Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 Stykkishólmur Skipavík segir upp starfsfólki Stykkishólmi. SKIPAVÍK hf. I Stykkishólmi hefur sagt upp öllu starfsfólki vegna verkefnaskorts en þar hafa undanfarið unnið yfir 20 manns. Olafur Kristjánsson, forstjóri félagsins, segir að það sé ekki sársaukalaust að þurfa að grípa til þessa úrræðis en í sumar hafi verið reynt svo sem hægt er að afla verkefna. Það hafi ekki tekist og ekki í augsýn að það muni gerast. Fólk hefír einn tii fjögurra mán- aða frest til að fá sér aðra vinnu en hún liggur ekki á lausu hér í Stykkishólmi í dag. Skipavík hf. hefír nú starfað hér að smíði báta og að viðgerðum í 25 ár og oftast haft yfír 20 manns í vinnu og því verið með stærri vinnuveitendum í bænum. Þetta er eina fyrirtækið í þessari grein sem þjónar öllum Breiðafírði. Eftir því sem Ólafur segir þá er mikill sam- dráttur í útgerðinni og menn halda að sér höndum og vilja sjá hvað er framundan, Þá er vitað mál að sam- keppnin er hörð í þessari atvinnu- grein, verkefni fara til útlanda, jafnvel smíði skipa sem hægt væri að smíða hér innanlands. Á 25 árum hefur Skipavík aðeins einu sinni þurft að segja upp starfs- fólki en úr þeim málum rættist. Ólafur sagði að vonandi væri hægt að ná einhverjum verkefnum en Skipavík væri þó ekki í stakk búin að vera lengi verkefnalaus og því hefði verið gripið til þessa úrræðis. - Árni Ólympíumótið í brids Island ekki í úrslit Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar Framkvæmdir eru hafnar við kirkjubygginguna við Víghól í Kópavogi. Hefur verið samið við Suðurverk hf., Hvolsvelli, um jarðvinnu. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið um áramót 1993/1994 og er áætlaður kostnaður um 200 milljónir króna. Morgunblaðið/Kristinn Framkvæmdir hafnar við Víghól' 9-9,5 milljarða halli á ríkissjóði á árinu Tvo milljarða vantar upp á að sparnaðaráform náist ÍSLENDINGAR eiga ekki mögu- leika á að komast í úrslitakeppni Ólympíumótsins i brids þegar tveimur umferðum í undan- keppni mótsins er ólokið. íslend- ingar eru í sjötta sæti í sínum riðli, 35 stigum á eftir Tyrkjum sem eru í fjórða sæti, en fjögur Flateyri Brenndist álogandi bensíni UNGUR maður var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur frá Flateyri á sunnudag en þar hafði hann brennst alvarlega þegar neisti úr rafsuðutæki komst í bensín. Maðurinn lá á gjörgæslu- deild Landspítalans í gær. Maðurinn var ásamt félaga sín- um að gera við bíl inni í bílskúr á Flateyri. Annars vegar lak bensín af bflnum og hins vegar þurfti að rafsjóða í demparafestingu. Eftir að mennimir höfðu gert við lekann og tappað bensíni af bílnum komst neisti í fat þar sem þeir geymdu bensínið. Maður inn hugðist bera fatið út úr bfl- skúmum en hrasaði og fékk log- andi bensínið yfír sig. Félaga hans tókst að slökkva eldinn með því að ausa á manninn úr poili en hann var þá stórslasaður af bmnasámm og var fluttur flugleiðis til Reykja- víkur og lagður þar inn á Landspít- alann. Olíufélögin Olíufélagið hf. og Olís tilkynntu um verðlækkunina skömmu eftir hádegið í gær, og síðdegis tilkynnti síðan Skeljungur hf. um