Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992
25
„Það hafa engar ákvarðanir ver-
ið teknar um að gera fyrirtækið
upp og engin umræða í þá veru
hefur farið fram í okkar hóp,“
sagði Einar Jónatansson for-
stjóri Einars Guðfinnssonar.
sínum tíma að verða við þessari
beiðni fyrirtækisins um lánveitingu.
En hvað varðar hinar 50 milljónirn-
ar, þá settum við fyrirtækinu ákveð-
in skilyrði sem við töldum æskilegt
að væru uppfyllt, áður en lánið yrði
veitt. Einhverra hluta vegna hefur
það ekki gengið nægilega hratt fyr-
ir sig, svo sú lánveiting hefur enn
ekki átt sér stað.“
Ólafur segir að miðað við stöðu
fyrirtækisins í fyrra, þá hljóti það
, eins og önnur fyrirtæki sem orðið
hafa fyrir aflaskerðingu, hafa mátt
þola minnkandi tekjur og hafi þar
af leiðandi minni getu til þess að
standa við þær skuldbindinjgar sem
það hafi tekist á hendur. „Eg tel að
vandi fyrirtækja í sjávarútvegi nú
verði ekki leystur nema með sameig-
inlegu átaki ríkisvaldsins, sveitarfé-
laganna og lánadrottna. Aðeins
þannig verður því forðað, ef til alvar-
legra tíðinda dregur, að skaðinn
verði stórkostlegur,“ segir Ólafur.
Ólafur segir að í viðræðum hans
við forsvarsmenn Einars Guðfinns-
sonar hafi það komið skýrt fram að
þeir viidu meta hag byggðarlagsins
ofar eigin hag. „Það þykir mér vænt
um að skuli vera ríkjandi sjónarmið
hjá þeim og ég trúi ekki öðru, en
þó að fyrirtækið eigi nú í miklum
erfíðleikum, að þetta sjónarmið verði
ríkjandi í þessari baráttu þeirra við
að halda lífi næstu vikurnar," segir
Ólafur.
Ólafur segir að nú sé það spurn-
ingin hvað ríkisvaldið geri. Hvað
geri Atvinnutryggingarsjóður, sem
á um 370 milljóna króna kröfu á
fyrirtækið. Hvað geri aðalviðskipta-
banki fyrirtækisins, Landsbankinn.
J „Ríkisvaldið getur að sjálfsögðu far-
ið yfir í skuldbreytingu vegna opin-
berra gjalda. Það hefur verið gert
áður. Sveitarfélagið hlýtur að skoða
það mjög alvarlega, með hvaða hætti
það á að koma inn í þessa erfið-
leika, til þess að tryggja hér áfram-
haldandi búsetu og atvinnu. En ég
veit ekki hver staðan er nákvæmlega
hjá fyrirtækinu og hef ekki séð
bráðabirgðauppgjör fyrstu sex mán-
blóma, þá er vandséð hvað getur
orðið til bjargar nú — því miður.“
Hávarður segir að ófrelsið við
veiðarnar séu að hans mati stór
hluti þess að nú er svona illa kom-
ið. „Þetta er harðduglegt fólk og
hefði lag á að bjarga sér, ef eitt-
hvað væri frjálst. Þú sérð það
bara með þessa litlu krókaleyfís-
báta hérna, sem eru um 40 tals-
ins. Þeir eru það eina sem má
heita að séu fijálsir, en nú á það,
samkvæmt lögunum að falla niður
eftir næsta sumar. Maður trúir því
varla að það verði gert, því þá er
allþ frelsi horfið úr greininni."
„Það eru voðalega margir á
móti þessu kvótakerfi hér fyrir
veistan og finnst það bijálað og
vitíaust. Annars held ég að þeir
sem eiga kvótann, myndu ekki
vilja breyta kerfinu núna, hvorki
hér fyrir vestan, né annars staðar.
aða þessa árs. Ég hef þó nýlega
óskað eftir því við formann stjórnar
fyrirtækisins, Einar Benediktsson,
að fá upplýsingar um stöðuna. Mað-
ur getur auðvitað sagt sér það sjálf-
ur, að miðað við það ástand sem
ríkt hefur að undanförnu, minnkandi
afla og aflabrest á stundum, að fjár-
streymi til fyrirtækisins hefur verið
minna en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Þá má ekki gleyma því að verðfall
á dollar hefur haft áhrif á tekju-
myndun fyrirtækisins. Það eru ýms-
ir þættir sem gera það að verkum,
að þeim markmiðum sem menn settu
sér hefur ekki verið náð,“ sagði Ólaf-
ur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bol-
ungarvík.
Ég spurði Einar Jónatansson hvað
honum þætti um þær úrlausnir sem
nú væru ræddar í Byggðastofnun,.
að greiða fyrirtækjum ákveðnar fjár-
hæðir, að uppfylltum ákveðnum skil-
yrðum, í stað þess að deila út Ha-
græðingarsjóðskvótanum til þeirra
sem verst færu út úr skerðingunni.
„Við sögðum strax og ljóst var
að skerðingin yrði jafnmikil í þess-
ari tegund og við byggjum svona
mikið á, þorsknum, að það væri rétt-
lætismál að dregið væri úr áhrifum
hennar með ákveðnum aðgerðum.
