérsamböndin, en þau vita að við fáum 40% umsamdra peninga frá ríkinu í ágúst, sept- ember og október og þá verður dæmið gert upp. Þess vegna hefði verið hægur vandi fyrir FRÍ að fá lán til skamms tíma út á þessa peninga, þv( um örugga innistæðu er að ræða. Þetta eru tryggir pen- ingar og það veit Frjálsíþróttasam- bandið." Gfsli sagði að samið hefði verið um að FRI fengi 1,8 mil|jónir króna og hefði þegar fengið rúmlega millj- ón. „Sambandið fær afganginn á næstunni, en ég er óánægður með hvað sambandið hefur haft úr litlu að spila. Út frá því er gengið að viðkomandi sérsamband leggi jafn- mikið af mörkum til ólympíufara þess og ólympíunefnd, en það hefur FRÍ ekki gert og eru íþróttamenn- irnir sáróánægðir með það.“ í máli Magnúsar kom jafnframt fram að ólympíunefnd ætti erfítt um vik vegna þess að handbolta- landsliðið hefði bæst í ólympíuhóp- inn skömmu fyrir Óiympíuleikana ( Barcelona, en Gísli sagði það ekki rétt. „Um ieið og handboltaliðinu var boðin þátttaka hófst sérstök fjáröfl- un og hefur hún þegar skilað góðum árangri. Þátttaka iiðsins kemur ekki niður á öðrum sérsamböndum og við gerum full skil við þau eins og um var samið." KNATTSPYRNA / HATTVISI Morgunblaðið/Ámi Sæberg KSI og Vlsa veittu viðurkenningar fyrir prúðmannlegan leik í gær. Á mynd- inni eru frá vinstri: Eggert Magnússon, formaður KSÍ, Ólafur Kristjánsson, fyrirliði FH, Sigrún S. Ottarsdóttir, fyrirliði UBK, Auður Ásgrímsdóttir, Hetti, Bjarni Sveinbjömsson, Þór, og Þórhallur Vilhjálmsson frá Visa. Bjarni og Sigrún valin prúðustu leikmennirnir BJARNI Sveinbjörnsson, mið- herji Þórs, og Sigrún S. Ottars- dóttir, fyririiði Breiðabliks, voru KAPPAKSTUR Hrakfalla- bálkurinn loks heimsmeistari ^retinn Nigel Mansell varð um síðustu helgi heimsmeistari í kappakstri þrátt fyrir að enn séu fímm keppnir eftir á tímabilinu. Hann varð í öðm sæti í keppni í Ungvetjalandi á sunnudaginn og er kominn með 92 stig, eða 52 stig- um fleira en næsti keppandi. Mansell hefur verið kallaður óheppni maðurinn í kappakstrinum, því hann hefur þrisvar venð nálægt því á tólf ára ferli að verða heims- meistari, en alltaf orðið fyrir ein- hverju óhappi sem hefur kostað ^hann titilinn. En þetta árið hafa honum ekki orðið á nein mistök. Hann hefur þegar unnið í átta keppnum, og er fyrsti Bretinn til að ná titlinum sið- an 1976, þegar James Hunt varð heimsmeistari. „Eg veit ekki hvað skal segja,“ sagði Mansell eftir keppnina í Ung- veijalandi. „Þegar maður hefur þrisvari sinnum verið svona nálægt því þá er þetta það besta sem fyrir mann getur komið. En það em fimm keppnir eftir og ég ætla að reyna að vinna að minnsta kosti tvær í viðbót. Ég hef aldrei unnið í Japan og Ástralíu og stefnan er sett á sigur þar. Ef ég næ að bæta sigmm þar í safnið hef ég náð öllu sem hægt er, og það er að sjálfsögðu stefnan," sagði Mansell. KNATTSPYRNA LIÐ 14. UMFERÐAR Reuter Nigel Mansell gat ekki leynt tilfinningum sínum eftir að ljóst var að hann var orðinn heímsmeistari í kappakstri, þrátt fyrir að enn séu eftir fimm keppnir á tímabilinu. valin prúðustu leikmennirnir í íslandsmótinu í knattspyrnu, Bjarni eftir 12 umferðir í Sam- skipadeildinni og Sigrún fyrir leiki í júní og júlí í 1. deild kvenna. FH fékk fæst spjöld á tímabilinu og var því