Morgunblaðið - 01.09.1992, Síða 40

Morgunblaðið - 01.09.1992, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 Olympíumótið í brids * Góður endasprettur Islend- inga virðist koma of seint _________Brids__________ Guðm. Sv. Hermannsson ÍSLENSKA liðið hóf mikinn endasprett á Ólympíumótinu í Salsomaggiore á sunnudag með því að vinna alla leiki sína 25-2 og fyrsta leik mánudagsins 23-7. Sá endasprettur virtist þó koma heldur seint, því eftir 25 umferð- ir af 29 voru íslendingar í sjötta sæti í sínum riðli, 17,5 stigum á eftir Frökkum í 5. sæti og 20,5 stigum á eftir Svíum í fjórða sæti. ísland átti yfirsetu í gær- kvöldi en það var ljóst að Islend- ingar verða ekki aðeins að vinna þijá síðustu leiki sina heldur þurfa bæði Svíar og Frakkar að gefa eftir svo Islendingar eigi möguleika á að ná í úrslitakeppn- ina. Hins vegar unnu bæði Svíar og Frakkar Bandaríkjamenn á sunnudaginn svo það er engan uppgjafartón að heyra á þeim liðum, auk þess sem þau eiga bæði eftir að spila við Tæland og Botswana. íslendingar spiluðu við Norð- menn í 22. umferð og gerðu við þá jafntefli, 15-15. í 23. umferð tapaði íslenska liðið fyrir Frökkum, 9-21 og í 24. umferð gerðu íslendingar jafntefli við Indveija, 15-15. Þegar þar var komið sögu hafði verulega sigið á ógæfuhliðina og ísland var komið niður í 10 sæti í riðlinum, um_35 stigum á eftir 4-5. sætinu. A sunnudaginn vann ísland eins og áður sagði Tæland, Chile og Botswana, 25-2. Tæland og Chile voru þá rétt fyrir neðan miðju í riðl- inum en Botswana í neðsta sæti. Við þetta færðist liðið upp í 6. sætið. í 26. umferð í gær vann ís- land Mónakó 23-7 en stigamunur- inn upp í 4. sætið var enn mikill. Hollendingar voru í efsta sæti riðils- ins með 481 stig, Tyrkir voru í öðru sæti eftir ótrúlega sigurgöngu með 473 stig, Bandaríkjamenn í þriðja sæti með 470 stig, Svíar í 4. sæti með 458 stig, Frakkar í 5. sæti með 455 stig og íslendingar í 6. sæti með 437,5 stig. í hinum riðlinum höfðu Pólveijar tekið forustu eftir 25 umferðir með 445 stig en Danir voru í öðru sæti með 440 stig, Austurríki í 3. sæti með 436 stig og Hong Kong í 4. sæti með 435 stig. Þár fyrir neðan voru ísraelsmenn, Bretar og Brasil- íumenn. Skorið í hinum riðlinum er mun lægra en í riðli íslands og stigafjöldi Islendinga hefði dugað þeim í 3_. sæti í hinum riðlinum. Þótt ísland nái ekki í úrslita- keppnina er ljóst að árangur íslend- inga á þessu móti er einn sá besti sem náðst hefur. ísland varð í 10. sæti af 30 þjóðum 1968 og hefur síðan tvívegis orðið í 17. sæti í hópi 56 þjóða. 5. sætið í riðlinum þýddi 9. 'Sæti á mótinu og 6 sætið í riðlinum þýddi að íslendingar yrðu í 11. sæti. íslendingum hefur yfirleitt tekist að vinna stóra sigra á lakari þjóðun- um, þótt þær séu raunar sýnd veiði en ekki gefin þegar leikirnir eru aðeins 20 spil. Og í brids eru góð tilþrif ekki endilega trygging fyrir gróðsi eins og sást í þessu spili gegn Marokkó. Norður ♦ G6 ▼ ÁKD8 ♦ 864 ♦ G842 Austur ♦ ¥43 ♦ G104 ♦DG1075 Suður K53 ♦ ÁKD10982 ¥63 ♦ K9 ♦ Á9 Sturtudælur, aflúttök, stjórnlokar 1 Klettagörðum 11, Reykjavík 91-68 21 30-68 1580 Vestur Norður Austur Suður Hayet ssv Camb. JB - pass pass 1 lauf pass 1 hjarta pass 1 spaði pass 1 grand pass 2 lauf pass 2 tíglar pass 2 hjörtu pass 2 spaðar pass 2 grönd pass 3 lauf pass 3 tíglar pass 3 spaðar pass 4 lauf pass 4 hjörtu pass 4 spaðar pass 4 grönd pass 5 lauf pass 5 hjörtu pass 6 spaðar/ Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson þaulnýttu sagnrýmið á leiðinni í þessa slemmu en sagnröð- in sýnir ágætlega uppbyggingu sagnkerfísins þeirra. 