Morgunblaðið - 28.08.1992, Side 19

Morgunblaðið - 28.08.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 19 PLO Israelska til- lagan „lítt áhugaverð“ Túnisborg. Reuter. YASSER Abed Rabbo, félagi í framkvæmdastjórn Frelsissam- taka Palestinumanna (PLO), sagði í gær að tiliaga sljómar Yitzhaks Rabins, forsætisráðherra Israels, um sjálfstjórn Palestínumanna á hernumdu svæðunum væri lítt áhugaverð og að viðræðurnar í Washington um frið í Miðaustur- löndum væru nú í sjálfheldu. „Það er ekki einu sinni eitt ein- asta atriði í tillögunni sem verðskuld- ar athygli Palestínumanna," sagði Abed Rabbo. „Viðræðurnar eru í sjálfheldu og ef ísraelar halda áfram á sömu braut er ljóst að þeir vilja ekki að árangur náist í viðræðunum, að minnsta kosti ekki fyrir forseta- kosningarnar í Bandaríkjunum.“ ísraelsstjórn hefur lagt til að Pa- lestínumenn kjósi „framkvæmdaráð" sem fari með stjórn eigin mála Pal- estínumanna á fimmtán afmörkuðum sviðum. Palestínumenn vilja hins vegar fá löggjafarvald og segja að í tillögunni sé í reynd aðeins gert ráð fyrir auknum völdum Palestínu- manna í sveitarstjórnamálum. ---------* * *---- Misháar tryggingar Jakarta. Reuter. LÍF hvers þjóðarleiðtoga sem sæk- ir fund Hreyfingar óháðra ríkja í Jakarta í Indónesíu, en þeir eru 106 talsins, fyrstu vikuna í septem- ber hefur verið tryggt fyrir sem nemur 7,4 mil(jónum ÍSK. Fyrir sömu upphæð fást líftrygg- ingar tíu blaðamanna eða tveggja utanríkisráðherra. Opinber frétta- stofa í Jakarta hafði eftir sölumanni indónesísks einkafyrirtækis að allir þátttakendur væru tryggðir hjá því. Ofurtölva til að bæta langtímaveðurspána Lundúnum. The Daily Telegraph. VEÐURFRÆÐINGAR, sem eru orðnir langþreyttir á háðsglósum um að veðurspár þeirra standist ekki, hafa blásið til nýrrar sókn- ar - með öflugustu tölvu sem notuð hefur verið utan leynilegra land varnastofnana. Tölvan verður prófuð í Evr- ópsku veðurspármiðstöðinni í Re- ading í Englandi. Hún er banda- rísk, heitir Cray Y-MP C90, getur framkvæmt 10.000 milljónir út- reikninga á sekúndu og minni hennar er svo stórt að hún gæti geymt fimm hundruð eintök af öllum verkum Shakespeares. Þeg- ar hún er í fullri notkun gefur hún frá sér jafn mikinn hita og 2.000 manns og því þarf sérstakan kæli- búnað til að koma í veg fyrir að hún hitni ekki um of. Veðurfræðingunum í Reading veitir ekki af þessari öflugu tölvu því verkefnið sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur er vægast sagt erfítt: Þeir ætla að sjá allri Evrópu fyrir veðurspám allt að tveimur vikum fram í tímann, auk mats á því hversu áreiðanlegar spárnar eru. Veðurspármiðstöðin var stofnuð á áttunda áratugnum og henni er ætlað að sjá evrópskum veðurstof- um fyrir veðurspám fyrir allt að tíu næstu daga. Þótt þessar spár séu stundum aðhlátursefni almenn- ings geta veðurfræðingamir oft gefíð út gagnlegar spár viku eða svo fram í tímann. Tim Palmer, yfírmaður rannsóknadeildar mið- stöðvarinnar, segir að helsta vandamálið hafí alltaf verið að greina góðu spámar frá þeim gagnslausu. „Það er mjög erfítt að dæma um það, engar einfaldar þumalputtareglur em til,“ sagði hann. „Nákvæm staða hæðar