prúðasta liðið hjá körlunum, en Höttur, Egilsstöðum, hjá konunum. KSÍ og Visa gerðu með sér tveggja ára samning með því markmiði að stuðla að prúðum og drengilegum leik og eru viðurkenn- ingamar, sem veittar eru þrisvar á tímabili, til að leggja áherslu á mik- ilvægi góðrar framkomu knatt- spyrnumanna utan sem innan vall- ar. Fyrstu viðurkenningarnar voru veittar_ eftir sex umferðir, en að loknu íslandsmótinu verða veittar viðurkenningar fyrir allt tímabilið. Á fundi KSÍ í gær kom fram að starfsmaður Knattspyrnusam- bandsins færi víða um land til að kynna og efla íþróttina og ávallt væri lögð áhersla á háttvísi, en enn þyrfti mikið átak til að bæta hegð- un leikmanna og eins væri nauðsyn- leg^t að þjálfarar, forystumenn, for- eldrar og forráðamenn ungra knatt- spyrnumanna sýndu gott fordæmi í þessum efnum. Þetta væri í raun eilífðar verkefni, menn yrðu alltaf að vera á varðbergi og höfða fyrst og fremst til unga fólksins. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði að almennt hefði fram- koma leikmanna batnað til mikilla muna í kjölfar hljóðnemamálsins svonefnda. Það hefði haft i för með sér hugarfarsbreytingu og greini- legt væri að margir hefðu tekið sig á, en KSÍ og Visa skoruðu á for- ystumenn íslenskrar knattspymu að leggja meiri rækt við háttvísi og drengilegan leik en nú er og sýna viljann í verki. GOLF Sterict golfmót á Hellu BLAÐAMANNAFÉLAG íslands heldur sitt árlega golfmót á Hellu á laugardaginn. Þar munu fjölmiðlamenn reyna með sér en einnig hefur sterk- um kylfingum verið boðið til keppninnar. ótið, sem nefnist „Media Masters", er tvískipt. Ann- ars vegar keppa þeir sem starfa á fjölmiðlum landsins og hins vegar er sérstakt boðsmót þar sem 13 sterkir kylfingar taka þátt. Þar eru þrír atvinnumenn, þeir Arnar Már Ólafsson kennari hjá Keili, Philip Hunter kennari hjá GS og Sigurður Pétursson kennari hjá GR. Aðrir keppendur í þessu sterka móti verða Sigurður Hafsteinsson, Hannes Eyvindsson og Ragnar Ólafsson úr GR, Sigurður Sigurðs- son og Gylfi Kristinsson úr GS, Björgvin Sigurbergsson, Tryggvi Traustason og Guðmundur Svein- björnsson úr Keili. Frá Akureyri koma Björn Axelsson og Björgvin Þorsteinsson. Þessir kappar hafa hampað ís- landsmeistaratitlinum 15 sinnum alls og ekki er að efa að þeir eiga eftir að berjast hart fyrir sigri í mótinu. Meistararnir hefja leik kl. 12 á hádegi. Eins og endranær eru fjölmörg önnur mót um helgina: Sveitakeppni unglinga Mótið hefst í dag hjá GR og lýkur á sunnu- dag. Keppt er í tveimur flokkum, 14 ára og yngri og 15-18 ára. Sveitakeppni öldunga Mótið fer að þessu sinni fram í Leirunni, hefst á laugardag og lýkur á sunnudag. Samskiptamótið Haldið á laugardag og sunnudag á Dalvtk. TM-mótið Haldið á Blönduósi laugardag og sunnudag. Haustmót Haldið á Húsavík á laugardag og sunnudag. ísafjörður Mót á ísafirði laugardag og sunnudag. Hljómkó Haldið á laugardag hjá Keili. Opna Spalding Fyrsta Spalding-mótið sem haldið hefur verið á landinu verður í Mosfellsbænum á laugardag og verða leiknar 18 holur með og án forgjafar. Ræst verður út milli 8 og 10 og síðan aftur milli 13 og 15. Timburmenn Haldið á Selfossi á sunnudaginn. Pjórleikur með og án forgjafar. i í í í í í í ( i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.