Ein hugmyndin var sú að nota til
þess Hagræðingarsjóðinn án þess
að greiðsla kæmi fyrir. Það var það
sem menn sáu í hendi sér að gæti
verið tiltölulega einföld aðgerð. Ef
niðurstaðan af þessum hugmyndum
í Byggðasjóði, verður hin sama, þá
skiptir það í sjálfu sér ekki öllu
máli, hvaða leið verður valin. Hins
vegar finnst mér að það sé of mikið
fjallað um þetta mál á þann hátt að
verið sé að styrkja fyrirtækin. Menn
gleyma því að með ákvörðun um
sölu á veiðiheimildum Hagræðingar-
sjóð var tekin ákvörðun um nýja
skattheimtu á sjávarútveginn, sem
hafði aldrei verið áður. Nú er þetta
lagt upp þannig að þessi nýi skatt-
ur, sé ölmusa til sjávarútvegsfyrir-
tækjanna."
- Þú og svo margir innan grein-
arinnar nefna þetta skattheimtu,
aðrir tala um að þetta sé þjónustu-
gjald, sem greinin eigi að greiða
fyrir veitta þjónustu Hafrannsókn-
arstofnunar, ekki satt?
„Ég er samþykkur þeirri grund-
vallarreglu að það eigi að beita þjón-
ustugjöldum gagnvart þeim sem
njóta þjónustunnar, en þessi grein
hefur búið við það í áratugi að hér
hefur verið haldið uppi velferðarríki
og miklum lífsgæðum á kostnað út-
flutningsatvinnuveganna, með því
að skrá gengið jafnan vitlaust. Ut-
flutningsatvinnuvegirnir hafa þann-
ig safnað skuldum, jafnvel í góðæri.
Það er í rauninni miklu stærra mál
að allt sé gert, til þess að rekstrar-
umhverfið sé í lagi. Aðeins þannig
getur sjávarútvegurinn borgað þjón-
ustugjöld sem þessi,“ sagði Éinar
Jónatansson.
Það verður fróðlegt að fylgjast
með baráttu fyrirtækisins næstu vik-
urnar og því hvort forsvarsmönnum
þeirra tekst að koma rekstrinum í
viðunandi horf. Því miður virðist þó
fátt benda til þess að svo fari. Raun-
ar telja ákveðnir viðmælendur mínir
að slæmra tíðinda sé að vænta frá
Bolungarvík innan skamms.
Ég og aðrir gamalreyndir sjómenn
hérna, höfum verið að segja að
það sé andskoti hart, út frá rétt-
lætissjónarmiðum, að hafa verið
til sjós í yfir 50 ár og þurfa svo
eftir að ég kem í land að byija á
því að kaupa mér krókaleyfi, ef
mig langar til þess að fara fram
í Djúpið og draga mér nokkra
fiska. Þetta þarf ég að gera, en
er sjálfur búinn í lífsstarfinu að
byggja upp kvóta fyrir aðra, iyrir
nokkur hundruð milljónir króna.
Það er nú ekki inikið réttlæti í
þessu gagnvart sjómönnum, eða
hvað sýnist þér? Eftir ævistarfíð
kemur maður í land og hefur eng-
an rétt nokkurs staðar — það er
það sem manni svíður," segir Há-
varður Olgeirsson að lokum.
Texti og mynd
Agnes Bragadóttir
BALLETT
Kennsla hefst
mánudaginn
14. september
Byrjenda- og framhalds-
flokkar frá 4 ára aldri
Afhending skírteina fer fram
í skólanum laugardaginn
12. september kl 14.00 - 16.00
BALLETTSKÓLI
Guðbjargar Björgvins,
Iþróttahúsinu, Seltjarnarnesi.
Ath:
Kennsla fyrir
eldri nemendur,
byrjendur og
lengra komna
Innritun og allar
upplýsingar í
síma 620091
kl. 10.00-15.00 daglega
Félag ísl. listdansara.
Viltu auka þekkingu þína?
Öldungadeild Verzlunarskóla íslands býður hagnýtt nám í
fjölmörgum greinum, fyrir alla þá sem náð hafa 20 ára aldri.
Innritun á haustönn fer fram dagana
27. - 31. ágúst og 1. - 2. sept. kl. 8.00-18.00.
í boði verða eftirfarandi námsgreinar:
Bókfærsla Saga
Danska Stjórnun
Efha- og eðlisfræði Stærðfiræði
Enska T ölvubókhald
Farscðlaútgáfa Tölvufræði
Ferðaþjónusta Tölvunotkun
Franska Utanríkisviðskipti
íslenska Vélritun
Mannfræði Verslunarréttur
Reksturshagfræði Þýska
Ritvinnsla
Áföngum ofangreindra námsgreina er hægt að safha saman
og láta mynda eftirtalin prófstig:
• Próf af bókhaldsbraut
• Próf af ferðamáiabraut
• Próf af skrifstofubraut
• Verslunarpróf
• Stúdentspróf
Umsóknareyðublöð, námslýsingar og allar nánari upplýsingar
fást á skrifstofu skólans, Ofanleiti 1.
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
I it®rgpnttl í»l %b
Metsölublað á hverjum degi!