getur til að mynda verið mjög mikilvæg." Bandaríski vísindamaðurinn Edward Lorenz komst að því á sjöunda áratugnum að nákvæmar langtímaspár væm óhugsandi því jafnvel smávillur, til að mynda um vindhraða, hlæðu upp á sig með tímanum þannig að nákvæmnin fyki út í veður og vind. Lorenz kallaði fyrirbærið „fíðrildisáhrif- in“, því fíðrildi í Kansas gæti - að minnsta kosti fræðilega - vald- ið fellibyl í Hong Kong. Talið er að aldrei verði hægt að vinna fullnaðarsigur á „fiðrild- isáhrifunum", en þeirra gætir stundum lítið og þá geta veður- fræðingamir spáð fram í tímann með meiri nákvæmni. Þetta er ein- mitt það sem veðurfræðingarnir í Reading vilja gera. Cray-ofurt- ölvan gerir þeim kleift að meta hversu áreiðanlegar spárnar era. Veðurfræðingarnir nota forrit með líkani af Iofthjúpi jarðar. Upplýsingar um hita, vindhraða og fleira eru síðan settar í tölv- una, sem vinnur úr þeim í um það bil tvær klukkustundir og býr til spá fyrir allt að tíu næstu daga. Til þess þarf tölvan að framkvæma 20 billjónir (milljón milljónir) út- reikninga. Síðan verður einfaldara líkan notað til að endurvinna alla spána um 30 sinnum, með smá- vægilegum breytingum á upplýs- ingunum í hvert skipti. Með því að sjá hvaða áhrif breytingarnar hafa á aðalspána vonast veður- fræðingamir til að geta metið hversu mikil „fiðrildisáhrifín" em tiltekinn dag. Miðstöðin sendir síð- an spárnar ásamt mati á áreiðan- leika þeirra til veðurstofanna, sem ákveða hvort þær noti þær í eigin veðurspár. Barist gegn íslenskum byl. Verða veðurfræðingar hæfari til að vara okkur við? Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kópavogi, sími 671800 Honda Civic CRX '88, svartur, 5 g.( ek. 72 þ., sóllúga o.fl. Fallegur bfll. V. 840 þús. stgr. Plymouth Laser RS Twin Cam 16v '90, grásans, 5 g., ek. 32 þ. mílur, rafm. í öllu o.ffl. Glæsilegur bfll. V. 1490 þús. stgr., sk. á ód. Nissan Primera SLX 2000 '91, 5 dyra, beinsk., ek. 19 þ., rafm. í rúöum o.fl. Gott eintak. V. 1270 þús. stgr., sk. á ód. Toyota Corolla XL ’92, 5 dyra, blásans, 5 g., ek. 11 þ., vökvast., central o.fl. Sem nýr. V. 920 þús. stgr. Lada Safír ’91, sem nýr, ek. 13 þ. V. 290 þús. stgr. MMC Colt EXE '91, rauður, 5 g., ek. 20 þ., saml. stuðarar o.fl. V. 850 þús., sk. á ód. MMC Lancer GLXi Hlaðbakur 4x4 '91, ek. 27 þ. V. 1080 þús. stgr. Renault Clio RT '91, 5 dyra, 5 g., ek. 6 þ., rafm. í öllu o.fl. V. 790 þús. stgr. Fiat X1/9 Bertone Spider '80, rauður, 5 g., ek. 55 þ. km. Óvenju gott eintak. Skoð- aður ’93. V. tilboð sk. á ód. Buick Electra LTD '83, blár m/vinyltopp, sjálfsk., 8 cyl. (350), ný uppt. vél, rafm. í öllu. V. 690 þús. stgr., sk. á ód. Toyota Landcruiser '86, bensín, rauður, 5 g., ek. 88 þ., 33" dekk, álfelgur o.fl. Fallegur jeppi. V. 1080 þús. stgr., sk. á ód. Honda Civic Shuttle 4x4 '88, hvitur, 5 g., ek. 74 þ. Toppeintak. V. 780 þús. stgr. Honda Prelude EX '87, hvítur, sjálfsk., ek. 68 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Fallegur bfll. V. 890 þús. sk. á ód. Vantar á skrá og á staðinn árg. ’90-'92 ÁLDÁ dagak 20^50^ 21. - 28. ÁGÚST «o«UR •staðgreitt WkM.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.