Morgunblaðið - 28.08.1992, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992
13
Námsmenn og lið-
veisla bankanna
eftir Óskar
Garðarsson
Eftir að Lánasjóður íslenskra
námsmanna (LIN) breytti úthlutun-
arreglum sínum námsmönnum í óhag
hafa bankamir keppst um að bjóða
fjársveltum námsmönnum „vildar-
kjör“ í formi yfirdráttarheimilda,
námsmönnum að „kostnaðarlausu".
Vextir eru auglýstir 13-14,5%. Yfir-
dráttarlán eru það lánafyrirkomulag
sem hentar bönkunum sjálfum best.
Þannig að þegar auglýst er „enginn
annar kostnaður" er það einfaldlega
vegna þess að umgetinn kostnaður
er nánast enginn. Ber því að forðast
þann misskilning að hér sé um góð-
vild bankanna að ræða. Enda bjóða
þeir námsmönnum ekki þriggja mán-
aða víxla að „kostnaðarlausu“. Ekki
aðeins vegna þess að kostnaður við
útgáfu víxla er töluvert hærri en
veiting yfírdráttarheimilda, einnig
vegna þess að forvextir víxla eru
„aðeins" 11,5-12,5%.
Námsmenn sem nú eru á leið til
náms erlendis ættu að hugsa sig um
tvisvar áður en þeir ganga að tilboð-
um íslensku bankanna. I fýrsta lagi
er vert að benda á að ef námsmaður
þarf að greiða skóla- eða innritunar-
gjöld við upphaf náms eru oft góðir
möguleikar á að semja við viðkom-
andi skólastofnun um annaðhvort
frestun á slíkum greiðslum, t.d. fram
að áramótum, eða að námsmaður
greiði fyrir eina önn í einu. Til eru
dæmi um hvort tveggja. Enda er það
réttindamál að námsmenn þurfi ekki
að greiða þjónustugjöld fýrirfram.
Ef hvorugt er gerlegt er jafnvel þess
virði að fresta greiðslum á skóla-
gjöldum þrátt fyrir allt, því að þeir
dráttarvextir sem féllu á yrðu aldrei
hærri en 13-14%.
í öðru lagi er nokkuð víst að við-
skiptabankar í viðkomandi landi bjóði
upp á yfirdráttarþjónustu á töluvert
lægri vöxtum en eru í boði hérlend-
is. Enda er margsannað að munur
inn- og útlánsvaxta er meiri hér á
landi en í flestum vestrænum lönd-
um. Námsmenn á leið utan ættu því
að hafa samband við helstu við-
skiptabanka í viðkomandi landi og
afla sér upplýsinga um þá þjónustu
sem er í boði.
Það er í sjálfu sér ekki nema eðli-
legt að fulltrúar námsmanna hafi
farið þess á leit við bankana að þeir
kæmu til móts við fjármagnsþarfir
námsmanna. Bankamir lifa jú á því
að leigja út peninga. En þeir eru
ekki þeir einu sem eru aflögufærir.
Bankamir eru að sumu leyti aðeins
milliliður þeirra sem eiga fjármagn
og þeirra sem vantar fjármagn. Þeir
leigja íjármagn af einstaklingum,
fyrirtækjum og félagasamtökum
(t.d. verkalýðsfélögum og lífeyris-
sjóðum) á 1-8% (af leigðu fjár-
magni) og leigja það síðan út á
11-15%. I flestum tilfellum er slíkur
milliliður nauðsynlegur, því hann ein-
faldar allt fjármagnsstreymi í land-
inu; tengir saman framboð og eftir-
spurn. Það er hins vegar ekki sjálf-
gefið að slíkur milliliður sé eitthvað
náttúrulögmál. Ef mögulegt er að
tengja saman framboð og eftirspurn
á hagstæðari máta, ættu slíkar leiðir
að vera famar. Hér mætti til dæmis
nefna verkalýðsfélög og lífeyrissjóði
annars vegar og námsmannahreyf-
inguna hins vegar.
Óskar Garðarsson
„Ef engar breytingar
verða á íslenskum fjár-
magnsmarkaði neyt-
endum í hag aukast
aðeins líkurnar á að
erlendar fjármálastofn-
anir fari að bjóða ís-
lendingum þjónustu
sína í ríkum mæli.“
Mörg verkalýðsfélög og lífeyris-
sjóðir leigja töluvert af fjármagni til
bankanna á 6-8% vöxtum og í viss-
um skilningi mætti segja sem svo
að bankamir séu að bjóðast til að
leigja námsmönnum þetta sama fjár-
magn á 13-14,5%. Það er því rök-
rétt að álykta sem svo að það væri
hagkvæmara fyrir báða aðila, verka-
lýðsfélög annars vegar og námsmenn
hins vegar, að semja beint sín á
milli. Félagasamtökin myndu leigja
námsmannahreyfingunni ákveðið
fjármagn á ca 8-10% vöxtum.
