Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 35
Úr Viðey. AMERÍKANINN Sontana stofnar glæpagengi í L.A., en er að meatu inn- an fangelsiamúranna og atýrir þaðan genginu og endar í dópi, atórglæpum og dauða. Aðalleikarar: Edward J. Olmoa (aem leikstýrir Xíka), William Eorsyth og Pepe Serna. Stórblöð eins og L.A. Times, N.Y. Times og US Today lofa þessa mynd í hástert. ★ ★ ★ ★ Sýnd kl. 4.45, 6.55, 9 og 11.10. - Bönnuð innan 16 ára. In pnson theyarethelaw. On the streets they are the power ÍIM j /v s j»i /í /i /> « y /i 7 /í u /; .s /■ o n v Gönguferð og staðarskoð un og messa í Viðey GÖNGUFERÐ verður um Vestureyna í Viðey á laug- ardag, á sunnudag verður messa og eftir hana stað- arskoðun. Gönguferð um Vestureyna hefst á laugardag kl. 14.15. Gengið verður eftir nýja gangstígnum, þar sem m.a. má sjá steina með áletrunum frá fyrri hluta 19. aldar og lundaveiðistaði, þar sem menn stóðu og háfuðu lunda áður fyrr. Lundinn hvarf úr eynni er minkurinn kom þar og hefur ekki komið aftur, þótt minknum hafi verið út- rýmt. Þá eru þar einnig rúst- ir fjárhúsa, sem trúlega hafa verið þarna frá því snemma á öldum, en þau eru sýnd á elsta korti af Reykjavíkur- svæðinu frá 1715. Göngu- ferðin tekur um einn og hálf- an tíma. Messað verður í Viðeyjar- kirkju á sunnudag kl. 14. Prestur verður sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur, organleikari Mar- teinn H. Friðriksson. Staðarskoðun verður svo eftir messu kl. 15.15. Hún hefst í kirkjunni, þar sem saga Viðeyjar verður rakin í stórum dráttum og kirkjunni lýst. Úti verður horft til ör- nefna í túninu, fornleifa- gröfturinn skoðaður og út- sýnið af Heljarkinn. Loks verður Viðeyjarstofa sýnd að hluta. Staðarskoðunin er lítt háð veðri og flestum auðveld. Hún tekur um þtjá stundar- fjórðunga. Kaffisala er báða dagana í Viðeyjarstofu kl. 14-16.30 og þar er einnig opið fyrir kvöldverðargesti. Bátsferðir eru úr Sunda- höfn á heila tímanum frá kl. 13.00. (Fréttatilkynning) <*i<» LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sala aðgangskorta hefst þrtðjudagmn 1. september Kortin gilda á sex leiksýningar, verð kr. 7.400,- Á frumsýningar, verð kr. 12.500,- Elli- og örorkulífeyrisþegar, verð kr. 6.600,- Miðasalan er opin daglega kl. 14-20 á meðan kortasalan fer fram, einnig er tekið á móti pöntunum í síma 680680 alla virka daga kl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta. MÖRCiUNBLADID FÍÍSTÚDAGÚR 28. ÁGÚST 1992 3Ö Á STÓRU TJALDI í □CJI dolbystereo] Pn Mylidin sem tekur alla með trompi. Sýnd kl. 5,7,9 og 11. HRINGFERÐ TIL PALMSPRINGS Tveir vinir stela Rolls Royce og f ara í stelpuleit. Sýnd kl. 9 og 11. Bönnuð i. 12 ára. STOPPEÐAMAMMA HLEYPIRAF Grinari með Silvester Stallone. Sýnd kl. 5 og 7. Miðaverð kr. 300. Sýnir á Sel- tjarnarnesi GUNNHILDUR Ólafsdóttir opnar sýningu á verkstæði sínu að Lambastaðabraut 1 á Seltjarnarnesi laugardag- inn 29. ágúst. Gunnhildur útskrifaðist úr Grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1989 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Messótinta, æting og stein- þrykk og eru þær aðferðir sem hún hefur fengist með við í myndum sínum. Þetta er fyrsta einkasýning Gunnhildar og lýkur henni 6. september. Sýningin er opin alla daga frá kl. 15 til 21. (Fréttatilkynning) Gunnhildur Ólafsdóttir í vinnustofu sinni. Skátadagur í Árbæjarsafni SKÁTADAGUR verður í Árbæjarsafni sunnudaginn 30. ágúst í samstarfi við samband Reykjavíkur. Dagskráin hefst klukkan 13 með fánahyllingu við Vær- ingjaskálann. Kl. 13.30 hefst dagskrá tengd tjalbúðastörf- um. Gestum er boðin leiðsögn við ýmis verk. Kl. 17 verður varðeldur fyrir skáta og gesti og kl. 17.50 verður dreginn niður og dagskrá lýkur. Að venju verður ýmis önnur starfsemi á safnsvæðinu. Kl. 14 verður messa í kirkju safnsins. Prestur er séra Þór Hauksson. Þá verður kram- búðin opin og Karl Jónatans- son þenur nikkuna fyrir utan Dillonshús. Nú í sumar hafa eldri borg- arar gengið til liðs við starfs- fólk Árbæjarsafns og sýna handverk fyrri tíma. (Úr fréttatilkynningu) VARNARLAUS flj OGNAREÐLI /3r, ★ ★ ★ Vt BtÖL. ★ ★★★GÍSLI E. DV Sýnd kl. 5, 9og 11.15. Bönnuði. 