1 lauf var sterkt og 1 hjarta sagði frá jafn- skiptri hönd. Eftir það voru allar sagnir suðurs biðsagnir og Sigurður sagði frá spilunum sínum. Hann lýsti fyrst skiptingunni 4-3-3-3 eða 4-4-3-2 með 1 grandi. Síðan sagði hann frá 4-lit í hjarta með 2 tíglum, þá 2-lit I spaða með 2 spöðum og með 3 laufum sýnd hann skipting- una 2-4-3-4. Næst sagðist hann eiga 11-12 punkta með 3 spöðum, með 4 hjörtum sagði hann frá há- spili í hjarta en ekki í laufí, með 4 gröndum neitaði hann fyrirstöðu í tígli og með 5 hjörtum sýndi hann annað háspil í hjarta. Með þessar upplýsingar skaut Jón á slemmuna. Vestur spilaði út laufí og Jón drap kóng austurs með ás. Hann tók síðan öll trompin og vestur gat ekki haldið í 4-litinn í hjarta, tígul- ás og laufdrottningu svo Jón vann spilið, raunar með yfírslag þegar vestur henti vitlaust af sér. Við hitt borðið opnaði norður á spilin sín og þá áttu NS greiða leið í slemmuna sem vannst á svipaðan hátt svo ísland græddi aðeins 1 impa. Hins vegar náðu fæst lið önnur á mótinu þessari slemmu og nokkrir töpuðu henni raunar. Dagvistarhópur BSRB Hækkun leik- skólagjalda til vansa Dagvistarhópur Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefur samþykkt ályktun þar sem mót- mælt er þeirri ákvörðun meiri- hluta borgarráðs Reykjavíkur að hækka dagvistunargjald fyrir börn námsmanna. í ályktuninni segir, að námsmenn hafí mátt sæta þungum búsiijum af hálfu ríkisvaldsins að undan- förnu, einkum því er varðar verri kjör á námslánum og hertar reglur um endurgreiðslur. Því sæti þessi stórfellda hækkun á leikskólagjöld- um furðu. „Gjaldahækkun meirihluta borg- arráðs er meiri eftir því sem vist barnanna á leikskólunum er lengri, frá 6% hækkun fyrir fímm stunda vist upp í ríflega 50% fyrir níu stunda vist. Það er meirihluta borg- arráðs til vansa að ráðast með þessu móti einkum að afkomu þess hóps námsmanna sem þarf á heilsdags- vistun að halda fyrir börn sín,“ seg- ir síðan í ályktuninni. MÁLASKÓLI 26908 Danska, sænska, enska, þýska, franska, ítalska, spænska og íslenska fyrir útlendinga. Innritun daglega fró kl. 13-19. Kennsla hetst 14. sept. Skírteini afhent 11. sept. (föstud.) fró kl. 16-19. Auk kvöldtíma eru líka síðdegistímar í nokkrum mólum. Fjölbreytt kennslutæki, m.a. segul- og myndbönd. 10% afslóttur fyrir hjón, systkini, öryrkja og ellilífeyrisþega. Starfsmenntunarsjóðir ýmissa starfsmannafélaga greiða skólagjöld félagsmanna að fullu og Verslunarmannafélag Reykjavíkur veitir sínum mönnum nómsstyrk. 26908 HALLDORS STORUTSÚin 24.RG. - 5. S€PT. Við rýmum tiLfyrir houstsendingum og soljum gifir 2000 m2af flísum. 15x15 kr. 800 15x20 kr. 900 20x25 kr. 1 100 20 x 20 kr. 1000 30 x 40 kr. 1200 40 x 40 kr. 1800 Grípið taekifærið! VI5RÆURO raðgreiðslur Á § tH ttms U Hnorrorvogi 4, Reykjovík b r BæjQrhrauni 20, HQpnorfiröi Vestur ♦ 75 ¥9762 ♦ Á32 ♦ DG76

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.