Morgunblaðið - 01.09.1992, Síða 43

Morgunblaðið - 01.09.1992, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1992 43 Rallý cross Hörkukeppni um meistaratitlana ÞAÐ VAR mikið barist í lokamót- inu á rallý cross-brautinni við Krýsuvíkurveg', þar sem lokabar- áttan um Islandsmeistaratitla í þremur greinum fór fram. Keppt var í flokki rallý cross-bíla, krónubíla og amerískra bíla til meistara og til bikarmeistara í opnum flokki. Með sigri í rallý cross-flokknum tryggði Kristín Birna Garðarsdóttir sér fyrst kvenna meistaratitil í aksturs- íþróttum hérlendis, en hún ók Porsche. Einar Gíslason varð meistari í ameríska flokknum og Guðni Guðnason í opnum flokki. I gærkvöldi átti enn eftir að skera úr um sigurvegara í krónu- flokki þar sem Sigmundur Guðnason og Sigurður Sigurðs- son voru manna líklegastir til að hljóta titilinn. „Þetta var sætur sigur og það var ljúft að leggja alla karlana að velli í iokaslagnum. Það var kominn tími til að fá- kvenmannsnafn á einhvern titlanna, sem keppt er um í aksturs- íþróttum,“ sagði meistarinn nýi, hin þrítuga Kristín Birna Garðarsdóttir, sem vann þtjú mót af fjórum á árinu í sínum flokki. Hún lét það ekki aftra sér frá þátttöku að hún eignaðist son í vor. „Það voru sumir hræddir um að það gæti haft einhver eftirköst ef ég keppti nýbúinn að eiga en svo varð ekki. Litli guttinn, sem heitir Viktor Guðbergsson, svaf meira að segja í íjölskyldubílnum á meðan einni keppni stóð ásamt mágkonu sir.ni, en ég varð þó að gefa honum í eitt skipti milli riðla,“ sagði Kristín. Faðir guttans var líka skammt und- an, því keppnisstjóri mótanna, Guð- bergur Guðbergsson, var ætíð til reiðu og skipulagði mótið um helgina ásamt félögum í Bifreiðaíþróttá- klúbbi Reykjavíkur, en hann er sjálf- ur þekktur keppnismaður úr rall- akstri og torfæru. „Það hefur ekkert háð Begga þó hann hafi ekki keppt í ár, frekar en mér þegar hann hefur keppt,“ sagði Kristín. „Við lifum okkur inn í þátttöku hvors annars.. Mig dreymir stundum um að keppa í raliakstri og aftur í torfæru, en framtíðin verður að leiða alla slíka spádóma í ljós.“ „Ég fann mig vel á Porsche-bíln- um sem þó er erfiður í akstri og beitti nítró-innspýtingu nokkrum sinnum, sem gaf aukið afl. Ég háði harða keppni við þá Pál Halldórsson, Ármann Guðlaugsson og Elías Pét- ursson, sem hafa litið á mig sem jafningja eins og aðrir karlkyns öku- menn, þó ég sé af gagnstæðu kyni, enda er ekkert sem segir að kven- menn séu lakari ökumenn. Ég vona að mitt fordæmi auki áhuga kvenna á akstursíþróttum," sagði Kristín.. í flokki ameriskra bíla varð Einar Gíslason fyrstur og tryggði sér meist- aratitilinn, þó hann þyrfti að aka flesta hringina með sprungið að aft- an, en bróðir hans, Halldór, náði öðru sæti. í opnum flokki vann Guðni Guðnason á Buggy, varð á undan þeim Jóni Þ. Traustasyni á Mazda og Darra Þorsteinssyni á Mazda. í krónuflokknum vann Sigmundur Guðnason á Toyota, Halldór Bárðar- son á Capri varð annar og Högni Gunnarsson á Toyota þriðji. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Kristín Birna á leið til sigurs og meistaratitils í rallý cross, fyrst íslenskra kvenna. Skrifslofutækni • INNRITUN HAFIN • Við leggjum áherslu á vandað nám sem sniðið er að kröfum vinnumarkaðarins og nýtist þér í atvinnuleit. Kenndar eru eftirtaldar námsgreinar: § Bókfærsla § Ritvinnsla § Verslunarreikningur § Tölvubókhald § Töflureiknir § Tollskýrslugerð § Gagnagrunnur § Windows og stýrikerfi Athugið okkar hagstæðu greiðslukjör, kr.,5000 á mánuði til tveggja ára eða 15% staðgreiðsluafsláttur. Tölvuskóli íslands sími 67 14 66 • opið til kl. 22 Kennsla hefst 19. sept. byrjendur og tram- tiald írá 4ra ára. & Jk Ballettskóli JL. ^ Eddu " Scheving Skúlatúnl 4 Meðlimur í Félagi íslenskra listdansara. Innritun í síma 38360 frá kl. 15-19. Afh. skírteina 17. og 18. sept. frakl. 17-19. ORDABÆKURNAR Eitsk íslensk orðabók fngtish-ltclandic Didionnry Dönsk íslensk íslensk dönsk orðabék Gf|ci 0rd°b6k utcnsk rronsK íslensk íslensk frönsk j orðobók •slensk islensk ítölsk orðnbók Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann, ó skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.