16ára. LOSTÆTI I lli' lllll' lllllli! HHin* nIiiii Ivllli! lll.lll llli' kllllll'J Hilv llll’ lllllllll'. DEFEIEIÆSS Hörkuspennandi þriller með f rábærum leikurum. Alli héldu að Steven væri virtur viðskiptajöfur en þegar hann er myrtur kemur ýmislegt í 1 jos. í raun höfðu allir ástæðu til að myrða hann, kona hans og jafnvel dóttir. Aðalhlutverk: Sam Shepard (Homo Faber, The Right Stuff), Barbara Hershey (Shy People, A World Apart, The Last Temptation of Christ) og Mary Beth Hurt (The World According to GARP, D.A.R.T.L.) Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. ★ ★ ★ ★ sv MBL. ★ *★ BÍÓLÍNAN Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuði. 14. HOMOFABER Sýnd kl. 5,7,9,11. KOLSTAKKUR Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. REGNBOGINN SIMI: 19000 Furðuverur í furðuveröld Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Batman snýr aftur — „Batman Returns“ Leik- stjóri Tim Burton. Aðal- leikendur Michael Kea- ton, Danny DeVito, Michelle Pfeiffer, Chri- stopher Walken, Michael Murphy, Pat Hingle, Michael Gough. Banda- rísk. Warner Bros. 1992. Fyrir þremur árum var frumsýnd talsvert eft- irtektarverð og minnis- stæð mynd fyrir margra hluta sakir. Þetta var Bat- man, dökk og drungaleg í listrænum teiknimyndastíl þar sem búningar og leiktjöld voru í stjörnuhlut- verkinu. Að undanteknum Jack Nicholson sem stal senunni í yfirgengilegum ofleik í aukahlutverki „Spaugarans". Og Bat- man sló eftirminnilega í gegn, enda vel framreidd, markaðssett með bram- bolti og látum og teikni- myndasagan sem myndin er byggð á vinsæl með afbrigðum. Hollywood- framleiðendur láta ekki slíkt happ úr hendi sleppa og hér er komið framhald- ið sem var einn af sumars- mellum kvikmyndahúsa vestan hafs í ár. Líkt og forverinn er Batman snýr aftur afar persónuleg mynd, ýkt og léttrugluð með afkáraleg- um persónum, myrk og drungaleg, krydduð kald- hæðni og talsverðu of- beldi, en allt virðast þetta vera vörumerki leikstjór- ans Burtons. Nú er Spaug- arinn úr myndinni en í hans stað kominn „Mör- gæsin“ (DeVito), önnur kunn persóna úr teikni- myndabálknum. Gengur myndin útá baráttu þessa undirheimahöfðingja við að ná kosningu sem borg- arstjóri í Gotham með að- stoð iðnjöfurins Walkens, óþokka hins mesta. Sitj- andi borgarstjóri (Murp- hy) fær hinsvegar til liðs við sig hinn réttsýna og drenglundaða Leðurblöku- mann og Kattarkonan vonda (Pfeiffer) kemur talsvert við sögu. Það gekk ekki átaka- laust að koma nýja sögu- þræðinum saman og margir kallaðir til verks- ins. Slík vandamál lofa aldrei góðu og handritið er höfuðverkur ásjálegrar myndar í flesta staði. Hér eru komnar fjórar aðalper- sónur til sögunnar, kynn- ingin á þeim öllum er fyrir- ferðarmikill og þegar at- burðarásin tengir þær saman gengur það stirð- lega. Að auki virka þær fráhrindandi allar svo myndin er íjarri manni á tjaldinu. Kattarkona Pfeiffers er litrík og svæs- in en bakgrunnurinn tóm- legur. Walken er skemmti- lega viðsjárverður óþokki en DeVito er þó magnað- astur í hlutverki Mörgæs- arinnar enda er langmest í það lagt og DeVito til- þrifamestur leikaranna í hópnum. Engu að síður verður persónan afskap- lega fráhrindandi og ljót í meðförum hans, mér ligg- ur við að segja hin ókræsi- legasta er hún slafrar í sig fiskmeti eða læsir brennd- um skögultönnum um nef- ið á næsta manni. Útlitið er þó innrætinu verra og er þetta furðuverk allt- saman lítið fyrir yngstu börnin á heimilinu. Keaton stendur sig sómasamlega sem Leðurblökumaðurinn sjálfur, fær þó frekar lítið pláss og hetjuímyndin er ekki háreist orðin í gálga- húmorsmeðhöndlun Burt- ons og félaga. Sem fyrr eru það tjöldin og búningarnir sem yfir- gnæfa annað. Þó mörgum þyki sjálfsagt nóg um drungann eru þau listilega vel gerð og áhrifarík. Þá úir allt og grúir af hvers- konar kynjaverum, sirkus- trúðum, fjölleikahúsfólki, mótorhjólagengjum og leikstjóm Burtons er hug- myndarík þó svo að heild- aráhrifin séu óveruleg. Batman snýr aftur minnir talsvert á Addams fjöl- skylduna og aðrar þær myndir þar sem nostrað er við hlutina af smekkvísi, hvergi til sparað á nokkum hátt en innihaldið verður umbúðunum rýrara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.