Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 01.09.1992, Qupperneq 39
m 39 seei aaflMawae r sudaquiuiím tuuA.iiwunaoM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 Bókaklúbbur AB gefur út bækur eftir Kielland MTC peningaskápar Rannsóknarlögreglan og D.H. Lawrence Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Friðfínnur Daníelsson verkfræð- ingur við jarðborinn sem notaður er við leit að heitu vatni við bæinn Hólsgerði í Ejjaljarðar- sveit. Gunnartekur við af Daníel GUNNAR Jóhannsson hefur tekið við störfum lögreglufull- trúa í rannsóknarlögreglunni á Akureyri, en Daníel Snorrason sem verið hefur yfirmaður rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri hefur látið af störfum þar. Hann hefur tekið við stöðu skrifstofu- stjóra hjá embætti ríkissaksókn- ara. Daníel starfaði í 19 ár hjá lög- reglunni á Akureyri, þar af hefur hann síðustu 12 ár verið í rann- sóknarlögreglunni. Gunnar Jóhannsson hefur starf- að hjá lögreglunni í 13 ár, aðallega á Akureyri, en einnig í Reykjavík. Þá starfaði hann um tíma hjá Sam- einuðu þjóðunum úti í Banda- ríkjunum og einnig vann hann hjá sendiráði íslands í London um eins og hálfs árs skeið. BÓKAKLÚBBUR Almenna bóka- félagsins hefur sent frá sér skáldsögurnar Vinnandi fólk eft- ir Alexander L. Kielland og Elsk- huga lafði Chatterley eftir D.H. Lawrence. í kynningu frá forlag- inu segir að báðar skáldsögurnar hafi orðið sígildar í heimalöndum sínum og sagan um lafði Chatter- ley raunar miklu víðar enda þótt hún hafi sums staðar verið bönn- uð. í frétt frá Bókaklúbbi AB segir: „Vinnandi fólk eftir Kielland segir annars vegar frá embættis- og stjórnmálamönnum í Noregi í lok síðustu aldar og hins vegar frá fá- fróðum bændum sem reyna að leita réttar síns, en er í rauninni von- laust, andspænis hinu löglærða skrifstofuveldi sem getur leikið þá eins og því sýnist, jafnt í fjármálum sem ástamálum. Þetta er mögnuð ádeilusaga, eins og raunar allar skáldsögu Kiellands, og er hvorki sparað háð né hnyttni, en baksviðið er átakanleg alvara. Þýðandur Vinnandi fólks eru rit- höfundamir Gréta Sigfúsdóttir og Jón Bjömsson. Bókin er 210 bls. og prentuð í Odda. Lafði Chatterley eftir D.H. Lawr- ence er af öðrum toga. Hún kom fyrst út í Bretlandi 1928 og hefur orðið meðal frægustu skáldsagna heimsbókmenntanna frá þessari öld. Ástæðan er án efa hinar berorðu ástarlífslýsingar sem ollu því að sag- an var lengi bönnuð í Bretlandi. Hún kom hér út í mjög styttri mynd á stríðsárunum í þýðingu Kristmanns Guðmundssonar en var þó aldrei seld hér opinberlega. Þessi nýja ís- lenska útgáfa er sagan í sinni upp runalegu mynd eins og höfundurinn gekk endaniega frá henni. Þegar D.H. Lawrence ritaði Elskhuga lafði Chatterley vakti það ekki umfram allt fyrir honum að skrifa það sem við nú köllum „djarfa“ sögu, heldur er hann að giíma við sálfræðileg vandamál og þar er kynlífið að hans dómi sterkasti þátturinn. Til þess að gera efninu viðhlítandi skil telur hann sig ekki geta dregið neitt und- an sem áhrif hefur í sálarkimum persónanna. Þýðandi Elskhuga lafði Chatterley er Jón Thoroddsen. Bókin er 335 bls., prentuð í Prentsmiðju Árna Valdimarssonar." Eldtraustir. Fáanlegirmeð gólf- festingu og bjöllu. Kynningarverð frá kr. 22.440,“. Furuvöllum 5, Akureyri. Sími 96-26100. T#LVUTÆKI Skeifunni 17, Reykjavík. Sími 91-681665. Jarðhitaleit í Eyjafjarðarsveit Líkur eru á að 70 til 80 stiga heitt vatn fiiinist OFURMINNI Námskeið í fullum gangi. Þú getur lært utan að á skemmtilegan og skapandi hátt óendan- lega langa lista yfir alla hluti, tölur, nöfn, andlit, símanúmer o.s.frv. Námskeið fyrir stjórnendur fyrirtækja, námsfólk, sölumenn og almenning. Sköpun, sími 674853. í FYRRASUMAR voru boraðar 4 rannsóknarholur við bæinn Hóls- gerði í Eyjafírði, sem allar gáfu tilefni til