Morgunblaðið - 28.08.1992, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992
34
16
500
SPECTr
coRDlNG
ALRt
\m
□[
DuLBYSTEREO
í A og B sal
*
*
*
*
*
SPENNA HRAÐI HROLLUR SPENNA HRAÐI HROLLUR SPENNA HRAÐI HROLLUR
FYRST VAR ÞAÐ TORTIMANDINN, NU ER ÞAÐ
OFURSVEITIN
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
¥
JEAN-CLAUDE VAN DAMME DOLPH LUNDGREN
ÞEIR VORU NÆSTUM ÞVÍ MANNLEGIR
NÆSTUM ÞVÍ FULLKOMNIR
NÆSTUM ÞVI VIÐRÁÐANLEGIR
STÓRKOSTLEG SPENNUMYND, ÓTRÚLEGAR BRELLUR
FRÁBÆR ÁHÆTTUATRIÐI.
Leikstjóri: Roland Emmerich.
Framleiðandi: Mario Kassar (Rambo, Total Recall, Terminator 2, Basic Instinct).
Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára.
MIÐNÆTURSÝNING í B-SALKL. 12.
NATTURUNNAR
Sýnd kl. 51 B-sal.
ENGLISH SUBTITLE.
Miðaverð kr. 500.
ÓÐURTIL HAFSINS
Sýnd kl. 7.
Bönnuði. 14ára.
NATTFARAR
Synd kl. 9.15.
Bönnuö i. 16 ára.
Nan Hoover sýnir í Nýlistasafninu
NAN Hoover heldur yfirlitssýningu á myndbandaverkum
sínum í Nýlistasafninu laugardaginn 29. og sunnudagimi
30. ágúst. Verk Nan Hoover hafa verið unnin í margvís-
leg form, s.s. gjörninga, innstillingar, teikningar og graf-
ík en aðallega kvikmyndir og myndbönd.
Nan Hoover hefur nýlega
tekið við stöðu prófessors í
myndbandalist í Listaaka-
demíunni í Dusseldorf eftir
áralangan feril í Hollandi sem
listamaður og kennari. Nan
Hoover er alþjóðlegur lista-
maður á sviði gjörninga og
myndbandalistar. Hún hefur
haldið sýningar í Evrópú,
Japan, Ástralíu og Bandaríkj-
unum. Þetta er í annað skipti
sem hún heimsækir Island, í
fyrra skiptið sýndi hún gjörn-
ing í Nýlistasafninu í bytjun
síðasta áratugar.
Laugardag og sunnudag
kl. 14 til 18 er stöðug mynd-
bandasýning á stórum skermi
og á sunnudag kl. 19 til 22
heldur Nan Hoover fyrirlestur
um verk sín og sýnir mynd-
bandaverk.
Menningarstofnun Banda-
ríkjanna, Nýlistasafnið,
Myndlista- og handíðaskóli
íslands og Saga Film styðja
sýninguna.
(Úr fréttatilkynningu)
Glæpaklíkur í grjótinu
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Ameríkaninn („Americ-
an Me“). Sýnd í Lauga-
rásbíói. Leikstjóri: Edw-
ard James Olmos. Hand-
rit: Floyd Mutrux og
Desmond Nakano. Aðal-
hlutverk: Edward James
Olmos, William Forsyth,
Pepe Serna, Evelina
Fernandes.
Flest morð sem framin
eru í Bandaríkjunum eru
framin af glæpaklíkum
eða gengjum. Ameríkan-
inn, í leikstjórn Edward
James Olmos, sem einnig
fer með aðalhlutverkið, er
enn ein myndin að vestan
sem reynir að takast á við
og kryfja menningu
glæpagengjanna í fá-
tæktrahverfunum, í þetta
sinn hverfum mexíkan-
skra innflytjenda í Los
Angeles. Hún er gengja-
mynd byggð að einhverju
leyti á staðreyndum að því
er fram kemur í upphafi
og spannar 30 ár í lífi
mexíkanskrar fjölskyldu í
Los Angeles og sérstak-
lega elsta sonarins, sem
Olmos leikur, en hann
verður höfuð stærstu
fangaklíkunnar í Folsom-
fangelsinu þar sem mestur
partur myndarinnar ger-
ist.
