Morgunblaðið - 28.08.1992, Page 11

Morgunblaðið - 28.08.1992, Page 11
-MORGUNB'LAÐIÖ KÖSTUÐAOtJR! iSK AGÚgTflÖÓ2 Jón Baldvinsson Jón Baldvinsson við verk sitt, Kona með andlit. Myndlist Eiríkur Þorláksson Listagyðjan togar í fólk á mis- jöfnum aldri, eins og mörg dæmi sanna. Þó er líklegt að leið Jóns Baldvinssonar í myndlistinni sé með þeim óvenjulegri; hann fór fyrst í listnám á fertugsaidri, þegar hann hélt til Danmerkur. Eftir að hafa stundað listina um árabil tók hann sig upp að nýju og hélt til framhaldsnáms í San Fransisco, þar sem hann útskrif- aðist rúmlega sextugur að aldri. Jón hefur sýnt nokkuð reglulega gegnum árin, og nú stendur yfir sýning hans í Perlunni á Öskju- hlíð, þar sem listamaðurinn sýnir um þijátíu málverk á jarðhæð og í kjallara. Yfirskrift sýningarinnar er Meðan ungur ég er, og með henni má segja að listamaðurinn sé að gefa aldrinum langt nef; það er andinn sem skiptir öllu, og verk- in sýna, að dirfskan og krafturinn situr í fyrirrúmi í óvenjulegum myndheimi listamannsins. Jón Baldvinsson hefur skapað sér nokkra sérstöðu í málverkinu vegna viðfangsefna sinna og lita- notkunar. Sá fígúratívi heimur sem birtist í verkum listamanns- ins er veröld óra og ímyndunar, þar sem mannverurnar eru ekki venjulegt fólk, heldur leikendur á sviði þess furðuheims, sem það hrærist í; margfaldar grímur, einkennilegar samþættingar, skærir litir og ýkt form í teikn- ingunni þjóna öll þeim tilgangi að gera þennan myndheim sann- færandi. Og það er hann, því margir munu eflaust hitta þarna fyrir eigin ímyndanir. Á stórri sýningu Jóns á Kjarv- alsstöðum fyrir nokkrum árum var gríman áberandi þáttur í persónugerðinni, og vísaði til hversu margþætt manneskjan getur verið. Þetta viðfangsefni er enn á ferðinni hér, t.d. í mynd- unum Gamlir hattar (nr. 10) og Hver er ekki trúður (nr. 15), en nú gegnir liturinn einnig stærra hlutverki en áður; skærir litir (t.d. gulir, fjólubláir, grænir, rauðir) færa myndflötinn á annað til- verustig, þar sem lífverur af því tagi sem myndirnar sýna, eiga vissulega heima. Tilvísun til hinna ólíku heima má finna í myndum eins og Myndbreyting (nr. 4), þar sem spegillinn veitir aðgang inn í hið ókunna og furðulega; hinar aust- rænu tilvísanir nokkurra verk- anna sýna inn í eina veröldina enn. Listamaðurinn tengir þessa myndheima við íslenska mynd- hefð í nokkrum landslagsmál- verkum, og kemur Þegar ungur ég var (nr. 20) einkar vel út, með hinn unga mann liggjandi í hefðbundnu, kjarvölsku lands- lagi; minningin um listhefðina er hér í heiðri höfð. í kjallara sýnir listamaðurinn nokkur nýjustu verk sín, og má hér marka nokkra breytingu frá því sem hann hefur áður verið að vinna að. Litirnir eru orðnir enn heitari, en um leið hefur teikningin orðið lausari en áður; hér liggja svört módel í móki, umlukt funa litanna við draum- kenndar aðstæður. Enn er ekki hægt að segja til um hvert þess- ar þreifingar eiga eftir að bera listamanninn, en þetta eru vandasöm viðfangefni, þar sem stutt er yfir í sykurhjúpaða klisju- gerð. í heild er hér á ferðinni kröft- ug sýning á óvenjulegri listsýn, sem listamanninum hefur tekist að móta á áhugaverðan hátt; er vonandi að hann geti enn um sinn haldið áfram að koma fram með þá framandi heima, sem myndlist hans býður áhorfendum upp á. Sýning Jóns Baldvinssonar í Perlunni á Öskjuhlíð stendur til miðvikudagsins 2. september. ............. m. Spjöll unn- in í Víði- staðaskóla BROTIST var inn í Víðistaða- skóla í Hafnarfirði aðfararnótt þriðjudags og mikil spjöll unnin þar innanhúss á þremur kennslustofum og gangi. Þeir ókunnu menn sem þarna voru að verki brutu rúðu yfír dyr- um við skólann og klifu þar inn í tveggja metra hæð. Við inn- gönguna skáru einhveijir þeirra sig á glerbrotum. Þegar inn var komið var sprautað yfir veggi skól- ans úr límbrúsum og litabrúsum, auk þess sem þijár rúður voru brotnar og hurðir teknar af hjör- um. Atburðurinn átti sér stað að talið er eftir klukkan 22 á þriðju- dagskvöld en innbrotið uppgötvað- ist í morguninn eftir. Lögreglan í Hafnarfirði óskar eftir því að þeir sem geta gefíð upplýsingar um málið hafi við sig samband. Lög- reglumaður sagðist telja líklegt miðað við atganginn að þeir sem þarna voru að verki hafi borið eiri- hver merki innbrotsins á líkama sínum eða fatnaði. Gódan daginn! .fyrir neytendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.