samsvar- andi lækkun. Að sögn Kristjáns Bj. Ólafssonar fjármálastjóra Olís kom gasolíufarmur til Olís og Olíufélags- ins hf. með skipi til landsins um helgina, og þar hafí verið um sam- efstu sætin í riðlinum gefa þátt- tökurétt í úrslitakeppninni. ísland vann Mónakó 23-7 í 25. umferð mótsins, en í 26. umferð má segja að vonir íslendinga um sæti í úrslitunum hafí orðið að engu þegar liðið tapaði 9-21 fyrir Finn- um. í 27. umferð sat íslenska liðið yfír og fékk 18 stig. Bandaríkjamenn em efstir í riðli íslands með 517 stig, Hollendingar koma næstir með 516,5, þá Frakk- ar með 501, Tyrkir með 500, Svíar með 490 stig og íslendingar með 464,5 stig. I hinum riðlinum em Pólveijar og ísraelsmenn efstir með 478 stig, Danir em þriðju með 475 og Austurríkismenn í fjórða sæti með 469. í síðustu umferðunum tveimur í dag spila íslendingar við Bermúda og Spán. Sjá bridsþátt bls. 40. bærilegt verð að ræða. Auk þess væri venja að skoða verðið um hver mánaðamót og nú hefði verið talin ástæða til að lækka gasaolíuverðið, en síðan yrði að koma í ljós um næstu mánaðamót hver staðan yrði þá. „Ef verð á gasolíu helst sæmi- legt og dollarinn helst lágur þá skapast forsendur til að halda verð- RÍKISENDURSKOÐUN telur að rekstrarhalli ríkissjóðs geti orðið 9-9,5 miHjarðar króna á þessu ári en í fjárlögum var hallinn áætlaður 4,1 miHjarður. Þetta segir ríkisendurskoðun stafa af 2 milljarða króna lægri tekjum og 3,5 milljarða hærri útgjöldum en áætluð voru í fjárlögum. Þetta eru ívið hærri tölur en fjármála- inu eitthvað niðri eða jafnvel lækka enn frekar," sagði hann. Bjarni Snæbjörn Jónsson mark- aðsstjóri hjá Skeljungi sagði að hjá fyrirtækinu hefði ekki verið talin ástæða til lækkunar á verði gasolíu nú þar sem verð erlendis hefði far- ið hækkandi undanfarna daga og hyggilegra hefði verið að bíða og sjá hver þróunin yrði. Hins vegar hefði af hálfu Skeljungs verið ákveðið að fylgja almennum verð- breytingum á markaðnum hér heima. ráðherra hefur birt um síðustu áætlanir fjármálaráðuneytisins en samkvæmt þeim verður 8-9 milljarða króna halli á rekstri ríkissjóðs. í nýrri skýrslu um afkomu ríkis- sjóðs á fyrri helmingi þessa árs reynir Ríkisendurskoðun að leggja mat á þann sparnað sem_ stefnt var að í fjálögum þessa árs. Áform fjár- laga voru að heildarsparnaður yrði um 5,5 milljarðar króna og telur Ríkisendurskoðun að fjórðungur þess sparnaðar hafi náðst á fyrri hluta ársins. Telur stofnunin að 2 milljarða muni vanta upp á að sparnaðaráform náist, þar af um 900 milljónir króna vegna sjúkra- trygginga. Einnig hafi komið til nýjar útgjaldaákvarðanir og út- gjaldaauki umfram það sem for- sendur fjárlaga gerðu ráð fyrir, m.a. vegna aukinna framlaga til Atvinnuleysistryggingasjóðs og kjarasamninga, sem metnar séu á 1,5 milljarða króna. Þá telur Ríkisendurskoðun að um 2 milljarða króna vanti upp á að tekjuáætlun fjárlaga standist. Bein- ir skattar lækki um 600 milljónir króna, innflutningsgjöld og virðis- aukaskattur um 1 milljarð króna og sala eigna og arðgreiðslur um 700 milljónir. í skýrslu sinni segir Ríkisendur- skoðun, að dregið hafi úr lánsfjár- þörf ríkisins miðað við