Olmos, sem er sjálfur
af s-amerísku bergi brot-
inn, ætlar myndinni
flarska stórt markmið með
því að setja uppgang
gengiamenmngannnar í
sögulegt samhengi. Hann
reynir að lýsa sögulegum
og félagslegum undanfara
ástandsins í dag í gegnum
æfi Santosar, sem ungur
lendir í fangelsi og stofnar
glæpagengi í kringum sig.
Myndin byrjar í seinna
stríði þegar urðu frægir
götubardagar á milli s-
amerískra innflytjenda og
bandarískra sjóliða en eftir
það tekur við sagan um
Santos, sem Olmos leikur,
og sagt er frá því hvemig
hann fer ungur maður í
betrunarvist sem gerir úr
honum glæpamann og við
tekur 18 ára fangavist.
Eftir þennan tiltölulega
langa kynningarkafla á
persónum og aðstæðum,
myndin er rúmir tveir
tímar og það sýnir sig
stundum, er komið að að-
alefninu, lífinu í fangels-
inu, fangagengjunum, lög-
um og reglum gengjanna,
glæpaverkum innan
múranna, smyglleiðum
dópsins, hefndarskyldur
og þetta að láta aldrei sjá
á sér veikleikamerki; í því
felst m.a. að drepa meðlim
í sínu eigin gengi hiksti
hann á einhverju verkefn-
inu.
Olmos og handritshöf-
undarnir Floyd Mutrux og
Desmond Nakano hafa
gert úr efninu ansi áhrifa-
mikla og grimmilega
raunsæa mynd, miskunn-
arlausa og hrottafengna
enda vita þeir að efnið,
glæpagengi í fangelsi, bíð-
ur ekki uppá nein vettlin-
gatök. Hópnauðganir,
morð, meiðingar og dóp-
sala er partur af fangalíf-
inu. Kynþáttahatur og
kynþáttaóeirðir blossa.
Það sem skiptir máli er
að sýna styrk annars
máttu búast við að vera
drepinn og annar tekur
við. Sýnirðu minnsta veik-
leikamerki ertu búinn að
vera og þegar Santos tek-
ur að sjá hvernig gengja-
menningin og glæpaum-
hverfið er farið að eitra
út frá sér eftir að hann
er látinn laus úr fangelsi
og hann fær bakþanka, er
honum bráð hætta búin.
Helsta veikleikamerki
myndarinnar er að hún er
fulllöng, kynningarkaflinn
í byijun hefur svosem ekki
miklu hlutverki að gegna
og kannski má segja að
fullþykkt sé smurt á dram-
að og boðskapinn undir
lokin. En myndin er frísk-
lega tekin, Olmos passar
yfirleitt uppá að halda
manni við efnið og þetta
er mynd með hlutverk.
Hún sýnir eitrunina að
baki glæpasamfélagsins,
mannfyrirlitninguna og
hreinan sadisma. Hún hef-
ur boðskap að flytja sem
virðist sannarlega eiga er-
indi vestra.
Sjálfur er Olmos góður
í hlutverki Santosar, sem
þekkir ekki annað en fang-
elsislífið, hægur vel og
yfirvegaður og lág-
stemmdur og þrúgaður af
efasemdum undir lokin.
Aðrir leikarar falla vel inní
hlutverkin.
■ HLJÓMSVEITIN Gal-
íleó leikur á Gauk á Stöng
í kvöld, föstudagskvöld, og í
Ýdölum í Aðaldal á morgun
laugardagskvöld. Galíleó
skipa Sævar Sverrisson,
sem syngur, Rafn Jónsson,
sem leikur á trommur, Einar
Bragi, sem leikur á saxófón
og flautu, Birgir Bragason,
sem leikur á bassa, Jósep
Sigurðsson, sem leikur á
hljómborð, og Örn Hall-
grímsson, sem leikur á gít-
ar.