þess að áfram yrði leitað. Að sögn Friðfínns Daníelssonar verkfræðings og eigenda jarðbors- ins sem notaður er við verkið, eru miklar líkur á að hér sér að finna 70 til 80 stiga heitt jarðhitavatn og beinist þetta verkefni að því að leita upptakanna. Þegar verið var að bora fímmtu holuna nú fýrir skömmu kom upp 63 stiga heitt vatn á aðeins um 50 metra dýpi, 5 lítrar á sekúndu. Nú er fyrirhugað að færa borinn um set og bora fleiri rannsóknarhol- ur og freista þess að ná á aðalæðina. Tíu aðilar standa að þessu verk- efni, bændur úr fyrrum Saurbæjar- hreppi auk Eyjafjarðarsveitar, sem er tíundi aðilinn. Gerð hefur verið áætlun um lagningu heitavatnsins að Saurbæ og Sólgarði vestan Eyja- fjarðarár og að bæjunum í Möðru- vallaplássi fýrir alls um 50 notend- ur. Friðfínnur taldi jarðhitaleitina hafa gengið ágætlega hingað til, enda hafí þeir haft mjög góðan verkfræðing sér til ráðuneytis, sem er Ólafur Flóventz hjá Orkustofnun. - Benjamín Septemberdagskrá Menningarsam- taka Norðlendinga HÉR fer á eftir menningardag- skrá fyrir septembermánuð. Dagskráin er unnin af Menn- ingarsamtökum Norðurlands. Jónas Ingimundarson heldur píanótónleika 15., 16. og 17. sept- ember. Þriðjudaginn 15. septem- ber leikur hann í Framhaldsskóla Húsavíkur kl. 20.30. Að deginum verður skólakynning fyrir nem- endur skólans. Miðvikudaginn 16. september í Héraðsskólanum Laugum í Þingeyjarsýslu kl. 20.30. Að deginum verður skóla- kynning fyrir nemendur skólans. Fimmtudaginn 17. september í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 20.30. Tónlistarfélag Akureyrar gengst fyrir tónleikum í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju laugar- daginn 26. september kl. 17.00. Þar leika Laufey Sigurðardóttir á fíðlu, Richard Talkowky á selló og Kristinn Örn Kristinsson á píanó, píanótríó eftir m.a. Dvorák og Mozart. Jón Þorsteinsson tenór og hol- lenskur píanóleikari halda tón- leika í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju föstudaginn 2. októ- ber kl. 20.30. Bjöm Steinar Sólbergsson leik- ur á orgel Akureyrarkirkju laug- ardaginn 3. október kl. 12.00. Léttur hádegisverður snæddur í safnaðarheimili á eftir. Sýning á 26 einþrykksmyndum eftir 19 bandaríska listamenn, „Collaborations in Monotype II“, stendur yfir í Myndlistarskólanum á Akureyri til 6. september og er hún opin daglega kl. 14-18. Sýn- ingin, sem er farandsýning Upp- lýsingaþjónustu Bandaríkjanna, er yfírlit úr smiðju Garners Tullis í Santa Barbara. Kristín G. Gunnlaugsdóttir sýn- ir grafík, teikningar og málverk í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju 5.-13. september. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18. í tilefni 30 ára afmælis Minja- safns Akureyrar stendur yfir sýn- ingin „Prentverk á Akureyri - Brot úr sögu prentlistar og bóka- gerðar". A sýningunni eru tæki og áhöld sem tengjast prentverki og bókagerð. Sýningin er opin alla daga kl. 11-15 og stendur til 15. september. Ólöf Baldvins sýnir olíumálverk og saumaðar myndir í Blómaskál- anum Vín 29. ágúst til 13. sept- ember á opnunartíma skálans. scf ha« p, ' *org Zn’ Nýlt skrifstofutækninám Á nýja skrifstofutækninámskeiðinu sem er alls 255 klst. langt eru teknir fyrir eftirtaldir áfangar: TÖLVUGREINAR, PC TÖLVUR Almenn tölvufræði PC-stýrikerfi - Ritvinnsla - Töflureiknar og áætlanagerð - Tölvufjarskipti - Gagnasafnsfræði - Windows TÖLVUGREINAR MACINTOSH TÖLVUR tóacintosh-stýrikerfi - Umbrotstækni - Ritvinnsla - Viðskiptagrafík TUNGUMÁL íslenska ÆFINGATÍMAR VIÐSKIPTAGREINAR Almenn skrifstofutækni Bókfærsla Tölvubókhald Verslunarreikningur Toll- og verðútreikningar, innflutningur Innritun ffyrir hauslönn er hafin Hríngið og fáið sendan ókeypis bækling. Reykiavíkur Borgartúní 28, símí 91-687590

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.