síðasta ár, sem muni 1,3 milljörðum króna á föstu verðlagi. Þá lækki hrein láns- fjárþörf ríkisins, þ.e. þegar afborg- anir af langtímalánum hafa verið dregnar frá, um 2,5 milljarða á föstu verðlagi eða um tæpan þriðjung frá því sem var á sama tímabili í fyrra. Ríkisendurskoðun segir að megin- breyting á fjármögnun ríkissjóðs í ár, samanborið við árið 1991, sé að nú hafi innlendur fjármagnsmark- aður náð að annast hana að mestu og því hafí ekki komið til umtals- verðs yfirdráttar á viðskiptareikn- ingi ríkissjóðs hjá Seðlabanka eins og oft áður. Útgjöld A-hluta ríkissjóðs námu 54,7 milljörðum króna fyrri hluta ársins og voru 1,1 milljarði króna minni en greiðsluáætlun fjárlaga gerði ráð fyrir. Greiðslur umfram áætlanir námu 2,5 milljörðum króna en óhafín framlög voru 3,6 milljarðar króna. Útgjöld stofnana fóru 600 milljónum fram úr áætl- un. Heldartekjur ríkissjóðs fyrstu sex mánuði ársins námu 51,8 millj- örðum sem er um 400 milljónum lægri fjárhæð en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun segir að reiknuðum ársverkum hjá ríkinu hafi fækkað um tæplega 100 stöðugildi, en ársverkum fjölgaði um 580 fyrstu sex mánuði ársins 1991 miðað við fyrra ár. Ráðstefnuskrif- stofa Islands 88 sóttu um stöðu fram- kvæmda- stjóra 88 MANNS sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Ráð- stefnuskrifstofu Islands sem auglýst var nýlega. Að sögn Júlíusar Hafstein stjórnar- formanns var mjög mikið af hæfileikafólki sem sótti um starfið og þessa dagana er stjórn félagsins að athuga nánar 18 umsækjendur. Hlutverk Ráðstefnuskrif- stofunnar er að koma upplýs- ingum um ísland á framfæri á alþjóðamarkaði og kynna möguleika landsins til funda- og ráðstefnuhalds og móttöku hvataferða. Þessu hyggst fé- lagið ná fram með því meðal annars að gefa út upplýsinga- efni á erlendum tungumálum, efna til funda og heimsókna erlendra blaðamanna og taka þátt í alþjóðlegu samstarfí. Ferðamálaaráð íslands, Reykjavíkurborg, Flugleiðir hf., Félag íslenskra ferðaskrifstofa og Samband veitinga- og gisti- húsa eru í samstarfí um rekstur skrjfstofunnar. Morgunblaðið/Þórmundur Skemmtiferðaskip ígömiu höfninni Þýska skemmtiferðaskipið Columbus Caravelle kom á laugardag í sína fyrstu heimsókn til Islands þegar það kom til Djúpavogs. Þaðan hélt það til Vestmannaeyja en til Reykjavíkur kom það í gær og lagðist að bryggju í gömlu höfninni. Þessi ferð skipsins er liður í að kynna nýtt samstarf eigenda skipsins og Flugleiða en Columbus mun á komandi árum verða tíður gestur hér á landi. Það er jafn- framt mat þeirra er gerst þekkja til að skipið, sem er nýtt og glæsi- legt og búið öllum þægindum, sé eitt skipa í nýrri kynslóð skemmti- ferðaskipa. Verð á gasolíu lækkar um 3,5% ÚTSÖLUVERÐ á gasolíu lækkar frá og með deginum í dag um 3,5% hjá öllum olíufélögunum, og er ástæðan lækkun dollars gagnvart íslensku krónunni. Verð á gasolíu lækkar úr 17,30 kr. lítrinn í 16,70 kr., og jafnframt lækkar verð á dísilolíu frá dælu á bensínstöðvum úr 20,70 kr. lítrinn í 20,10 kr. Þá mun verð á SD skipaolíu hjá Skelj- ungi lækka samsvarandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.