Líklegt er að bankamir hafni slíkri
röksemdafærslu og telji hana óraun-
verulega og í framhaldi af því bendi
á þá þjónustu sem þeir veita. Sú þjón-
usta er jú mikilsverð, en staðreyndin
er sú að oft er pottur brotinn í verð-
lagningu á slíkri þjónustu og ótækt
til frambúðar að þeir sem hafa brýna
þörf fyrir „ódýrt“ fjármagn þurfi í
raun að niðurgreiða þjónustu ann-
arra, í formi hárra vaxta og verðbóta.
Ef sú samkeppni sem nú er á ís-
lenska fjármálamarkaðnum veitir
ekki það nauðsynlega aðhald sem
þarf til að tryggja réttmæta þjón-
ustu, þá er þess óskandi að áður-
nefndir aðilar taki upp milliliðalaus
fjármagnsviðskipti, til að veita slíkt
aðhald.
Ef engar breytingar verða á ís-
lenskum fjármagnsmarkaði neytend-
um í hag aukast aðeins líkumar á
að erlendar fjármálastofnanir fari að
bjóða íslendingum þjónustu sína í
ríkum mæli.
Höfundur er með BS-gráðu í
markaðsfræðum frá Lancaster
University í Englandi.
N/S:
Guðlaugur Sveinsson-Lárus Hermannsson 527
Þrösturlngimarsson-ÓmarJónsson 493
Runólfur Jónsson—Steinberg Ríkharðsson 487
ÓmarOlgeirsson-AgnarKristmsson 485
Dröfn Guðmundsd.-ÁsgeirP. Ásbjömsson 480
ísak Öm Sigurðsson-Sveinn R. Eiríksson 474
A/V:
ErlendurJónsson—JensJensson 507
Sigurður Ívarsson-Jón Steinar Ingólfsson 503
Jón Stefánsson-Sveinn Sigurgeirsson 496
Bjöm Theodórsson-Gísli Hafliðason 490
Erla Siguijónsd.—Kristjana Steingrímsd. 477
Gunnl. Kristjánss-HróðmarSigurbjömss. 473
ÓAPir
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
HARÐVIOARVAL
Leikhúsveisla
fyrlrbigf allanvetur
í Borgarleikhúsinu
Sala adgangskorta hefst þriðjudaginn 1. september.
í áskríft SEX leiksýningar á aðeins kr. 7.400,-
Frumsýningar kr. 12.500,-
Elli- og örorkulífeyrisþegar kr. 6.600,-
Verkefni:
Á slóra sviði:
Dunganon
nýtt íslenskt verk
eftir Björn Th. Björnsson
Heima hjá ömmu
óvenjulegt verk
eftir Neil Simon
Blóðbræður
söngleikur eftir Willy Russell
Tartuffe
gamanleikur eftir Moliére
Ronja ræningjadóttir
fjölskylduleikrit
eftir Astrid Lindgren
Á lilla sviði:
Sögur úr sveitinni;
Platonof og Vanja frændi,
sígild meistaraverk
eftir Anton Tsjékov.
Dauðinn og stúlkan
áhrifamikið og spennandi verk
eftir Ariel Dorfman
Miðasalan er opín alla daga frá
kl. 14-20 meðan kortasalan stendur
yfir, auk pess er tekið á móti
miðapöntunum í sima 680 680
frá kl. 10-12 alla virka daga.
flth. Greiðslukortapjónusta!
LEIKHÚSLÍNAN
Oplðhús
verður sunnudaginn 30. ágúst kl. 14-18.
Kynnt verður verkefnaskrá vetrarins og boðið upp á
skoðunarferðir, söng o.fl. Gosan hf. býður upp á Pepsi, Síld &
fiskur býður upp á grillaðar pylsur, krakkarnir lita í
Ronju-horninu með Crayola-litum frá Pennanum og drekka
Garp frá Mjólkursamsölunni, kaffiveitingar.
Verið velkomin í Borgarleikhúsið!
OjO
LEIKFELAG
REYKJAVÍKUR
BORGARLEIKHUSINU
SÍMI680 680
M 9208F